Morgunblaðið - 21.06.1972, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1972
O.tgcfandi hlf, Átvakuc R&ykijawík
Ffiamkv»m da stjóri Haratdur Svalnsaon.
.Rrtatjórar Mattihías Joh.anrvess&n,
Eyjóllfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmk Gurmarsson.
Rrtstjómarfulrtrúi Þforbijönn Guðmundsson
Fróttastjóri Björn Jólhannsson
Aug,lýsirvgastjóri Ámi Geröar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla ASalstreeti 6, sfmi 1Ö-100.
Augiýsingar Aðalstrseti 6, símt 22-4-60.
Askriftargjald 225,00 fcr á mán.uði mnanlands
I la.usasóTu 15,00 Ikr eintakið
F’fnahagskerfið er komið úr
■*- skorðum. Verðbólgan
eykst dag frá degi og stefnt
er vitandi vits að síauknum
viðskiptahalla við útlönd, án
þess að nokkuð sé að gert.
— „Verður að sæta því, þótt
nokkuð gangi á gjaldeyris-
forðann á árinu, í von um að
miði í jafnvægisátt á næsta
ári,“ eru þau ummæli, sem
fjármálaráðherra lét sér
sæma að viðhafa í skýrslu
sinni um framkvæmda- og
fjáröflunaráætlunina fyrir ár-
ið 1972. Það eitt, að fjármála-
ráðherra skuli leyfa sér að
viðhafa slík ummæli, er fá-
heyrt, ekki sízt ef hliðsjón
er höfð af hinum hagstæðu
viðskiptakjörum okkar út á
við. En þetta sýnir svo ljós-
lega, sem verða má, að það
er rétt, sem sjálfstæðismann
hafa haldið fram, að ríkis-
stjórnin hefur ekki mátt vita
af neinum sjóði, án þess að
bollaleggja, hvernig koma
megi honum í lóg. Mönnum
eru í fersku minni fyrstu
mánuðirnir eftir stjórnar-
skiptin. Og síðan hefur gang
urinn verið sá sami. Það er
gengið í einn sjóðinn af öðr-
um. Nú síðast er það gjald-
tekjuöflun ríkissjóðs byggist
á sem mestum innflutningi,
eins og nú er.
En það er ekki aðeins, að
ríkisstjórnin stefni vitandi
vits að hallarekstri út á við.
Hið sama gildir um afstöð-
una til atvinnurekstrarins í
landinu. Nú er svo komið, að
forráðamenn Kaupfélags Ey-
firðinga hafa farið hörðum
orðum um viðhorf ríkisstjórn
arinnar til atvinnurekstrar-
ins. Þannig segja þeir í árs-
skýrslu sinni: „Útlit er því fyr
ir, að nú eigi að mæta Hruna
dansi kostnaðarverðbólgu
með taprekstri fyrirtækja,
sem því miður hlýtur að leiða
til atvinnusamdráttar, þegar
til lengdar lætur.“
Þessi gagnrýni forráða-
manna Kaupfélags Eyfirð-
inga er enn beittari, þegar
þess er gætt, að í skýrslu
ur, eins og glöggt kemur fram
í því, að á sl. ári var heildar-
velta þess rúmir tveir millj-
arðar króna. Forráðamenn
þess vita því vel, hvað þeir
eru að segja, og ummæli
þeirra nú um stefnu ríkis-
stjórnarinnar verða ekki skil
in öðru vísi en svo, að þeir
telji, að stefna hennar í at-
vinnu- og efnahagsmálum
hafi beðið algjört skipbrot.
Framundan er taprekstur fyr
irtækja, sem leiðir til atvinnu
samdráttar, þegar til lengdar
lætur.
Það er næsta aumkunar-
vert hlutskipti, sem stuðn-
ingsblöð ríkisstjórnarinnar
hafa komizt í, þegar þau eru
að reyna að verja glundroð-
ann í efnahagsmálunum. Ann
að veifið reyna þau að halda
því fram, að verðbólgan sé
svo sem engin. Framfærslu-
HRUNADANSINN
eyrisvarasjóðurinn. Með
sama áframhaldi verður búið
að eyða honum einhvern
tíma á næsta ári, nema til
komi þeim mun meiri erlend-
ar lántökur.
Fjármálaráðherra segir að
vísu: . í von um að miði í
jafnvægisátt á næsta ári,“ en
hann gerir enga frekari grein
fyrir, við hvað hann eigi með
þessum ummælum, en borin
von, að þróunin snúist við
sjálfkrafa. Allra sízt þegar
þeirra kemur jafnframt fram,
að árið 1971 hafi orðið eitt
hagfelldasta rekstursár félags
ins um mjög langt árabil og
afköst rekstursins mæld í
ýmiss konar fyrningum og
ágóði meiri en dæmi eru
áður um.
Rekstursafkoma Kaupfélags
Eyfirðinga er fyrir þá sök
góður mælikvarði á efnahags
ástandið í landinu á hverjum
tíma, að á vegum þess er rek-
inn hvers konar atvinnurekst
vísitalan hefur þó hækkað
um hvorki meira né minna
en 9% síðan í nóvember og
fyrirsjáanleg veruleg hækk-
un, jafnvel allt að 10 stig til
viðbótar síðari hluta ársins
eða meira. í þessum tölum er
ekki reiknað með skattahækk
uninni og heldur ekki með
hækkun húsaleigu, sem allir
vita um, en ekki fæst reikn-
uð inn í vísitöluna, þar sem
bannað er að hækka húsa-
leigu á pappírnum.
Á sama tíma og stjórnar-
blöðin reyna að fela þessar
staðreyndir fyrir fólki með
næsta furðulegum talnaút-
reikningi, verður að viður-
kenna, að einstaka sinnum
kveður við annan tón, meira
að segja í Tímanum. Þannig
segir í forystugrein 14. júní
sl.: „Nú þarf því eftir megni
að forðast allar frekari hækk
anir að sinni, hvort heldur er
á verðlagi eða kaupgjaldi,
því að það getur hleypt
skriðu af stað, sem erfitt get-
ur verið að fást við.“
Þessi viðurkenning hefur
áreiðanlega ekki verið rit-
stjórum Tímans þrautalaus.
En þeir sjá, að hverju fer. Og
hið sama má raunar segja um
ríkisstjórnina. Stöku sinnum
hefur það komið fram hjá
einstaka ráðherrum, að þeir
gera sér grein fyrir efnahags-
ástandinu í landinu, — þeim
Hrunadansi verðbólgunnar,
sem stiginn er með æ meiri
hraða. Gallinn er bara sá,
að ríkisstjórnin veigrar sér
við að grípa til gagnráðstaf-
ana, takast á við vandann. Það
er af þessum sökum, sem for-
ráðamenn Kaupfélags Ey-
firðinga segja í skýrslu sinni:
„Stjórn félagsins vill hins
vegar ekki draga dul á það
gagnvart félagsmönnum, að
mjög hefur syrt í álinn um
rekstursútlit á yfirstandandi
ári og um næstu framtíð
vegna þeirrar holskeflu kostn
aðarhækkana, sem nú ríður
yfir.“
Gubmundur Magnússon Prófessor■■
ÍSLENZK VERZLUN
/
Samvinnufélagsverzlun I
Samvinnufélagsrekstur er orðinn
rótgróinn í íslenzku þjóðfélagi. Sam
band islenzkra samvinnufélaga og
kaupfélögin eru stærsta fyrirtæki á
Islandi.
Hér á eftir fer viðtal við Erlend
Einarsson, forstjóra SfS, en seinni
bluti þess birtist síðar.
G.M.: Það er mikið um aÆmæli hjó
samvinnuhreyfingunni á þessu ári,
Kaupfélag Þingeyinga verður 90 ára
og Sambandið 70 ára. Ef litið er yf-
ir farinn veg, hverjir eru merkustu
áfangamir í sögu samvinnufélags-
verzlunar hér á iandi?
E.E. Fyrsti merki áfanginn í sögu
Sambandsins, ef frá er talin út-
breiðslustarfsemi, sem hófst svo til
þegar við stofnun Sambandsins 1902
og svo útgáfa tímariits 1907, er stotfn
un fyrstu skrifstofunnar í byrjun
1915 í Kaupmannahöfn. Fram
að þeim tíma höfðu verzlunarfulil-
trúar á vegum Samnbandsins ferðazt
til útlanda i sölu og innkaupaerind-
um.
Árið 1917 er sett á stofn aðal-
skrifstofa í Reykjavík og var Hall-
grímur Kristinsson ráðinn forstjóri
Sambandsins. Oddur Rafnar tók þá
við Kaupmannahafnarskrifstofu, sem
rekin var til ársins 1961, en þá voru
viðskiptin í Danmörku yfirfærð til
N.A.F., Samvinnusambands Norður-
landa. Árið 1917 var einnig sett á
stofn skrifstofa í New York, sem
starfrækt var i 3 ár. Þá var Sam-
vinnuskólinn settur á stofn 1918.
Árið 1919 er tekiin uipp deilda-
skipting í Sambandinu: Útflutnings-
deild, sem Jón Árnason stjórnaði og
Innflutningsdeild, sem stjórnað var
af Aðalsteini Kristinssyni, en Hall-
grímur var forstjóri.
Það má þvi segja, að á árunum
1915—1919 hafi verið lagður grunn
ur að viðskiptarekstrinum, skipulega
séð, en árið 1919 voru 24 kaupfé-
lög innan Sambandsins. Samvinnu-
lögin voru svo samþykkt á Alþingi
árið 1921, en þau mörkuðu að sjálf-
sögðu tímamót í sögu samvinnusam-
takanna.
Svo má minnast kreppuáranna og
þess, að unnt reyndist að forða Sam-
bandinu og kaupfélögunum frá stór-
um skakkaföllum. Það kom í hlut
Sigurða'r Kristinssonar að veita
Sambandinu forstöðu frá árinu 1923,
(eftir lát Hallgríms), til ársloka
1945.
Iðnaður hefst á vegum Sambands-
ins árið 1923 með gærurotun á
Akureyri, en 1930 kaupir Samband
ið Ullarverksmiðjuna Gefjuni. Síð-
an komu fleiri verksmiðjur: Sútun,
skóverksmiðja og fataverksmiðja.
Árið 1946 tók Vilhjálmur Þór við
forstjórastörfum Sambandsins. Þá
hefst mikil uppbygging. Hafinn er
rekstur kaupskipa, iðnaður aukinn,
sett á stofn sérstök véladeild, stofn-
að samvinnutryggingafélag og sér-
stakt olíufélag með þátttöku oliu-
samlaga, bæjarfélaga og ein-
staklinga, auk samvinnufélaganna.
Siðan kom Samvinnusparisjóð-
ur 1954 og banki 1964. Samvinnufé-
lögin juku mjög þátttöku í vinnslu
og sölu sjávarafurða.
Fyrstu notkun skýrsluvéla má
rekja aftur til ársins 1952 og hafði
Sambandið þar að vissu leyti for-
ystu, hvað fyrirtæki snertir.
Guðmuindilr Magmisson.
Svo má minnast á skrifstofurnar
erlendis. Skrifstofa var sett á stofn
I Leith í Skotlandi árið 1920 og flutt
þaðan til London 1962. Skrifstofa sett
á stofn í Hamborg 1957. Stofnuð
skrifstofa 1 New York 1940,
sem starfrækt var til ársins 1962 og
sett á stofn sölufélag í Bandaríkj-
unum árið 1951, sem starfar ennþá
og seldi s.l. ár fyrir rúmar 20 millj.
dollara.
Sambandið gerðist aðili að
Alþjóðasamvinnusambandinu 1928
og N.A.F. 1949.
Ég tel, að kaupin á fyrsta stóra
íslenzka olíuskipinu, Hamrafellinu,
árið 1956, hafi verið mjög merkilegt
spor i siglingasögu þjóðarinnar.
Þetta skip var keypt án nokkurrar
fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum
hér á landi.
Því miður neyddist Sambandið til
þess að selja skipið sex mánuðum
fyrir sex daga stríð Egypta og ísrael
árið 1967. Engin fyrirgreiðsla fékkst
þá frá opinberum aðilum. Ef við
hefðum getað haldið skipinu eitt ár
til viðlbótar, æt-tu Islendimgar trúilega
í dag tvö stór olíuskip. Farmgjöld
olíuskipa margfölduðust eftir sex-
daga stríðið.
G.M.: Hve margir meðlimir eru
samtals í hinum ýmsu félögum?
E.E.: Félaig'simiannatalan i samvinnu
félögum innan Sambands íslenzkra
samvinnufélaga var hinn 31. des.
1971: 33.444.
G.M.: Hve mikinn hluta smásölu-
verzlunarinnar hafa samvinnufélög
og hvernig er skiptingin milli
Reýkjavíkur og landsbyggðarinnar?
E.E.: Því miður skortir hér á landi
mjög tilfinnanlega skýrslur um verzl
unina. Við höfum ekki getað fengið
öruggar skýrslur um heildar-
smásöluverzlunina, hvað þá flokk-
aða niður. Hitt er vitað, að hlutur
kaupfélaganna í smásöluverzluninni
utan Reykjavíkur er tiltölulega stór.
1 Reykjavik hins vegar er hann lít-
ill, trúlega innan við 10%. Síðustu
verzlunarskýrslur kaupfélaganna
þ.e. fyrir árið 1970 sýna, að af heild
arvörusölu félaganna (í smá-
sölu) var hlutur Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar 7.73%. Þá ber að hafa
í huga, að kaiupféQögin utam Reylkja-
víkur verzla með ýmsa stóra vðru-
flokka, sem kaupfélögin í Reýkja-
vík verzla ekki með. Má þar nefna
fóðurvörur og aðrar rekstrarvörur
landbúnaðar og sj'ávarútvegs, svo
og olíur. Þess vegma eru þær tölur
Framh. á bls. 20