Morgunblaðið - 21.06.1972, Side 17

Morgunblaðið - 21.06.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNl 1972 17 umhverfí manns Sigurður Pétursson: Ómenguð f æða III EFNISMENGUN Efnismengun er í þessu spjalli sú ibllöndun efna í fæðu, sem gerir hana ógeðslega eða óholla til neyzlu. Smitnæm mengun, sem áður hefur verið lýst, er að sjálfsögðu líka bundin efni, þ.e. sýklum og sniíikluin, en sú efnismengun, sem hér verður vikið að er ekki smitandi, hún er ekki lifandi. Gera má greinarmun á ferns kon- ar efnismengun fæðu, þ.e. náttúru- legri mengun, tæknilegri mengun, lyfjaleifum (pesticide residues) og viðbótarefnum í matvælum (food additives) þegar magn þeirra fer yfir svokölluð skaðleysismörk. Hér er sem áður neyzluvatn talið til fæðu, en af þeim hlutum, sem mað- urinn leggur sér til munns, tekur vatn einna helzt skynjanlegum breyt ingum við efnismengun. Ástæðan er sú, að vatnið sjálft er lyktarlaust og bragðlaust, svo lítið má blandast í það af efnum, svo að það ekki skynj ist. NÁTTÚRUUEG MENGUN Af löngum og nánum tengslum við náttúruna heflur maðurinn lært að Sigurður Pétiursson. greina á milli þess, sem í eðli sínu er ætt og óætt. Þannig er t.d. sjói inn svo mengaður söltum að hann er óhæfur til drykkjar, og vatn sem er skolleitt af jarðefnum, s.s. mold eða mýrarrauða (járni) er lika ódrekk- andi og óhæft til framleiðslu mat- væla. Þamnig er með náttúrulega mengun, hún er manninum í flestum tilvikum kunn. Undantekning er sú mengun sem stundum verðuc snögg- lega við náttúruhamfarir, s.s. eldgos. Undir slikum kringumstæðum geta borizt óholl efni í fæðuna, sem menn ekki hafa vitað um eða ekki eru skaðöeg i venju'.egu magni. Það er vitað um ýmis efni, að þau safnast fyrir í líkömum jurta og dýra með aldrinum. Fari þessi efni yfir skaðleysismörk, þá er um mengun að ræða. Jurtir, sem ræktaðar eru til matar verða sjaldan gamlar, svo að þetta á sjaldan við um jurtafæðu. Sum dýr, sem veidd eru til matar, geta aftur á móti verið orðin talls- vert gömul, og geta þá hafa safnað í sig óhollum efnum. Þannig er t.d. ■ með kvikasilfur í túnfiski og í stór- lúðu. Ekki er þó talið, að þessi nátt- úrulega mengun verði svo mikil að það fari yfir skaðleysismörk. TÆKNILEG MENGUN Víðtækastar menganir i umhverfi mannsins verða af tæknilegum ástæð um. Úrgangsefni frá verksmiðjum og samgöngutækjum berast út u-m um- hverfið og menga þá oft jurtir og dýr og þar með aðalfæðutegundir mannsins. Ógrynnuim af eitruðum úr gangisefnum er veitt út í ár og vötn eða út í sjó, eða þeim er sökkt í haf- ið í þeirri von, að þynningin muni gera þau skaðlaus. En allt hefur sín takmörk. Vaxandi magn úrgangsefna einkum i fersku vatni er þegar farið að valda alvarlegri tnengun og dauða á fiski. Er þar þekktust kvika silfursmengun i ám og vötnum í Sví- þjóð oig tímabundnar menganir af ýmsum eiturefnum, sem verða í ám á iðnaðarsvæðuim, t.d. i Rin, Dreifing á matvælum fer stöðugt vaxandi og þá um leið notkun hvers konar umbúða. Reynslan hefur sýnt að matvæli geta mengazt af umbúð- um og eins af ílátum og tækjum, sem notuð eru við matvælaframleiðslu. Þannig hafa menn lært að varast málma eins og blý, zink, cadmium og antimon, bæði i umbúðum, tækjum og borðbúnaði. Blý var notað i borðbún að i gamla daga, og hefur jafnvól ver ið talið, að slík blýeitrun hafi átt nokkurn þátt í hruni Rómaveldis. Galvaniseraður bali var notaður und- ir berjasaft á AustfjörðKim oig hefði valdið alvarlegri zinkeitrun ef ekki hefði verið aðgætt í tíma. Járn úr ryðguðum vatnstanka gerði hér heila skipshöfn magaveika fyrir stuttu sið an. Þannig mætti lengi telja. Menganir umhverfis af völd- um óiíu gerast nú stöðugt tíðari. Er hér venjulega um mjög staðbundnar menganir að ræða, sem verða af slysni en geta þó valdið varanlegri mengun t,d. á vatnsbólum. Alvarlegasta tæknilega mengun í framtíðinni verða vafalaust hin geislavirku úrgangsefni, sem stöðugt safnast nú fyrir og mjög erfitt er að gera skaðlaus. Hættan liggur í því, að hin geislavirku efni berist í jurt- irnar bæði æðri og lægri og þaðan í dýrin og manninn. LYFJAUEIFAR Baráttan við sjúkdóma bæði í jurt Franih. á bls. 20 2feUr|tork<3imesí ( / »-v V \ « VONARBJARMI LÝSIR VEGINN m Eftir James Reston WASHINGTON — Bandaríkin og Sovétríkin hafa í meira en aldar- fjórðung einbeitt sér að ágreinings- málwm — Berlín, Miðausturlöndum, Kóreu, Vietnam, Kúbu og Evrópu — en nú eru forystumenn landanna saman komnir í Moskvu til að tala um takmarkaða en mikilvæga sam- vinnu. Ekki má búast við of miklu, enda eru mótsetningarnar jafnmiklar og áður, en það er beggja hagur að forð ast stórstyrjöld, hafa hemil á víg- búnaðarkapphlaupiniu — sem kost- ar orðið þjóðir heimsins meira en 200 miiljarða dollara á ári — auka viðskipti, hafa með sér samvinnu í könnun geimsins og hafa hemil á eit urlyfjasölu, útbreiðslu sjúk- dóma, mengun og stjórnleysi. Willy Brandt Þýzkalandskanzlari, sem sjálfur hefur reynt meira en nokkur annar að rjúfa göt í járn- tjaldið, hitti naglann á höfuðið þeg- ar Sambandsþingið í Bonn hafði með hálfum huga staðfest vináttusamn- ingana við Sovétrikin og Pólland. Hann sagði ekki eins og Nixon í Kína að „þetta væri vikan sem breytti heiminum" heldur það eitt að „vegur skynseminnar" væri það að sætta sig við veruleika, sem yrði ekki breytt, og slaka til í þágu frið- ar, hversu sárt sem það væri. Vegurinn er grýttur hvað sem þessu líður. Brezhnev ætlar ekki að bjarga Nixon frá Víetnam. Skrið- drekar hans halda kannski uppi árásum á keisaraborgina Hue á sama tíma og forsetinn horfir á Svana- vatnið í Bolshoileikhúsinu, en nú er honum hefur tekizt að tryggja land- vinninga Rússa í siðari heimsstyrj- öldinni, er hann þess albúinn að tala um heiminn eftir daga Víetnam- stríðsins og jafnvel eftir daga Mao Tse-tungs, Chiang Kai-sjeks og Satos. Mikil vinna og heilbrigð skynsemi liggur að baki undirbúningi Moskvu ferðar Nixons, og undirritunar bíða takmarkaðir samningar um vígbúnað arkapphlaupið, viðskipti, aðflutninga til Berlínar, öryggi Evrópu og geim- vísindi. Þvi má vera, að þetta sé mik ilvægasta ráðstefna Bandarikja manna og Rússa frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar, þótt það segi ekki mikið og breyti ekki grund vallardeilu tveggja heima. Rússar og Bandarikjamenn eru sammála um að vera ósammála I hug myndafræðilegum málum, en reyna að vera ekki kjánalegir í raunhæf- um málum. Þeir hafa þegar kom ið sér saman um að koma ekki fyrir kjarnorkuvopnum í geimnum og á hafsbotni og að hætta að menga and rúmsloftið með kjarnorkutilraunum, svo að núna eru þeir komnir á fremsta hlunn með að fallast á sam- komulag um eftirlit með smíði árása- og varnaflauga og samkomulag um að skipta með sér kostnaði af könn- un alheimsins. Allt er þetta skyn- samlegt og löngu orðið tímabært. Því verður haldið fram — og raun ar var Nixon einn sá fyrsti sem því hélt fram — að viðskipti og samvinna Rússa þjóni þeim tilgangi einum að treysta í sessi ríkisstjórn og þjóð- félagskerfi, sem skuldbundið sé til þess að leggja að velli þjóðfélög, sem aðhyllast ekki kommúnisma. Og því verður líka haldið fram, ao kommúnistar hafi aðeins breytt Richard Nixon. um baráttuaðferðir, en markmið þeirra sé óbreytt, og þeir hafi lært að einhver beita verði að vera á önglinum, og talsvert er til i því, en ekki mikið eins og framvindan er í heiminum. Rússar standa Vesturlöndum enn- þá langt að baki í vísindaframför- um, þótt fátt sé þeim eins illa við að viðurkenna. Þjóðartekjur þeirra eru innan við helmingur af þjóðar- tekjum Bandaríkjanna. Þeir standa Vesturlöndum að baki í landbúnaði og iðnaði og þeir standa þeim langt að baki í þvi að tengja saman iðn- byltingna og vísindabyltinguna með tölvum af fullkomnustu gerð. En bandariskt viðskiptabann og gamlar bandarískar þjóðsögur um „viðskipti við fjandmanninn" koma ekki í veg fyrir að þeir fái umráð yfir tölvum af fullkomnustu gerð og nái valdi á nýtízku tækni, og eng- inn veit það betur en Nixon. Hann hefur ekki aðeins komizt að raun um það siðan kreppan varð i gjaldeyrismálunum og gengi dollar- ans var lækkað, að Þjóðverjar og Japanir hafa náð valdi á fullkomn- ustu tækni og fjöldaframleiðslu held ur líka að þeir geta kennt Banda- rJkjaimönnum heilimargt um saims'kipti verkamanna og atvinnurekenda og að þeir veita nú harða samkeppni ekki aðeins á heimsmarkaðnum held ur líka á bandarískum markaði. Hann er þvi fús að tala um viðskipti 1 Moskvu og ekki bara viðskipti heldur líka viðskiptalán, enda er at- vinnuleysi aldrei smámál á kosninga- ári í Bandaríkjunum. í fáum orðum sagt er veruleikinn að koma upp á yfirborðið i Vietnam, Moskvu, Evr- ópu og Kína. Bandariska stjórnin er í þann veg inn að hætta að látast trúa því að hervald muni sigra í Indókína, hægt en sígandi. Rússar hafa hætt að lát ast trúa því að sameining Evrópu sé þjóðsaga, enda eru Bretar komnir í Efnahagsbandalagið. Vestur-Þjóð- verjar hafa hætt að látast trúa þvi að þeir geti storkað valdi Moskvu yfir Austur-Þýzkalandi og Austur- Evrópu. Meira að segja Arabaríkin vita að þeir geta ekki lagt Ísrael í rúst, þótt þeir látist ennþá trúa því, enda vita þeir að Bandaríkjamenn styðja við bakið á ísraelsmönnum. Þess vegna eru þjóðirnar hægt og hægt að gera tilraun með að beita heilbrigðri skynsemi. Ekk- ert hefur tekizt að leysa en allt er rætt. Víetnam villir Bandaríkjamönn um sýn, svo að þeir sjá ekkert ann- að, en ef þeir geta horft lengra fram á veginn og yfir heiminn vítt og breitt, geta þeir séð vonarglætu, ekki stóra, en dálitla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.