Morgunblaðið - 01.07.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 01.07.1972, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 1. JÚLÍ 1972 Spjallað við fulltrúa á kvenréttindaþingi Ragnhildur Helgadóttir frá Isa firði og Hildur Einarsdóttir frá Bolung arvík. f síðustu viku var hald- ið þingr Kvenréttindafélagrs Is- lands í Hailveigrarstöðum. Við það tækifæri áttu blaðamenn Morgrunblaðsins viðtöl við nokkra fulltrúa á þingrinu, sem hér fara á eftir. Sigrurbjörgr Aðalsteinsdóttir, bankastarfsmaður, var fulltrúi á þingri Kvenréttindafélagrs fs- lands. Sigrurbjörgr hefur tekið þátt í starfsemi ungrra kvenna, sem nefna sigr Úur ogr því var ekki úr vegri, að hef ja samtalið á að spyrja um þá starfsemi. Sig'urbjörg sagði, að úur væru hópur ungra kvenna, sem starfa sjálfstætt innan kvenrétt indafélagsins. Starfsemm væri hliðstæð starísemi rauðsokka, en hefði hafizt fyrr. Hún siagð- ist telja að úur gætu náð sama árangri og rauðsokkur með siín- um aðferðum, en annars væru markmiðin hin sömu og starf- semin áþekk. Um 10—15 kon- ur taka þátt í starfsemi hóps- ins að jafnaði, en þó stundum fieiri og er það undir verkefn- unum komið. Á þinginu flutti Sigurbjörg erindi um konuna og atvinnu- lifið. Blaðamaður spurði um helztu niðurstöður erindisins. Sigurbjörg kvað það leitt í ljós með launakönnunum, að kon- ur byggju við launamisrétti, sem í sumum tillvikum væri verulegt. Væri mjög tímabært, að farið væri að gefa því máli fullan gaum. Þá byggju konur enn við vandamál, sem skapað- ist vegna þess, að aðeins ein- stæðar mæður gætu komið böm um sínum á dagheimili, og því væri erfitt um vik fyrir margar konur að vinna úti, sem til þess langaði. Alþingi ætti að full- gilda samþykkt alþjóðavinnu- málastofnunarinnar frá 1958 um jöfn laun fyrir jafnverð- mæta vinnu. Möguleiki væri fyrir atvinnurekendur að fara í kringuim lögin um sömu laun Slgriður Árnadóttir frá Arn- arbæli í Grímsnesi. fyrir sömu vinnu frá 1961. Þá sagðist Sigurbjörg vera því fylgjandi, að bannað 'yrði með lögum, að auglýsa sérstaklega eftir vinnukrafti af öðru hvoru kyninu, heldur skyldu þar bæði kynin hafa jafnan rétt í ðHum tilvikum. Aðspurð um, hvort þessi munur á aðstöðu kvenna staf- aði ekki fyrst og fremst af áhugaleysi kvenna sjálfra, svaraði Sigurbjörg þvi til, að vissulega væri þetta báð- um kynjum að kenna, en ails ekki karlmönnum eingöngu. Á þessu þingi var samþykkt, að veita karlmönnum, sem þess kunna að óska, aðild að Kven- réttindafélagi Islands. Við spurðum Sigurbjörgu um álit hennar á því. Hún kvaðst vera þessari ákvörðun hjartan- lega sammála og fagna því, að þetta mál, sem fellt var á þingi félagsins fyrir fjórum árum, hefði nú náð fram að ganga. Konur og karlar ættu að starfa saman að þessum málum, eins og raunar I öllum félögum. Fulltrúi Kvenfélags Gríms- neshrepps á þinginu var Sig- ríður Árnadóttir, Arnarbæli í Grímsnesi. Hún hefur ekki set ið kvenréttindafélagsþingin síð ustu árin, en sat á þingum áð- ur fyrr. Sigriður kvað Kvenfélag Grímsneshrepps, sem stofn- að var 1919 standa á gömlum og góðum merg og vera traust- an félagsskap. Að vísu væri alltaf erfitt að ná konum sam- an í strjálbýlinu, en samt væri starfsemi félagsins alltaf tals- verð. Félagið leggur mesta áherzlu á líknar- og mannúð- armál. Til dæmis hefur félagið stutt uppeldisheimilið á Stokkseyri ásamt öðrum kven- félögum í Sambandi sunn- lenzkra kvenna og einnig hef ur félagið styrkt hæli fyrir van gefna á Sólheimum. Þá stend- ur félagið á hverju ári fyrir ýmsu námskeiðahaldi, t.d. mat- reiðslu-, handavinnu-, uliar- vinnunámskeiðum o.s.frv. Aðspurð um hinar nýju hreyfingar ungra kvenna, kvaðst hún ekki vilja skrifa undir ailt, sem þær létu frá sér fara, en hins vegar hefðu þær margt til síns máls á sumum sviðum. Sigriður sagði um þinghald- ið, að nú væri meira starfað í starfshópum, en ekki eingöngu fámjennum nefndum og væri það til bóta. Mörg eldri mál kven- réttindahreyfingarinnar væru nú komin í höfn, en við blöstu engu að síður ýmis verkefni fyr ir kvenréttindafélagið. Þvi sagðist Sigríður vilja hvetja kvenfélögin i landinu til að koma upp kvenréttindanefnd- um og ganga í Kvenréttindafé- lag íslands. Að lokum kvaðst Sigríður vera mjög ánægð með að hafa sótt þetta þing. Þama fengju utanbæjarkonur tækifæri til að kynnast konum úr ýmsum landshlutum og hitta kynsyst- ur sínar úr Reykjavík. ANNAR fulltrúi Isfirðinga var Ragnhildur Helgadóttir, sem sótti þingið fyrir Kvenfélagið Hlíf. Þetta er þriðja kvenrétt- ingaþingið, sem Ragnhildur sækir. Kvenfélagið telur 126 félagskonur og á síðasta ári gengu i félagið 30 ungar kon- ur. Er starfsemi félagsins nijög blómleg. Raginhildur sagði, að félagið einbeitti sér að málefnum aldr- aðra og menningarmálum, og hefðu umgu konurnar verið sér- staklega starfsamar. Um starfsemi rauðsokka sagðist Ragnhiidur hafa margt gott að segja að ftestu leyti. Aftur á móti bæri á ýmsum öfgum hjá þeim, sem erfitt væri að melta á svipstundu. Ek'ki sagði Ragnhildur að rauð sokkur hefðu starfsemi á ísa- firði. Tilkoma Menntaskólans á Isa firði sagði Ragnihildur að væri mikið gleðáiefni og mumdu nem- endur og kennarar við skólann vafalaust taka þátt í menming- ariífi bæjarins. Á þinginu var nokkuð rætt um málefni dreifbýlisins og hváð gera mætti til að auka tengsl íbúa í þéttbýli og dreif- býii. Ragnhilldur kvað þetta hið þýðingarmesta mál, enda hafði það verið mikið rætt og þáttur kyenfél. í þvi. Sagði RagmhiMur að augljóst væri, að kvenfélögin mættu alls ekki hverfa, því þau gerðu svo mik- ið gagn og leiddi mikið gott af starfi þeirra. Aðspurð sagðiist Ragnhildur vera því fylgjandi, að karimenn gengju í kvenréttimdafélagið, hefðu þeir áhuga á að starfa að mátefnum þess. Hins vegar kvaðst hún ekki fylgjandi því, að þeim væri veitt innganga í kvenfélögin, enda langaði víst fáa karkmenn til þess. FULLTRtrl frá Kvenfélagi Njarðvíkur var Arndís Lára Tóinasdóttir, Höskuldarkoti, sem sagði svo frá: Kvenfélagið í Njarðvik, sem er aðili að Kvenréttindiafélag- inu, kýs mig sem fulitrúa á þetta þing. I Njarðvik eru 126 konur í fél. Það hefur unnið að byggingu dagheimilis, sem nú hefur verið tekið í notkum, og rúmar það 50 böm. Þessu hrintum við i framkvæmd á þremur árum. Hóf það starf- rækslu sl. oktöber. Við gerum ráð fyrir helm- ings stækkun í náinni framtíð og byggðum það til helminga við hreppinn. Þetta var stærsta Sigurbjörg Aðalsteinsdóttlr og Edda Svavarsdóttir, úur. Arndis Lára Tómasdóttir Sigurlaug Arnadóttir, LónL verkefnið okkair á undaníöm- um fjórum árum. Við höfum undir höndum fjóra kirkjusjóði og vinnum að þeim ásarnt fjölmörgum menningar- og mannúðarmál- um, sem við önnumst fyrir Njarðvíikursókn, en sóknar- skipting átti sér stað eigi alls fyrir löngu. Við erum búnar að láta af hendi rakna liðlega hálfa millj- ón ’tii sóknarnefndar til kirkju- byggingar, og höMum áfram þeirri söfnun árlega fyrsta vetrardag. Ennfremur sjáum við um allar barnamessur, sem nú eru haldnar í Stapa. Við látum öl'l mál til okkar taka innan byggðarlagsins og skiptum okkur í vaxandi mælí af öllum framfaramálum. Ný- lega héldum við fund með hreppsnefnd viðvikjandi skóla- mál'um, sem við ætlum að fara að skipta okkur meira af á næstunni. Persónulega hef ég mikinn áhuga á því að konur taki virk- ari þátt í opinberum málum og stjórnmálum, því að mér finnst konunni ekkert óviðkom andi. FJÓRÐUNGSFULLTRtH KRFl frá Austurlandi var Sig* urlaug Árnadóttir í Lóni, sem sagðist vera úr fulltrúaráði Austfirðingafjórðungs, nánar tiltekið fulltrúi fyrir kvenfé- lagasamband austur-skaft- fellskra kvenna. Hún sagði m.a.: — 1 Sambandi austur-ska ft- fellskra kvenna eru félögin sex. Við höfum komið á stofn fæðingarhéimiili á Höfn, það var árið 1970. Þróunin var sú, að ung ljósmóðir var þar stað- sett, en önnur eldri í Suður- sveit var að hætfca og fæðingar- hjálp vantaði illitega. Konurn- ar urðu að fá inni hjá vinum og kunningjum og þetta var erfitt í alla staði. Við leigðum þá húsnæði og getur það tekið mest þrjár konur. Við höfum síðan rekið heimilið með að- stoð hrepps og sýslu og dag- gjöld borga konumar, en þeim hefur verið stiilt í hóf eftir megni, þannig að þær fara heim með einhvern afgang af fæðingarstyrknum. Konur í sambandinu, s.s. gjaidkerinn og fleiri, gefa vinnu sína til heimilisins og léttir það mjög á útgjöldum. Eins höfum við keypt sjúkra- rúm, vöggur og sængunfatnað. Framhald á bls. 2ð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.