Morgunblaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1972 0,tgef#ndl hif Átvdk'u*', R&ytojavfk Friam4we#mda*tjóri Haratdor Svamaaon. flh»ftíórar Mat#i(aa JohanrwasMi, Eyfóllfur KonTéð Jónaaon. A&atofcrritstifórí Stynr>k- Gunrrarsaon. RltatfómaríuWtrai Þforbdöin GuBrrwncteaon Fréttaatjórl Björn JófiarKvaaon Auglýainaáatíör* Árrti Goröar Kriatinaaon. Rrtatjðrn 09 afffreiðata Aöaiatreeti 6, sfcrvi 1Ó-100. Austfýaingar Aðatetreati ®, afmi 22-4-60 Aaifcriftargja'ití 226,00 kr á márHjði innanlands f tevsaaöíu 16,00 Ikr eint«kið t'ins og Jóhann Hafstein hefur margítrekað sem skoðun Sjálfstæðisflokksins er þýðingarmikið, að unnt reynist að ná viðunandi sam- komulagi í landhelgismálinu, sem er okkar lífshagsmuna- mál. Sú samstaða, sem náðist á Alþingi í vetur um útfærslu landhelginnar, er til þess fall- in að gera viðsemjendum okk ar fullljóst, að þjóðin er ein- huga í þessu máli. Það verður aldrei of oft undirstrikað, að ákvörðunin um útfærslu landhelginnar var tekin af knýjandi nauð- syn. Þorskstofninn er þegar fullnýttur. Öll frekari ásókn á miðin getur því haft ör- lagaríkar afleiðingar. Eina leiðin, sem okkur er fær til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu fiskstofnanna, er að taka friðunarmálin í okkar hendur, enda eigum að samvinna þjóða á milli í friðunarmálum hefur reynzt haldlítil og aðgerðirnar kom- ið of seint og verið ófullnægj- andi. Síðan landhelgin var síð- ast færð út, eru allar ástæð- ur mjög breyttar. Með hverju árinu sem líður vakna menn til betri skilnings á því, að raunhæfar aðgerðir til vernd- ar fiskstofnunum eru lífs- nauðsynlegar. Af þeirri ástæðu beitti fyrrverandi rík- isstjórn sér mjög fyrir því, að hafréttarráðstefnan yrði haldin á árinu 1973 og hafði forystu um, að sett var á laggirnar samstarfsnefnd sem ávallt hefur í raun ver- ið um nauðsyn útfærslu. Þegar hafa þrír undirbún- ingsfundir verið haldnir fyr- ir hafréttarráðstefnuna 1973. Á þeim hafa einkum komið fram tvenn sjónarmið, sem meira og minna munu verða ríkjandi á sjálfri hafréttar- ráðstefnunni, annars vegar 200 mílna reglan og hins veg- ar landgrunnsstefnan. Við ís- lendingar höfum vegna sér- stöðu okkar haldið okkur við landgrunnsstefnuna. Nú- verandi ríkisstjórn treysti sér ekki til þess að stíga það skref til fulls að miða út- færsluna við ytri mörk ÞÝÐINGARMIKIÐ AÐ NÁ SAMKOMULAGI við mest undir því, hvernig fer. í þessum efnum getum við ekki átt neitt undir öðr- um, enda hefur það sýnt sig, allra flokka í landhelgismál- inu. Því miður bar þáverandi stjórnarandstaða ekki gæfu til að halda þeirri samstöðu, landgrunnsins og lét það meðal annars koma fram á erlendum vettvangi þegar sl. sumar, að hún hefði ekki í hyggju að fara neins staðar út fyrir 50 mílna mörkin og verður því miður við það að sitja um sinn. Eins og nú horfir er síður en svo ástæða til þess að kvíða því, að við sigrum ekki í landhelgismálinu. Einmitt vegna þess eig- um við nú að leggja höf- uðáherzlu á, að sættir megi takast í landhelgisdeilunni. Við ætlumst til þess af öðr- um þjóðum, að þær setji deilur niður sín á milli með friðsamlegum hætti. Hins sama verður að krefjast af sjálfum okkur. Við verðum að vera undir það búnir, eins og alltaf hefur verið gengið út frá, að viðsemjendum okk- ar í landhelgisdeilunni verði gefinn takmarkaður umþótt- unartími til veiða innan 50 mílnanna. Við megum ekki missa sjónar af markinu, gleyma aðalatriðinu, sem er friðun fiskstofnanna. Þess vegna eigum við að stefna að hag- stæðum samningum, þar sem réttar íslendinga í bráð og lengd er gætt, eins og Jó- hann Hafstein hefur lagt áherzlu á, m.a. vegna þess, „að tíminn vinnur fyrir okk- ur og endanlegur sigur fellur okkur í skaut“. forum world íeatures Að birta það sem ekki má birta Nýtt brezkt rit um ritskoðun í heiminum Eftir John Scott London. — Aldrei hefur fólk lesið jafn mikið og nú. Og aldrei hafa yf- irvöld haft jafngott tækifæri til að stjórna huga fólks. Blöð i Bretlandi hafa greint frá þvi er blaðamenn hafa verið rekn- ir úr landi í Sovétríkjunum, Suður- Afriku og Uganda fyrir að skrifa greinar, sem yfirvöldunum lík- aði ekki. Og frétzt hefur að í Portú- gal séu í nýjum ritskoðunarlögum strangar reglur um alla fréttaöflun og fréttamiðlun. Jafnvel í Bretlandi, þar sem við státum okkur af frelsi þvi, sem einstaklingurinn hefur not ið um aldaraðir, þarf ekki nema að nefna lögin um ríkisleyndarmál og „Oz‘‘ réttarhöldin til að skilja að tjáningarfrelsinu eru líka sett tak- mörk hér. Hugsandi fólk hefur alls staðar vaknað til meðvitundar í vax andi mæli um það, að stöðugt verð- ur að vera á verði gegn hvers konar réttarskerðingu yfirvalda. Því áhugaleysi ekki síður en ótti get- ur orðið til þess að einræðið festist i sessi. Til þess að beina athyglinni að miálum víðs vegar um heim, þar sem tjáningarfrelsið er fótum troðið, hefur hópur rithöfunda, vísinda-, lista- og menntamanna í Bretlandi nýlega mynduð samtök, sem kölluð eru „Writers and Scholars Intemati- onal“ (WSI) og hafa verið viður- kennd af Mennta- og vísindaráðu- neytinu. Velunnarar og meðlimir sam takanna eru margir þekktir menn svo sem Gardiner lávarður, Stephen Natalya Gorbanyevskaya Spender, Edward Crankshaw, frú Peggy Ashcroft, Yehudi Menuhin, Henry Moore, Iris Murdoeh o.fl. Þessi nöfn eru valin af handahófi úr því úrvalsfólki, sem stutt hefur markmið W.S.I. Þeir kveðast ekki gera þetta í pólitískum eða hug- myndafræðiiegum tiligangi, heldur sem lista- og menntamenn, sem vilja styðja og vekja athygli á aðstöðu kollega í löndum, þar sem þeir búa við kúgun, vegna þess að skoðanir þeirra eru ekki þær sömu og yfir- valda. Höfuðverkefni WSI verður að gefa út ársfjórðungslegt rit, sem heit ir Index on Censorship, en fyrsta hefti þess er nýútkomið. Ritstjóri þess er Michael Sohammelll, sem þýtt hefur mörg verk ýmissa rússneskra höfunda. Það er hins vegar ekki ætl un hans að fjalla einvörðungu um tjáningarfrelsiskúgun í Sovétríkjun um og Austur-Evrópu, þótt það mál eigi auðvitað erindi í skrifum hans. Markmið blaðsins eru sögð vera „að skrá og skýra allar árásir á tjáning- arfrelsið og kanna ritskoðunar- ástandið í einstökum löndum með hliðsjón af ýmsum stjórnarskrám og lagabálkum. Birta á í blaðinu efni, sem bannað hefur verið (ljóð, óbund ið mál og greinar) jafnhliða niður- stöðum úr rannsóknum blaðsins." Michael SchammeW vonar „að eitt af því sem lesandinn mun sjá af fyrsta tölublaðinu er hve útbreiddar og ótrúlega fjölbreyttar aðferðir eru viðhafðar nú til dags til að þagga niður í einstaklingum, hópum, og jafnvel í sumum tilvikum, heilum þjóðum." GÓÐAR ÞÝÐINGAR Blaðinu tekst sérstaklega vel upp í þessu efni. Viða er komið við í fyrsta tölublaðinu. Birtar eru grein- ar um ofsóknir í Bangla Desh, Brasilíu, Grikklandi, Portugal og Sovétrikjunum. Óbundið mál og ljóð, sem bönnuð hafa verið í heimalönd- um höfundanna birtast hér í góðum þýðingum. Þar á meðal eru verk eft ir Milovan Djilas, George Mangakis, Alexander Solzhenitsyn og Natalyu ava. Þar birtast opin- ber stjórnarskjöl, sem fjalla um rit- skoðun og til samanburðar vitnis- burður þeirra, sem verða að búa við kúgunarlög. 1 blaðinu eru dómar um bækur er varða starfssvið WSI og gagnlegur dálkur, þar sem talin eru Alexander Solzlienitsyn upp atvik um viða veröld þar sem atlaga hefur verið gerð að frjálsri tjáningu. 1 grein sinni um Bangfla Desh gef- ur Jenefer Coates hræðilega lýsingu á fjöldamorði Pakistanhermanna á bengölskum menntamönnum, en það er frumstæðasta og jafnfrajmt áhrifa rlkasta aðferð til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Dapurleg en sannfærandi rök eru fyrir þvi að segja frá svo hryggilegri grimmd i smáatriðum. Þar sem nýlegar frétt- ir frá Bangla Desh eru þær að í rík- inu sé nú ráðizt á Bihara og aðra þá sem ekki eru bengalskir af sömu grimmd, geta þeir sem fögnuðu sjálf- stæði Bangla Desh ekki hrósað sér af því að hafa bundið enda á morðið. Vera má að kúgun annars staðar sé ekki eins öfgafull, en hún er samt jafnskammarleg. Einn þeirra, sem þjáðist í Grikklandi undir stjórn her foringjaklíkunnar er George Manga kis, sem var rekinn úr stöðu sinni sem prófessor í refsirétti við há- skólann í Aþenu fyrir „skort á sam- stöðuhugarfari með stjórninni". í apríl 1970 var hann dæmdur í átján ára fangelsi. Index birti „bréf til Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.