Morgunblaðið - 01.07.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1972
17
umhverfí manns
Dr. Bjarni Helgason:
„... dýrmætasta eign mannkyns... “
, . .dýrmæatasta eign mannkynsw 55
1 SlÐUSTU grein minni benti ég m.a.
á, að innflutt sáðgresi virtist þurfta-
frekara en innlendur gróður og gera
meiri kröfur tii jarðvegsins. Hafa
hin erlendu grös ekki reynzt jafn
varanleg og þolin og innlendur gróð-
ur i tilraunum, þar sem áburður var
látinn vanta. — Og öllum eru ljós
og í fersku minni áföllin, sem dun-
ið hafa yfir ræktun landsmanna
undanfarin ár, þegar sáðgresið fyrst
og fremst beið hnekki, og það meira
að segja á stöðum, er bezt var að
þvi búið.
Ef við nú í ljósi þessara stað-
reynda líturni yfir berangur landsins
og tilraunir til að breyta þvi í gró-
ið land, hlýtur það að verða um-
hugsunarefni, hvað gerast muni úti
í óræktaðri náttúrunni. Þetta hlýtur
að verða mörgum umhugsunarefni
og það þvi fremur, sem árlegrar um-
önnunar ræktunarmannsins nýtur
ekki við.
Spurningin, sem vaknar, er sú,
hvort uppgræðslutilraunir okkar
muni leiða til varanlegs árangurs.
Vissulega verður að telja upp-
græðsluherferðir undanfarinna ára
tilraun enn sem komið er, vegna
þess að ekki er enn vitað, hve varan-
legur ræktunarárangur þeirra er. En
skrýtið má það vera, ef „græna“ ald-
an, sem um landið fer og dreifir út-
lendu grasfræi og tiibúnum áburði,
verður varainlegri úti i hinni villtu
islenzku náttúru en í ræktunarlönd-
um bændanna.
Syndakvittun náttúrunnar er alls
ekki jafnauðfengin og aflátsbréf mið-
aldakirkjunnar. Augnabliksárangur
má ekki villa mönnum sýn. Hér er
um miklu meira verkefni að ræða,
sem byggir á samvinnu við náttúr-
una í stað þess að þviniga hana meira
eða minna til undirgefni. Upp-
græðslu- eða landgræðslutilraunin er
tilraun til að bæta úr því, sem miður
hefur farið í samskiptum manns og
náttúru allt frá landnámstíð. Þær
eru angi af þeirri vakningu um um-
hverfismál, sem farið hefur eins og
eldur i sinu um flest þjóðlönd, og
sem slíkar hafa þær vakið meðvit-
und manna um betra umhverfi.
Sáttmáli þjóða Evrópuráðsins um
nýtingu og meðferð jarðvegsins er
samþykktur var nýlega í ráðherra-
nefnd, hefst á þessum orðum: „Jarð-
vegurinn er ein dýrmætasta eign
mannkyns er gerir gróðri, mönnum
og skeppnum kleift að lifa lífi sínu á
jörðu.“ Síðan segir m.a.: „Jarðveg-
urinn er ekki óþrjótandi auðlind, og
auðvelt er að spilla honum."
Með þessum sáttmála hafa stjóm-
málamenn kannski i fyrsta sinn
raunverulega viðurkennt grundvall-
argildi jarðvegsins fyrir afkomu
þjóðanna og mannlíf allt. Þvi þurfa
stjórnarvöld að starfa í anda við
þetta. —- Hérlend stjórnarvöld hafa
vissulega þegar stigið fyrsta skrefið
i þessa átt með vilyrðum um aukið
Bjarni Helgason.
fjármagn til landgræðslu. En áfram
þarf að ganga.
Þekking okkar á landinu og mögu-
leikum þess hefur aukizt mikið á
Framhald á bls. 20.
Ingólfur Jónsson
Nýlega var rætt i sjón-
varpinu um kaupmátt launa,
um horfur í dýrtíðar- og
efnahagsmálum. Umræðuþátt-
urinn var á ýmsan hátt for-
vitnilegur. Ekki sízt vegna
þess, að þátttakendur viður-
kenndu allir hættuna, sem
framundan er vegna þeirrar
óðaverðbólgu, sem yfir geng-
ur hömlulítið.
Það er rétt, sem Ólafur
Björnsson, prófessor, sagði á
fundi í hagfræðingafélaginu
nýlega, að nú væri líklega um
mestu hækkanir að ræða síð-
an á stríðsárunum 1942. En
aðstæður eru nú aðrar en þá
var. Þá greiddu stórþjóðirn-
ar hærra kaup til islenzkra
aðila vegna hækkana á vísi-
tölu, þiónustu og vöruverði.
Þannig hagnaðist þjóðin
á þeim tíma vegna sérstakra
aðstæðna og eignaðist með
þeim hætti allmiklar innistæð
ur í erlendum bönkum. Xnni-
stæðurnar voru notaðar i
stríðslokin til þess að endur-
nýja togaraflotann og til
margbreytilegrar uppbygg-
ingar i atvinnulífinu, sem
mikil þörf var á eftir lang-
an kyrrstöðutíma í öflun at-
vinnutækja.
Að þessu sinni ógnar taum-
laus kostnaðarverðbólga ís-
lenzkum atvinnuvegum, og
gera nú flestir sér grein fyr-
ir því. Gjaldeyrisvarasjóður-
inn fer minnkandi og eyðsl-
Ingólfur Jónsson, alþm.:
Nú er um mestu hækkanir
að ræða frá stríðsárunum
unni er haldið uppi með
auknum lántökum erlendis.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn var
1. janúar s.l. 4756 millj.
króna. Gjaldeyrisstaðan hef-
ur versnað um nærri því 12
hundruð millj. kr. fyrstu
fimm mánuði ársins. Er það
alvarleg þróun, sem nauð-
synlegt er að stöðva, ef unnt
er. Með því að færa þau
stórlán, sem tekin hafa ver-
ið skýringarlaust inn á gjald
eyrisreikninginn, kemur
versnandi gjaldeyrisstaða
ekki í ljós. Með því er rýrn-
un gjaldeyrisvarasjóðsins
dulin, og það sem rétt er í
gjaldeyrismálunum, kemur
ekki fram.
Framkvæmdaáætlun ríkis-
stjórnarinnar fyrir árið 1972
er byggð að miklu leyti á
spariskírteinasölu og lán-
tökum erlendis. Framkvæmda
áætlanir fyrir liðin ár voru
að mestu byggðar á samtíma
tekjum, en aðeins að litlu
leyti á erlendum lántök-
um eða spariskírteinasölu.
Samkvæmt framkvæmdaáætl-
uninni fyrir árið 1971 voru
miklar opinberar framkvæmd
ir. Vegna þeirrar áætlunar
voru tekin erlend lán að upp
hæð aðeins 80 millj. króna og
seld spariskírteini fyrir 75
millj. króna. Að öðru leyti
var fjár til framkvæmdanna
aflað á eðlilegan og venju-
legan hátt.
framkvæmdaAætuw
IN ER AÐ MIKLU I.F.VTI
BVGGÐ A SÖLU SPARI
SKÍRTEINA OG ERLEND-
IJM LÁNUM
Þótt fjárlög fyrir árið 1972
hafi hækkað um 50%, vant-
aði eigi að síður meira fé í
framkvæmdaáætlunina en
nokkru sinni áður. í stað 80
millj. króna lántöku erlend-
is 1971 er gert ráð fyrir 800
millj. króna erlendri lántöku
á þessu ári, vegna fram
kvæmdaáætlana ríkisstjórn
arinnar. 1 stað 75 millj. króna
sölu á spariskírteinum 1971
er nú gert ráð fyrir að selja
spariskírteini fyrir allt að
700 millj. króna vegna fram-
kvæmdaáætlana 1972. Spari-
skírteinin seljast nú mjög
dræmt. Af 300 millj. króna
upphæð, sem til sölu hefur
verið undanfarnar vikur í
bönkum og sparisjóðum, hef-
ur helzt aðeins rúmlega helm-
ingur þeirrar upphæðar.
Undanfarin ár hafa spari-
skírteini selzt sama dag og
þau hafa verið boðin út.
Menn leita að skýringum á
því, hvers vegna bréfin eru
hætt að seljast. Sumir telja að
almenningur treysti ekki leng
ur rikissjóði. Aðrir fullyrða
að þjóðin hafi fengið and-
styggð á þeirri samkeppni,
sem ríkisstjórnin virðist vera
í við atvinnuvegina og
almenning um fjármagnið.
Og ennfremur er sú skýring
gefin, að óttinn við enn meiri
verðbólgu valdi þvi, að fólk
telji heppilegast að geta grip
ið til sparifjárins fyrirvara-
laust.
Rikisstjórnin mun eiga
óselt allt að helminginn af
þeim spariskírteinum, sem
reiknað var með í fram-
kvæmdaáætluninni eða um
340 millj. króna.
Fjárhagsaðstaða ríkissjóðs
virðist vera mjög slæm, eins
og sakir standa. Yfirdráttar-
skuld í Seðlabankanum nam
1493 millj. króna 1. júní s.l.,
en 612 millj. á sama tíma 1971.
Auk þess mun Seðlabankinn
hafa selt viðskiptabönkunum
eitthvað af ríkissjóðsvíxlum
til þess að lækka yfirdrátt-
arskuld ríkissjóðs.
ÞEGAR ÖLL GJÖLD
ÁRSINS ERU TALIN,
VERÐUR EKKI UM
kaupmAttaraukningu
AÐ RÆÐA
1 sjónvarpsþættinum, sem
áður var á minnzt var talað
um kaupmáttaraukningu
launa, sem mætti telja vera
um 10% hjá lægst laun-
aða fólkinu. Áður hefur Þjóð
viljinn og Tíminn fullyrt, að
kaupmáttaraukningin væri
þegar orðin allt að 20%.
Líklegast er að menn geti
orðið sammála um að engin
kaupmáttaraukning hafi enn
átt sér stað, ef málin eru
skoðuð ofan í kjölinn.
í sjónvarpsþættinum var
lítið minnzt á skattana. Þeir
hækka mikið á þessu ári á
lágiaunafólki vegna nýrra
breytinga á skattalögun-
um, sem Snertir bæði ríkis-
sjóð og sveitarfélögin. Fast-
eignaskattar koma niður á
öllum, sem eiga íbúðir, hvort
sem þeir hafa lág laun eða
miklar tekjur.
Margt láglaunafólk, sem
greiddi áður engin útsvör,
mun nú greiða útsvör
samkvæmt nýju lögunum,
11% af brúttótekjum. —
Tekjuskattar, sem ekki
eru í vísitölunni, verða
að þessu sinni þungir á
mörgu fólki, sem ekki er tal-
ið hafa há laun. Þegar rætt
er um aukinn kaupmátt
launa, þarf að hafa yfirsýn
yfir áætlaðar tekjur og gjöld
fyrir allt árið. Haldið njun
vera eftir af kaupi launþega
upp í skatta, sem nemur um
60% af skattaupphæð fyrra
árs. Þegar skattarnir hækka
eins gifurlega og nú á sér
stað, verður miklu meira
ógreitt af sköttum sejani
hluta ársins en nokkru sinni
áður. Launaumslögin gætu
því orðið létt siðustu mánwði
ársins hjá flestu launafólki.
Það er leiðinlegt, að jafn
þýðingarmikið atriði og þetta,
skyldi gleymast i áðurnefnd-
um sjónvarpsþætti.
Greinar Ingólfs Jónssonar,
sem hann hefur skrifað að
staðaldri undanfarið, munu
falla niður yfir sumarmánuð-
ina, en vonir standa til, að
hann muni byrja aftur eftir
miðjan september.