Morgunblaðið - 04.07.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1972 17
•»i; iili '*» 1 ••!|JI|||| 1 ••m 'iii""iii||jj lllliii 1 0 |f umhverfí manns áiifí
Hákon Bjarnason;
Herf erðir mannsins á hend-
ur náttúrunni
unnar um svipað leyti og spendýr-
in, hefur þróun spendýra í lofti orð-
ið endaslepp.
í einum þáttanna um fólk og vís-
indi benti Baldur Hermannsson á, að
margt sé líkt með skyldum, sauð-
kindinni og manninum. Þetta gaf
mér ástæðu til að hugleiða þann
þátt þróunar lífs á jörðinni, sem ef
til vill skýrir að nokkru hið tillits-
lausa og ruddalega athæfi mannkyns
ins gagnvart öðrum lifandi verum
hér á jarðríki.
Fyrir nokkur hundruð milljónum
ára, löngu áður en sauður og maður
sáu dagsins ljós, báru skriðdýrin
höfuð og herðar yfir aðrar lifandi
verur. Meðal þeirra voru stærstu
landdýr, sem nokkurntíma hafa lifað
á jörðinni, og greindist þessi dýra-
flokkur í ótal ættir og ættkvislir.
Stærstu dýrin voru plöntuætur, en
á meðal þeirra voru einnig rándýr,
sem voru minni vaxtar, og margar
tegundir höfðust við í sjó og vötn-
um en aðrar svifu um loftin eins og
fuglar. Tóku dýrin á sig ýmis konar
líkamslögun, hliðstæða því, sem nú
er meðal fugla og spendýra.
Þessi mikli dýraflokkur er að
mestu horfinn af yfirborði jarð-
ar. Eftir eru fátæklegar leifar,
krókódílar, eðlur, slöngur og skjald
bökur. 1 staðinn komu spendýr og
fuglar.
Spendýrin haifa grei'nzt í
fjöida ættbálka og ótal ættir. Plöntu
æturnar eru sennilega flestar, en
önnur eru rándýr og alætur eins og
sum nagdýr og maðurinn. Fjöldi teg-
unda lifir í vatni, rándýr eins og
selir og hvalir, jórturdýr eins og sæ
kýrnar, en önnur bæði á landi og í
vatni, svo sem bjórar og otrar. Leð-
urblökurnar fljúga og margar teg-
undir geta svifið nokkra leið í lofti.
En með því að fuglarnir komu til sög
Hákon Bjarnason
Þessi dæmi sýna, hvernig
spendýraflokkarnir aðlaga sig um-
hverfinu og þróast i ýmsar áttir eft-
ir því, hver lífsskilyrðin eru. Enn-
fremur má greina slika tilhneigingu
meðal fuglanna, þvi til eru tegund-
ir, sem lifa eingöngu í og á sjó nema
um varptímann, og aðrir hafa misst
hæfileika til flugs en tekið upp
háttu landdýra.
Þetta, sem nú hefur nefnt verið,
kallast samsíða þróun, og að því, er
ég bezt veit, mun bandaríski dýra-
fræðingurinn Henry Fairfield
Osborne hafa einna fyrstur manna
bent á þetta fyrirbrigði um og eftir
síðustu aldamót. Þá var um hálf öld
liðin frá því að Darwin setti fram
þróunarkenningu sína, og hafði hún
tæpast rutt gömlum fordómum úr
vegi, þegar menn fóru að leiða hug-
ann að þessu einkennilega fyrir-
brigði.
Orsakir þessa fvrirbæris, hinn-
ar samsíða þróunar, eru skýrðar á
ýmsa vegu, og greinir menn á um
ýmislegt í því sambandi. En það get-
ur ekki verið einberri tilviljun háð
að hvalir taka á srg liki fiska, þegar
þeir taka upp lifnaðarhætti sjávar-
dýra, og það er varla heldur tilvilj-
Framhald á bls. 20
i •: v
JíeUrJIotkSime$
>*,4iiws\ *
Herinn hefur falsað
upplýsingar
um
loftárásir
á
Norður - Vietnam
Eftir Seymour M. Hersh
(Washington). - Talsverð-
ur fjöldi ljósniyndasérfræð-
inga bandariska flughersins
en þeir eiga mikinn
þátt í vali skotmarka og mati
* árangri fyrri árása, halda
því fram að herinn hafi hvað
eftir annað ýkt eða rangfært
árangur loftárásanna á Norð-
ur-Víetnam.
Meir en tylft manna sem
áður voru sérfræðingar leyni
þjónustunnar í þessum mál-
um og The New York Times
átti viðtöil við fyrir skömmu
staðhæifðu undantekning-
arlaust að miðstöðvar leyni-
þjónustunnar í Thailandi,
Suður Víetnam, og við aðal-
stöðvar Kyrrahafs'flugflotans
í Honoiulu, gæfu út stöðug-
ar rangfærðar yfirlýsimgar um
loftáráisi rnar.
Bradley V. Ocanber frá
Honolulu, fyrrum liðsforingi
sem gekk úr flughernum í
maí eftir að hafa verið ljós-
myndasérfræðingur við
Kyrrahafsherstjórnina, sagði
frá árás þar sem fimm eða
sex herflugvéiar vörpuðu ár-
angurslaust a.m.k. 50 sprengj
um á flutningabíi, sem síðan
var tilkynnt um að hefði ver-
ið eyðilagður.
„Hið sanna er að bifreiðin
hafði staðið þarna yfirgefin i
sex vikur sagði Ocanber.
,,Ég fór aftur yfir könnun-
arfilmur okkar og fann hann
æ ofan i æ.“
Michael A. Lewis, fyrrum
liðsforingi sem var ljósmynda
sénfræðingur í höfuðstöðvum
Sjötta Fiugflotans í Saigon,
sagði: „Við vorum vanir að
blása stöðugt út tölur okkar.
Við vissum að þær voru ekki
réttar, en okkur stóð nákvæm
lega á sama.“ Lewis er nú
stúdent við Háskólann í Mic-
higan: „Yfirumsjónim var
meimgöinuð. Majorimm og of-
urstinm nenntu aldrei að
fylgjast með okkur og ganga
úr skugga um að við stæðum
vel að verki, bætti hann við.“
Það voru liðsforinginn og at-
vinnuhermenmimir sem áttu
að hafa eftirlit með okkur, en
þeir höfðu meiri áhuga á
mannvirðingum og skipulagn
ingu en þeim upplýsingum
sem við sendum frá okkur.“
Annar fyrrverandi leyni-
þjónustusérfræðingur sagði
(og lýsing hans var síðar
staðfest af tveimur fyrrver-
andi starfsbræðrum hans)
frá þvi er hann sá sundur-
sprengda kirkju inni í miðju
þorpi sem sveit hans frá Ud-
°n flugstöðinni í Thailandi
hafði gert árás á: „Ég gat
séð hunda, vísunda og geit-
ur,“ sagði þessi ungi maður
sem á einn mánuð eftir af
virkri herþjónustu, en hann
óskaði eftir að nafni hans
væri haldið leyndu. „Flest af
fólkinu var farið og reykur-
inn stóð upp úr kirkjunni.
Ég var ævareiður, en yfir-
foringinn bannaði að til-
kynnt væri um að varpað
hefði verið á þorp. Harnn
hagaði yfirlýsingunni þannig
að svo virtist sem um birgða-
svæði væri að ræða.“
Alvin R. Knoblock, áður
liðsforingi, frá Birmingham,
Michigan, sem var í 432.
leyniþjónustusveitinni í
Udon, sagði einnig frá tilvik-
um er hann og aðrir ljós-
myndasérfræðingar töldu sig
finna skriðdreka Norður Vi-
etnama á könnunarfUmunum.
„Þetta var talsvert mikil-
vægt,“ sagði Knoblock, „en
því var stungið undir stól á
höfuðstöðvunum. „Þar eð
þessar meintu uppgötvanir
um skriðdreka fengust ekki
staðfestar, var álitið ekki
sent til hærri staða. „Yf-
ii-mennirnir voru vanir að
segja að það ylli of miklu
írafári og að við myndum
þurfa að gera aukaeintök aí
filmunum," sagði Knoblock
ennfremur.
í viðtölum sem síðar hafa
átt sér stað við nokkra hátt-
setta embættismenn ríkis-
stjórnarinnar — þ. á m. menn
sem voru I lykilstöðum í
Hvita húsinu bæði í tið
Johnsons og Nixons hafa þeir
viðurkennt að þeir höfðu ver
ið mjög tortryggnir um áreið-
anleika skýrslnanna um loft-
árásirnar.
„Þær voru ailar ákaflega
slæmar,“ sagði f.vrrverandi
lykilmaðurinn. „Við vorum
alltaf mjög tortryggnir i garð
ailra skýrslnanna. Tölurnar
voru afleitar. Kissinger vissi
þetta eins vel og hver ann-
ar,“ sagði hann og átti þar
við Henry Kissinger aðalráð-
gjafa Nixons í öryggismálum.