Morgunblaðið - 07.07.1972, Qupperneq 4
4
MÖRGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUIR 7. JÚLl 1972
® 22-0*22-
RAUDARÁRSTÍG 31
------—-------/
14444 *• 25555
14444-2^25555
BÍLALEIGA
’ CAR RENTAL
n 21190 21188
BILALEIGAN
AKBllAUT
8-23-47
sendum
Bíla- báta- og
verðbréfasalan
við Miklatorg.
Simar: 18677 — 18675.
Við seljum
VÖRUBÍLA
FÓLKSBÍLA
DRÁTTARVÉLAR.
Miðstöð vörubílanna er:
Bila-. báta- og verðbréfasalan
við Miklatorg.
Símar: 18677 — 18675.
FERÐABlLAR HF.
Bílaleiga — simi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehary.
Fimm manna Citnoen G. S.
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
STAKSTEINAR
Sameining
úr sögunni
Bæði fyrir og eftir Aljiing-
iskosningarnar í fyrrasumar
spunnust miklar umræður
um sameiningarhugleiðingar
hinna svonefndu vinstri
flokka. Fagurgalinn, sem
fram kom í þessum umræð-
um, hefur ugglaust haft tölu-
verð áhrif á úrslit kosning-
anna. Ýmsir hafa t.a.m. trúað
því, að upp væri að rísa nýtt
afl á vinstra kanti stjórnmál-
anna, sem gæti tekið með
festu á viðfangsefnunum. Áð-
ur hafði reynslan sýnt, að
Jtessir fiokkar gátu ekki
starfað saman vegna sundur-
lausra skoðana, tortryggni og
persónulegra deilna einstakra
forystumanna. Þau nýju við-
horf, sem Iwiðuð voru i sam-
einingarumræðiinum, hafa
ugglaust fengið margan
manninn tii þess að trúa hinu
gagnstæða.
Fyrst eftir kosningarnar í
júni i fyrra lýsti sigurvegar-
inn, Hannibal Valdimarsson,
yfir þvi, að kosningaúrsiitin
ætti að nota til þess að knýja
á iim sameiningu jafnaðar-
manna og samvinnumanna
í einum stjórnmáiaflokki.
Flokksþing Framsóknarflokks
ins hafði áður tekið vel undir
Jwssar hugmyndir; að visu
með Ioðnu orðalagi, sem opið
var í báða enda. Alþýðu-
flokkurinn lagði síðan til, að
stofnsett yrði sérstakt sam-
einingarráð þessara flokka.
Eftir að kosningarnar voru
afstaðnar og ný ríkisstjórn
mynduð, hafa Jæssar hugleið-
ingar smám saman verið að
f jara út. Þegar í júlí á fyrra
ári lýsti formaður Alþýðu-
flokksins, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, yfir því, að ekki væri
unnt að búast við sameiningu
meðan stjórn og stjórnarand-
stöðu væri eins háttað og nú.
Ráðamenn Framsóknar-
flokksins hafa í vor látið ótví-
rætt í ljós, að sameiningar-
hugleiðingarnar séu hrein
fjarstæða. Þeir gefa um leið
í skyn, að samstarf í rikis-
stjórn sé ærið nóg í þessum
efnum.
Óheilindi
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna voru stofnuð á
sinum tima, að þvi er virtist
fyrst og fremst tU þess að
sameina jafnaðarmenn i einn
ftokk. Formaður samtakanna
sagði í fyrrasumar, að kosn-
ingaúrslitin sönnuðu stuðning
við þessa stefnu.
Nú hefur blaðinu einnig
verið snúið við á þessum vig-
stöðvum. Nýtt land segir fyr-
ir skömmu, að einhliða sam-
eining SFV og Alþýðuflokks-
ins nú væri mjög varhuga-
verð. Fjögur atriði eru dreg-
in fram Jiessu til stuðnings.
í fyrsta lagi segir blaðið, að
sameiningin „væri likleg til
að tef ja eða eyða hugrsjóninni
um víðtæka stefnu". I öðru
lagi segir, að „hún gæti vald-
ið örðugleikum við áfram-
haldandi stjórnarsamstarf
vinstriflokkanna — vegna mis-
munandi afstöðu SFV og Al-
þýðuflokksins til ríkisstjórn-
arinnar".
Þá segir Nýtt land, að
„vafalaust yrði stefnusam-
bræðsla þessara tveggja
flokka ekki nægilega róttæk
og fersk til að obbinn af is-
lenzkum jafnaðarmönnum
gæti fylkt liði um hana.“ Síð-
an segir blaðið: „Við því má
búast, að forysturnar vinni
ekki báðar að fullkomnum
heilindum, heldur jafnframt,
eða fyrst og fremst til að
tryggja aðstöðu fámennra
skoðana- eða valdahópa."
Loks segir: „Ekki hefur ver-
ið nægilega kannað, hvort
fólkið í landinu, — væntan-
legir kjósendur nýs flokks, —
óski eftir sameiningu SFV
og Alþýðuflokksins að svo
stöddu."
Eftir eins árs samstarf i
ríkisstjórn er óeiningin orðin
svo mögnuð, að ekki Jiyklr
tækt að halda sameiningar-
talinu lengur áfram. Fram-
sóknarflokkurinn telur stefnu
stjórnarinnar ágæta; Alþýðu-
bandalagið krefst hins vegar
nýrrar efnahagsstefnu, og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna heimta, að stjórnin
hverfi af Jwirri braut, sem
hún er nú á og láti af undan-
látssemi sinni t verðlagsmál-
uniim.
Til Túnis á vængjum
• •
Kór Oldutúnsskólans kemur
fram á þingi alþjóöasamtaka
tónlistarkennara
UNGT fólk setur svip sinn á
Norræna húsið Jiessa dagana,
því þar stendur nú yfir sýning
á teikningum íslenzkra barna
og á morgun, laugardag ætla
ungar hafnfirzkar stúlkur að
syngja þar íslenzk og erlend
lög. Stúlkurnar, sem eru 12 að
tölu eru allar í kór Öldutúns-
skólans og eru þær á fiiriim
til Túnis, Jiar sem þær ætla að
syngja fyrir þátttakendur í
þingi aljijóðasamtaka tónlist-
aruppalenda. Samtökin eru
deild innan UNESCO, menn-
ingar- og vísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna og eiga
flest Iönd S. Þ. aðild að sam-
tökunum.
Mót samtakanna eru haldin
annað hvert ár og var það síð-
asta haldið í Moskvu árið
1970, þar sem þátbtakendu r
skiptu þúsundttm er með var
talið allt það unga fólk sem
þangað kom til þess að
Skemmta mótsgestuim með
kórsöng, einsöng, hljómsveit-
arleik, einleik, dansi og öðrum
greinuim, sem tengdar eru tón-
listinni.
Aðdragandinn að því að kór
Öldutúnsskólans gafst kosbur
á því að koma fram í Túnis
má rekja aftur ti'l ársins 1970
er kórinn tók í annað skipti
þátt í barnakórakeppni á veg-
um útvarpsstöðva Norður-
landa. Dagskrá keppninnar
söngsins
var tekin upp og hefur síðan
verið útvarpað víða um heim,
tiil dæmis í Japan og á Filipps-
eyjum.
— Þannig hljóta forráða-
menn þessara alþjóðasamtaka
að hafa frétt af oktour, þvi
vorið 1971 bárust okkiur þær
fréttir að ökkur stæði tiá boða
að koma og syngja á næsta
móti samtakanna, sem haldið
verður í Túnis dagana 13.—20.
júití, sagði söngstjórinin Egill
R. Friðleifsson er við lituim
inn á æfingu hjá kórnum í
Norræna húsinu.
— Sjálfur hafði ég sótt
þinig samtákanna í Mostkvu,
sagði Egill, og gerði mér gretn
fyrir því hve mi'kiil heiður
kómum var sýndiur með
þessu og einnig hve lær-
dómsrítot þetta myndi verða.
Síðastliðið haust var síðan
farið að afihu'ga möguleika á
þábttöku og ákvörðun tekin
Framhald á bls. 22
Ungu hafnfirzku stiílkurnar æfa nú af kappi fyrir Túnisferðina J»ví þær vilja verða landi
sínu til sóma og efar enginn að svo verður. Ljósm. Sv. Þ.