Morgunblaðið - 07.07.1972, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.07.1972, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972 Lúðrasveit Reykjavíkur 50 ára Sveitin fer til Kanada í ágúst f DAG, 7. júlí, er Lúðrasveit Reykjavíkur 50 ára. Til sveitarinnar var stofnað með sameiningu tveggja lúðra- félaga í Reykjavík, Hörpu og Gígju. Fyrsti stjórnandi iúðrasveitarinnar var þýzki hornleikarinn Otto Bötcher, en stofnfélagar voru 31. Bötcher stjórnaði sveitinni í ^ tvö ár, en þá tók dr. Páll fsólfsson við. Aðrir stjórnendur hafa verið: Dr. Franz Mixa, Karl O. Runólfsson, Albert Klahn og Páll Pampichler Pálsson frá árinu 1949. Lúðrasveitarmenn hafa á þessum 50 árum unnið mikið að málefnum tónlistarinmar á íslandi. Hljómskálann byggðu þeir og var honum fulllokið 1923. Þeir áttu þátt í stofnun tónlistarskólans, sem starfaði í Hljómskálan- um í 15 ár, og hafa verið starfandi í Tónlistarfélaginu og Sinfóníuhijómisveit ís- lands. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur komið fram við ótal tækifæri í Reykjavík og úti á landi. Eimnig hefur sveitin farið til Færeyja. Nú stendur fyrir dyrum hjá sveitinni þriggja vikna ferðalag til Lúðrasveit Reykjavíkur í hljó mskálagarðiniuu ásamt stjórnandanum, Páli Pampichler Pálssyni. Núverandi stjóm LúðrasveitarReykjavíkur; f.v.: Ólafur Gisla- son gjaldkeri, Magnús Sigurjónsson, varaform., Björn R. Einars- son formaður, Eyjólfur Melsted meðstjórnandi, Eyjólfur Jónas- son, ritari. Bandaríkjanna og Kanada og hefst ferðin í byrjun næsta mánaðar. Sveitiin mun leika í byggðum Vestur-íslendinga og m.a. koma fram á íslend- ingadeginum 7. ágúst. Til- gangur fararininar er m.a. sá, að kynna þjóðhátíðina 1974 meðal Vestur-íslendinga og nýtur hún til þess fulltingis þjóðhátíðarnefndar og ann- arra aðila. Með í förinni verða 26 blásarar auk eiginkvenina þeirra, alls um 50 manins. GíSli Guðmundsison hefur skipu- lagt ferðina og er jafnframt fararstjóri. Formaður ferða- mefínidar sveitarinnar er Guð- mundur Nordal, en núver- andi formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur er Björn R. Eim- arsson. V erksmið j uf r amleiðsla á húsum á Siglufirði HCSEININGAR h.f. heitir félags- skapur, sem stofnaður var á Siglufirði síðastliðinn sunnudag, en tilgangur félagsins er að kanna mögulcika á að verk- smiðjuframleiða hús. Er vonazt til að unnt verði að fá húsnæði Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði undir starfrækslu verksmiðjunnar, en málið er á algjöru könnunarstigi enn. Hafsteinn Ólafsson, stjórnar- formaður félagsins, tjóði Mbl. í gær að félag þetta nyti mikils óhuga Siglfirðinga, en þar eð lik- ur bentu til að þörfin fyrir tunn- ur mirmkaði hefðu menn velt fyr ir sér þeim möguleika, að unnt yrði að nýta húsnæði Tunnu- verksmiðjunnar undir verk- smiðjuframleiðslu ó hús'um. Enn hefur fjöldi hiiuthafa ekki verið ókveðinn, en líkur benda til þess að þeir verði 10 eða 15. Fjölbreyttar skemmti- ferðir frá Akureyri FERÐASKRIFSTOFAN, Akur- eyri, efnir í sumar til fjölmargra skemmtiferða um Norðurland fyrir einstaklinga og hópa og verður meðal aninars farið dag- lega til Mývatns og er þar sér- stakur leiðsögumaður með i ferðinni. Af öðrum ferðum má nefna flugferð yfir Öskjusvæð- ið, skipsferðir til Grimáeyjar og Hríseyjar, sjóstangaveiði á Eyja- firði og miðnætursólarflug, en alls efnir ferðaskrifstofan til ferða til 16 mismunandi staða. í fi’éttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni er á það bent að hún sé eina ferðaskrifstofan ut- an Reykjavíkur sem starfi með fullum réttindum og selur hún farseðla út um allan heim, hef- ur viðskipti við erlendar ferða- skrifstofur, skipuleggur ferðir fyrir einstaklinga og hópa og annast afgreiðslu fyrir alla sér- leyfishafa á leiðum til og frá Akureyri. Sérleyfisafgreiðslan er sem fyrr í húsnæði skrifstof- unnar við Strandgötu en á Brekkugötu 4 hefur skrifstof- an nýlega opnað sérstaka deild sem sér um sölu á farmiðum til útlanda og i skipulagðar ferðir innanlands. Stjórn KÍ kosin AÐALFUNDUR Kirkjukórasam- bands Islands var haldinn í 1. kennsliistofu háskólans 21. jiiní sl. FTindinn sátu 17 fulltriiar frá 15 kirkjukórasaniböndiini, auk söngniálastjóra Þjóðkirkjunnar, Róberts A. Ottóssonar, og aðal- stjórnar K. 1. í skýrslu formanns, Jóns Is- leisfssomar, kom fram, að 6 tón- listarleiðbeinendur heíðu starfað á vegum sambfmdsins sl. starfs- ár í 4 kirkju'kórasamibönd'um. Þrjú sambönd efndu til söngmóta á árinu, þ. e. Árnes-, Borgar- fjai’ðar- og Þingeyjarpiófasts- dæmi. Auk þess hafa fjölmargir kii'kjukórar staðið fyrir samsöng og kirkjukvölduim í sínum byggð- arlögum. Á þessu starfsáx'i var gengið endanlega frá aðild Kirkjukóra- sambands íslands að Sambandi noirænna kirkjutónlistarmanna. Stjóm K. í. skipa nú: Formað- ur Jón Isleifsson, organleikari Reykjavík, ritari frú Hrefna Tynes, Reykjavík, gjaldkeri Finnur Ámason, íulltrúi, Hafn- arfirði, séra Siigurður Kristjáns- son, Isafirði, Jakob Tryggvason, organleikari, Akureyri, séra Ein- ar Þór Þorsteinsson, Eiðum, og Eiríkur ísaksson, fulltrúi, Rauða- læk RangárvaMasýslu. (Frá Kirkjukórasambandi Islands.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.