Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 11
MORGUIfpLAÐIÐ, FÖSTUOAGUH 7,. JÚ-U 1972 II Rotary-þing að Laugarvatni Rotary-klúbbarnir beita sér fyrir því að merkja og skýra sögustaði og aðra merkisstaði Grein um haf rannsókn ir við ísland í Oceans ISLENZKU Rótarýklúbbamir héldu árlegt umdæmisþlng sitt á Laugarvatni 23.—24. júní og sátu það um 180 manns. Klúbb- amir eru 22 viðs vegar um land með nær 900 félögum. Umdæm- isstjóri 1. ár hefur verið Vil- hjálmur Þ. Gislason, en nú tek- ur við Ólafur Guðmundsson, bankastjóri í Stykkishólmi. Er hamn nýkominn af alþjóðafundi Rótarý í Lake Placid og Houst- on. Rótarý er alþjóðafélagsskap- ur, sem starfar i 149 löndum. Á Laugarvatnsfundinum var Leif Thielén frá Sviþjóð fulltrúi forseta alþjóðasambandsins og voru ltona hans og dóttir hér með honum. Þetta var 25. þing íslenzka um- dæmisins, en fyrsti Rótarýkiúbb- urinn var stofnaður i Reykjavík 1934, en tilheyrði framan af dönsku umdæmi. Enn em í Reykjavíkurklúbbnum 4 elí stofn endum hans: Ásgeir Ásgeiirsson, fyrrv. forseti, Benedikt Gröndal, verkfræðingur, Lúðvíg Storr, að- alræðismaður og Tómas Tómas- son, forstjóri. 1 skýrslu sinni rakíti Viihjálm- ur Þ. Gíslason hag og störf ís- lenzku klúbbzLnna. Ákvörðun var tekin um merkileg framtiðar- verkefni, sem lýst var í þremur athyglisverðum erindum um „Að þekkja landið sitt og sögu þess“. ’ Erindin fluttu Baldvin Tryggvason, forstjóri, Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, og Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur. Ætlun Rótarýklúbbanna er sú, að beita sér fyrir öflugri starfsemi að þvi að kynna merka og fagra staði og sögu- staði og merkja þá til leiðbein- inga og upplýsinga fyrir ferða- rnenn. Á þessu er nú mikil þörf og mundi verða til mikils hag- ræðis þeim, sem um landið fara og til þekkingarauka. Sértök nefnd starfar að þessu á vegum Rótarý i samvirmu við þjóð- mSnjavörð, sem heitið hefur að- stoð sinni. Frjósamar ær hjá frumbýlingi BÚNAÐARRITIÐ Freyr seg- ir frá frumbýUngi að nafni Ármann Rögnvaldsson, sem nýlega hefur hafið búskap á Syðri-Haga við Eyjafjörð, en blaðið átti við hann tal I síðustu viku maímánaðar í tilefni þess, að ær hans höfðu reynzt mjög frjósamar. Af 59 fullorðnum ám voru þá flest- ar bomar og að meðaltali tvö lömb á hverja á. Af 12 vetur- gömlum voru þá 9 bornar og þar af þrjár tvílembdar. Ekki kvaðst Ármann hafa notað frjósemislyf handa án- um og mundi aldrei gera það. Hins vegar fóðraði hann þær vel i vetur og hóf fengifóðr- un 5. desember með töðugjöf og fóðurblöndu og hélt henni áfram allan femgitímann. Ármann er í fjárræktar- félagi með þátttöku allra ánna, en ekki bara þeirra beztu, eins og ýmsum er tamt. Það getur varla orkað tvi- mælis, að þessum bónda tekst að fá 50% meiri afurðir eftir ána en landsmeðaltalið er og sýna þannig og sanina, að auðvelt er að auka afurðim- ar verulega frá þvi sem nú gerist. Hvort það er munur eða þar sem varla er eitt lamb á hverja á, segir i Frey. Þetta er umfangsmesta verk- efni Rótarý hér á næstu árum, en í yfirliti sánu um síðasta starfsár nefndi Vilhjálmur Þ. Gíslason meðal verkefna klúbb- anna á ýmsum stöðum á liðnu ári: Fegrunar- og skipulagsmál, ræktunarmál, iþróttamál, gerð skautasvells, skógrækt, veitingu námsstyrkja og ferðir utanlands og innan, stofnun leikfélags, náttúmvemd, starfrækslu blóð- gjaíasveita, bókagjafir í söfn og skóla, listsýningar, vemdun eða endurnýjun mannvirkja, s.s. út- sýnisskifur, eyktamörk, rann- sóknir og vemdun fomminja, kirkna og kirkjugarða og loks framlög i ýmsar safnanir og sjóði utan Rótarýklúbbanna. Sumt af þessu hefur farið fram á vegum klúbbanna sjálfra, en Einnað einnig í SEunvinnu við aðra aðila. 1 klúbbunum fer eirmig fram mikið fyrirlestra- og fræðslu- starf um innlend og erlend mál, þjóðmál og visindi og fræðsla um störf og stefnu Rótarýklúbb- anna. Á sumum stöðum hafa klúbbamir rekið starfsfræðslu i samvinnu við skóla og margir þeirra halda uppi starfsemi fyr- ir gamalt fól'k og nokkurri æskulýðsstarfsemá. Á vegúm Rótarý er öflugUr alþjóðlegur námsstyrkjasjóður, Rotary Foundation, sem ýmsir Islendingar hafa einnig notið góðs af og félagsskapurinn gef- ur út ýmis tímarit. í HINU kunna tímariti Oceans birtist nýlaga mjög skemmtileg grein eftir Daniel Behrman um rannsóknaferð, sem hann fór með Bljaima Sæmundsisyni við strendur íslands. Er greinin löng og ítarleg og skreytt skemmtileg um teikningum eftir John Daw- son. Greinin nefnist „Cruise B-5-71“ og með fyrirsögninm segir til skýringar. — Þessir tvö hundruð þúsund ísLendingar lifa við beztu kjör í Evrópu og mega þakka það hafinu kringum landið og nokkr um haffræðingum sínum. Hefur höfundur kynnzt Unnsteini Stef ánssyni, haffræðingi, sem nú er hjá UNESCO í Paris, og þessari rannsóknarför með Bjama Sæ- mundssyni stjórnar Svend Aage Malmherg, haffræðingiur, siem höfundur vitnar mikið í og er sýniiiega hrifinn af. Skipstjóri er . Sæmundur Auðunsison, sem höf- undur segir að þurfi ekki mæling ar heldur sjái á litnum hve mikið lif er í því. Hann lýsir ferðinni dag fyrir dag og rannsókmuan öllum og viðkomu skipsins i Vest ! mannaeyjum, þar sem tekin voru sýni júr höfninni til að rannsaka mengun i sjávarvatninu. Ferðin virðist hafa tekið fimm daga og viðfanigsefnið verið mælingar og rannsóknir á Faxaflóasvæðinu og við Suðvesturland. Höfundur greinarinnar er BEmdaríkjamaður og starfar hjá UNESCO í París. Ritíð Oceans kiemur út sex sinnum á árt og er mjög vandað. KNA Œ ...\-SÍsxW.‘..¥.., StY.ly- c •, CATHRIMLLAR.CAT og [B cru vörumerki Calerpillar Tractor Co. CATERPILLAR aflvélar eru fyrir- ferðarlitlar og léttar, en lítil og létt aflvél þýðir í rauninni þrennt: ÓDÝRA OG AUÐVELDA NIÐUR- SETNINGU. MUN BETRI AÐSTÖÐU TIL UM- HIRÐU OG GÆZLU. AUKIÐ DÝRMÆTT LESTARRÝMI. Þetta eru þrír af kostum CATER- PILLAR aflvélanna, en þeir eru að sjálfsögðu, miklu fleiri. Það er hlut- verk söludeildar okkar að veita allar hugsanlegar upplýsingar, svo frekari upptalning hér er óþörf. Spyrjið okkur út úr. HEKLA HF. Sölumenn okkar eru í síma 21240 og til viðtals augliti til auglitis að Laugavegi 170-172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.