Morgunblaðið - 07.07.1972, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972
Otgeíandi hf Árvakur, Reykjavfk
Framkvaamda stjófi Harafdur Svemsson.
Rteitjórar Matthlas Johannessen,
Eyjóífur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjórí Styrmir Gurmarsson.
RrtS'tjornarfull'trúi Þorbijöm Guðmundsson
Fróttastjóri Ðjörn Jóhannsson
Auafýsingastjðri Árni Garðar Kristinsspn.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðafstræti 6, sfmi 1Ó-100.
Aug’ýsinga.r Aðatetrseti 6, sfrni 22-4-60
Áskrrftargjald 226,00 kr á vnórtuði innanlands
! teusasöfu 15,00 ikr eirvtekið
95
LEIÐIR AÐ LOKUM TIL
GENGISFELLIN GAR“
Tffækkun framfærsluvísitöl-
unnar um hvorki meira
né minna en 8,5% 1. maí sl.
og fyrirsjáanleg hækkun
hennar um 5—6% til viðbót-
ar 1. ágúst nk. og raunar mun
meira, ef rétt væri reiknað,
eru þær dapurlegu stað-
reyndir, sem menn verða að
horfast í augu við í sambandi
við verðbólguþróunina. Þessi
mynd er enn ömurlegri, þeg-
ar jafnframt er haft í huga,
að eftir áfallaárin 1967 og
1968 hafði jafnt og þétt mið-
að í jafnvægisátt í íslenzku
efnahagslífi, fram til þess er
stefnu núverandi ríkisstjórn-
ar tók að gæta eftir áramót-
in.
5. þing Verkamannasam-
bands íslands var haldið í
maílok. í ályktun þess er m.a.
lögð áherzla á, að langtíma-
samningar, eins og gerðir
voru í desember sl., „reynist
því aðeins til hagsbóta og
farsældar fyrir vinnustétt-
irnar, að stjórnvöld nái fullu
valdi á verðlagsþróuninni og
takist að hemla þá verð-
hækkanaskriðu, sem dunið
befur yfir að undanförnu og
þingið telur háskalega hags-
munum vinnustéttanna, heil-
brigðum atvinnurekstri og
öllu efnahagskerfi þjóðarinn-
ar“. Hér er ekki talað neinni
tæpitungu, heldur staðreynd-
ir efnahagslífsins viðurkennd
ar og um leið undirstrikað,
að ef svo fer sem horfir, held-
ur kaupmáttur launanna
áfram að rýrna, jafnframt
því sem stefnt er í algjöra
tvísýnu með atvinnuöryggið
í landinu.
En það var ekki aðeins 5.
þing Verkamannasambands
íslands, sem kvað hart að
orði í maímánuði, eftir að
engum gat lengur dulizt, að
ný verðbólguskriða hafi
dunið yfir með slíkum hraða,
að naumast verður til nokk-
urs jafnað. I útvarpsumræð-
um frá Alþingi 15. maí kvað
einn af stjórnarþingmönnun-
um svo sterkt að orði, að fari
verðþenslan úr hófi fram,
„grefur verðbólgan smám
saman undan atvinnugrein-
unum og leiðir að lokum til
gengisfellingar . . Jafn-
framt lét þingmaðurinn í
ljósi ugg um, að ríkisstjórnin
hefði „ekki enn mótað sér
nægilega samræmda og skipu
lega fjárfestingarpólitík.“
I málgagni forsætisráð-
herra hefur verið veitzt að
stjórnarandstöðunni fyrir
það, að hún geri nýrri geng-
isfellingu skóna og grafi
þannig undan trausti manna
á krónunni. Eins og fram
kemur af hinum tilvitnuðu
ummælum er vantrú manna
á efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar og óttinn við fyrir-
sjáanlegar og ófyrirsjáanleg-
ar afleiðingar hennar, engan
veginn bundinn við stjórn-
arandstöðuna. Þvert á móti
gætir vantrúarinnar innst í
hugskoti stuðningsmanna rík-
isstjórnarinnar á Alþingi. Að
ekki sé minnzt á hin fleygu
orð forystumanna Kaupfelags
Eyfirðinga um „Hrunadans
kostnaðarverðbólgu með tap-
rekstri fyrirtækja, sem þvi
miður hlýtur að leiða til at-
vinnusamdráttar, þegar til
lengdar lætur“.
Nú síðustu daga hefur æ
oftar kveðið við þann tón í
málgögnum ríkisstjórnarinn-
ar, að dýrtíðarráðstafanir séu
á næsta leiti og heitið á
stuðningsmenn hennar að
taka þeim vel. Af skiljanleg-
um ástæðum hefur ekki tek-
izt að fá upplýst, í hverju
þessar ráðstafanir eru fólgn-
ar. Það hefur þó mátt lesa
það á milli línanna, að einka-
neyzlan sé of mikil og því
sé nauðsynlegt að draga úr
henni, sem þýðir á mæltu
máli að minnka kaupmátt
launanna með opinberri íhlut-
un. Ef til vill verður fyrsti
afmælisdagur ríkisstjórnar-
innar 14. júlí nk. notaður til
þess arna.
Kjarninn í dýrtíðarráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar
verður þó ugglaust sá, að
hneppa atvinnulífið á ný í
fjötra opinberra afskipta.
Þannig er berum orðum talað
um það í Þjóðviljanum í gær,
að „opinber áhrif“ verði að
auka „á fjárfestingarákvarð-
anir einkagróðans“, eins og
það er orðað, en með því er
átt við atvinnureksturinn í
landinu. í staðinn á enn að
auka hinar óarðbæru fram-
kvæmdir, stækka „hinn opin-
bera geira“ í heildarfjárfest-
ingunni.. Það sjá allir hvert
slík stefna hlýtur að leiða og
hefur raunar þegar leitt.
Stórfelldar lántökur innan
lands og utan hafa að vísu
fleytt ríkisstjórninni fram til
þessa, — lántökur, sem voru
því aðeins mögulegar, að á 12
ára stjórnartímabili fyrrver-
andi ríkisstjórnar tókst að
byggja upp á ný lánstraust
íslands erlendis, sem var
gjörsamlega þrotið, þegar
fyrri vinstri stjórnin hrökkl-
aðist frá, þannig að brugðið
gat til beggja vona um það,
hvort það tækist að fá brýn-
ustu nauðsynjar til landsins.
Það var því sannarlega
ekki ofmælt hjá stjórnarþing-
manninum, þegar hann sagði
það í útvarpsumræðum 15.
maí, að fari verðþenslan úr
hófi fram, — og það hefur
hún þegar gert, — „grefur
verðbólgan smám saman und-
an atvinnugreinunum og leið-
ir að lokum til gengisfelling-
ar“.
?íeiujlíark Simes
A rv > • ■
Litli Gullkálfurinn
Eflir C. L. Sulsberger
London. — Fyrir f.jórum árum, sagði
De Gaulle við mig meðan hann var
enn forseti Frakklands: ,,Nú vilja
Bandaríkin ekki breyta um stefnu
varðandi gullið og þau gera allt sem
hægt er til að halda stefnu sinni til
streitu. Þau lána öðrum bönkum og
reyna að hafa eins miklar gullbirgð-
ir og þau geta. Afleiðingarnar eru
þær, að Bandaríkin eiga of marga
dollara, sem þau vilja ekki geyma
heima fyrir.
Þau vilja senda þá til annarra
landa, flytja þá út sem lán eða til
fjárfestingar til þess að koma í veg
fyrir of mikið framþoð heima fyrir
og verðbólgu, sem af því skapast.
Þessir útfluttu dollarar eru notaðir
til að kaupa upp evrópsk fyrirtækí
og koma um leið i veg fyrir verð-
bólgu hjá ykkur. Auðvitað er þetta
óhagræði fyrir Evrópu . . .
Okkur í Frakklandi langar ekkert
tfl að siá Bandarikin komast i vand-
ræði og hefðum enga ánægju af
slíku. Við viljum aðeins sjá heíl-
brigt, eðlilegt efnahagslegt jafnvægi
komast á þar.“
De Gaulle hafði tilhneigingu til að
einfalda lausn þessa vandamáls, sem
nú er orðið alvarlegt. Hann stakk
upp á því, að verð gulls yrði tvö-
faldað úr þeim 35 dollurum á úns-
una, sem það var þá, í 70 doliara á
únsuna. Siðan þá hafa verið stigin
tvö lítil skref í þessa átt.
Síðar á árinu 1968 komu seðla-
bankastjórarnir, sem hittust í Frank
furt, á tvöföldu verðkerfi gullsins
og létu opinbert verð þess haldast
í 35 dollurum fjtrir únsuna, en
leyfðu frjálsu verði þess (gull til
skartgripa o.s.frv.) að „fljóta“ upp
á við. Á síðasta ári hækkuðu síðan
ráðamenn í Washington opinbera
gullverðið í 38 dollara á únsuna.
En þessar ákvarðanir voru ekki nóg
til að hjálpa heiminum út úr þessu
feni.
Kenning De Gaulle var, að með
því að tvöfalda gullverðið mundu
eignir Bandarikjanna tvöfaldast og
skuldir þeirra minnka um helming.
Árið 1962 var opinber gull-
eign Bandaríkjanna 16.950.000.000
dollara virði. Núna hefur þetta
minnkað niður í 10.490.000.000 doll-
ara. Sióðir Evrópu hafa aukizt stöð-
ugt, þannig að núna á hún u.þ.b.
helming gufflbirgða heimsins, — en
hún á líka um 23 milljarða Bandaríkja
dala, sem ekki er hægt að skipta.
Gamla hugmynd Gaullistanna um
að ráðamenn i Washington ættu að
tvöfalda opinbera gullverðið — hið
ópinbera verð þess nálvast nú það
mark — er enn vinsæl meðal margra
Frakka. En fvlgi þessarar hu°-mynd
ar í Bandaríkjunum, hve mikið sem
það kann að hafa verið. hefur minnk
að með minnkandi gullbirgðum. Enn
fremur er einfaldlega ekki til nógu
mikið gull í heiminum til að fjár-
magna hinn gífurlega viðskiotavöxt.
Hugmynd De Gaulle var raun-
verulega sú, að þvinga Bandaríkin
til að taka upp stöðugri peninga-
stefnu út á við. Gull mun eflaust
halda áfram að stíga í verði, en
heimurinn verður að venia sig við
að nota í æ ríkara mæli gerviráð-
stafanir svo sem sérstakar vfirdrátt-
arheimildir og ef til vill sitthvað ann
að í staðinn fyrir gula málminn sem
lítið framboð er af. Evrópudollarinn
gegnir æ stærra hlutverki í alþjóða-
viðskiptum, á svipaðan hátt og sterl
ingspundið gerði fyrir 1939.
1 allri þessari ringulreið segir Al-
þjóðabankinn í ársskýrslu sinni:
„Höfuðhlutverk gullsins við núver-
andi kerfi er ekki not þess sem
gjaldmiðils héldur notkun þess sem
staðals til viðmiðunar fyrir verðgildi
gjaldmiðla og sem trygging fyrir
verðgildi sjálfra yfirdráttarheimild-
anna og fyrir lánsaðila hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum."
Allt varðar þetta núverandi erfið
leika í Evrópu, en þá má sjá
á ákvörðun Breta að gefa verðgildi
pundsins frjálst. En það eitt ásamt
hinum mikilvægu pólitísku málefn-
um, sem þessu fylgja, þ. á m. framtíð
Efnahagsbandalagsins, eru aðeins í
táknrænu samhengi við gullverðið.
Heimurinn hefur færzt langt frá alt-
ari litla gullkálfsins, sem hann einu
sinni dáði.
Erfiðleikarnir núna eru afleiðing
mikils vaxtar í heimsviðskiptum og
bættra lífskjara, sem gífurlegt pen-
ingamagn þarf til að halda uppi. Að
vissu leyti má segja, að peninga
þurfi að „finna upp“.
Samspil orsakar og afleiðingar hef
ur búið til hreyfanlega verðbólgu,
sem færir sig land úr landi. Ótti De
Gaulle var i raun og veru sá, að
Bandaríkin mundu annað hvort
flytja verðbólgu sína út til annarra
landa, eða ef það mistækist verða
henni að bráð heima fyrir.
Bandaríkin hafa á einhvern hátt
dreift svo mörgum milljörðum doll-
ara erfendis, að heimurinn stendur
fastur ef ekki verður tekin upp kerf
isbundnari peningastefna í Banda-
ríkjunum gagnvart útlöndum. Þetta
er kjarni vandamáls Heaths forsæt-
isráðherra Breta, en einnig Nixons
forseta Bandaríkjanna. Nixon er
þetta augsýnilega Ijóst og hef-
ur unnið að lausn í a.m.k. tvö ár.