Morgunblaðið - 07.07.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.07.1972, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972 17 Á af mæli Sambandsins Eftir Ellert B. Schram Morg-unblaðið gerði sjötiu ára afmæli Sambands ísl. sam vinnuféla.ga ítarleg skil og má niú ætla, að Sambandið og kaupfélög þess sé orðið svo heilög kýr að það teljist drottins svik að setja fram styggðaryrði við jafn hátíð- legt tækifæri. Sennilega verða þessi viðbrögð hjá mál gagni „einkaframtaksins“ að teljast tímanna tákn, hvort sem þau stafa af virðingar- verðum heiðarleika eða upp- gjöf við umræður um málefni samvinn uf élaga. Á hinu er rétt að vekja at- hygli, að á sama tíma eru birtar i Samvinnunini, mál- gagni samvinnuhreyfingar- innar, hringborðsumræður nokkurra málsmetandi aðila. í>ar er einkum og sér í lagi fjaliað um nauðsynlega sam- stöðu vinstri flokkanna gegn einkaframtakinu, um notkun fjármagns verkalýðshreyfing ar og ýmissa öflugra sjóða í þágu samvinnuhreyfingarinn ar, og pólitískan ávinniing þess, að Sambandið eflist, væntanlega á kostnað annars atvinnurekstrar. Forseti ASÍ tekur það fram, að hann telji það „óskastöðu I þjóðfélag- inu" ef stór og sterkur vinstri flokkur i likingu við sócial demokrata á Norður- löndum væri í fyrirsvari fyr- ir verkalýðs- og samvinnu- hreyfingu. Undir þessa sköð- un er tekið af öðrum þátttak- endum þessara umræðna. Nú er það gott og blessað, ef dregur úr deilum um gildi hinna ýmsu rekstrarforma, og menn og málefni eru látin njóta sannmælis. En er ekki til of mikils mælzt, að leggja skuli niður alla gagnrýhi um stöðu samvinnuhreyfingar innar, einkum, þegar stuðn- ingsmenn hennar sitja enn við sama heygarðshornið og brugga einkarekstrinum laun ráð í fullri alvöru? Enginn skyldi gera l'ítið úr hlutverki samvinnuhreyfing- arinmar á íslandi, enda hefur hún átt sinn stóra þátt í þvi, að verzlun hefur komizt í hendur íslendinga sjálfra, og stutt þjóðina á þann hátt til sjálfstæðis og sjálfsbjargar. En við hlið samvinnuhreyfing arimnar og ekki í minna mæli hefur staðið hin frjálsa verzl un, einkáframtakið margum- talaða, og það þjónar engu öðru en ósanngjömum og ill- viljuðum tiigangi að gera lít- ið úr framlagi þess. Viður- kenning á staðreyndum er ávallt tii hagræðis fyrir þá, sem vilja láta taka mark á sér. Samvinnurekstur hér á landi hefur ekki sannað kosti sína fram yfir einka- eða ann ars konar félagsrekstur, enda hefur SÍS mjög stuðzt við hlutafélagaformið í uppbygg- ingu og starfsemi fyrirtækja sinna. Hins vegar hefur sam- vinnurekstur tekið þátt í að sanna yfirburði frjáls hag- kerfis og þess atvinnurekstr- ar, sem er í höndum þeirra aði'la, sem hagsmuna hafa að gæta. Að þvi ieyti hefur hann þjónað hugmyndum brautryðjendanna og barátt- unni gegn ríkisrekstri og þjóðnýtingu sósiálismains. En hreyfingin og Samband ið hafa ekki skilið sinn vitj- unartíma. Óskammfeilin bar áttá er háð til þess, að koma einstaklingum og verzlunarfé lögum á kné og samkeppni í vöruvali og vöruverði er lit- in óhýru auga. Reynslan hef ur sýnt, að kaupfélögin bjóða ekki upp á lægra vöruverð, þrátt fyrir margfalt betri að- stöðu til viðskipta og fjár- magnsöflunar. Hringinn í kringum landið er keðja kaupfélaga, sem beitt er leynt og ljóst í pólitiskum til- gangi, Framsóknarflokknum til framdráttar og fyigisaukn ingar. Maðkurinn í mysunni er ekki óvild einkaframtaks eða stjórnmálaandstöðu. Vanda- málið felst í samvinnuhreyf- ingumini sjálfri og þeirri stað- reynd, að Sambandið er auð- hringur, ríki í ríkinu, sem ætl ar sér stærri hlut og skirrist ekki við í valdatafli sínu. f>að hefur sannað hættuna, sem er samfara því, að of mik Ellert B. Schram. il völd og fjármagn safnist á fárra hendur. En Sambandið hefur líka sannað, að fyrirtæki lifa ekki á göfuglyndi og góðum hug- sjónum einum saman. Rekstur slíkra fyrirtækja krefst fjár- magns og arðs, og það er ekki prívatmál sjálfstæðra kaup- sýslumanna að hafa upp í kostnað og eiga fé til eðli- legrar uppbyggingar. Viður- kenning á þessu sjónarmiði fékkst m.a. hjá núverandi vinsti stjórn, þegar hækkuð var smásöluálagning um 10% vegna krafna kaupfélaganna. Slíkt er ekki gert til að ná sér niðri á verkalýð eða neyt- endum, heldur einfaldlega til að forða því að þessi fyrir- tæki fari á hausinn. Samvinnurekstur á vissu- lega rétt á sér,. og milli hans og einkaframtaksins þarf ekki að ríkja styrjaldar- ástand umfram heilbrigða samkeppni. Enginn staður eða einstaklingur á að vera kaupfélagi eða einu fyrirtæki ofurseldur í viðskiptum og at vininu, eins og raunin er allt- of víða. Krafan hlýtur því að vera sú, að þessi rekstrar- form njóti jafnrar aðstöðu i fjármagnsfyrirgreiðslu og af- komumöguleikum; að Sam- bandinu og kaupfélögunum, sé ekki beitt fyrir eða gegn ákveðnum stjórnmálaflokk- úm; að fjármagn lífeyrissjóða og atvinnuleysistr.sjóða, sé ekki notað til að mismuna at vinnufyrirtækjum. Sambandið og kaupfélögin eru kapitalisk fyrirbæri, ef ekki í orði, þá í verki, og hér á ísiandi, hið eina raunveru- lega auðvald, í þess orðs fyllstu merkingu. Þvi er það gegnsæ hræsni, þegar boðber- ar marxisma og nýs verð- mætamats, telja það sérstaka skyldu sína, að efia Samband ið og kaupfélögin i ímyndaðri baráttu þess gegn vondum kapitalistum. Ef samvinnu- menn vilja halda uppteknum hætti með rekstur Sambands ins, þá eiga þeir ek'ki að vera í feluleik með þann tilgang sinn, né dekrá við öfl, sem vilja þessa starfsemi feiga. I>að hefur hins vegar hing- að til verið keppikefli þeirra, sem telja sig hafa heilbrigða lýðræðislega sannfæringu, að koma skuli í veg fyrir óeðli- leg völd í skjóli auðs og for- réttinda, hvort heldur um er að ræða samvinnuhreyfingu eða einkaframtak. Ef sam- vinnuhreyfingin vill starfa í anda þeirrar hugsjónar, þá á hún að skilja sín takmörk í þeim efnum. Að öðrum kosti hefur hún misst sjónar á hlut verki sínu. Gubmundur Magnússon Prófessor= ÍSLENZK VERZLUN NEYTANDINN Einkaneyzla er um 65% þjóðarfram leiðslunnar á ári hverju. Önnur 10% eru samneyzla. Peningarnir hafa löngum verið afl þess sem gera skal og margir hafa líkt kaupum neyt- andans við atkvæðagreiðslu, þar sem peningaseðlarnir jafngilda at- kvæðum. Ein af meginforsend- um frjálsrar samkeppni er, að upp- lýsingastreymi sé fullkomið, þannig, að kaupandinn viti allt um vöruna, gæði og greiðsluskilmála, framleið- endur og seljendur. Nú vill oft verða á þessu misbrestur. Jafnframt hafa neytendur oft átt erfitt með að þjappa sér saman og gæta hagsmuna sinna. Þetta er bæði vegna fjölda þeirra og svo er margt sinnið sem skinnið. Hvernig líta þá verzlunarmálin út frá sjónarhóli neytandans? Óttar Yngvason, form. Neytenda- samtakanna, hvort er það sök kaup- andans eða seljandans, þegar út af bregður? Ó.Y.: Það er enginn vafi, að báð- ir eiga hér hlut að máli. Oft er sök- in seljandans, þegar ágreiningur rís i viðskiptum, en stundum hjá kaup- andanum. G.M.: Eru lögin ekki ófullkomin að þessu leyti? Ó.Y.: Jú, nema þegar höfð eru svik í frammi eða hlutur er gallað- ur. Hér vantar t.d. enn ákvæði um, að skila megi hlut aftur eftir um- hugsun. Þetta er komið í lög sums staðar annars staðar og byrjaði með sölumönnum, sem gengu í hús og seldu. I þessu sambandi má geta sölu alfræðiorðabókar, sem leiddi til dómsmála í stórum stíl. G.M.: Sama gildir eflaust oft um vörur, sem seldar eru með afborg- unum? Ó.Y.: Þar er höfuðvanda- málið, að engin löggjöf er til á Is- landi um afborganaviðskipti. Hún er búin að vera við lýði á öðrum Norð- urlöndum og víðar um árabil. Rétt- arstaðan í afborgunarviðskiptum er mjög vafasöm hér á landi, bæði að því er varðar kaupanda og seljanda, þótt dómstólar hafi leyst úr smáþátt- um. Hér hef ég nýlegan samning fyr- ir framan mig. Hann er frá húsgagna verzlun. Kvörtunarfrestur er styttur frá ákvæði kaupalaganna um eins árs frest i eina viku, hvar sem kaupandi er. G.M.: Hvað gerir neytandan- um helzt erfitt fyrir um að átta sig á hlutunum? Ó.Y.: Það segir sig sjálft, að vöru- val er orðið svo fjölbreytt i nútíma þjóðfélagi, að það er vart fyrir aðra en sérfræðinga og sérhæft starfsfóik að setja sig inn í eiginleika vörunnar, verð o.s.frv. Hverjir eru í rauninni þeir kostir vörunnar, sem viðkom- andi á að sækjast eftir? Hvaða galla á hann að forðast? Og enda þótt upp lýsingamiðlun sé stunduð af neyt- endasamtökum, er það kannski ekki nema brot af neytendum, sem kynn- ir sér upplýsingarnar. Jafnvel þó þeir fái þær prentaðar upp í hend- urnar, þarf eigi að síður að lesa þær. Það hefur komið fram í rannsókn- um á Norðurlöndum, að það eru yf- irleitt tekjulægstu hópamir, sem minnst kynna sér upplýsingar úm vörur og þjónustu. G.M.: Komið hefur fram, að af- greiðslufólk veit stundum ekki það, sem að er spurt, en hins vegar hef- ur verið sagt, að bregðist allt ann- að, þá eigi að lesa leiðarvisinn! Ó.Y.: Jú, en oft fylgir nú enginn leiðarvísir. Á Norðurlöndum eru komnar viða góðar vörulýsingar og vörumat. Þegar þessar sömu vörur koma hingað til lands, er vörulýs- ingarseðillinn tekinn af. Einn selj- andi svaraði því til, að þetta læsi ekki nokkur maður, hvað sem til er í því. G.M.: Segðu mér frá neytendasam- tökunum íslenzku. Ó.Y.: Þau voru stofnuð árið 1953 og voru reyndar með þeim fyrstu í heiminum. Þau hafa verið nokkuð fjölmenn alla tíð. Meðlimatalan komst niður í um 3500 borgandi með- limi, en er nú 5500 og jókst um 1000 manns s.l. ár. Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir hagsmunamálum neytenda, að annast rannsóknarstarf semi og upplýsingamiðlun, sbr. út- gáfu Neytendablaðsins, svo og að annast aðstoð við neytendur, þegar þeir þurfa á að halda. starfa á sama vettvangi ? G.M.: Hvað um önnur samtök, sem Ó.Y.: Kvenfélagasamband íslands vinnur mikið starf með leiðbeining- arstöð sinni. Sambærilegt við neyt- endasamtökin er að mínum dómi Fé- lag íslenzkra bifreiðaeigenda. Nú fleiri eru til, eins og verðlagseftir- litið, sem á að vera í þágu neyt- enda fyrst og fremst. G.M.: Koma „stóru" málin til sam- takanna? Ó.Y.: Það eru mjög ákveðnir flokk ar mála, sem eru gegnumgang- andi, og það eru kannski ekki stóru málin. I yfirgnæfandi fjölda tilvika eru það kvartanir vegna húsgagna, gólfteppa, efnalauga, undan skóm, fatnaði, stundum út af matvælum. Einstöku sinnum yfir gleri í hús. Við höfum haft mikinn áhuga á trygg- ingamálum. Það eru ekki aðallega iðgjöldin sem slík og ekki nema að sumu leyti tryggingaskilmálar. Þá finnst okkur oft undantekningar I þeim ákaflega margar og mörg ákvæði þannig, að hægt er að smeygja sér undan. Tjónauppgjör, sérstaklega drátt á uppgjörum þyrfti að athuga. Hann er einkum baga- legur á verðbólgutímum. Og alvar- legt er, þegar seinvirkni réttarkerf- isins er notuð til að draga tjónaupp- gjör á langinn svo árum skiptir. Nið urstaða i slysamáli liggur kannski ekki fyrir, fyrr en eftir 3—4 ár, en sá, sem fyrir tjóninu verður, þarf oft mest á bótum að halda fyrstu mánuðina. En þetta eru nánast mínar eigin hugleiðingar enn sem komið er. G.M.: Þið hafið samstarf við sam- tök á Norðurlöndum Ó.Y.: Á Norðurlöndum er starf- andi norræn nefnd um neytendamál- efni, sem er ein af undirnefndum Norðurlandaráðs. Það vill nú svo til, að hún hefur nýverið haldið annan af tveimur árlegum fundum hér í Reykjavík. Neytendasamtökin eiga ekki beina aðild að nefndinni. Á fundinum var gengið frá samþykkt og reglugerð um norrænar vöru- og þjónusturannsóknir. Þar eiga Neyt- endasamtökin beina aðild. Ef hér hefði verið búið að stofna neytenda ráð ríkisins, mundi það væntanlega einnig hafa fengið beina aðild. 2 af 3 fulltrúum Islands í norrænu nefnd Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.