Morgunblaðið - 25.07.1972, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1972
Úitgofandi hif Árvdcor, Riyh]«vfk
Frswkvwndastjóri HareMw Svokiaaon.
R'rt»t/6rar Mírtthfae JohonnosMf),
Eyfólifur Konróð Jónaaon
ASstoðarritstífón' Snymdr Qumwewon,
RrtstíórrYorftHltnúi Þorbjjönn Guðmumfoson
Fréttastióri Bjöm Jóharwwwon
Au^lýsirvgastfóri Árrri Garðar Kr!sttn*«qn
Rrtstjórn 09 afflroiðsla Aöalstrsoti 6, slmi 1Ö-100.
Augíysingar Aðatstreati ©, afmi 22-4-60
Askr'rftorgjal'd 225,00 kr á 'ménuði innanlands
I teiUsaaöTu 15,00 Ikr eintakiö
skattbyrði kemur því fram
sem hrein skerðing á ráðstöf-
unarfé ellilífeyrisþega, sem
einhverjar aukatekjur hafa.
Kannski er það ömurlegast
við skattpíningu elztu borg-
aranna nú, að á undanförn-
um mánuðum hafa ráðherr-
arnir notað hvert tækifæri
til þess að skjóta því að, að
þeir beri hag einmitt þessa
fólks sérstaklega fyrir brjósti.
Það sjá allir nú, hvaða alvara
hefur legið að baki þeim yf-
irlýsingum.
ÞJOÐARHNEYKSLI
— Island ekki lengur velf erðarríki?
Á undanförnum árum hef-
au viðtöl, sem Morgunblað-
ið átti sl. sunnudag við
ellilífeyrisþega, hafa vakið
óskipta athygli, enda gefa
þau raunhæfa mynd af því,
hvernig skattahækkanirnar
leggjast á þennan hóp skatt-
borgaranna. Viðbrögð al-
mennings hafa líka verið
sterk. Fæstir þurfa að
fara út fyrir fjölskylduna til
þess að finna dæmin um það,
hvernig tekjuskatturinn
leggst á ellilífeyrisþegana.
Nefna má níræðan bónda,
verkamann á áttræðisaldri
eða ekkju. Á öllu þessu fólki
hækka opinberu gjöldin jafn-
vel svo tugum þúsunda
skiptir. í sumum tilvikum er
skattahækkunin beinlínis
meiri en tekjuaukningin frá
fyrra ári. Engu er líkara en
núverandi ríkisstjórn hafi
með einu pennastriki þurrk-
að ísland af skrá yfir vel-
ferðarríki.
Enginn vafi er á því, að
sumir af ellilífeyrisþegum
sjá ekki fram á, að þeir geti
staðið í skilum með opinberu
gjöldin, þótt það dragi við sig
neyzluna eins og unnt er.
Ellilífeyririnn hefur að vísu
hækkað, en sú hækkun hefur
jafnóðum verið étin upp af
verðbólgunni. Hin aukna
ur skilningur manna vaxið á
því, að mönnum væri ekkert
of gott að lifa áhyggjulitlu
eða áhyggjulausu lífi, eftir að
sjötugsaldrinum er náð. Af
þessum sökum hafa t.d. flest
sveitarfélögin undanþegið
ellilífeyri við álagningu út-
svars og viðreisnarstjórnin
lögfesti vorið 1971, að á þessu
ári skyldi sérstakur aukafrá-
dráttur við álagningu tekju-
skatts veittur ellilífeyrisþeg-
um. Áður en þessi réttarbót
kom til framkvæmda, var
núverandi ríkisstjórn búin
að afnema hana. Menn sjá
svo afleiðingamar í marg-
földun tekjuskattsins á elli-
lífeyrisþegum.
Einn megintilgangurinn
með því að hlífa ellilífeyris-
þegum við opinberum gjöld-
um er sá að gera þeim kleift
að búa lengur út af fyrir sig,
þannig að þeir geti lagt í ein-
hvern kostnað til þess að fá
hjálp við erfiðustu húsverkin
í sambandi við hjúkrun og
annað, eins og fram kom í
samtalinu við hinn aldna
skipstjóra Júlíus Júliníus-
son. Inn í myndina kemur
einnig það tilfinningalega
atriði, að fólk verður sam-
gróið þeim stað, þar sem það
hefur búið kannski megin-
hluta ævinnar og alið upp sín
böm. Það verður loks að
teljast í hæsta máta sann-
gjarnt, að á það sé litið, að
þetta fólk hefur lokið sínum
starfsdegi. Það hefur á langri
ævi greitt ótaldar fjárhæðir
í sameiginlegar þarfir, en ein-
hvern tíma er mál að linni.
Eins og áður segir bera
nýju skattalögin það með sér,
að núverandi valdhafar telja,
að fyrrverandi ríkisstjórn
hafi búið of vel að hinum
öldruðu, — veitt þeim of mik-
il skattahlunnindi. Þau hafa
nú verið tekin til baka og
meira til. Með því eru
þyngstu álögurnar lagðar á
þá, sem veikust hafa bökin
og það er þjóðarhneyksli.
ENN A AÐ HÆKKA
SKATTANA
Að sjálfsögðu er það öllum
** ljóst, að ríkissjóði verð-
ur að afla tekna með ein-
hverjum hætti. En fram að
þessu hefur það þótt skyn-
samlegt, að gæta að því
fyrst, hversu miklir tekjuöfl-
unarmöguleikarnir væru, áð-
ur en útgjöldin eru ákveðin.
Þetta var ekki gert við af-
greiðslu síðustu fjárlaga. Því
fór sem fór og þess vegna var
hlaupið til og skattalögum
breytt. Eftir reynsluna nú,
skyldu menn halda, að ríkis-
stjórnin hefði eitthvað lært,
a.m.k. það, að greiðsluþoli
skattborgaranna eru takmörk
sett. En svo er ekki að sjá.
Síðast á föstudaginn var það
boðað í Þjóðviljanum, að enn
frekari skattahækkanir væru
framundan, — það er „nauð-
synlegt að auka tekjur ríkis-
sjóðs“, eru ummæli blaðsins
í tilefni af útkomu skattskrár-
innar.
Stríðið og kosningarnar
Eftir James Reston
Miami Beach.
BANDARÍSKA þjóðin á í stríði í Víet
nam, stendur í friðarsamningum og
heyr kosningabaráttu fyrir forseta-
kosningarnar. í kosningunum er stríð
ið, aðferðirnar í þvi, markmiðið með
því og sjálft framhald þess, höfuð-
málið. Og þetta skapar viðkvæmt
og erfitt vandamál fyrir bæði Nixon
forseta og McGovern þingmann, en
það er að rökræða um striðið án þess
það hafi áhrif á hið sameiginlega
markmið þeirra, sem er að binda
enda á manndrápin í Suðaustur-As-
íu.
Þessa tvo menn greinir augljós-
lega verulega og einlæglega á um
þetta höfuðmál kosningabaráttunnar.
Þetta mál er ekki hægt að leggja til
hliðar. Ríkisstjórnin getur ekki þagg
að niður i McGovern varðandi Viet-
nam og McGovern getur ekki neit-
að því, að hið opinbera loforð hans
um að hætta öllum loftárásum 21.
janúar 1973 og flytja allt bandarískt
herlið burt frá Suðaustur-Asíu fyrir
apríllok 1973, hlýtur að hafa áhrif
á friðarviðræðurnar í París.
Hvorki Nixon forseti né McGov-
ern hafa raunverulega staðið frammi
fyrir þessu vandamáli. Þingmaður-
inn flutti mál sitt með sterkum orð-
um í útnefningarræðunni hér. í orð-
um hans lá þetta: Tuttugu þúsund
kistur hafa komið heim í forseta-
tíð Nixons. Kjósið mig og ég skal
stöðva manndrápin og færa alla pilt-
ana og fangana heim fyrir- næsta vor.
Hann var að minnsta kosti ákveð-
inn og tók persónulega ábyrgð á
loforðum sínum, jafnvel þótt hann
hefði ekki alveg útskýrt hvernig hann
hygðist standa við þau. Forsetinn var
slyngari en ekki eins ábyrgðarfull-
ur. Hann gagnrýndi ekki McGovern
og stefnu hans sjálfur, en lét demó-
kratann, bandamann sinn, John Conn
ally, fyrrv. fjármálaráðherra, ráð-
ast á McGovern fyrir að „spilla
fyrir“ friðarviðræðum ríkisstjórnar-
innar í París.
Enginn hefði neitt á móti því, ef
John Connally teldi demókrata hafa
rangt fyrir sér, en repúblikana rétt
fyrir sér varðandi stríðið, efnahags-
ástandið, skattamál og tryggingar að
hann skipti um flokk eins og Lind-
say borgarstjóri í New York. Eða
jafnvel þótt hann héldi kyrru fyrir í
stjórn repúblikana sem demókrati og
héldi sér við starf sitt og ynni að
vandamálum þeim, sem stjórnin
verður við að fást.
En svo virðist sem Connally vilji
það bezta af öllu. Hann notar demó-
krata, sem eru alls ráðandi í Texas
til að verða ríkisstjóri og aftur til
að verða flotamálaráðherra í Wash-
ington, þegar þeir fara með völd þar,
en síðan þegar þeir tapa völdum,
fer hann yfir til repúblikana og verð-
ur fjármálaráðherra.
Eitt af vandamálunum með hinn
laglega, kreddufulla Connally er það,
að þegar honum tekur að leiðast
starf sitt, annaðhvort hjá demókröt-
um eða repúblikönum, hættir hann
og fer heim á búgarðinn sinn. Fyrir
hann sjálfan er þetta vafalaust
ágætt, en virðist dálítið eigingjarnt
í augum annarra.
Áformin eru augljós. Hann kem-
ur og fer þegar honum dettur í hug.
Nú er hann nýkominn heim úr ferða-
lagi umhverfis jörðina og er í San
Clemente þar sem hann talar illa um
demókratana fyrir stefnu þeirra 1
utanríkis- og innanríkismálum og
segist ekki geta suttt hana, en jafn-
framt hrósar hann repúblikana-
flokknum, sem hann vill ekki ganga
í.
Enginn getur ásakað forsetann fyr
ir að nota Connally, fyrst Connally
notar repúblikana án þess að ganga
i flokk þeirra. En sá vandi er enn
fyrir hendi, hvernig heyja skuli kosn
ingabaráttuna um Víetnam án þess
það hafi áhrif á samningaviðræður
forsetans um frið.
Til alirar hamingju er til fordæmi,
sem forsetinn gjörþekkir. í kosninga
baráttunni fyrir forsetakosningarnar
1944, einmitt þegar komið var að lok-
um síðari heimsstyrjaldarinnar,
komu Roosevelt forseti, utanrikisráð-
herra hans, Cordell Hull, og repú-
blikanarnir i þeim kosningum, Thom
as Dewey og ráðunautur hans um
utanríkismál, John Foster Dulles, sér
saman um að það væri þjóðarhagur
að halda flokkadeilum, meðan á kosn
ingunum stæði, utan við friðarsamn-
ingana.
Árangurinn af því var sá, að Roose
velt og Dewey, sem voru á margan
hátt meira ósammála 1944 en Nixon
og McGovern eru nú, voru sammála
um að halda friðarumleitunum og
stofnun samtaka Sameinuðu þjóð-
anna utan við kosningabaráttuna.
Dulles var útnefndur fulltrúi Deweys
í þessum málum og hann var trúr
bæði flokk sinum og hagsmunum
þjóðarinnar.
Ef til vill er þetta hið nauðsynlega,
áður en flokkaátökin verða of mikil,
er hin raunverulega harða barátta
hefst um forsetasætið í nóvember.
Ekki er öruggt að láta vandamálið
ósnert þar sem það er nú, er McGov-
ern vill frið á ákveðnum degi, hver
svo sem áhrifin verði á friðarvið-
ræðurnar i París og Nixon heldur
sig utan baráttunnar og lætur
Connally og Agnew skamma McGov-
ern og stuðningsmenn hans fyrir að
vera óábyrgir og jafnvel óþjóðhollir
skemmdarverkamenn.
Komist friður á í Víetnam áður
en komið er fram I nóvember kann
það að hjálpa Nixon og skaða Mc
Govern. En ef stríðsandstæðingar
halda því fram í alvöru, að stríðið
sé höfuðmál kosningabaráttunnar,
verða þeir að vinna samvinnuþýðir
að friði, hvort sem það verður til
þess að Nixon nær endurkjöri eða
ekki. Og í minnsta lagi verður McGov
ern að fá að vita, hvað fram fer í
friðarviðræðunum í París, til þess
að hann geti barizt fyrir friði án
þess að segja hluti, sem áhrif geta
haft á viðræðurnar.
Það er ekki nógu gott fyrir McGov
ern að ráðast aðeins á friðarviðræð-
urnar í París, án þess að hafa þar
mann frá sér, sem fræðir hann um
staðreyndirnar. Né er það nógu gott
fyrir Nixon að bjóða að láta McGov-
ern allar upplýsingar í té um vanda-
málin í Paris, en leyfa Connally á
sama tíma að ráðast á McGovern fyr-
ir að vera óupplýstur og óábyrgur í
gagnrýni sinni á Parisarviðræðurn-
ar.
Eins og Connally hefur sagt er kos-
ið um grundvallaratriði í þessum
kosningum og þýðingarmestu mál
frá því í kosningunum milli John-
sons og Goldwaters 1964, en Connally
virðist einhvern veginn hafa gleymt
þeim kosningum. En þessi mál á ekki
að kaffæra í fölskum áköllum til
þjóðerniskenndarinnar, heldur mæta
á grundvelli þeirra staðreynda sem
fyrir liggja í París. Og aðeins for-
setinn getur veitt McGovern upplýs-
ingarnar, á sama hátt og Roosevelt
gerði við Dewey 1944.