Morgunblaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1972 19 BORCAP -fflM ÞEGAR fulltrúar margra þjóða koma saman á ráðstefnu til að leitast við að svara spurningu eins og þeirri, hvaða verkefni sveitarfélög eigi að leggja meg- ináherzlu á í framtíðinni, hljóta svörin að markast nokkuð af þeim vandamálum, sem við blasa í hverju landi fyrir sig. Marg- visleg verkefni sveitarfélaga hljóta að vísu að vera þau sömu, hvert sem komið er. Dæmi um slík verkefni má nefna gatna- gerð, holræsagerð, vatnsveitur, verkefni á sviði heilbrigðis og hollustuhátta eins og sorphreins- un, Skólastarf og þannig mætti áfram telja. Þegar að þeim verk efnum kemur, sem unnt er að velja um, hlýtur valið að mót- ast af sérsjónarmiðum hvers lands eða hvers sveitarfélags. Þær almennu athugasemdir, sem hér fara á eftir mótast þvi óhjákvæmilega af þeim aðstæð- um, sem ég þekki bezt til, þ.e. á íslandi og takmarkast jafn- vel enn frékar af starfi sem borg arfulltrúi í Reykjavík. Eitt atriði vil ég sérstaklega Framtíðarverkefni sveitarfélaga Fyrri hluti erindis, sem flutt var á norrænni sveitarstjórnarráðstefnu á Laugarvatni 22. júní Myndlistarluisið á Miklatúni, er ein af þreniur menningarniiðst öðvum sem nú eru á döfinni hjá Reykjavíkurborg. nefna, áður en vikið verður að einstökum málaflokkum. Nú á timum er mjög kvartað yfir því, að öll ákvarðanataka í þjóð- félaginu færist stöðugt fjær íbú unum. Þótt við á lýðræðislegan hátt veljum okkur fulltrúa til setu á þjóðþingum eða í sveitar- stjórijum, finnst mörgum að hið raunverulega vald færist æ meir á hendur ópersónulegra stofn- ana hins opinbera, þar sem emb- ættismenn og hvers konar sér- fræðingar ráða lögum og lofum. Krafan um aukið lýðræði — um aukna hlutdeild borgaranna í ákvarðanatökunum verður því stöðugt háværari. Hvernig er unnt að mæta þessum kröfum? Til þess má vafalaust hugsa sér ýmsar leiðir, en ein er þó sú, sem mjög vel kemur til greina, en það er að auka valdsvið sveit- arstjórnanna og færa þeim fleiri verkefni í hendur. Sveitarstjóm- irnar eru þær stjörnsýslueining- ar, sem standa næst fólkinu. Sveitarstjórnarmaðurinn stendur í mun nánara sambandi við sina umbjóðendur en þingmaðurinn, svo að dæmi sé tekið. Hinn al- menni borgari á þvl mun auð- veldara með að hafa áhrif á þær ákvarðanir, sem sveitarstjórnir taka. Að færa valdið þannig nær fólkinu er því líklegt til að auka samskipti fólksins og valdhaf- anna, en það treystir grundvöll þess lýðræðisskipulags, sem við viljum búa við. Að þessum almennu athuga- semdum loknum skal vikið að nokkrum verkefnum, sem lík- legt er að sveitarfélög þurfi í ríkara mæli að huga að í fram- tíðinni. L. UMHVERFIS- OG NÁTTÚRUVERND Á undanförnum árum hafa augu manna viðs vegar í heim- inum opnazt fyrir því, að gá- lausleg umgengni hins siðmennt aða manns hefur þegar valdið slíkum spjöllum á náttúru víða um heim, að til stórvandræða horfir. Þetta vandamál fylgir borgarlífi fyrst og fremst. Vanda mál þetta er að vísu orðið svo umfangsmikið, að til að tryggja árangur þarf samstarf á ríkis- stjórnar grundvelli þjóða á milli. Sveitarstjórnirnar þurfa þó að vera vel á verði í þessum efnum og vinna skipulega að aukinni náttúru- og umhverfisvernd. Það getur verið unnið með mörgu móti. Nefna má nokkur dæmi: Sorpi þarf að eyða á þann veg, að ekki valdi spjöllum eða meng un umhverfisins. Holræsi þarf að leggja þannig, að skolp mengi ekki sjó og strandir, þannig að til baga sé. Kemur þar m.a. til álita, i hve ríkum mæli sveit- arstjórnir þurfi að setja upp hrginsistöðvar. Öll úrgangsefni iðnfyrirtækja, hvort sem þau eru i formi reyks, fljótandi efnis eða fasts, þarf að hreinsa svo vel, að ekki valdi spillingu and- rúmslofts, sjávar eða umhverfis á landi. Staðsetning iðnfyrir- tækja skiptir þama einnig máli. Þess þarf mjög að gæta, að íbú- ar borga og bæja eigi greiðan að gang að ósnortinni náttúru til að eyða fristundum sinum á svæðum, sem séu friðuð. Sveitar stjórnir þurfa að hafa forgang í slíkum friðunaraðgerðum. Tii þessa hafa mengunarvanda mál á íslandi ekki verið alvar- legs eðlis. Með auknu borgar- lífi, einkum á höfuðborgarsvæð- inu, er hér þó um vaxandi vanda mál að ræða, sem snúast verð- ur gegn. Mengun strandarinnar kringum höfuðborgarsvæðið er t.d. að verða vandamál, sem nú eru uppi áætlanir utn að bæta úr. Með vaxandi iðnaði þarf að hafa gát á mengun frá iðnfyrir- tækjum. Island er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ósnortna nátt úru í ríkum mæli, sem íbúar borga og bæja geta horfið til I frístundum sínum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa bundizt samtökum um víðtæka friðun stórra landsvæða í næsta nágrenni (30 mínútna akstur), þar sem í framtíðinni á að verða griðastaður borgarbúa, sem stunda vilja útilíf og njóta nátt- úrunnar. 2. STÖRF Á SVIDI MENNINGARMÁLA Þróun hime daglega lífs getng- ur í þá átt að viirnnutiimi fóilks styttist stöðugt, og frítími leng- ist að sama skapi. Þótt ofsfcipu- lagning á frítímia fólfks hafi gíma hættu í för með sér, er engirun Bjartmar Guðmundsson: Frá einu til annar Á VORDÖGUM Bezta vor eftir bezta vetur er að kveðja og sumarið að taka við. Slátt ur er að hefjast á stöku bæ í Eyja- firði sunnan Akureyrar. Þar er ein- hver mesta veðursæld á landinu og búskapur eftir því. Að þessu sinni hefur gróður á Norðausturlandi orðið samferða gró- andanum á Suðurlandi og er óvana- legt, því oft er hann þar mánuði á undan. Birkikjarr, fjalldrapi og bláberjalyng var allaufgað í maí- mánuði og má heita að það sé eins- dæmi í norðlægari héruðum. Hvar sem spyrst er afkoma góð í sveitum, fénaðarhöld með ágætum og hey- fyrningar miklar. Sumarið í fyrra og þetta vor bætir nú fyrir köldu ár- in 1965—1970 og óðum grær út í kal- sár fyrri ára. Þetta er mikil bless- un. Aftur á móti er ömurlegt um að litast í æðarvörpum við Skjálfanda og víðar. í fyrra var varpi þar svo komið, að það hafði minnkað um heiiming á einum áratug. Og í vor hefur æðahreiðrum fækkað um helm ing frá því sem var i fyrra. Hvað veldur? spyrja menn og reyna að svara. En svör liggja ekki á lausu svo óyggjandi geti talizt. Nýlega sagði einn merkasti varpbóndi lands ins, Gísli á Mýrum í Dýrafirði, að hver einasti æðarungi færi í varg þessi árin. Jafnvel þó svo sé, er hitt ekki skiljanlegt, að svona mik- il fækkun geti orðið á einu ári við Laxá og Skjálfandafljót eða annars staðar. Annað hlýtur og að koma til, einhver önnur orsök. En það er ekki aðeins i æðarvörp- um, sem villifuglum fækkar. Aðaldal ur hefur lengi verið mikil fúglapara- dís og veidur Laxá þar miklu um, stöðuvötn og landslag. Aðeins Mý- vatn og umhverfi þess býður önd- um og mörgum öðrum tegundum betri kosti. Þó engar hafi ég skýrsl- ur, má fullyrða að flestum fuglateg- undum hafi fækkað þar síðan um 1930 um helming og sumum miklu meira. Aðeins þrem hefur fjölgað: svartbak, hettumávi og grágæs. Hettu mávur nam þar land um 1920 og var vel fagnað. Nú er orðið svo margt af honum að hann er að hrekja krí- una á flótta eða éta hana upp. Það er að segja ungann. í köldu sumr- unum á 7. áratugnum var hann staðinn að því að lepja kríu- ungana í sig um leið og þeir brutu utan af sér skurnið. Enn verr er hann þó búinn að fara með sund- hanann eða óðinshanann öðru nafni. Af þeim skemmtilega smáfugli var aragrúi þangað tii hettumávun- um fjölgaði. Nú er hann orðinn mjög fáliðaður. Vera má að aðgang- ur hettumávs í ungum kríu og óðins- hana stafi eitthvað af átuskorti við hans hæfi köldu sumrin undanfar- ið. Ágangi svartbaksins í ungum annarra fugla þarf ekki að lýsa. Flórgoða fækkar svo ört að ekki er sjáanlegt annað en að hann hverfi alveg af þessum slóðum, sem ég var að lýsa. 1 vor sjást tvö pör i starar- lendi, þar sem áður voru um 20. Grunur leikur á að hettumáfur- inn taki unga hans. Á Laxá sjást nú aðeins örfáar straumandir, móts við það, sem áður var. Himbrimar eru að hverfa og gulandir. Sama er að segja um huldusvín. Ekki stafar þetta af skotum. En hverju? Það gagnar ekki að ég varpi fram gátum. Fuglalífið allt þarf rann sókna við, sem hafa það tog að þær séu virtar. Nýlega sagði mér mikils- virtur bóndi í Þingvallasveit, að áð- ur fyrr hefði himbriminn verið eitt af aðalskarti þess merkilega vatns, svo og gulöndin. Nú væru bæði svo að segja horfin þaðan. Þar var og andvarp nokkurt á sumum bæjum, nú horfið með öllu. Ég fór með þessu vatni á löngum kafla og sá á milli 10 og 20 andir, svo þar er þó ekki aldeyða ennþá. Og mér til mikillar gleði, syntu þrjár straum andir á öxará. Undanfarin sumur hef ég veitt því athygli, að syrgi- lega lítið er um fugla miðað við það sem áður var, hvar sem farið er. Alls staðar er sama sagan: Fækk- un, fækkun nema á máfum og grá- gæsum. Minknum er kennt um. Og á tímabili gerði hann ógurleg skörð í raðir sumra fugla. Nú mun hafa dregið úr því eftir að hann varð hagvanur í landinu og sneri sér meira að silungi í ám og vötn- um, sem er í samræmi við eðli hans. Hins vegar er þess að geta að alltof lítið er gert til að halda minkaplág- unni niðri í sumum byggðarlögum og þá ekki síður í óbyggðum. En „til hvers er að tala um það, þó tófan bíti . . .?“ Fyrir rúmum 40 árum merkti ég mikið af fuglum fyrir danskan fugla fræðing, Peter Skóvgaard, og fylgd- ist síðan með því hvað varð af þeim merktu fuglum. Ljótar voru sögumar, sem merkin sögðu af drápi farfuglanna okkar þegar þeir komu út fyrir pallinn á haust- in. Flestir féllu þeir í Bretlandseyj- um og Frakklandi og svo hér og þar annars staðar í Evrópu. Sjálfsagt hefur þar sem hér miðað eitthvað í átt til friðunar og verndunar fugli fyrir skotum. Um leið hafa svo skapazt aðrar hættur og er eyði- ing lífs í dýraríkinu orðin ægileg hvar sem litið er. í höfuðborginni eru nú haldnar ráðstefnur margar um mifcils- verða hluti. Ein er um fuglavemd og sækja hana fuglafræðingar bæði innlendir og erlendir. Hamingjan gefi að henni tækist með ráðum og dáð að bjarga einhverju í ríki fugl- anna. Samvinna og samtök þjóða þurfa þar að leggjast á eitt. Þá er andafækkunin á Mývatni öllum áhyggjuefni. Þar hefur minnkurinn höggvið í stærstu skörð, þó Mývetningar séu allra manna duglegastir við að halda honum niðri. En þeir eru líka duglegir, vlð að drepa fuglinn í silunganet og hafa í vatninu 10 km netatrássur 4 mánuði á varptíma og uppeldistíma ungans. Allir ættu að sjá hvað af því flýtur. Þjóðfélagið þarf að létta af þeim kostnaði af minkaveiðum og banna silungsveiði í net að minnsta kosti frá 15. júlí til 15. sept. Á móti má lengja silungsveiði- tímann verulega fram á haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.