Morgunblaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚUl 1972 23 Mun það mest hafa valdið þeirri ráðabreytni. Unnur starfaði með ágætum að Flúðum, en eftir nær aldar- íjórðungs erfitt starf i heimavistarskóla, óskaði hún minni umsvifa og gerðist þá kennari við Melaskólann í Reykjavik. Einnig þar var hún vel virt og vinsæl, enda þótt |»á væru mjög breyttir tímar frá því hún byrjaði kennslu. Senni- lega hefir stjórn nemenda þar reynzt henni sem öðrum, erfið- ari en í sveitinni, enda hóparnir stærri. En að sögn starfsfélaga Unnar fór henni þetta allt vel úr hendi, þótt starfsþrekið væri tekið að dvína. Unni þótti vænt um börnin og náði hylli þeirra. Og hið fjölmenna starfslið skól- ans virti hana og dáði. Góða vini eignaðist hún þar og hélt alltaf tryggð við skólann, eftir að hún lét af störfum haustið 1955. Þá var heilsu hennar tekið að hnigna og heyrnin bi'laði. Hér hefir verið rakinn embætt isferill Unnar, en margt er ósagt. Meðan hún starfaði í Hreppunum, var hún alltaf á sumrum í Hruna og Hvammi, fyrst hjá foreldrum sinum og síðar hjá Helga bróður sínum og Elínu Guðjónsdóttur, konu hans. Vann hún þar eftir þörf- um, hvað sem fyrir kom að eig- in vild. Hún var ákaflega vei vinnandi og mjög fjölhæf til verka. Börn voru oft mörg á heimilinu, m.a. oft sumardvalar- gestir. Unni mun hafa verið ljúft að sjá um þau, eftir því sem þurfa þótti. Þá greip hún oft til sagnalistar sinnar. Hún kunni ógrynni sagna — og var líka vel að sér I sögu. Sögur sagði hún allra manna bezt. Ný- lega heyrði ég merkiskonu hér 1 bæ, sem var í sumardvöl í Hvammi, segja að i Hvammi hefði sér liðVS vel, en mest hefði hún hlalíkað til að heyra Unni segja sögu. Okkur kennurum lætur auð- vitað misjafnlega vel að kenna námsgreinamar. Svo var og um Unni. En henni lét allra bezt að kenna móðurmálið, sögu og kristin fræði. Hún var trúuð kona, en talaði litt um þau efni nema við nána vini. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. En hún var einörð kona og fast- lynd, hógvær jafnan og virðu- leg í framkomu. Hún var ákveð- in í skoðunum og hélt fast á máli sinu við hvern sem var, skemmtileg í viðræðum og átti til ósvikna kímnigáfu, sem hún beitti þó hófsamlega. Engan vildi hún særa, svo umtalsfróm, sem hún var. Það var skemmti- legt að heyra Unni segja frá nemendum sínum og litla frænd fólkinu. Hún ljómaði af ánægju við þær minningar. Árið 1950 urðu nokkur þátta- skil í lífi Unnar. Þá fluttist hún að Háteigsvegi 42 til Guðmund- ar, mágs síns. Kona hans, Ragnheiður, systir Unnar, hafði andazt árið áður og Guðmundur stóð einn uppi með son á barns aldri, sem var uppáhald Unnar, eins og reyndar öll hennar systkinabörn. Nú vildi Unnur rétta þeim feðgum hjálparhönd og það gat hún bezt með því að búa undir sama þaki. Þarna hófst sambúð og samhjálp, er síð an hefir staðið, báðum aðilum til gagns og gleði. Unnur hefir æ síðan átt heimili hjá þessum ágæta mági sínum. Hann kvænt- ist nokkru síðar afbragðskonu, Amdísi Bjarnadóttur, hjúkrun- arkonu. Þær Unnur urðu beztu vinkonur. Árin liðu. Ný böm fæddust á heimilinu. Unnur rétti þeim hjálparhönd, svo sem eigin frændliði, en þau endur- greiddu með ástríki og umönn- un sém einkum kom sér vel, þegar halla tók undan fæti á ævideginum. Síðasta áratuginn hefir heilsa Unnar verið á völt- um fæti vegna hjartabilunar, slysa o.fl. Hún lá því oft í sjúkrahúsum, en þess á milli var hún heima og naut þar beztu hjálpar alls heimilisfólks. Þeim fannst það svo sjálfsagt og ekki umtalsvert, en ég veit að Unnur sjálf og ættfólk hennar var svo ákaflega þakklátt fyrir hjálp þá og ástúð er þau sýndu henni. Sjálf var Unnur sivinnandi í höndum þegar heilsan leyfði, bæði við að sauma, prjóna og hekla ýmsa muni, er vinir henn ar nutu góðs af. Á sumrum heim sótti hún vini og frændur aust- an fjalls, en oftast dvaldi hún seinni árin með fjölskyldu mágs síns í sumarbústað á æskustöðv um hans í Skorradal. Unnur var mikill náttúruunnandi, svo sem faðir hennar og undi sér því vel í hinu fagra umhverfi þar erfa. Fyrir rúmum mánuði fékk Unnur svo mikið veikindaáfall, að hún var strax flutt í Borgar spítalann. Þar naut hún ágætrar hjúkrunar og skyldulið hennar var oft til hjálpar eftir þörf- um. Þannig var þessi ágæti barnavinur umvafinn ástúð og umhyggju barna, ungmenna og skyldfólks síns elliár sín og allt til hinztu stundar að kvöldi 17. þ.m. Ég sá Unni síðast við kveðju- athöfn Guðmundar bróður henn ar í vetur. Yfir henni hvíldi þá tiginmannleg ró, er sýndi vel þrek hennar og æðruleysi, sem jafnan fyrr er þunga sorg bar að höndum. Með Unni Kjartansdóttur er gengin göfug kona, tryggur vin ur og ágætur ungmennaleiðtogi. Ég veit að í hugum okkar vina hennar og ættmenna hljómar í dag þessi kveðja: Vertu blessuð og sæl, Unnur mín. Hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Ingimar H. Jóhannesson. Unnur var fædd í Hvammi í Dölum 26. október 1892, dóttir prestshjónanna þar, sr. Kjartans Helgasonar frá Birtimgaholti, síð ar prests í Hruna og konu hans Sngríðar Jóhannesdóttur, sýslu- manns Borgfirðinga, og var Sig- riður því systir Jóhannesar bæj- arfógeta og alþingismanns. Unnur lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík mánudaginn 17. júli eftir skarama sjúkrahússvist. Unnur fluttist tólf ára gömul með fjölskyldu sinni að Hruna og við þann bæ var hún jafman kennd. Hún var elzt sjö systk- ina, sem öll voru gædd fjöl- hæfum gáfum og starfsþreki, enda hafa þau öll skilað merku lifsstarfi, þó að sum þeirra yrðu ekki langlif, en þau eru nú öll dáin nema Helgi bóndi í Hvammi í Hrunamannahreppi. Hann er enn við góða heilsu en hefur nú að mestu látið bústörfin í hend- ur sona sinna tveggja, sem þar búa. Þegar sr. Kjartan lét af prests skap fluttist fjölskyldan að Hvamrni, sem er þar skammt frá og þar hefur fjölskyldan jafn an átt samfundi og athvarf, enda má segja að menmimgar- blærinn, sem rikti i Hruna, hafi fest djúpar rætur í Hvammi, og veit ég að Unni fannst til síð- ustu stundar, að hún væri að fara heim þegar leiðin lá upp að Hvammi. Unnur lauk kenmaraprófi árið 1915, en næstu árin leitaði hún ekki eftir fastri kennarastöðu, enda átti hún á þeim árum við allmikla vanheilsu að striða. En árið 1923 tók heimavistar- barnaskóli til starfa í Ásum í Gnúpverjahreppi og þangað réðst hún skólastjóri við stofnun skólans og gegndi hún því starfi til ársins 1937, en þá varð hún skólastjóri á Flúðum í Hruna- mannahreppi. Árið 1946 varð hún svo kennari við Melaskólann í Reykjavík og kenndi hún þar til ársins 1955, en þá lét hún af störfum sökum heilsubrests. Á Reykjavikurárum sínum bjó hún fyrst hjá mági sínum Kr. Guðmundi Guðmundssyni trygg imgafræðimgi og systur sinni Ragnheiði, en er hún lézt var hún áfram á heimilimu, og hjá seinni konu Guðmundar, Arn- disi Bjarnadóttur, átti hún alltaf hlýju að mæta og naut þar kær kominnar hjúkrunar eftir að heilsan brást, enda var Unnur eins og tryggasta amma barn- anna á heimilinu, sem ólust þar upp með 'nenni, eftir að hún lét af störfum sem kennari. Ég sem rita þessar línur kynnt ist Unni er ég var bam að aldri. Ásaskóli, þar sem Unnur var skólastjóri um 14 ára skeið, er skammt frá æskuheimili mínu og því urðu kynnin af skólastarf inu þar náin og mér sem barni þótti sú starfsemi, sem þar var tekin upp, ákaflega merkileg, og skólaheimilið í Ásaskóla til fyrir myndar á allan hátt. Þegar ég lit nú til baka til þeirra ára, þá er mér ljóst, að þetta voru ekki bamalegar hill- ingar, heldur óumdeildar stað- reyndir, sem þægilegt er að minnast. Margt bar til að Unni tókst að gera Ásaskóla að jafn merkri kennslustofnun og raun bar vitni. Hún var mjög vel menntaður kennari,.hún las mikið og fylgd ist því vel með margháttuðum menningarstraumum og var því ætíð fersk og óþreytandi upp- fræðari, enda af flestum talin kennari af Guðs náð. Hún kom frá sterku menningarheimili og flutti holla vætti og hætti þess heimilis með sér í Ásaskóla. Hún kunni einnig að velja sér samstarfsfólk. Þannig var lengst af með henni i Ásaskóla frænka hennar Guðrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum, og sá hún um heimilisstörfin í skólanum af þeirri prýði að á betra varð ekki kosið. Ég man ennþá vel eftir einu haustkvöldi árið 1926, þegar ég var 10 ára gamall, en það var á fyrsta skóladeginum mínum. Ég hafði bæði hlakkað til og kviðið fyrir ,að fara i skólann, en þetta var fyrsta sinn, sem ég fór að heiman til að vera nætursakir. Með viðmóti sínu eyddu skóla- stúlkumar, (en svo voru þær Unnur og Guðrún jafnan nefnd- ar), ölium kvíða hjá okkur litiu krökkunum, en traust og von- gleði fylltu hugann. Með hverri kennslustund óx lönigunin til að læra meira og tómstundirnar í Ásaskóla liðu í græskulausum leikjum eða skemmtilegum og fræðandi kvöldvökum, þar sem Unnur hafði eínstakt lag á að flytja okkur á skemmtilegan hátt sina mannúðarstefnu, sem var hrein og fölskvalaus og henni hjartans mál. Skólagang- an var ekki löng á þessum árum samanborið við það sem nú tíðk ást, en þó hika ég ekki við að fuilyrða, að flestir þeir sem áttu þess kost að vera í skólanum hjá henni Unni hafi fengið undra mikil lyklavöld að áframhald- andi menntun, hvort sem það var á skólabekk eða við sjálfsnám. Árið, sem ég var 12 ára gamall, var ég snúningastrákur i Hruna. Mér er þetta sumar fyrir margra hluta sakir ógleymanlegt. En því minnist ég á þetta hér, að þar var mér ljóst hve dýrmætt veganesti Unnur bar með sér úr föðurgarði. 1 Hruna ríkti gláð værð og myndarskapur í öllu heimilishaldi, en þar var einnig ætlazt til að hver heimilismaður skilaði góðu dagsverki. Sr. Kjart an var einstakur uppfræðari og sem dæmi um það má nefna, að það henti oftar en einu sinni að hann fór með okkur krakkana, og yngra fólkið á bænum, eftir messu út í túnfótinn til þess að kenna okkur að þekkja grösin, sem uxu þar. Á þessum árum var Hrunaheimilið mannmargt og gestanauð þar mikil. Frú Sigr íður hafði því í mörg horn að Idta og leysti flesta daga af hendi bæði mikið og langt dags verk. En aldrei heyrði ég henni hrjóta styggðaryrði af vörum og ósjaldan spurði hún mig hvort mig langaði ekki í aukabita eða hvort ég þyrfti ekki að skipta um sokka eða eitthvað þvi um líkt. Þessi umhyggja móðurinn- ar fyrir börnum og fræðslugleði föðurins voru Unni einnig i blóð borin. 1 æviskrá hemnar verður ritað að hún hafi ekki gifzt og verið bannlaus. Sannleikurinn er þó sá, að hún átti mikið í börnun- um, sem hún kenndi og um- gekkst og er ég einn þeirra, sem get borið því vitni. Þegar hún varð þess vör að mig langaði til að fara í langskólanám, en treysti mér illa til þess af fjár- hagsástæðum, bauð hún mér að hjálpa mér eins og ég þyrfti. Það gerði hún án þess nokkum tíma að minnast á endurgjald eða hampa því á nokkum hátt. Hún hafði þann þroska áð gefa án nokkurs endurgjalds. Nú þegar leiðir skilja um sinn, þá hugsum við börnin hennar til hennar með þakklátum huga fyrir allt það, sem húm hefur gef ið okkur i veganesti á einn eða annan hátt. Hún hafði bjart yfirbragð og það stafar birtu af lífsleið henn ar og minningin um hana er i hugum okkar, sem áttum hana fyrir kemnara, einstaklega björt og fölskvalaus. Hjalti Gestsson. Sólveig Danivals dóttir — Minning MÉR ear ljúft að minnast firæmku minnar Sólveigar Danivalsdótt- ur, en hún lézt 5. júlí sl. á sjúkra húsinu í Keflavík, eftir stutta sjúkraiegu. Sólveig var fædd 27. október 1880 að Héraðsdal, Tungusveit í Skagafiirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Danival Kristjánsson, sem lenigst aí bjuggu á Litla-Vatnsskarði í Húnavatnssýslu. Sólveig var elzt alsystkina sinna, en þau voru alls 8, auk tveggja eldri hálfsystra, en tveir bræður hennar, Danival og Sig- urjón eru látnir fyrir nokkrum árum. Mikið reyndi á duignað og fiestu Sólveigar á svo fjötavennu heimiii, enda hefur þar verið lagðiur sá grundvölillur, sem ávallt einkenndi liif og störf hennar síðar, en það var einstök iðjusemi og trúmennska í hvi- vetna. Blztu systkinin, þau Sólveig og Danival fóru ung að árum á lýð- skólann á Hvítárbökkum, sem þá var nýtekinn til starfla undir stjórn hins framsýna manns, Sig- urðar Þórólfssonar. Það þurfti mikinn kjark í þá daga til þess að fara i slíka námsferð, sérstak- lega fyrir þá, sem ekki höfðu ann að að bakhjarli en góðar óskir foreldra sinna, en sáralitil fjár- ráð. Þessa skólanáms minntust þau systkinin ávallt síðan með gleði og þökk, en Sólveig lærði síðan karlmaninafatasaum á Sauð árkróki. Árið 1915 giftist Sólveig Páli Friðrikssyni, múrara, sem þá var ekkjumaðuir og átti eina dótt- ur, Helgu, en hún lézt á bezta aldri frá manni og ungum syni. Sólveig og Pálil bjuggu lengst af á Sauðárkróki. Páll var mikið fjarverandi vegna starfs síns, þar sem hann byggði ibúðarhús og kirkjur, bæði í heimahéraði og úti um land. Þau eignuðust 3 dætur: Ingi- björgu búsetta á Eyrarbakka, en hún missti mann sinn Lárus Andersen á sl. ári; Helgu gifta Hilmari Biering, búsett í Reykjavik og Jóhönmiu gifta Þórði Ásgeirssyni, búsett í Kefla vík. Páll lézt 1935 eftir marga ára vanheiísu, en þá voru dæturnar á unga aldri. Sólveig varð þvi að leggja mjög hart að sér við fram færslu dætra sinna. Henni var gefinn óvenjumikill sálarstyrkur og æðruleysi, sem bezt kom i ljós eftir að heilsa hennar bilaði, en hún var fötluð mörg síðustu æviárin. Hennar mikla gæfa var að geta dvalizt á heimilt dóttur sinnar, Jóhönnu, og manns hennar, Þórðar Ásgeirssonar. Umhyggju þeirra fyrir Sólveigu verður lengi minnzt af þeim sem til þekktu og börn þeirra fimm voru ömmu sinni hjálpleg og góð. Hinar dætur hennar, Ingi- björg og Helga voru ætíð i nán- um tengslum við móðnr sína og fjölskyldur þeirra. Sú minning, sem Sólveig skilur eftir sig, verður okkur ávallt ljúf, enda einkenndu hana einlægni og góður vilji, dreng- skapur og trygglyndi. Sólveig lifði í friði og sátt við umhverfi sitt alla tíð og ég veit að sá frið- ur mun verða með henni um eilífð. Ég skrifa þessar linur fyrir hönd systk nanna og foreldra okkar méð einlægu þakklæti fyrir samveruna. Dætrum og öðr um ættingjum vottum við okkar innilegustu samúð. Kristján Pétursson. — Á sumardegi Framh. af bls: 14 ina, að hún kostar ekki aðeins vinnu og peninga, heldur, eða réttara sagt miklu fremur þolin- mæði — að bíða eftir árangrinum, það er þrautin. Á ég þá ekki við landkynn- ing af þvi alræmda tagi, að „ís- land sé nefnt á nafin“ sem oítast og víðast, heldur hitt, að rödd þess verði svo sterk og nái svo haldfföstum hljómgrunni, að það geti léð góðum málium lið, látið eitthvað sæmilegt af tilvist sinni leiða. Weopon- og jeppnkenur Vorum að fá nokkrar notaðar, stórar kerrur, dekkjastærð 750x20/8. Eigum einnig nokkrar JEPPAKERRUR, óseldar. GÍSLI JÓNSSON & CO. H.F., Skúlagötu 26 — Sími 11740.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.