Morgunblaðið - 25.07.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1972
17
Sverrir Hermannsson:
Valkostir - kostaval
EINS og allan landalýð rekur
glöggt minni til, var það
íyrsta og strangasta boðorð
núverandi ríkisstjórnar, að
aniðganga með öllu þá aðila,
sem hún taldi að verið hefðu
hlekkir í stjórnarkeðju fyrr-
verandi ríkisstjórtnar. Svo
dæmi séu nefnd í hinum
mikilvægustu málum, þá var
í efnahagsmálum Efnahags-
stofnunin vitanlega sett hjá
og raunar fljótlega lögð niður
sem alíik. Hin nýju skattalög
voru und rbúin í fullkomnu
pukri af hálfgerðri leyni-
nefnd. Sjálfur ríkisskattstjóri
mátti ekkert af þeitm vita og
samráð við Samband sveitar-
félaga í lágmarki.
Ríkisstjórnin tók ein og
sjálf sínar ákvarðanir í
samráði við langsoltna utan-
garðsmenn í íslenzku efna-
hagslífi, sem var orðið meira
en mál að láta ljós sitt skína.
Ríkisstúrmin gerði sér sjálf
atrax ljóst, að hið góða efna-
hagsástand úr höndum fyrr-
verandi ríkisstjórnar leyfði
20 % kaupmáttaraukningu á
2 árum, styttingu vinnuvik-
unnar um nær 10% og leng-
ingu orlofs. Það efnahags-
ástand, sem slíkt leyfði, vill
rikisstjórnin nú kalla hroll-
vekju og eru þeir tilburðir
allir gróflega dapurlegir. Rík-
isstjórnin tilkynnti í upphafi
nýja og gerbreytta stefnu í
efnahagsmálum og hún kom
líka heldur en ekki á nýrri
skipan í þeim málum.
Hins vegar neyddiat rikis-
stjórnin tii þesa á ársaf-
mæli sínu að tilkynina, að hin
nýja stefnp hefði verið alröng.
Hún tilkynnti með bráða-
birgðaráðstöfunum, að hún
hefði þann veg haldið á mál-
um á einu ári, að hún gæti
alls ekki staðið við loforð sin
við launþega og yrði nú að
rifta samningum aðila vinnu-
markaðarins meðan hún
væri að ieita fyrir sér um
hálmstrá. En hvemig hún ætti
að ná handfestu vissi stjórn-
in alls ekki. Hún þyrfti um-
hugsunarfrest til næstu ára-
móta. Og hún þyrfti að slkipa
nefnd hina 57. í röðinni frá
því að stjórnán var mynduð.
Nefndin hefir nú verið skipuð
og lofar góðu um að upp verði
tekin í meginatriðum sama
stefna í efnahagsmálum og
ríkti á íslandi áður en þessi
ráðleysisstjórn tók við völd-
um.
Til fróðlciks og upprifjun-
ar skal á það minnt, að eitt
af boðorðum núverandi
stjórnarflokka fyrir kosning-
ar var að gerbreytt yrði
bankakerfinu. Nefnd var
skipuð til þess. Þá var stjóm-
in farin að átta sig svo á hlut-
unum, að hún skipaði í þá
nefnd að meginhluta menn,
sem telja verður aðalhöfunda
núverandi bankakerfis. Sam-
tök frjálslyndra virðast vera
eitthvað óluk'kuleg með það,
en fá ekki rönd við reist, sem
ekki er von.
í hinini nýju valkostanefnd
í efnahagsmálum er að finna
menn, sem telja verður aðal-
ráðgjafa fyrrverandi ríkis-
Sverrir Hermannsson.
stjórnar í efnahagsmálum, ef
undan er skilinn einn maður,
Jónas Haralz. Meir að segja
eru þeir í meirihluta. Ber
fyrst að nefna þá dr. Jóhanm-
es Nordal og prófessor Ólaf
Björnssom. Þá er í nefndinmi
prófesisor Guðlaugur Þor-
valdsson, fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri Magnúsar Jóns-
sonar, fjáimálaráðherra, og
hans hægri hönd um hríð.
Ekki þarf að fara í grafgötur
um viðhorf Jóns Sigurðsson-
ar, hagranmsóknarstjóra, sem
gerþekkir þessi mál undam
handarjaðri Jónasar Haralz.
Eigi mun Jóhanmes Elíasson,
bankastjóri, standa þessum
mönnum mjög fjarri í skoð-
unum í efnahagsmálum, enda
ólíkur flokksbræðrum sínum
um flest. Hætt er við, að
Þrastarkvak verði ekki há-
vært í þessum hópi, enda
eggjatíð þeirra sjálfsagt úti.
Núverand1 ríkisstjórm hefir
sem sagt rekið sig svo hast-
arlega á í efnahagsmálum, að
hún sér sitt ráð vænma að
kalla þá menm til hlutanna,
sem einna áhrifaríkastir voru
um gtjórn efnahagsmála í tíð
Viðreisnarstjómarinoar. Og
má segja að batnandi mönmm-
um er bezt að lifa.
Undirritf.ður játar fúslega,
að þegar útfærsla lamdhelg-
inmar er írátalin, þá ber þetta -
ráð um skipan valkostanefnd-
arinnar af öllum verkum rík-
isstjórnarinmar og er raunar
hið eina bitastæða. Af fenginmi
reynslu hefir þjóðin ástæður
til að treysta framangreind-
um fimm nefndarmöninum til
að finna þau ráð, sem vel
munu reynast. Til dæmis að
taka er það ekkert launumgar-
mál að allt frá því um 1950
hefir prófessor Ólafur Bjöme-
son verið manina áhrifarík-
astur um mótun efmahags-
málastefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, og svo mun enin verða,
þar sem hamin er burðarás
málefnanefndar flokksins í
efnahagsmálum, sem stofnuð
var sl. vor.
Þótt núverandi ríkisstjóm
beri líklega ekki gæfu til að
fara að ráðum valkosfamefnd-
arinnar, þá gæti meirihluti
nefndarinnar lagt af mörk-
um merkilegt starf, sem gæti
orðið verðmætt fyrir nýja
landstjórnanmenm, þegar ræfil
dómur núverandi valdhafa
hefir riðið þeim að fullu.
forum
world íeatures
Haile Selassie áttræður:
Leiðir saman fortíðina og
nútímann á farsælan hátt
Eftir Russell Warren Howe
Flestir aidraðir stjórnmála-
menn koma upp um elili sína
með íhaldssemi. Haile Se-
lassie, Eþíópíukeisari er hins
vegar enn nýbreytnismaður,
-— í utanrikisnnálum er hann
róttækur. Hin óþolinmóða
stúdentakynslóð sem hann
hefur skapað vill að Eþiópía
setji meiri hraða á þró'un sína
— en flestir stúdentar viður-
kenna að Selassie fari eins
hratt og þing það sem hann
gaf þjóðinni leyfir.
Þegar stúdemtar fóru í
verkfall í fyrra vegna matar-
skorts ávítaði keisarinn emb-
ættismamn einn fyrir að
spyrna við fótum: „Það væri
eitfchvað í ólagi ef þeir gerðu
það ekki.“ Hann er óþolin-
móður í garð margra aristó-
kratiskra embættismanna
sem honum finnast vera drag
bítur á sinni siðfáguðu
stefnumótun.
Árið 1913 þegar hins fyrir-
ferðamikla Meneliks naut
ekki lengur við, leit svo út
sem þetta keisaradæmi stæði
frammi fyrir nýrri sögulegri
kollsteypu ofarn í valda-
streitu og stjórnleysi. Hinn
sadíski sornur Meleniks, Yasu
bætti þvi ofam á alla aðra
öfga sína, að snúast yfir til
Múhameðstrúar. Árið eftir
var konungur konunganma í
þessu elzta riki kristindóms-
ins með túrban á höfðinu.
Eins og við var að búast
lauk Yasu lifi sínu i hlekkj-
um, sem reyndar voru gyllt-
ir vegna stöðu hans. Stúlkan
staðfasta, Zauditu, sem tók
við af honum, gat ekki hald-
ið velli án rikisarfa. Þetta
var árið 1916. Ras Tafari var
valinn í hlutverkið 24 ára
að aldri vegna hinna óvenju-
legu gáfna hans og vegna
þess að hann var sonur Ras
Makonnen sem rétt fyrir alda
mótin bjargaði sjálfstæði Eþi
ópíu. Árið 1930 varð Ras Taf-
ari keisari undir nafninu
Haile Selassie (Vald Þrenn-
ingariinmar.).
Þessi litli grannvaxni, en
tignarlegi maður átti stóran
þátt í myndun Einingarsam-
taka Afríkurilkja 1963, og í
dag er hann ennþá mesti þjóð
höfðimgi álfunnar, eini raun-
verulegi málamiðlariinn í deil
um, tákn hinnar stoltu hefðar
Afríku á breytingatímum.
Hið blátt áfram en sjálfsör-
ugga fas hans stingur oft i
stúf við marga aðra afríska
þjóðhöfðingja.
Margt hefur drifið á daga
hans á löngum valdaferli, allt
frá því er hann sem ríkisarfi
stofnaði fyrstu eþíópisku skól
ama og kom á iðnrekstri.
RÓLYNDI OG HÓFSEMI
Selassie tókst sérlega vel
upp í viðureign sinni við
Mussolini 1935 og 1936. Þar
fóru saman stilling keisar-
Haile Selassie áttræður.
ans og geðveikislegt ofstæki
ítalanna. Áróðursherferðin
sem hann átti í höggi við var
jafn hörkuleg og eiturgas-
hernaðurinn og aftökur allra
hámenntaðra Eþíópíumanna
sem náð varð í. Og hann
gerði engar vitleysur i þessu
stríði um heiður og manndóm
við óvin sem gerði ekkert
nema vitleysur.
Landið var aldrei hernum-
ið nema til hálfs. Óttazt var
að andspyrnuhreyfingin
myndi reyna að koma keis-
aranum frá, en hann reyndist
sjálfur hvatning allrar amd-
spyrnu, og kenmdi t.d. stræti
við Churchill og Wavell hers
höfðingja. En ekki vildi hann
gera landið að nýlendu, og
því sneri hann sér til Banda-
rikjanna.
Enn í dag eru tengslin við
Washington náin. Blákaldir
marxistar líta þau ekki hýru
auga! Árið 1960, er her hans
tók þátt í aðgerðum Samein-
uðu þjóðanina í Con.go, og
hann var sjálfur í Brasilíu,
var gerð byltingartiiraun.
Hann flaug beint heim og
lenti á flugvellinum gamla í
Addis Abeba með virðuleik
sinn einan að vopni. Áður en
klukkustund var liðin hafði
byltingartilraunin farið út
um þúfur. Hann lét hengja
þá embættismenn sem brugð-
ust á almannafæri og náðaði
flesta borgara, þ.á.m elzta
son sinn, sem þegið hafði keis
aratitiiinm af uppreisnar-
seggjunum. „Þeir héldu
byssu við gagnaugað á mér,“
sagði hann föður sínum. Og
Haile Selassie svaraði eins og
konungur úr fornigrískum
harmleik: „Hvers vegna ertu
þá á lífi?“
Árið 1963 var hann eins
konar ljósmóðir við fæðinigu
Einingarsamtaka Afríkurlkja,
léði þeim höfuðstöðvar og höf
uðborg. Siðan hefur Addis
Abeba orðið fegursta borg á
meginlandinu.
Hin þimgbundna stjórnar
skrá sem hann hefu.r gefið
Eþíópíu er ekki jafn lýðræðis
leg og flestra anmarra
frjálsra Afríkuríkja. En hún
hefur reynzt betur. Hinar
hafa orðið að fara út í ein-
ræði við minnstu afsökun, en
Epíópía hefur hins vegar
góða mögúleika á að sigrast
á þeim vanda sem fráfall Se-
lassie mun óhjákvæmi'lega
hafa í för með sér. Líkur
eru á að annað hvort verði
krónprimsinn Asfa Wossen
eftirmaður hans, en hann
mundi styðjast við herinn,
eða þá að við taki þrótt-
meiri, nútímalegri forusta ein
hvers af barnabömum keisar
ans eða frændfólks.
AFMÆLISHÁTÍÐAHÖLD
Sem stendur er þó konung-
ur konunganna enn þjónn
þjóðar sinnar. Á afmælisdegi
sínum 23. júlí sem og öðrum
dögum er hann á fótum
klukkan 5, drekkandi sterkt
kaffi og biðjandi bænir.
Klukkan 6 mun hanm byrja
að taka á móti munnlegum
ámaðaróskum, — frá sveitar
stjórum, sendiherrum, s'kóla-
börnum, kotbændum sem hafa
gengið langar leiðir til að
hitta hanin, og tötrum klædd
um mönnum utan af götu.
Hanm mun taka I hvers
manns hönd þakka fyrir
hverja gjöf, — allt frá rán-
dýrum lúxusgjöfum upp í út-
saum ungrar stúlku eða tylft
af eggjum. Afgangurinn af
deginum fer svo í hefðbuind-
in ræðuhöld o.s.frv. Afmælið
er hátíð fyrir fólkið og keis-
arinn er aðalskemmtikraftur-
inn.
Líkamsþrek hans er ótrú-
legt. 1 fyrra hrapaði þyrla
hans úr 60 feta hæð í Asmara
fjöllum. Bifreið var stefnt á
staðinn hið skjótasta, og
hann ók með hraði á brott,
með það eitt í huga að verða
ekki of seinn á herkönmunar-
Framh. á bls. 20