Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 26. JÚLÍ 1972
O.tgefandi hif Árvalcur^ R&yfcjavfk
Fram'kvaennda stjóri Haretdur Svemsson.
Bítetjórar Matilhías Johannessen,
Eyjólifuí' Konráö Jónsaon
Aöstoöarritstjón Styfmir Gunnwsson.
Ri'tstjórryarfuil-trú Þorbljöm GuCmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsirvgastfðrí Árni Garðar Kriatinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ó-100.
Auglíýsingar Aöalstreeti 6, símí 22-4-BO
Áskrrftargjsid 225,00 kr á 'mánuði innaniands
I iausasöTu 15,00 Ikr eintakið
STÓRVELDIN FÓRNA
PEÐUM
rör Nixons Bandaríkjafor-
* seta til Kínverska al-
þýðulýðveldisins var heims-
sögulegur viðburður eins og
kunnugt er og hafði meiri
áhrif á þróun heimsmála en
flestir aðrir atburðir síðustu
mánaða. Að vísu hefur árang-
ur fararinnar ekki allur séð
dagsins ljós, en engum blöð-
um er um það að fletta, að
heimsóknin á eftir að hafa
víðtæk og ófyrirsjáanleg
áhrif á samskipti þessara
tveggja miklu þjóða, banda-
ríska stórveldisins og fjöl-
mennustu þjóðar heims.
Ýmsum þótti nokkrir ann-
markar á ferð Nixons Banda-
ríkjaforseta til Kínverska al-
þýðulýðveldisins, en flestir
voru þeir, sem fögnuðu, enda
hefur hún tvímælalaust glætt
vonir manna um að dregið
verði úr spennunni í löndum
Suðaustur-Asíu. Tíminn á
eftir að leiða það í ljós.
Af skiljanlegum ástæðum
voru valdhafarnir á Formósu,
hinir gömlu bandamenn
Bandaríkjanna, lítt hrifnir af
heimsókninni og þá ekki sízt
þeirri örlaga ríku en sjálf-
sögðu ákvörðun að fjölmenn-
asta ríki heims fengi sæti
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Með nýrri stefnu sinni gagn-
vart Kínverska alþýðulýð-
veldinu lét Nixon aðra hags-
muni og mikilvægari ráða en
kröfur og óskir Formósu-
stjórnar og þá auðvitað með
þeim afleiðingum, að tengsl
Formósu og Bandaríkjanna
eru ekki þau sömu og verið
hafa undanfarna áratugi.
Nixon Bandaríkjaforseti
fór einnig merka ferð til Sov-
étríkjanna ekki alls fyrir
löngu, fyrstur Bandaríkjafor-
seta og ber öllum saman um,
að hún hafi markað tímamót
í samskiptum stórveldanna.
Viðræður leiðtoga Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna mið-
uðu góðu heilli að því að
draga úr spennu í heiminum
og minnka kalda stríðið, enda
þótt langt sé enn í land að
því langþráða takmarki verði
náð, að friður komist á í
Evrópu og Austurlöndum
nær án þess að hann styðjist
við spjótsodda.
Enginn vafi er á því, að för
Nixons til Sovétríkjanna á
ekki síður eftir að hafa mikil
áhrif á þróun alþjóðamála en
heimsóknin til Kína. Ein
helzta fréttin um þessar
mundir er sú ákvörðun Sad-
ats, forseta Egyptalands, að
reka burtu hernaðarsérfræð-
inga Rússa frá Egyptalandi
og er það augsýnilega afleið-
ing af þeirri ákvörðun Sovét-
stjórnarinnar eftir viðræð-
urnar við Nixori að draga úr
spennu í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs og leggja
áherzlu á, að gætilegar sé áð
farið á borði en leiðtogar
Arabaríkjanna hafa gert í
orði á undanförnum mánuð-
um. Eins og kunnugt er hafa
Egyptar dansað stríðsdans
undanfarnar vikur og mán-
uði þótt með litlum árangri
sé. Sadat hefur eins og aðrir
leiðtogar Arabaríkja lagt
traust sitt á óbilgjarna utan-
ríkisstefnu Sovétríkjanna, en
nú er ekki annað að sjá en
ferð Nixons til Moskvu hafi
dregið vígtennurnar úr þeim,
sem helzt hafa haldið á lofti
merki styrjaldar og stríðs-
æsinga og er það vel. Svo
virðist sem Egyptaland sé nú
í svipaðri aðstöðu gagnvart
Sovétríkjunum og Formósa
gagnvart Bandaríkjunum. Sú
staðreynd hlýtur að vekja
mikla athygli, ekki sízt hér á
landi, þar sem menn vona í
lengstu lög, að öllum styrj-
aldarundirbúningi verði hætt
og mannkynið geti búið við
frið og framfarir. Nixon
Bandaríkjaforseti hefur teflt
sína skák vel, enda er meira
í húfi fyrir frjálsar þjóðir og
lýðræðissinna að hann haldi
vel á sinni skák en Bobby
Fischer, sem undanfarið hef-
ur teflt af list og mikilli
íþrótt.
Er þess nú að vænta, að
ferðir Bandaríkjaforseta leiði
til þess, að kommúnísku stór-
veldin tvö, Kínverska alþýðu-
lýðveldið og Sovétríkin, leggi
sig fram um það, sem nú er
mikilvægast, að friði verði
komið á í Víetnam, svo að
þjóðirnar þar bæði norðan
og sunnan fái að búa óáreittar
í löndum sínum og friðsam-
leg, eðlileg þróun leysi síðan
þau vandamál, sem af skipt-
ingu landsins hafa leitt.
Cf/t' /1
C*kT' J
t > * —
\ / f
^»,,4 _■___
forum
world features
Ásælist Rauða
Kína Guyana?
— eftir F. Seal Coon
Deila sú sem verið hefur öðru
hvoru milli Venezuela og Guyana
blossaði upp að nýju fyrir skömmu
vegna sögusagna sem stjórn Guyana
kallaði „tóman uppspuna" og jafn til
hæfulausar og kröfur Venezuela um
75000 ferkílómetra af yfirráðasvæði
Guyana. Þessi orðrómur var á þá leið
að Guyana væri að undirbúa komu
innflytjenda frá Rauða Kína til að
setjast að i norðvesturhéruðum
landsins sem snúa að landa-
mærum Venezuela. Þar með
fór að fara ónotalega um Vene-
zueiamenn hvort sem til frambúðar
er eður ei, en þeir eru ákaflega við-
kvæmir fyrir möguleikanum á ásælni
kommúnista eins og önnur suður-am
erísk lýðveldi.
Þessi landamæradeila hófst eftir
úrskurð alþjóðadómstóls árið 1899,
þar sem kröfu Venezuela um að
erfa Spán var vísað frá vegna þess
að Spánn hafði aldrei náð tangar-
haldi á þessu svæði og Bretar
höfðu um langan tíma átt það. Deilan
magnaðist um allan helming árið 1962
þegar ríkisstjórn Venezuela þurfti að
þeina athygli hinna órólegu þegna
sinna eitthvað annað. Ástandið fór
hraðversnandi unz það varð að al-
þjóðlegu vandamáli. Hins vegar var
Guyana um þessar mundir nýlenda
Brezku Guyana og fjögurra ára
ófullnægjandi samningaviðræður
sem hófust 1965 milli Bretlands, ný-
lendunnar og Venezuela lækkuðu
mesta rostann í mönnum. Og fyrir
milligöngu forsætisráðherra Trini-
dads var málinu slegið áfrest til 12
ára, sem þýddi það að það var raun-
ar djúpfryst.
Samt sem áður hefur deiluefnið,
sem að baki var, ekki verið útkljáð,
og tortryggni og gremju er enn ekki
útrýmt. Svo virðist sem þessi nýi orð
rómur hafi kynt undir bálið á ný
og endurvakið deiluna þrátt fyrir 12
ára samkomulagið. Eins og nú standa
sakir virðast Venezueiamenn hafa
tekið fullvissanir Guyana gildar, en
þar.eð gera verður ráð fyrir að orð-
rómurinn hafi ekki verið ástæðuiaus,
er tilefini til að fylgjast vel með
þróun mála.
Guyana hefur að undanförnu ver-
ið að gefa Rauða Kína undir fótinn
með þeim árangri að kínversk verzl-
unarsendinefnd hefur tekið sér fast
bólsetur í höfuðborg Guyana, Ge-
orgetown, og hyggur á að koma á
fót allmörkum verksmiðjum undir
kínverskri tækniumsjá. Þetta gefur
nokkra visbendingu um ástandið.
Rikisstjórnin hefur lýst því yfir að
engin þessara verksmiðja muni verða
nálægt landamærum Venezuela, —
reyndar eru þar engar aðstæður fyr-
ir slíkan verksmiðjurekstur — og að
fjölda starfandi Kínverja verði hald-
ið í lágmarki.
„MII.LI STAFS OG HTJR»AR“
Engu að síður er líklegt að þeir
sem eru smeykir við kommúnista —
og þá sérstaklega kínverska komm-
únista — I næsta nágrenni við sig,
muni líta svo á að Kínverjar hafi
þama „stungið fæti sínum milii stafs
og hurðar", sem gæti leitt til æ vax-
Guyana á norðausturströnd S-Ameriku telur þessi yfirráðasvæði: Brezka
Guyana, Surinam og Franska-Guyana.
andi ásælni í málefni Guyana. Það
eru ekki aðeins Venezuelamenn sem
bera kvíðboga i þessu sambandi.
Segja má, að með því að yfirtaka
Demerara bóxítfyrirtækið, með því
að færa mest af utanríkisverzluninni
í hendur opinberrar stofnunar og nú
með kumpánleik sínum við Kínverja,
þá hafi Forbes Burnham, forsætis-
ráðherra Guyana, gengið lengra en
fyrirrennari hans, dr. Cheddi Jagan
hafði nokkurn tíma þorað, sem þó
var viðurlcenndur kommúnisti.
Það er erfitt fyrir útlendinga að
gera sér grein fyrir hve vel Guy-
anamönnum gengur með hinn þjóð-
nýtta boxítiðnað sinn í viðureign við
fyrri eigendur fyrirtækjanna (auð-
ugt kamadískt fyrirtæki) og hina al-
mennu deyfð á álmarkaðinum. En að
þessu frátðldu virðist árið 1971 hafa
verið efnahag Guyana hagstætt. Sam
bandið við hin löndin í Karabísku
Jríverzlunarsamtökunum (Cart-
eta) hefur þó ekki verið snurðu-
laust vegna tortryggni þeirra í garð
verzlunarstefnu Guyana. En engir al
varlegir árekstrar hafa orðið, og
margar mikilvægar ráðstefnur hafa
verið haldnar í Georgetown síðustu
12 mánuði.
Utanríkisstefnur landa í dag
taka stöðugum breytingum, og
ómögulegt er að spá um hvert hið
metnaðargjarna stórveldi Kína kann
að stefna i samskiptum sínum við
Guyana. En Kína á við mörg og vxð-
feðm vandamál að striða heima fyr-
ir og hugsanlegt er að hinir óút-
reiknanlegu leiðtogar þess hafi eng-
an áhuga á heimsyfirráðum ef frá er
talin söfnun á stuðningi gegn Sovét
ríkjunum. Sé svo, má vel vera að
hinn jafn óútreiknanlegi Burnham
forsætisráðherra, hafi leikið réttan
leik.