Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972
Minning:
Petrína Kristín
Kristjánsdóttir
Fædd 15. marz 1896
Dáin 19. júlí 1972.
PETRÍNA KRISTÍN Kristjáns-
dóttir, Lindargötu 32 hér í bæ,
lézt á Borgarspítalanum 19. þ.m.
og fer útför hennar fram frá
HaUigrímskirkju í dag.
Petrína var fædd að Eiði í Eyr-
arsveit 15. marz 1896. Foreldrar
hennar voru Jóhanna Jónasdótt-
ir og Kristján Athanasíusson, er
þar bjuggu.
Kristján faðir Petrínu var ætt-
aðuc úr Dölum vestra. Hann var
efnaður bóndi á fyrri hluta ævi
sinnar; bjó þá í Staðarsveit á
Snæfellsnesi, en varð fyrir mikl-
um fjársköðum og rýrðust þá
efni hans mjög.
Kristján var tvíkvæntur, átti
hann son og dóttur í seinna
Eiginmaður minn,
Páll Guðmundsson,
andaðist í Reykjavík 24. þ.m.
Hlif Magmisdóttir.
Útför föður okkar,
Þorgríms Guðnasonar,
sem andaðist 21. júU að Sól-
vangi, verður gerð frá Kefla-
víkurkirkju fimmtudaginn 27.
júM kl. 3.
Ingibjörg Þorgrímsdóttir,
Þóróifur Þorgrimsson.
Systir mín
RÓSA JÓNASDÓTTIR
andaðist að Elliheimilinu Grund 24. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda
Asrún Jónasdóttir.
Sonur minn
STEINN GUÐBJARTUR,
andaðist á Borgarspítalanum 23. þ.m., verður jarðsettur frá
Fossvogskirkju föstudaginn 28. b.m. kl. 13.30.
Fyrir hönd vina og vandamanna
Gestur Sigurðsson.
Eiginmaður minn og faðir
DAVlÐ ÞORLAKSSON,
veitingaþjónn,
lézt að Elliheimilinu Grund hinn 25. þessa mánaðar.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. þ.m.
kl. 10,30.
Jónina M. Ólafsdóttir,
Svavar Davíðsson.
Eiginmaður minn
GlSLI GÍSLASON,
matsveinn, Ásvaliagötu 55,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. júlí kl. 3 frá Fossvogs-
kirkju. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd barna okkar og barnabarna
Ólína Sigvaldadóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
JÓNS B. ODDSSONAR,
Hellissandi.
Sérstakar þakkir til Kristjáns Sigurðssonar yfirlæknis Sjúkra-
húss Keflavíkur, alls hjúkrunariiðs og Ágústar Matthíassonar
stofufélaga fyrir alla vinsemd til hins látna.
Sólveig Andrésdóttir,
Jenný Jónsdóttir,
Aðalsteinn Jónsson,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Andrés Jónsson,
Kristín Jónsdóttir,
Jóhann Jónsson,
barnaböm og
Halldor Arason,
Aldís Stefánsdóttir,
Einar Ingóifsson,
Hrafndís Halldórsdóttir,
Ragnar Olsen,
Valgerður Gunnarsdóttir,
bamabamaböm.
hjónabandinu. Katrín hét dótt-
irin og fór hún níu ára göniul
með móður sinni til Ameriku og
mun eiga afkomendur þar, en
sonurinn, Kristján, eignaðist tvö
böm og eru afkomendur þeirra
hér á landi.
í sambúð með þriðjrj konu
sinni, Jóhönnu Jónasdóttur frá
Einarslóni í Breiðuvík, átti
Kristján fjögur böm, en aðeins
þær systumar, Sigurást og Petr-
ína, sem hér er minnzt, náðu
fullorðinsaldri.
Kristján Athanasíusson var
þekktur maður á sinni tíð um
Snæfelisnes og Breiðafjörð; þótti
hann vel lögfróður og einhver
snjallasti málafylgjumaður úr
bændastétt, sem margir ieituðu
liðsinnis hjá. Hann hafði yndi af
að segja sögur og var kimni hans
við brugðið. Hagmæltur var hann
og talinn skyggn eins og hálf-
bróðir hans, lækningamaðurinn
og skáldið Jakob Athanasiusson.
Petrina var aðeins 11 ára þeg-
ar hún missti föður sinn. Varð
Jóhanna móðir hennar, sem lét
sér annt um dætur sínar, að fara
í vist til annarra og fylgdi Petr-
ína henni fyrst í stað, en varð
snemma að sjá sjálfri sér far-
borða.
Eflaust hafa kröpp kjör í æsku,
aðskilnaður við foreMrana og
vist hjá misjöfnum húsbændum,
mótað að nokkru skaphöfn Petr-
inu sálugu, en eins og faðir henn-
ar, er var getið hér áður, var
hún fylgin sér um flest sem hún
lagði fyrir sig um dagana, og
þó að sbundum syrti í álinn, var
hún fljót að taka gleði sína aft-
ur og gat þá stundum haft giett-
in orð og gamansöm um það sem
áður blés á móti.
Á sínuim yngri árum dvaldist
Petrína við störf í Englandi, gat
ávallt síðan brugðið fyrir sig
ensku og fannst henni margt
gott um lífsvenjur Englendinga.
Hér heima reyndi hún að sjá
fyrir sér og sínum með eigin
atvinnurekstri, t.d. átti hún lengi
alifuglabú.
Petrína giftist aldrei en átti
tvo sonu, Harald Egilsson, sem
ólst upp fyrir vestan, nú verk-
stjósra hjá Reykjavíkurborg og
Ágúst Ingimundarson prentara
hjá Morgunblaðinu.
Með íöður Ágústs, Ingimundi
Þakka innilega auðsýnda sam-
úð og vinarhug við andlát og
jarðarför systur minnar,
Oddnýjar Þorsteinsdóttur,
Suðurbyggð 16,
AkureyrL
Sérstakar þakkir færi ég
Bemharði Laxdal og fjöl-
skyldu, samstarfsfólki hennar
og öðrum ættíngjum og vin-
um.
Guð blessi ykkur 6IL
Elínborg Þorstemsdóttir.
Guðmundssyni, sem nú er látínn
bjó Petrina um skeið. Ágúst óist
upp með Petrínu móður sinni og
varð hennar stoð og stytta þeg-
ar árin færðust yfir hana. Fyrir
nokkrum árum bauð hann móð-
ur sinni með sér í ferðalag til
Bandaríkjanna. Hún varð margs
vísari um líf stórþjóðar á því
ferðalagi, og ég er ekki frá því
að Breiðafjörðurinn fagri, þar
sem hún sleit barnsskónum, hafi
vaxið í augum hennar eftir það
ferðalag.
Ég sem þessar línur rita kynnt-
ist Petrinu fyrir meira en 25 ár-
um er ég kvæntist systurdóttur
hennar. Ég minnist nú við brott-
för hennar margra minnisstæðra
viðræðustunda, sem við áttum
saman. Petrina hafði mjög sjálf-
stæðar skoðanir á flestu er snerti
mannlega tilveru og stundum
fannst mér ekki laust við að hún
hefði til að bera nokkra skyggni-
gáfu og sæi eilítið meir inn í
framtíðina en annað fólk.
Ég vil að leiðarlokum þakka
henni fyrir þá umhyggju, sem
hún alla tíð bar fyrir minni fjöl-
skyldu.
Ég veit að háöldruð systir
hennar og aðrir ættingjar, sem
nú bera söknuð í brjósti munu
seint gleyma henni og symmir
tveir, geyma minningu um góða
móður.
Skúli II. Magnússon.
„Peta frænka er farin heim.“
Þetta voru þau orð er mér
fhjgu fyrst í hug þegar ég frétti
andlát hennar 19. júií síðastlið-
inn.
En einmitt þaxrnig fannst
henni dvöl sín hér á hótel jörð.
Aðeins skamrmvinn bið eftir heim
ferð.
Petrína Kristín Kristjáns-
Þökkum auðsýnda samúð við
útför
Halldóru Sigurðardóttur
frá Hallkelsstöðum.
Sérstakar þakkir sendum við
læknum og hjúkrunarfólki í
sjúkrahúsi Akraness.
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og jarðarför móður okkar og tengdamóður
AÐALBJARGAR IIMGIMUNDARDÓTTUR,
i-Vogum, Vogum.
Böm og tengdabörn.
Þökkum innfiega auðsýnda hluttekningu við andlát og útför
KRISTJÁNS H. JÓNSSONAR
frá Isafirði.
Sérstaklega þökkum við Oddfellow-stúkunum á Akranesi
þeirra kærieiksrika vinarhug.
Anna Sigfúsdóttir,
börn, tengdaböm og bamaböm.
dóttir var fædd 15. marz 1896
að Eiði í Eyrarsvz't- Fóreldrar
hennar voru Jóhznna Jánasdóttir
og Kristján Athanasiusson
bóndi þar og síðar að Vindási.
Hanti var fæddur 2. október
1837, og dáinn 4. marz 1908.
Hann hafði búíð góðu búi, en
þurft að sjá á bak tveim eiigin-
konum. Og síðan hafði f járkláð-
in lagt bústofninn í rúst. Tvö
börn átti hann eftir aðra konu
sína. Dóttur er fór ung til Vest-
urheims, Katrín Guðrún Sólbjörg
að nafni. Og son Kristján Sigur-
jón er hrapaði tii bana í póst-
ferð á Vestfjörðum ungur mað-
ur. Hann lét eftir sig konu með
eitt barn á handleggjium og ann
að ófætt. Þegar þau hófu bú-
skap Jóhamna og Kristján voru
þau bláisnauð og Kristjám kom-
inn á efri ár. Kristján var dug-
mikill en ekki að allra skapi.
Jóhanna var Ijúflynd og góð
kona. Þau eignuðust tvær dætur
er upp komust, Kristjáinsínu Sig-
urást sem gift var Pétri Hraun-
fjörð Jónssyni og Petrímu
Kristinu sem hér er kvödd. Dvöl
Petu frænku hefur ekki alltaf
verið dans á rósum hér á hótel
jörð. Hún var aðeins 12 ára þeg-
ar faðír hennar dó og
þurfti hún þá að fara til vanda-
lausra. Þau spor eru oft erfið
fyrir óhamaða draumlynda ungl-
inga. Þar sem hún var líka
heilsulítil í æsku varð gang-
an oft erfið. Og mörg vonbrigð-
in áður en fullorðitisárin komu.
En Peta var ósérhlífin og henni
lét betur að gefa en að þiggja.
Lífsförunautur hennar var
Ingimundur Guðmundsson en
hann lézt fyrir nokkrum árum
eftir langvarandi vanheilsu.
Þrjú böm eignaðist Peta: Har-
ald Egilsson verkstjóra kvænt-
an Heklu Sæmundsdóttur og
eiga þau þrjá syni, Ágúst Ingi-
mundarson prentara og eitt
barn er hún missti aðeins fárra
mánaða og harmaði lengi. Það
varð ég vör við er ég stóð i
sömu sporum, og hún sýndi mér
hlýhug sinn. Peta frænka var
móðursystir min. Hún dvaldi
stundum á hetmili foreldra minna
i æsku minni. Alltaf greiddi
hún fyrir sig, ekki alltaí i reiðu
fé, en kannski með því sem móð-
ur mína vanhagað: mest um.
Á stórhátíðum dvaldi Ágúst
sonur hennar oft hjá foreldrum
mínum, og ég held að þeim hafi
báðum fundizt það sitt annað
heimili. Peta var ailtaf góð við
okkur krakkana og eftir að við
vorum búin að stofna okkar
etgin heimili beindist kærleikur
hennar að okkar bömum og nú
í seinni tíð að þeirra börnum.
Nú* á hvitasunnunni var hún
viðstödd skírn tveggja þessara
litlu bama í Árbæjarkirkju og
um stund dvaldi hún með fjöl-
skyldunni í féiagsheimiH Raf-
veitunnar. Þetta var dásamlegur
dagur, sólin skein, vorið var
komið og börnin léku sér frjáls
úti og inni. Peta sat við glugig-
ann. Hún var hress að vanda en
sagði „ég á ekki iangt eftir, ég
er farin að verða svo lasburða."
Nú er hún farin en enga mann-
eskju utan foreidra mína hef ég
þekkt, sem lét sér jafn annt um
okkur systkinin og var jafn
elskuleg við okkur fjölskyldur.
Hún bjó með Ágústi syni söium
alla tíð. Blessuð sé minn
ing hennar. Sonum hennar og
fjölskyMum votta ég samúð
mina.
Hulda Pétursdóttir.
morgfaldar
markað yðor
JHót*0unþI«í>iti
BUG1V5II1CRR
^T«22480