Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972
13
Hungurdauði vofir yfir
þúsundum
— eftir flóðin miklu á Filippseyjum
Filippseyjum, 25. júlí.
NTB.
Þúsundir manna á Filippseyjum
eig-a nú á hættu að deyja hung:-
urdauða þar sem matvæli eru
mjög: af skornum skammti eftir
flóðin af völdum monsúnrigning;-
anna í siðustu viku. Ferdinand
Marcos, forseti, sem stjórnar
hjálparstarfinu, hefur skipað
hernum aö leggja hald á allar
faldar hrísgrjónahirgðir sem
liann finni.
í>essi skipun var gefin þegar
fréttist að suimir kaupmenn
hefðu falið hrisgrjónabirgðir til
að geyma þar til verðlag yrði
hærra. Marcos segir að ef þessir
kaupmenn selja ekki stjórninni
hrítsgrjón á markaðsverði muni
stjórnin taka þau eignarnámi.
Sex sérþjúlfaðar bandarískar
hjálparsveitir eru nú á Filipps-
eyjum og auk þess eru þar þyrlu
móðurskipið Tripoli með 30 stór-
ar fiutningaþyriur og loftfliutn-
ingasveitir úr fluighernium.
Brezkar herfluigvólar taka einnig
þátt i hjálparstarfinu.
Björgunarstarfið gerngur að
sogn eins vesl og hægt var að
búast við en þó hafa orðið nokkr
ir erfiðleikar í sambandi við mat
væladreifingu. Þá er byrjað að
bólusetja alla sem til næst á
flóðasvæðunum eða i grennd við
þau, til að hindra að drepsóttir
brjótist út. Eftir þvi sem yfirvöld
komast næst hafa rúmlega 200
manns farizt i flóðumum, en við-
búið er að sú tala hækki eftir þvi
sem björgunarsveitirnar ná við-
ar, og fá fleiri skýrslur.
Bandaríkin svara
harkalega ummælum
Waldheim umflóðgarða
Samemuðu þjóðunum, 25. júlí
— AP
BANDARÍSK stjórnvöld hafa
brugðizt harkalega við þeim um-
maium Kurts Waldheim, aðalrit-
ara Sameinuðu þjóðanna, að
bandarískar sprengjuflugvélar
hafi varpað sprengjum á flóð-
garða í Norður-Víetnam. Wald-
heim sagði á fundi með frétta-
mönnum að hann hefði óopinber-
ar einkaheimildir fyrir þessu, en
kvaðst ekki geta sagt um hvort
sprengjunum hefði verið varpað
af ásettu ráði.
Ef flóðgarðamir eru eyðilagð
ir, er hætta á gífurlegum flóðum,
sem geta kóstað ótöluleg manns-
Mí og lagt stór landsvæði í eyði.
Stjórn Bandarí'kja-nna hefur oft
gefið yfirlýsin-gar um, að engar
árásir séu gerðar á þessa flóð-
garða af ásettu ráði, en hugsan-
legt sé að skemmdir hafi orðið
á þeim i loftárásum á hernaðar-
mannvirki.
1 Washington sagði William
Rogers, utanrí-kisráðherra, að
allar fréttir um að sprengjum
hefðd verið varpað á flóðgarðana
af ásettu ráði væru uppspuni.
George Bush, fastafulltrúi Banda
ríkjanna hjá SÞ, flaug frá Was-
hington til New York til fundar
við Waldheim og sagði honum
mjög ákveðið, að þessar fréttir
væru liður i áróðursherferð
stjómar Norður-Víetnams.
Yfirlýsingar bandarísku stjóm
arinnar stamgast á við fréttir frá
sænskum og frönskum frétta-
mönnum, sem segjast hafa séð
spi'engjuskemmdir á flóðgörð-
um, sem væru viðsfjarri öllum
hernaðarmannvirkjum. Banda-
risk yfirvöld telja aftur á móti
að fréttamenn þessara þjóða séu
nokkuð langt frá þvi að vera
hlutlausir.
Hiingurdauði vofir nú yfir þúsunflum manna á Filippseyjum eft-
ir gífurlegar monsúnrigningar sem hafa eyðilagt samgönguleið'
ir og kostað hundriið mannslífa. Sérþjálfaðar björgunarsveitir
ern komnar til landsins en þær eiga mikið starf fyrir höndum.
Á myndinni eru tveir björgunarsveitarmenn að bjarga gamalli
konti úr húsi sínu.
The Times um landhelgismálið:
Kúga í ski óli smæðar
Miklar umræður í brezka þinginu
BREZKA blaðið The Times birti
leiðara um landhelgismálið hinn
14. þ.m. og jafnframt ítarlega
frétt uni viðræður um Jandhelg-
ismáiið í þinginu. Bæði í forystu-
greininni og viðræðnmini er því
haldið fram, að ákvarðanir Is-
lands í landhelgismálinu séu
mjög svo óréttlátar.
Umræðurnar í þinginu hófust
með því, að McNamara, þing-
maður fyrir Norður-Hull, bað
uni yfirlýsÍTiigu vegna þess, að
slitnað hefði upp úr samninga-
viðræðunum við íslenzku ríkis-
— Bretland
Framhald af bls. 1.
vikum til þess að fá sömu hafn-
arverkamenn leysta úr haldi, en
þá var málið aftur tekið fyrir
dómstólana. Starf Turners er
í því fólgið, að tryggja rétt sak-
borninga fyrir dómstólunum og
embætti hans var lítið þekkt áð-
ur en núverandi vinnudeila
brauzt út. Starf hans er óháð
stjórniinnii.
Samtímis því, sem Turner
skarst í leikinn, lögðu 3.500
starfsmenm í bifreiða- og flu-g-
vélaverksmiðjum niður vinnu og
að minnsta kosti 48.000 námu-
verkamemn, flugvaliarstarfs-
menn og vörubifreiðastjórar boð-
uðu verkföll seinna í vikunni.
Atvinnuráðuneytið segir, að
100.000 verkamenn hafi þegar
lagt niður vinnu í samúðarskyni
við hafnarverkamennina. Þar við
bætast 42.000 hafnarverkamenn,
sem lögðu niður viimu skömmu
eftir að vinnumáladómstóllinn
dæmd-i- hafnarverkamennina
fimrn til fangelsásvistar fyrir að
vanvirða dómstóiinn.
Sendinefndir verkamarma hafa
efnt til mótmælaaðigerða fyrir
uitan Pentomville-famgelsið í
London, þar sem hafnarverka-
mennirnir sitja imi, og þar kom
til nokkurra átaka í dag milli
verkámáftna b-g lögreglu.
Vic Feather, aðalritari verka-
lýðssambandsins, sagði, að lokn-
um fundi með Heath að verkíöll-
in mundu magnast því lengur
sem hafnarverkamennimir væru
hafðir í haldi og að afleiðingarn-
ar fyrir efnahagsMf Breta yrðu
geigvænlegar.
— Á reki
Framhald af bls. 1.
á leið frá Panama til Gala-
pagoseyja, þegar slysið varð.
Á stuttum fundi með frétta-
mönnum sögðu skipbrots-
mennimir, að skútan hefði
óvart lent á hvalavöðu. Hval-
irnir hefðu beegslazt mikið í
kringum hana og eimn þeirra
rekið hausinn af miklu afli í
byrðing skútunnar með þeim
afleiðingum, að mikill leki
kom að hemni.
Björgunarbát og fleka var
í sikyndi hrundið á flot og
komust þau í þá, þar eð
hvalirnir voru horfnir á
braut. Skömmu síðar sökk
skúta-n og flekanum var
sleppt þar sem báturinn
neegði þeim, þótt hann væri
ekki nema 10 feta lamgur.
Skipbrotsmennimir nærð-
ust á skjöldbökukjöti og blóði,
fiski og regmvatni. Það var
nokkuð aí þeim dregið þegar
japanska skipið fann þá, en
þeir gátu þó allir gengið frá
borði í Panama.
stjórnina. Godber, aðstoðarut-
ainríkisráðlierra varð fyrir svör-
um.
Hann sagði, að brezka stjórnin
harmaði það mjög að það hefði
reynzt ókleift að ná bráðabirgða-
sa-mkomulagi 1 Reykjavík.
Brerfca samninganefndin hefði
gert sitt ítrasta tii að koma til
móts við íslenzk stjómvöld hvað
smertir verndun fiskistofna og
hún hefði einn-ig tekið tillit til
sérstöðu Islands sem strandrík-
is.
Aðstoðarráðherrann sagði, að
samninganefndin hefði lagt fram
margar tillögur, sem miðuðu að
því að takmarka afla brezkra
skipa á meðan islenzk skip
héldu sinum afla óskertum. Sið-
asta tiliboðið hefði jafnvel minnk-
að afla brezkra skipa um 30%
miðað við 1971. Þvi miður hefði
jafnvel þessu verið hafnað.
Hann sagði, að fyrsta tilboðið,
sem íslendimgar lögðu fram í
þessari viku, myndi hafa haft
í för með sér að aflá brezkra
skipa mimmkaði um 80%. Eng-
in brezk stjóm gæti gengið að
slíku.
Ráðherrann sagði, að frekari
tilboð íslendinga hefðu einnig
verið óaðgengileg og því ekkert
samkomulag náðst. Brezka
stjómin væri áfram reiðubúin
til að taka til athugunar öll
frekari tilboð frá íslenzku stjóm-
inini um bráðabirgðalausn, en
stæði jafníramt fast á rétti
brezkra skipa til veiða utan nú-
verandi 12 mílna fiskveiðilög-
sögu. Hann sagði eirrnig, að
brezka stjórnin myndi leggja
rnálið þegar íyrir Alþjóðadóm-
stólinn í Haag og biðja hann um
tiHögur um bráðabirgðalausn,
sem báðir aðilar virtu þar til
endanleg lausn fengist á deil-
unni.
McNamara sagði þá, að ráð-
herranum væri kunmugt um
ótta þann, sem rikti í Hull vegna
aðgerða íslenzku stjómarinnar
ög spurði hvort brezka stjórn-
in myndi grípa til nauðsynlegra
ráðstafana til þess að togaramir
gætu haldið áfram veiðum og
hvort næg skip væru til verndar-
starfanna. Hann spurði einnig
hvort stjómin hefði í hyggju að
grípa til einhverra refsiaðgerða
gegn Islandi og hvort sam-
staða væri í því efni miili brezku
stjómarinnar og annarra landa,
sem þetta hefði áhrií á.
Godber svaraði því til, að hon-
um væri vissulega kunnugt um
hversu alvarlegt þetta væri fyrir
sjávarútveginn i Hull og öðrum
borgum. Stjórnin vildi hins veg-
ar biða úrskurðar frá Haag.
Hann vildi ekki ræða herskipa-
vernd að svo stöddu.
Fleiri þingmenn tóku til máls
og voru spurningar og svör í
líkum dúr.
ÓRÉTTLÁTAR KRÖFUR
ÍSLANDS
I forystugreinánrw segir m.a.,
að fsland ætli að færa út fisk-
veiðilögsögu sina án tiMits til
þeirra samninga, sem það hafi
gert. Það sé svo ákveðið i að
hafa sitt fram, að það neiti að
hlíta úrskurði Alþjóðadómstóls-
ins í Haag, eins og það hafi þó
samið um áður. Fiskur sé þegar
nógu dýr i Bretlandi og nýjar
takmarkanir yrðu aðeins til þess
að hækka hann.
Blaðið segir, að Islendingar
hafi nokkuð til sáns máls. Þeir
séu miklu háðari fiskveiðum en
Bretland og Vestur-Þýzkaland,
sem séu þau tvö lönd, sem þetta
hafi mest áhrif á. En þetta hafi
ailtaf verið viðurkennt.
íslendingar haíi einnig talað
um verndun fiskstofna og einnig
i þvi hafi stjómir hinna land-
anna tveggja sagt sig reiðubún-
ar til að hlita öllum sanngjörn-
um skilyrðum. Bláköld stað-
reyndin sé hins vegar sú, að ekk-
ert liggi fyrir sem renni stoðum
undir þá kenningu, að þessi fiski-
mið séu ofveidd. Þvert á móti
sé það tilgangur íslendinga að
fá bara sem mestan afla sjálfir
til að nýta hinn mjög svo arð-
bæra Bandaríkjamarkað.
Blaðið rekur nokkuð gang
samningaviðræðnanina frá sjón-
armiði Breta og segir, að sáðast
hafi verið rætt um að skipta
hafinu í svæði, sem mætti veiða
á. Brezka stjómin hefði því að-
eins getað fallizt á þetta að það
sviptá ekki brezk skip 80% af
afla þeirra, eins og tillögur Is-
lendinga fælu I sér. Þar standi
hnifurinn nú i kúnni.
Biaðið segir þvi næst, að nú á
dögum sé það ailtaf mögulegt
fyrir Mtið land að nýta sérstöðu
sína til að vera óréttáátt í garð
stærri nágranna sinna. Hugsun-
in á bak við það sé sú, að það
sé hægt að komast upp með
svoleiðis framkomu vegna þess,
að landið er lítið. 1 þessu tilviki
muni Bretar leita bráðabirgða-
lausnar hjá Alþjóðadómstólnum
í Haag, sem verði í gildi þar til
endanleg lausn fæst. Það sé ekki
síður hagur íslands að endanleg
lausn náist með samningum.
í «tuttumáli
JOHNSON VEIKUR
Washington, 25. júli NTB
Lvndon B. Johnson fyrrver-
andi forseti hefur verið flutt-
ur í sjúkrahús í San Antonio
i Texas. Hann kvartar yfir
brjóstverk, en veikindi hans
eru ekki talin alvarleg.
RÚMENI FLÝR
Múnchen, 25. júlí NTB
Nítján ára rúmenskur stúd-
ent, sem hefur tekið þátt í
kappróðramóti í Múnehen, hef
ur beðið um hæli í Vestur-
Þýzkalandi sem pólitískur
flóttamaður.