Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 25
MORGÖNBLAÐIÐ, MI0VTKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972 25 Ræðuimaðurinn: — Ef ég bef talað of lengi, er ástæðan sú að ég hef ekkert úr, ag engin klju'kka er sjáanleg í saitniuín. Fundanmaður: — Það er almanak fyrir aftan þig. HÍ! Hí! Sonurinn: — Er í dag á morgun, pabbi? Faðirinn: — Auðvibað ekkL Sonurinn: — En þú sagðir það sjálfur. Faðirinn: — Hvenær held- urðu að þú hafir heyrt mig segja slika vitlieysu. Sonurinn: — f gær. HÍ! Hí! Nonni litli horfði á knatt- spyrnukeppni í fyrsta skipti er hann var sjö ára gamaiil. Hann var stórkostlega hrtf- inn, en það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar hann var háttaður og byrjaði að fara með bænirnar sínar að móðir hans komst að því hver áhrif ieikurinn hafði haft á hann. — Guð blessi pabba, saigði hann. Guð blessi mömimu. Guð blessi afa og ömmu. — Húrra, húrra, húrra. HÍ! Hí! — Þið ertið tvíburar, er það ekki? Einn af fréttamönwuim blaðs nokkuns sendi inn. eftirfar- andi grein, eftir að hafa heyrt ritatjórann halda ianga ræðu um óþarfa eyðsliu á pléssi í biaðiniu: — Jón Jónsson kveikti á eldspýtu til þess að komast að því, hvort bensín væri á bilnium. Svo reyndist vera. Jarðarförin fer fram á þriðju- daginn. HÍ! HÍ! Sagt er að í einu af löndum þeim, sem Þjóðverjar hertóku, hafi einhver gallharður ná- ungi skrifað á húsvegig: — Til fjandans með Hitler. Daginn eftir hafði bætzt við ný áietr- un: — Ég mótmæli harðlega. — Virðingarfylist Fjandinn. HÍ! HÍ! - Jú, mamma við erum að lifa upp sokkabandsárin! — Er hann Villi heima, ég skulda honurn svolitið! stjörnu ,’JEANEDiXON Spff r i Hrúturinn, 21. rnara — 19. aprd. I dagsins önn þarf endilega einhver að umtarna öliu fyrir öllum, ofí það lendir auðvitað á þér að koma lagi á hlutiua fyrir þá. Nautfð, 20. apríl — 20. mat Þú leggur óvenjulefta mikið á þigr, vegua þess, að ómögulegt er að krækja fyrir ófærur dagsins. Allt sem þú byggir ui»p í dag er til frambúðar. Tviburarnir, 21. mai — 20. júnl. AUt sem þér finnst broslegt, hefur önnur áhrif á alla aðra. Sjálffiiagri ogr »iðareg:lur greta brúað öll biL Krabbinn, 21. júnl — 22. júM. Þú ert milli stelns og sleggju, en það hjálpar mikið að sökkva sér niður i vlnnuna. Uónið, 28. júli — 22. áffúat ÞaÓ er eðlilegt að þú sért óþolinmóður, en þú gretur unnið mikið á með þrautseigrjunni. Mærln, 28. &£úst — 22. septemher. Þú gretur verið snar fi snúningum, og þú græðír mikið á þvf. Vogin, 23. september — 22. október. Fólk andæfir oft af áráttu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Misskiiningrur er leiðinlegur. en með slægð má beina honum inn á réttar brautir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. deaember. Allir eru f mótsögu og á öndverðum meiði, og þú átt f vök að verjast, því að fyrir utan þessl ósköp langar þig til að halda þér I lengrstu lög. Steingreitin, 22. desember — 19. janúar. Vinir þínir eru þér hliðhollir, þótt kringumstæðurnar komi í veg fyrir að framkvæmdum fleygi fram f bili. Þú getur reynt að tjá þig á stærra sviði. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Útskýringar sverta aðeins- útlitið, og þvt rétt að láta staðar numið f bili. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.. ÞttÖ virðist ekki raunhæft að halda sömu stefnu og þú hefur haft, en þú heldur samt áfram um sinn. — Lárósmálið Framhald af bls. 23 gangi, hvorki umræddri 16. gr. laganna, sem imdanþáguheimild in er veitt eftir, né heldur á 74. gr. sömu laga, sem undanþágu- heimildin hefði átt að byggjast á, ef rétt vair að málum staðið og ekki gengið fram hjá veiga- miklum lagalegum aðila í þess- um efnum, sem er Veiðimála- nefnd. Sérstaklega skal á það bent hve fráleitast af öllu er að telja sérstaka þurrkatíð forsendu og rökfærslu fyrir þvi að veita um- rædda undanþágu til ádráttar- veiði við Lárós, þvi að flóðsins í Breiðafirði gætir að sjálfsögðu jafnt og þétt upp að flóðgáttinni og gildrunni eftir náttúrulögmál inu að staðaldri, hvort heldur um þurrkatíð eða bullandi rign- ingatið er að ræða. Slík rök sem þesisi fá því ekfki staðizt. Það er einmitt gegn slíkum rakalausum forsendum, sem vekjendur þessa máls hafa stefnit aðfinnplum síreum, Stanga- veiðifélag Jöklara á Hellissandi, Stangaveiðifélag Ólafsvíkur og FiSkræktarhlutafélagið Fróðá. Af framangreindum ástæðum hafa þessir aðilar haldið þvi fram, að beiðni veiðimálastjóra Þórs Guðjónssonar til landbún- aðarráðuneytisins um undan- þáguheimild til handa Látravik h.f. til að veiða lax- og silung í ádráttarnet utan flóðgáttar í Lárósi, eigi ekki stoð í lax- og silungsveiðilögunum nr. 76/1970, og hafá því mótmælt harðlega þessari undanþáguheimild til ádráttarveiðinnar og krafizt þess að slíkt yrði ekki endur- tekið. HÆTTULEGAK fndanþAgitr. Undanþáguheimildirnar í lax- og silungsveiðilögunum til neta- veiði á laxi og silungi hafa hlot- ið harða dóma f jölmargra þeirra aðila, er um þær hafa fjallað. Það hefur réttilega verið bent á hin hættulegu fordæmi, er slik- ar undanþágur geta skapað auk þass sem þær bæði setja stjórnendur veiði- og fiskrækt armálanna í mikinn vanda og slkapa þeim að óþörfu aukna ábyrgð. Hefur þetta vissulega nú komið á dag- inn varðandi undanþáguheim- ildina til ádráttarveiðinnar við Lárós. Og geta má þess, að þeg- ar lax- og silungsveiSilögin voru sáðast í endurskoðun og send Búnaðarþingi til umsagn- ar á vormánuðum 1969 var þar tekin alveg skýr og afdráttar- laus afstaða gegn þessum und- anþáguákvæðum. ADRIR TAKA UNDIR FORDÆMINGUNA. Varaformaður Landssambands stangaveiðifélaga, Hákon Jóhannsson, kaupm., sagði á að- alfundi Landssambandsins i Keflavík í nóvember, við um- ræðurnar um Lárósmálið, að þó að hann væri hluthafi í Lárós og ekki sá ménnsti, vildi hann ekki fá hlut sinn greiddan með laxi, sem veiddur væri í ádrætti fram an við fisikræktarstöðina í Lár- ósi. Er hér drengilega að orði kveðið af manni, sem skilur til- gang lax- og silungsveiðilag- anna og friðunarákvæði þeirra og þá ekki síður hve nauð- synlegt er að stunda fiskraékt á heilbrigðum og heiðarlegum grundvelli, enda hefur Hákon Jóhannsson tekið mjðg virkan þátt í þeirri allsherjar baráttu, sem háð hefur verið viða um heim, gegn netaveiði á laxi á úthafinu, hvað þá upp við strendur laxveiðilandanna, með starfi sínu í Nordisk Sportfisk- er Union. MISTÖK ÞÓRS. Með tilvísun til framanritaðs er því rétt að leggja áherzlu á eftirfarandi: 1. Það er með öllu óforsvaran- legt af veiðimálastjóra Þór Guð- jónssyni að hafa beðið um um- rædda undanþágu til ádráttar- veiði vtiið Lárós hjá landbúnað- anwáðuneytinu fyrr en að umdam- gengnum margháttuðum og itar- legum rannsóknum í samráði við Veiðimálanefnd og siðan undir ströngu eftirliti. sem ekki er vitað að framkvæmt hafi ver- ið. Jafnframt er það vítavert af veiðimálastjóra að hafa I máli þessu gengið framhjá Veiðimála nefnd í sambandi við undan- þágubeiðnina ti’l landbúnaðar- ráðuneytisins. Og þótt nú hafi verið skipuð rannsóknanefnd um það, hvað teljast beri ósa- svæði Láróss, þá breytir það engu um verknað Þórs Guðjóns- sonar, veiðimálastjóra í máli þessu á siðastliðnu sumri 1971. 2. Ef sú yrði reyndin, að hið tilbúna ósa3væði af manma- völdum við Lárós, þætti hæft tii slíkrar undanþáguheimildar, sem veitt var til ádráttar á laxi og silungi 1971, sannar það ekki annað en það, hvað undanþágu- heimildirnar eru hættulegar og viðsjáiverðar, þvl að augljóst er, að Víða má anrnars staðar við strendur landsins — ekki hvað sízt á norðanverðu Snæfells- nesi — búa til hliðstæð ósa- svæði og um er að ræða í Lárósi. Gæti þá svo farið að hinar góðu laxveiðiár í Dölum yrðu illilega fyrir barðinu á slíkum „f iok ræktar f ramk væmd- um“ og þá að sjálfsögðu aukn- um. Fleiri dæmi mætti nefna, svo sem Grjóteyri í Borgarfirði og því þá ekki líka Kollafjörð? Hafa ekki gönguskilyrði þar ver ið talin erfið í þurrkatíð af sumum? En hvað mundi þá syngja í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og öðrum nágrönn- um, ef Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri veitti nú sjálfum sér ádráttarundanþágu i Kollafirði, með blessun landbúnaðarráðu- neytisins? 3. Lárósmálið er þannig vax- ið, að það getur á engan hátt talizt einkamál þeirra aðila, er mest hafa um það fjallað á op- inberum vettvangi. Áhrifa frá þvi mun á næstu árum gæta vítt um land út frá Snæ- fellsnesi, og það er hollt fyrir stjórnendur veiði- og fiskrækt- armálanna að gera sér þetta sem fyrst ljóst, til að fyrirbyggja önnur mistök. HVAÐ UM ALÞJÓÐASAMSTARF? I upphafi máls míns gerði ég stutta grein fyrir þeirri hættu, sem talið er að steðji að Iaxa- stofnunum og þeirri baráttu, sem tvær voldugar forystuþjóð- ir í fiskræktarmálum berjast fyrir til verndar laxastofnunum. Á aðalfundi Landssambands stangaveiðifélaga 1966, hélt veiðimálastjóri Þór Guðjónsson ræðu, þar sem hann sagðist telja að íslenzka laxastofninum væri lítil sem engin hætta þúin af laxveiðum Dana við Grænland. Allir vita nú hvílík hættuleg fásinna þessi skoðun veiðimála- stjóra Þórs Guðjóinssoinar hefur reynzt. Fyrir skelegga baráttu stanga veiðimanna og áhugamanna í fiskræktar- og friðumarmálum laxf iskstofn anna og u/m ledð ötula þátttöku Landssambands stangaveiðifélaga í Nordisk Sportfisker Union, tók íslenzka ríkisstjórnin á sínum tíma, eftir mikinn þrýsting, skýra afstöðu með þeim þjóðum, er á undan- förnum árum hafa barizt hvað harðast fyrir samstöðu þjóðanna um að friða laxinn fyrir úthafs- veiðunum í net og á línu, banna þessar veiðar algerlega, og þá ekki sízt við strendur Græn- lands, þar sem merktir laxar frá íslandi hafa veiðzt, þrátt fyrir skoðanir veiðimálastjóra. En veiðimálastjóri Þór Guðjónsson átti sannarlega engan þátt í þvi, nema síður væri, að slík ákveðin og föst stefnumótun í málum þessum var tekin. En hvað segja nú þessar sam- sbarfsþjóðir ökíkar í friðumar- miál unutn fyrir Laxiimim, þegar stjórn veiði- og fiskrækt- armálanna á Islandi leyfir í auknum mæli laxveiðar í ádrátt- arnet, með undanþágu frá gild- andi lögum? BLIKUR A LOFTI. Ég hefi leyft mér að rekja í nokkrum stórum dráttum Lárós- málið, svo nefnda, vegna þess, að nú virðast alvarlegar blikur á lofti um það, að hinn ljóti leikur ádráttarveiðinnar á laxi við Lárós eigi að endurtakast, með aðstoð Þórs Guðjónssonar og landbúnaðarráðuneytisins. Vekjendur þessa máls á aðal- fundi Landssambands stanga- veiðifélaga í nóvember s.l., sern áður en miininzt á hér að framiam, skrifuðu landbúnaðarrác&ierra álitsgerð um málið með mótmæl- um gegn ádráttarheimildinni á laxi við Lárós. Landbúnaðarráðherra brást þannig við þessu erindi að hann óskaði eftir því að sýslumaður- inn í Smæfeilsnes- og Hoappa- dalssýslu skipaði dómkvadda menn til að úrskurða, hvað bæri að teljast ósasvæði Láróss, og skyldu máisaðilar tilkvaddir við þá rannsókn. Sýslumaðurinn í Snæfellsnessýslu skipaði þá dr. Gauk Jörundsson, lagaprófess- or og vatnamælingamann Sigur- jón Rist, til að annast matsgerð- ina á ósi og ósasvæði Lár- óss. Vettvangsganga í þessum efnum var boðuð af matsmönn- um hinn 15. júlí og jafnframt lagt fyrir að öllum gögnum að- ila, ef fyrir hendi væru, yrði skilað til matsmanna fyrir 20. júlí. Það er því sú hreyfing á mál þetta komin, að nú skal mat og rannsókn fara fram, enda engin ádráttarundanþága enn veitt á þessu sumri. En þótt framanrituð málsmeð- ferð hafi verið ákveðin af land- búnaðarráðherra, svo sem rétt og sjálfsagt var, þá var samt sem áður elcki til setunnar boð- ið og beðið eftir niðurstöðum. Nei — ekki aldeilis. Látrarvíkur-Jón Sveinsson hefur sótt um framlengingu á ádráttarveið'imi ti'l vxnar síns Þórs Guðjónssonar, veiðimála- stjóra og veiðimálastjóri hefur lagt til við landbúnaðarráðu- neytið að ádráttarundanþágan verði veitt — áður en mat það og rannsókn fer fram, sem land búnaðarráðherra hefur fyr- irskipað. Mér er spurn: Hafa menn nokkum tíma kynmzt slákum embættisrekstri, slíkri forherð- ingu og hroka? Það er vítavert ábyrgðarleysi af veiðimáíastjóra og hreiim dómaskapur, að mælast til þess við landbúnaðarráðuneytið, að það veiti ádráttarundanþáguna áður en þeirri meðferð málsins er lofcið, sern ráðuneytið sjálft og ráðherra hafa mælt fyrir um. Greinilegt er að þeim Lárós- mönnum er þungt fyrir brjósti. Fómfús fiskræktartilraum þeirra virðist hafa mistekizt. E,n henni verður ekki bjargað með lagabrotum eða undanþágum, heldur með gerbreyttri stefnu og aðferðum. Aðalfundur þeirra mun vera til þess að gera nýaf- staðinn og sú fiskisaga flýgur, að þar hafi og verið ýmsar blik- ur á lofti. Mjög sennilegt er að í Lár- vaðli sé mestmegnis sjór, vegma þess hve lítið ferskt vatn renn ur út í lónið, og þvi finni ekki laxinn leiðina inn í gildrurnar. Yfirborðsvatnið er að öllum lik indum tiltölulega þunnt lag, en undir er mestmegnis sjór, vegna sjávarfallanna að staðaldri inm í vaðalinn. Þegar meta á ósasvæði Láróss, verða þvi að liggja fyr- ir gífurlega mðrg vatnssýnis- horn úr öllu lóninu innan við stíflugarðinn, bæði yfirborðs- vatni og botnvatni. Gæti þá ef tiil vill hugsazt að hxrtar ólíkleg- ustu niðurstöður fengjust um það, hvar ósasvæði Láróss hefst og hvar það endar. En slíkii rannsókn og mati verður ekki lokið að neinu viti á einu sumri. Og fyrr en henni er lokið, verð- ur erfitt um vik fyrir hina dóm- kvöddu matsmenn að ákveða ós og ósasvæði Láróss. En fróðlegt verður að fylgj- ast með því hvort enn verður veitt ádráttarundanþága til lax- veiði við ströndina og í sjówum á flæði utan við flóðgarðinn i Lárósi, áður en þessum og svip- uðum hiutlausum rannsóknum er Iokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.