Morgunblaðið - 09.08.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1972
stjórnin snerist öndvert við
þessum óskum, og talsmenn
hennar fullyrtu, að þetta
bæri aðeins vott um óábyrg-
an málflutning stjórnarand-
stöðunnar.
Eftir að álagningarseðlarn-
ir bárust gjaldendum nú í
sumar, hefur fáum dulizt í
hverju skattastefna stjórnar-
mnar er fólgin. Hlutfallsleg
skattabyrði alls almennings
hefur stórhækkað; allar fyrri
fullyrðingar talsmanna stjórn
arinnar um hið gagnstæða
hafa reynzt rangar. Stjórnin
RÍKISSTJÓRNIN
LÆTUR UNDAN KRÖFU
ST J ÓRN AR ANDSTÖÐUNN AR
Otgafan di hf •Árv«ki«,í fVeyfcjavík
PfiS'm'rsv®mdas-tjóri HaraWur Svamsaon.
•Rtelj’órar MiStfiías Johennssaen,
E/Jólifur Konréð Jónsaon
Aðstoðamtsbjón Sityrmir Gunn-arsson.
Rit»tjórfMrfuill>trói ÞorbSöm Guðnfwndaaon
Fróttast}óri Björn Jólhannason
Avglýsingasbjöri Árni Garðar Kriatinsson
Rftstjóm 09 arfgreiÓ3la Aðels-traeti 6, sfmi 10-100.
Augi?ý.singar Aðatetrætti 6, símí 22-4-80
Ás/krrftargjalJ 225,00 kr á iménuði Innanlancte
í tousaaöifu 15,00 Ikr eintakið
TT'jármálaráðherra hefur nú
upplýst, að ríkisstjórnin
hafi í hyggju að láta undan
síga fyrir kröfu stjórnarand-
stöðunnar með því að létta
skattafarginu af gamla fólk-
inu að nokkru marki. Skatta-
stefna ríkisstjórnarinnar hef-
ur sætt verulegri andstöðu og
þá sérstaklega skattaálögurn-
ar, sem lagðar hafa verið á
herðar elli- og örorkulífeyris-
þega. Hér er aðeins um að
ræða einn þátta skattastefn-
unnar. Engu að síður er það
fagnaðarefni, að ríkisstjórnin
skuli viðurkenna, að stefnt
hefur verið í ranga átt í þess-
um efrium.
Raunar átti stjórnin ekki
annarra kosta völ; svo víðtæk
og kröftug hefur andstaðan
við skattastefnuna verið. Þeg-
ar stjórnarflokkarnir unnu
að því, í byrjun þessa árs, að
lögfesta skattastefnu sína,
óskuðu andstæðingar stjórn-
arinnar á Alþingi þegar í stað
eftir breytingum aldraða
fólkinu til hagsbóta. Ríkis-
hefur reynt að halda fram, að
„breiðu bökin“, sem þeir hafa
svo nefnt, beri megin þung-
ann af þessum auknu skatta-
álögum. í ljós kemur, að þetta
hugtak nær til megin þorra
gjaldenda, enda er tekjujöfn-
uður í þjóðfélaginu tiltölu-
lega mikill. Mesta gremju
hefur þó vakið fargið, sem
lagt hefur verið á aldraða
fólkið.
Eftir að skattskrárnar voru
lagðar fram hefur stjórnar-
andstaðan einkanlega beint
gagnrýni sinni að tveimur
höfuðþáttum skattastefnunn-
ar. I fyrsta lagi hefur verið
átalin harðlega sú óhæfa, sem
fram kemur í álögunum á
aldraða fólkið. Hér var ekki
um nein mistök af hálfu
stjórnarinnar að ræða. Það
sést bezt á því, að stjórnar-
andstaðan krafðist á sínum
tíma breytinga á þessum
þætti skattalaganna, en
stjórnin virti það ekki við-
lits.
í öðru lagi hefur gagnrýn-
in beinzt að auknum ríkisaf-
skiptum og vaxandi mið-
stjórnarvaldi, sem eru óhjá-
kvæmilegar afleiðingar stór-
aukmnar skattheimtu ríkis-
sjóðs. Um leið hefur tekju-
öflun ríkissjóðs og sveitar-
félaga verið raskað með þeim
hætti, að stórlega hefur ver-
ið vegið að sjálfstæði sveitar-
félaganna.
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn hafa
sett fram þá kröfu, að stjórn-
in geri tafarlaust ráðstafanir
til þess að iétta byrðar gamla
tólksins. Stjórnarandstaðan
hefur lagt áherzlu á, að þetta
mál væri svo mikilvægt, að
úrlausn þess þyldi enga bið.
Ríkisstjórnin hefur nú
ákveðið áð verða við þessum
óskum og breyta stefnu sinni
að þessu leyti til samræmis
við ótvíræðan vilja mikils
meirihluta þjóðarinnar. Þessi
skattheimta var mesti smán-
arbletturinn á stefnu stjórn-
arinnar. Það er því fagnaðar-
efni, þegar stjórnin hefur nú
séð sig um hönd og fallið frá
þessu stefnuatriði sínu.
Engum dylst, að það er
fyrst og fremst málflutningur
stjórnarandstöðunnar síðustu
daga og vikur, sem knúið hef-
ur ríkisstjórnina til þess að
láta undan síga í þessu máli.
Skoðanir stjórnarandstöðunn
ar hafa notið almenns fylgis
meðal þjóðarinnar. Ríkis-
stjórnin gerði sér grein fyrir
þessu og því hefur hún nú
ákveðið að falla frá einum
þætti skattastefnu sinnar,
sem hún lét lögfesta fyrir að-
eins fáum mánuðum.
Talsmenn ríkisstjórnarinn-
ar og stuðningsblöð hennar
hafa fram til þessa svarað
gagnrýni stjórnarandstöðunn-
ar með því einu að telja hana
óábyrgan málflutning. Nú
hefur stjórnin neyðzt til þess
að hopa. Það sýnir á hinn
bóginn betur en nokkuð ann-
að, að málflutningur stjórn-
arandstöðunnar hefur ekki
mótazt af ábyrgðarleysi eða
annarlegum sjónarmiðum.
Stjórnarandstaðan vildi
knýja fram þá lausn, sem
væri samboðin íslenzku vel-
ferðarþjóðfélagi. Þetta hefur
nú tekizt að nokkru leyti.
Fyrsti yfirmaður
friðarsveitanna
— Robert Sargent Shriver
varaforsetaefni demókrata
SARGENT Shriver, maðurinn,
sem George McGovern hefur
valið sem varaforsetaefni í for
setakosning'unum í haust, er
löngu þjóðkunnur maður í
Bandaríkjunum fyrir þátt-
töku sína í opinberu lifi. Hann
vair fyrsti yfirmaður svo-
nefndra friðarsveita Banda-
ríkjanna í Frakklandi í tvö ár.
Áður hafði hann starfað að at
vinnurekstri og einnig verið
blaðamaður um skeið. Hann
er kvæntur Eunice Kennedy,
systur Edwairds Kennedys,
sem McGovem hafði upphaf-
lega heilzt kosið sér sem vara-
forsetaefni. Þaiu hjónin eiga
fimm böm.
Shriver varð þekktur á al-
þjóðavettvangi í marz 1961, er
mágur hans, John F. Kennedy
forseti, skipaði hann yfirmann
friðarsveitanna bandarísku,
sem þá var nýbúið að koma á
fót. Þeirri stöðu gegndi Shriv
er þar til í janúar 1966, er
Lyndon B. Johnson forseti
bað hann að taka að sér yfir
stjóm áætlunar sinnar til út-
rýmingar fátækt í Banda-
ríkjunum.
Robert Sargent Shriver er
fædduir í Westminster í Mary-
land 9. nóvember 1915. Faðir
hans var bankastjóri og kom-
inn af ætt, sem var bæði auð-
ug og virt. En faðirinn, Ro-
bert Sargent Shriver eldri,
missti allar eigur sínar í krepp
unni miklu 1929 og sonurinn
varð þvi að brjótast til mennta
af eigin rammleik. — Áhugi
Shrivers á íekagsmálum hefur
vafalaust glseðzt af hans eig-
in baráttu í æsku. Honum
tókst að Ijúka prófi við Yale-
háskólia í lögfræði með styrkj
um og með því að vinna í frí
stundum.
Eftir að Shriver hafði lokið
lögfræðinámi, dvaldist hann
sem lteiðsögumaður banda-
rískra stúdentahópa í þrjú
sumur fyrir sdðairi heimsstyrj
öldina í Bretlandi, Þýzkalandi
og Fraikklandi. Síðan starfaði
hann sem málflutningsmaður
um stutt skeið í New York,
en þá hófst heimsstyrjöldin
og hann var skráður i herþjón
ustu. Hann gekk í flotann og
var í honum út styrjöldina.
Er heimsstyrjöldinni var
lokið, varð Shriver aðstoðar-
ritstjóri hjá vikuritinu News-
week, sem þá hafði fyrir
skömmu hafið göngu sína. En
árið 1946 gerðist hann einn af
aðstoðarmönnum Joseps
Kennedy, föður Kennedy-
bræðranna, sem áður hafði
verið sendiherra Bandaríkj-
anna í London.
Joseph Kennedy fékk hon-
um það verkefni að safna í
bók bréfum frá elzta syni sín-
um, sem einnig hét Joseph og
hafði falilið í heimsstyrjöld-
inni. Annað verkefni, sem
Shriver var falið, var að að-
stoða dótturina, Eunice. við
að koma á ráðstefnu í Wash-
ington um afbrot og hvernig
stemma mætti stigu við glæp
um. Árið 1953 gekk Shriver
að eiga Eunice og hafði þá
setzt að í Chicago, sem yfir-
maður The Chicago Merchand
ise Mart, en það var þá
stærsta verzlunarhús í heimi.
Þeirri stöðu sagði hann lausri
1960, er hann gerðist einn
helzti ráðgjafi John F. Kenne
dys í kosningabaráttu þess
síðarnefnda fyrir forsetaemb-
ættið.
Sargent Shriver er rómversk
kaþólskrar trúar eins og
tengdafólk hans og tekur trú
sína alvarlega. Hann les trú
arlega heimspeki af kappi og
er af sumum taldnn óvenju-
lega vel lesinn leikmaður í
kaþólskri trúfræði. í ræðu,
sem hann hélt á kaþólskri ráð
stefnu fyrir mörgum árum,
gerði hann grein fyrir afstöðu
sinni til trúarbragða og þjóð-
félagsmála með svofelldum
orðum:
— Eini ósvikni aðaillinn í
þessum heimi eða þeim næsta
er aðall þeirra karla og
kvenna, sem hafa helgað líf
sitt réttlæti og kærleika. Þess
ar kristnu dyggðir sameina
menn. Kynþáttastefnan sundr
ar þeim.
Trúarleg afstaða Shrivers á
án efa drjúgan þátt í árangr-
inum, sem hann náði með frið
arsveitunum og hún mótar
einnig viðhorf hans til hinna
stærri vandamála þjóðarinn-
ar. Ekki alls fyrir iöngu sagði
hann: — Rómanska Ameríka
vilil ekki fyrst og fremst fá
peninga frá okkur, heldur virð
ingu. Sama er að segja um
blökkumenn.
Sargent Shriver þykir ekki
bara framtakssamur maður
heldur einnig þrekmaður. —
Þegar hann lenti einu sinni á
afskekktum flugvelli í Nepal
og komst að raun um, að und-
irbúningurinn undir komu
hans hafði einhverra hliuta
vegna farið í handaskolum og
að enginn kom til þess að taka
á móti honum, gerði hann sér
litið fyrir og lagði land undir
fót og gekk til næsta þorps, 12
km vegalengd. Shriver þarf ldt
inn svefn og hefur orðið fræg
ur fyrir þá siðvenju að fá sér
blund á gólfum flugvéla.
Áhugamál Shrivers eru
fjölbreytilog. Hann hefur mik-
inin áhuga á myndlist og á
gott safn nútímamálverka,
einlkum abs'trakt málverk
eftir menm eins og Josef
Alberts og Mark Rothko.
Shriver kaupir mikið af bók-
um og hlustar á tónlist,
hvenær sern hann hefur tíina,
einkum tóniist 19. og 20. ald-
ar, allt frá Beethoven til Bar-
toks, en hefur minni áhuga
á Bach eða Mozart. Hann hef-
ur sérstaknn áhuga á bygg-
ingarlist og stóð að sýning-
um á húsnteifcningum og hús-
búnaði, fegar hainn var í
Chicago. Shriver hefur enm-
fremur nukinm áhuga á íþrótt-
um og er góður sundmaður
og snjail golfleikari.
Engum blandaat hugur um,
að Shrivfr vann mimmisvert
afrek moð því að koma á fót
Robert Sargent Shriver
bandarísku friðairsveit.unum á
sínum tíma og gera þær
starfshæfar. Fjöldi annarra
þjóða hsfur tekið upp þessa
starfsaðferð með góðum ár-
angri. En þeitr sem til þekkja,
segja að verkefni, sem Shriv-
er tók við í janúar 1966, það
er að stjórna baráttunni gegm
fátækt og skorti inmam Banda-
ríkjanna hafi verið miiklum
mun torveldara. Eimrnig þar
þótti Shriver standa sig vel.
Honum þóiti takaist vel að
velja sér rétta aðiS'toðarmenin,
sem kunr.ugir voru öllum hnút
um í hinum eimstöku fyilkjum.
Á þanm hátt varð ti.1 hópur ein-
beittra nugsjónamammia und-
ir stjórn manns, sem visei
hvað hann vildi. Enda þótt
Shriver hafi hvergi nærri
tekizt að bimda enda á það
mikla vandamál, sem fátækt-
in er njá sumum síéttum
Bandaríkjanna, þá náði hanm
miklum árangri. Shriver átti
þarna við mikla örðugleika
að etja, en þær skoðamir og
sjónarm'ð, sem hann kom
frtaim með á þessum árum til
lausnar þessurn vanda, eiga
mikimn þátt í almemnum vim-
sældum hams síðan og eru
örugglega eim helzta ástæðan
fyrir því, að George McGov-
ern hefur valið hanm sem
varaforsetaefni sér við hlíð í
forsetakosningunum I haust.