Morgunblaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 1
28 SIÐUR OG 4 SIÐURIÞROTTIR
204. tbl. 59. árg.
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1972
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ísraelskir Iiermenn snúa til baka úr 8 klukkustunda lierför inn í Suður-Libanon.
Svar ísraelsmanna:
Loftárásir á
skæruliða
— í Sýrlandi og Líbanon
Tel Aviv, Beirut, 8. sept.
— (NTB-AP) —
HY7ER sveitin af annarri af
ísraelskuin herþotum gerðu í
dag loftárás á stöðvar arabiskra
Bkæruliða í Eíbanon og Sýrlandi.
Eru Jietta iiinfangsmestu árásir
flusrhers Israels frá því að
vopnahléð var gert i ágúst 1970.
Er ekki talinn leika vafi á því,
»ð þessar árásir eru gerðar til
þess að hefna fyrir morðin á
Israelsmönniinum 11 á Ol.vnipíii-
leikimum í Múnchen og að þetta
séu aðeins fyrstu svörin \ið
þeim hefndarhrópum, sem lierg-
inálað hafa um allt ísrael eftir
atburðina í Múnchen.
Samkvæmt frásögn herstjórn-
arinnar í Tel Aviv var árásum
þessu m fyrst og fremst beint
gegn sjö þorpum í Sýrlandi og
þremur í Líbanon. Þeirra á með-
al voru flóttamannabúðir í
búðir
grenn-d við hafnarborgina Tri-
poli, um 80 km fyrir norðan
Beirut og skæruliðastöð, sem er
aðeins G km frá Damaskus.
Ekki lágu endanlegar tölur fyr
ir uim manntjón í þesisuim árásium
í kvöld, en samkvæmt frásögn
fréttastofu Palestímu-Araba —
(WAFA) höfðu 32 mannst misst
lifið og enn.fleiri særzt. Talsmað
ur Libanon stjórnar sagði, að þar
í landi hefðu 15 manns verið
drepnir og 29 særzt. Fjórir menn
þar af eitt barn, hefðu beðið bana
í loftárásum á flóttamannabúð-
imar Nahr Al-Bared. Um 11.000
Framh. á bls. 27
Vestur-Þýzkaland:
Ofbeldismenn hóta
fleiri hryðjuverkum
Múnchen, 8. sept. — NTB-AP
YFIRVÖLD í Vestur-Þýzkalandi
hertu í dag á viðbúnaði sínnni
vegna hótana iun frekari ofbeld-
isaðgerðir frá arabiskum hermd-
arverkamönmmi, sem segjast
vilja hefna þeirra finim félaga
Binna er niisstn lífið í blóðsút-
hellingum þeim, s<‘in nrðu þegar
þeir gerðu árás á bústað Israels-
nianna í OIynipíii]>orpimi á
þriðjudag.
Hert hefur verið á öryggis-
eftirliti meðfram öllum olíu-
leiðslum og flugstöðvarbygging-
um, sem teljast mega líkleg árás-
armörk. Á landamærunum
milli V-Þýzkalands og Austur-
rikis hefur óttinn um skyndiárás
Araba á olíuleiðslu þá, sem ligg-
ur frá Trieste í gegnum Austur-
ríki, leitt til þess að landamæra-
vörðum hefur verið fyrirskipað
að vera sérlega vel á verði.
Lögreglan í Vínarborg hefur
skýrt svo frá, að hún hafi feng-
ið upplýsingar um þrjár bifreið-
ar fuilskipaðar arabiskum hermd
arverkamönnum á leið suður til
Austurrikis frá Vestur-Þýzka-
landi, en í kvöld höfðu landa-
mæraverðir ekki séð neitt til
þeirra.
Landamæraverðir og tollþjón-
ar i svissneskum landamæra-
Framh. á bls. 26
Viöbrögö Belgíumanna:
Ánægðir með land-
helgissamninginn
Briissel, London, 8. sept.
— (NTB-AP) —
BELGÍUMENN eru ánægðir
með þann fiskveiðisamning,
sem gerður var í Reykjavík
á fimmtudag um réttindi
belgískra togara til veiða á
íslandsmiðum. Var þetta haft
eftir áreiðanlegum heimild-
um i belgíska utanríkisráðu-
neytinu í dag. En samtímis
var á það bent, að í samn-
ingnum er hvergi minnzt á
viðurkenningu Belgíumanna
á 50 mílna landhelgi íslend-
inga. Af íslands hálfu er samt
litið á samninginn sem raun-
verulega viðurkenningu
Belgíu á nýju landhelginni.
Samkvæmt þessum heimildum,
sem NTB-fréttastofari hefur fyr-
ir frétt siimni, á það að hafa ver-
ið tiltölulega létt að ná þessum
samningum. Ástæðan var sú, að
Belgía hefur alltaf viðurkennt
hin sérstöku vandamál Islands.
Belgísku blöðin fögnuðu því í
dag, að samkomulag hefði náðst.
Blaðið Le Soir skrifar þannig,
að samkomulagið í Reykjavík
kunni að leiða til þess, að svip-
að samkomulag náisit við önnur
lönd Efnahagsbandalagsins og
þau fáist til þess að breyta
þeirri afstöðu sinni að neita Is-
Franih. á bls. 26
Atkvæöi í danska þinginu:
141 hlynntur
EBE-aðild
og 34 á móti
Kaupmannahöfn, 8. sept. NTB
DANSKA þingið saniþykkti í
dag með 141 atkvæði gegn 34,
að Danmörk gengi i Efnahags-
bandalag Evrópu. Endanleg á-
kvörðun verður þó ekki tekin,
fyrr en að lokinni þjóðaratkvæða
greiðslu, sem fer fram 2. okt.
n.k. Færeyingarnir Haakon
Djurhus og Johan Nielsen
greiddu ekki atkvæði og tveir
þingmeiin voru fjarverandi, ann-
ar þeirra Grænlandsráðherrann
Knnd Hertling, sém liggur á
sjúkrahúsi og hinn er A. C. Nor-
mann, fyrrverandi fiskveiðiráð-
herra, sem einnig dvelur á spit-
ala eftir bílslys, sem hann lenti í.
í atkvæðagreiðslunnii í þing-
inu greiddu allir 17 fulltrúar
Sósiíaliska þjóðarflokksins (SF)
atkvæði gegn aðild og aðrir á
móti voru 12 þimgmenn úr flokki
jafnaðarmanna, 4 frá Radikale
venstre, svo og grænlenzki þing-
maðurinn Moses Olsen.
1 umræðum, sem fóru fram áð-
ur en gengið var ti;l atkvæða,
hvatti Jens Otto Krag forsætis-
ráðherra, eindregið til að þing-
menn styddu vænitanlega EBE-
aðild og hann kvaðst einnig
skora á almenna kjósendur að
gera það í þjóðaratkvæðinu I
október. Hann sagði að menn
skyldu kjósa með aðild, bæði af
pólitiskum og efnahagslegum
ástæðum og með til'liti til sjálí-
stæðis landsins. „Aðild að Efna-
hags-bandalagmu hefur i sér
fólgna mikla möguleika. Þeir
Frarah. á bls. 26
Áróra á aðeins að
„vera til staðar“
1 SAMTAEI við blaðið Hull
Daily Mail segir I^ady Tweeds-
muir, aðalsaniningamaður Breta
í landhelgisdeiliinni, að freygát-
an Áróra eigi aðeins að vera
á venjulegri eftirlit.sferð á norð-
in-slóðum, og niuní einkum halda
sig kringum Færeyjar, en sé
ekkl sérstaklega ætlað að vernda
brezka togara. Hins vegar mun
hún „vera til staðar“ eins og
Lady Tweedsmuir orðaði það.
Lady Tweedsmuir segir i vlð-
talin'u að hún vortist til að ekki
muni þurfa herskipavernd fyrir
brezka togara, „nema því aðeins
að um al'varlega áreitini verð: að
ræða. Ég heJd að urn slíkt verði
ekki að ræða.“ Talsmaður brezka
va r na rmáia ráð uineytis ins segir
blaðinu að verkefni Áróru sé
„að hafa augta með skipurnuim til
þess að fylgjast með þvi að eng-
inn tirufli þau á úithöfumutn".
Áróra er ein af hraðskreið-
ustu freygátuim brezka flotans
og uim borð eru tvær þyrlur.
Tveir hermenn frá ísrael, vopnaðir vélbyssum, ganga framhjá
líki arabísks skæruliða, sem féll í átökum í grennd við þorpið
Yaroun í Suður-Líbanon i gær.