Morgunblaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 28
LESIO teSgg' DflGLEGR JWorjjiinliIaíiií) LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1972 JftorðimWntiití nuGivsmGiR *§L-’®22400 4ra ára telpa beið bana Lögreglan lýsir eftir 2 vitnum BANASLYS varð á Seltjarnar- nesi í gærkvöldi um klukkan 17.40. I»ar varð Iítil telpa, 4ra ára undir sendiferðabíl og beið nær samstundis bana. Slysið varð við nýbysrffingu, íbúðablokk við T.jarnarból og- eru engin vitni að slysinu komin fram. Biður rann- súknarlögreglan þau að gefa sig fram, ef einhver eru. Aróra norðan við Færeyjar LANDHELGISGÆZLAN heyrði í gær í freigátunni Ár óru og var hún í stefmu á Færeyjar. Hafsteinn Haf- steinsson hjá Landhelgisgæzl unni sagði að augsýnilega hefði Áróra verið nokkuð langt úti á hafi. Freigátan lagði af stað frá Skotlandi fyrir þremur dög- um og var þá að fara í eftir- Utsferð uim Norðurhöf — eins og það var orðað. Ferðin var ákveðin fyrir hállfiu ári, að því er brezka flotamálaráðu- neytið hefur upplýst. Á ferð sinni mun Áróra koma við á íslandsmiðum. Brúðar- gjafirnar brunnu Akureyri, 8. september. LAND-KOVEB-jeppi úr Mið- firði með mikhim og verð- mætum farangri brann að mestu á Moldhaugnahálsi síð- degis í dag. Ung hjón, sem voru í jeppanum, sakaði ekki. Ungu hjónin eru nýgift og maðurinn var að flytja brúði sína í átthaga hans vestur í Miðfirði, þar sem þau ætla að setjast að. Aftur í jeppanum var farangur konunnar, fatn- aður og aðrir persónulegir munir, svo og allmargar brúðargjafir þeirra. Þegar komið var á Mold- haugnaháls, 11 km frá Akur- eyri, fundu þau reykjarlykt í bílnum, stöðvuðu hann og fóru út til þess að aðgæta hvaðan hún kæmi. Þegar mað urinn opnaði vélarhlífina gaus upp eldur frá véiinnj og barst fljótlega í olíuna, svo að af varð mikið bál. Þau fengu ekki við neitt ráðið, því að eldurinn læsti sig um allan bílinn í skjótri svipan. Bráðlega ba r að bíl og bilstjóri hans kom boðum til lögreglu og slökkviliðs á Ak- ureyri. Er skemmst af að segja, að hjónin urðu að horfa á búslóð sína brenna þarna á þjóðveginum meðan beðið var slökkviliðsins. Bróðir ökumanns átti jepp- ann, sem var kaskotryggður. — Sv. P. Tildrög slyssins eru þau, að tveir menn höfðu verið að flytja vörur inn í húsið og var annar kominn út í bílinn, en hinn ekki, sem var inni i húsinu. Beið ekiHl inn eftir honum. Komu þá tveir menn og báðu bílstjórann um að hjálpa sér við að draga bíl í ganig, sem bilaður var á Nesvegi. Ætlaði maðurinn að verða við beiðni þeirra og tók af stað, heyrði einhvenn skruðning unidir bílnum og stöðvaði hann. Er bílstjórinn kom út úr bíln- um og leit undir hann lá telpan undir bílmum framarlega. Hún hafði verið á litlu þríhjóli við bílinn og bíistjórirwi ekki orðið henniar var. Mennirnir tveir, sem komu til þess að biðja bilstjór- ann aðstoðar, eru vi’nsamliegast beðnir að hafa samband við rann sókmarlögregluna. Síldarverkun í Isbirninum í g ær. — Ljósm. Sv. Þorm. Mikil hey um allt land Nokkuð hefur hrakizt af heyjum á Suður- og Vesturlandi MIKIL hey eru um land allt og margir bændur eru aflögufærir og vilja selja, en engir kaup- endur eru, nema ef væru hesta- menn úr Reykjavík. Eitthvað á þessa lund fórust Gísla Kristjáns syni ritstjóra orð í viðtali við Mbl. í gær. Þótt hey séu mikil, eru þau þó misjöfn, en á Vestur- og Suðurlandi hafa hey hrakizt nokkuð og í gær og fyrradag unnu bændur að því að bjarga í hús þeim heyjum, sem beðið hafa í göltum á túnum úti frá því 10. ágúst. Á Norðaustur- og Austurlandi er heyskap svo til lokið og eru þar um sveitir mikil og góð hey. Á Norðurlandi hefur undanfam- air vikur verið skúrasamt, allt austur í Þingeyjarsýslur og hef- ur það nokkuð tatfið fyrir hey- verkurn. Nú síðustu dægur hef- ur snjóað nyrðra og eru bændur að bjarga þeim heyjum sem enn hafá ekki náðst inn. Eins og áður sagði eru bændur nú að nota þurrkinn á Suður- og Vesturlandi til þess að koma hálfþurru heyi I hús. Sums staðar mun eitthvað vera óslegið af túnum, en bændur hafa yttr- leitt ekki borið við að slá nú, þar eð bjarga hefur þurft heyj- um í hús áður. Um Suður- og Vesturland er hey nokkuð gróf- gert. Ekki er vitað, hvort hey hafa skemmzt og verður reynsl- an ein að skera úr því, því að heyin hafa staðið úti í um 3 vikur. Kartöfluuppskera leit vel út, en nú er ekki vitað, hvort bænd- ur hafi orðið fyrir einhverju tjóní nyrðra vegna frosta. Bú- ast má við því að grös fari að falla, frysti fleiri nætur og vöxt- ur kartaflna stöðvist a.m.k. Sunnanlands eru kartöflubændur nú i óða önn að taka upp úr görðunum og tekur Grænmetis- verzluniin við kartöflum enn. Þyrlur Landhelgis- gæzlunnar komnar 59 erlendir togarar við landið í gær og eru ÁREKSTRALAUST var á mið- uniim umliverfis landið í gær, að því er Hafsteinn Hafsteins- son hjá Landhelgisgæzlunni tjáði blaðinu í gær. Togarar voru tald ir við strendur landsins í gær og var talning fremur erfið fyrir Norðaustiirlandi. Erlendir togar- ar voru samtals 59, 33 brezkir að veiðum, 5 á siglingu. 18 vestur- þýzkir að veiðum, 2 færeyskir og einn belgískur. Belgíski tog- arinn var að veiðnm í hólfi VI, samkvæmt samkomnlaginu frá í í, -radag við Belgíumenn. Tuttuigu brezkir togarar voru að veiðuim fyrir innan og utan 50 mílna mörkin vestur atf Kol- beinsey og austur af Hvalbak voru 30 brezkir togarar á svip- uðum sióðum og áður. Þá voru 5 brezkir togarair á Halamum og einn vestur-þýzkur. 3 vestur- þýzkir togarar voru að veiðum á línunmi á Víkurál og 13 að veið um fyrir Suðvesturliandi. Eins og komið hefur fram í fréttum átti Landhelgisgæzlan von á tveimur li-tlum þyrlum frá Bandaríkjumum og komiu þær til landsins í gær með stórri fliuitn- ingafluigvéfl. Þyrlumar eru a.f Sex slösuðust í umferðinni — þar af 4 börn 3ja-7 ára SEX manns slösuðust í umferð- arslysnm á fjórum klukkiistund- um í Reykjavík í gær, þar af fjögur börn. Ekki var þó talið að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Fyrsta sjysið varð um kl. 11.30 i Stigahlíð við Suðurver. 1 ar varð 3ja ára dremgur undir fólksbifreið, eftir að hemlar bif- reiðarimnar höfðu bilað. Um kl. 13 varð 17 ára piltur á reiðhjóli fyrir fóiksbifreið á mótum Framh. á bls. 27 gerðinni Bell 47-3B-2 sams kcxroair þyrl'ur og notaðar Framh. á bls. 2 Síld til Húsavíkur og Reykjavíkur EINS og getið var í blaðinu í gær var síld bæði söltuð og fryst á Stöðvarfirði í fyrrakvöld. í gær va.r verið að frysta síld á Húsavík og í Reykjavík. Öll er þessi síld úr Norðursjó og bæði á Húsavík og hjá ísbirn- inum í Reykjavík var hún tinnin í beitu. Síldin, sem kom til Isbjamar- ins í gær var úr Ásberg RE 22. Aflinm var um 50 tonm, ísaður í kassa. Til Húsavíkur kom í fyrradag Héðimn ÞH 57 og var með 1.500 kassa. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. á Húsavík lítur síldin, sem þang- að kom ved út og var húm umnin í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en nokkur hluti aflamagnsdns var fluttur til Grenivíkur. Sagði fréttaritarinn að það mætti til tíðinda telja að við vinmsluma í gær hefðu unmið stúlkur, sem aldrei höfðu komið nærri síldar- verkun áður. Miðasala L.R. enn lokuð Hússtjórnin hótar að loka húsinu í kvöld, er fyrsta sýning leikársins á að fara fram LOKAÐ var emn í miðasölu Leik félags Reykjavíkur i gær og höfðu enn i gærkvöldi ekki náðst samningar nm leigukjör félags- ins næsta starfsár þess. Þó varð ekkert gert úr þeirri hótun að bera Leikfélagið út á liádegi i gær og í gærkvöldi æfðu leikar- ar félagsins Dóminó, sem sýna á í kvöld og annað kvöld. Guðmundur Pálsison, fram- kvæmdastjóri félagsins sagði í viðtali við Mbl. í gær að hús- stjóm Iðnó hetfði að nokknu dreg ið úr kröfum þeim, sem hún hefði sett upp fyrir leigu húss- ins. T.d. hefði ákvseðimu um breyt ingar á húsimu vegna krafna frá hinu op'nbera verið mildaðar og einnig var fallið frá kröfummi um að engar hljóð- eða sjón- varpsupptökur ma..itu fara fram í húsirou nema með lieyfi hús- stjórnar. En emn stiendur hús- stjómin fast á upphæð leigunn- ar, sem er 50 til 60% hærri í krónutölu miðað v ð árið í fyrra. Guðmiundur sagði að hússtjórn in hótaði nú að loka hús'imu fyr- ir sýniin.gunia í kvölid og annað kvöld, en miikil salia hefur verið á þessar tvaar ieiksýnimigar og hafa miðar verið seldir á skrií- stofu fölagisinis, sem er I viðbygg ingu sunnan við Iðnó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.