Morgunblaðið - 09.09.1972, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTKMBER 1972
THE WORLD OF KEITH WAÍTE
Kennsla í Námsflokk-
um Hafnarfjarðar
NÁMSFLOKKAR Hafrvarfj. hefja
nú innan skajnms sitt annað
starfsár og bjóða upp á kennslu
í fjölda bóklegra- og verklegra
greina. Samtaís voru nemendur
í N ámsf iokkurn Hafnarfjarðar
sl. vetur 404 talsins og kennarar
23. í Námsiflokkum Hafnarfjarð
ar var starfrækt gaignfræða- og
landprófsdeiid sl. vetur og stund
uðu atls 110 niemendur nám í
þessum deildum.
í fréttatilkynningu frá Náms-
f’Jokkumum segir:
„Vegna hins mikia áhuiga fólks
fyrir námi í þessum deildum hef
ur verið ákveðið að bjóða upp á
fufl'lkomma gaignfræðadeild í vet-
ur með 2 bekkjum (3. og 4.
bekk), þar sem kenndar verða
allar igreinar til gagnfræðaprófs
(bóktegar og verklegar). Með til
komu 3. bekkjar gefst fóki, sem
langa hvild hefuir tekið frá sikóla
bókuim, kostur á að taka gagn-
fræðajpróf á 2 árum, en aðrir
þeir, sem betri undirbúning hafa
geta að sijálfsögðu farið í 4. bekk.
Kennt verður 5 kvöid vikunnar í
húsi Dvergs h.f., við Brekku-
götu og lýkur kennslu ávalfLt kl.
22,00.
Skólínn verður settur 20. þ.m.
kl. 20 í húsi Dvergs h.f. Upp-
lýsingabækliingur mun Ifiiggja
firammi á fræðsluskrifstofunni
og bókabúðum bæjarins frá og
með 12. þ.m."
Forstöðumaður Námsflokkia
Hafnarfjarðar er Einar G. Bolla
son.
Tveir
styrkir
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
auglýsti í vor eftir umsóknum
uim styrk, sem British Caumcil
bauð fram til handa íslendinigi
til háskólanáms eða rannsókna-
sfiarfa í Bretlandi námsárið 1972
—73. Bárust rúmlegia 20 umsókn-
ir.
Brezka sendiráðið hefur nú
tjáð ráðuneytinu, að umnt hafi
reynzt að veita tvo sityirki. Hliutu
þá Skúli Johnsen læknir, til að
lieggja stund á hetiísuverndar-
fræði við Edinborgarháskóla og
Karl Lúðvikssion, B. Sc., til fram
haMsmáms í skipaveckfiræði við
háskólanm í Gfiasgow.
SVIPMYNDIR
FYRIR eiigi alllöngu var sú
tegund brandara sem nefnd-
uist fílabrandarair í hvað mest-
um metum. — Nú á þessum
síðuistu og verstu þorska-
striðstimum hefur athygli
manna beinzt meir að þessum
umdeildu sjávardýruim, þorsk
unum. í brezkum bClöðum sem
mörgutm öðrum, hafa þorska-
brandarar verið í hávegum
hafðir að umdamförnu og sjá-
uim við hér svolfitið sýnishom
af þeim. Má segja, að á með-
an menn geta gert grín að
öllu satnan, þá sé ekki útilok-
að að máisaðilar sjái að sér
og nái samnlnigum um þorsk
hauisana.
„Helviti leggja Bretar mikið á sig til að dulbúa togara »ína.“
„Manstu tá tíð þegar þeir notuðu bara net og öngla . .
“When we've got a full load head for port’*
„Við höidum til hafnar þegar við höfum fullfeirmi“.
Stykkishólmur:
Borgarspítalinn
leysir læknavandamál
St. Franciskusspítalans
— Nýr yfirlæknir tekur til starfa
FRÁ stjórn St. Franciskusspítala
í Stykkishólmi hefur Morgun-
blaðinu borizt svoliljóðandi við-
bótarfrétt við frásögn fréttarit-
ara biaðsins þar, sem birtist í
Mbi. 31. ágúst sl.
í byrjun júnímánaðar síðast-
liðins hætti yfirlæknir sjúkra-
hússins Kristján Baldvinsson
störfum og fliuttist búferlum til
Selfoss, þar sem hann tók við
stöðu yfirlæknis við sjúkrahúsið
þar. Ekki reyndist auðið að fá
annan yfirlækni í hans stað og
var því sjúkrahúsinu og læknis-
héraðinu öilffiu mikill vandi á hönd
um. Er þetta raiuinar einn þáttur-
inn í þeim örðugleikum, sem eru
á því að fá nægilega marga
lækna tll þess að starfa úti á
landi.
Nú hafa nokkrir læknar Borg-
arspítailans í Reykjavik orðið til
þess að ráða fram úr þessu
vandamálii með nokkurri nýskip-
an mála. Muniu þeir taka að sér
að anniast yfirlæknisstörf við
sjúkrahúsið og mun hver þeirra
starfa einn mánuð í senn, þar til
fastur yfirlæknir fæst til sjúkra
hússins, eð'a máffiuim verður skip-
að rneð öðrum hætti.
Þetta frtamtak lækna Borgar-
.spital’ans í Reykjavík er mjög
lofsvert og ánægjuilegt og kann
ef til vill að vísa veginn tiil var-
anffiegrar liausnar á örðuigfeikum
sj úkrahúsanna víðs vegar um
landið.
Heillbrigðismálaráð Reykjavík-
urborgar, yfirlæknir og forstjóri
Borgarspítalans hafa sýnt mikLa
lipurð og hjálpfýsi í þessu máli
með því að giera læknum stofn-
unarinnar kieift að leysa vanda-
mái St. Franciskusspítala og
héraðsins í heild með þeissuim
hætti. Gerir stjórn spitatams sér
mjög góðar vonir um, að með
þessu sé fundin Lausn, að
minnsta kosti í bili.
Ólafur Ingibj ömsson Læknir
er nú kominn til Stykkishökns
og tekur til starfa 1. september.
Ríður bainn á vaðið með þetta
nýja fyrirkomulag og mun gagna
störfum yfirlæknis fyrsta mán-
uðinn, til 1. október næstkom-
andi, en síðan tekur hver við af
öðruim.
Ólafur Ingibjörnsson hefuir áð
ur starfað hér við sjúkrahúsið og
naut hann almennrar virðingar
sem góður og samvizkusamur
Iæknir. Er honum fagniað, þar
sem miklir örðiuigleikar hafa
steðjað að héraðintu vegna lækna
skortsins.
Landssöfnunin:
500 þúsund krónur
frá Olíufélaginu
FRAMKVÆMDASTJÓRI Olíu-
félagsins, Vilhjálmur Jónsson,
gekk á fund forsætisráðherra
og afhendti honum ávis-
un að upphæð 500 þús. kr. í land
söfnun til I^mdhelgissjóðs.
1 bréfi sem fylgdi ávísuninni
segir m.a.: „Stjórn Olíuiélagsms
h.f. fagnar útfærslu lamdhelgi Is
Lands í 50 mílur og sendir yður
hr. forsætisráðherra beztu óskir
uim farsæla leiðsögn í baráttu
þeirri sem fyrir höndum er.“
Þá hefur einnig borizt fram-
lag að upphæð 100 þús. kr., frá
hreppsnefnd Ólafsvíkuirhrepps,
en hreppsnefndin gerði samþykkt
þar að Lútandi á fundi sínum 1.
september. f samþýkktinmi seg-
ir m.a.: „Hreppsnefnd Ólaísvík-
urhrepps fagnar útfærsiu fisk-
veiðllandhelgi Islands i 50 sjó-
milur, sem er eitt mesta fram-
faraspor þjóðarinriar, — liftrygg
ing hennar í nútíð og £ramtíð.“
Ennfremur segir í ályktuninni:
„Hreppsnefnd Ólafsvíkurhreipps
heitir á þjóðina að standa fast
saman í þessu mikla tófsmáli og
sýna öllum þjóðum heims sam-
hug okkar og baráttuþrek."
Einnig hafa borizt fjölmörg
framlög frá einstaklingum atlt
frá 2 þúsund og upp i 10 þúsund
krónur.