Morgunblaðið - 16.09.1972, Side 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1972
Bjöm Matthíasson;
Er landbúnaður hálfdrætt-
ingur á við sjávarútveg?
Það á ekki að linna látunum,
sem ég kom aí stað með erindi
mínu um daiginn ag veginn i út-
varpinu þ. 14. ágúst sl., þar sem
ég minntist nokkrum orðum á
landbúnað og útgjöld tengd hon
um. Siðan hafa tvær tyitftir
greina birzt í dagblöðum um er-
indi þetta. Tíminn lét sér ekki
naegja minna en að senda mér
elTief u sikammagreinar á sex dög-
um, sem hlýtur að vera algjört
Islandsmet í skammablaða-
mennsku.
SMÁUPPRIFJUN
Þar eð orðið er nokkuð langt
síðan ég lét heyra frá mér (Mbl.
22. ágúst), er rétt ég rifji upp
aðalinntakið í því, sem ég hef
skrifað um þessi mál.
Árið 1970 námu útgjöld
temgd landbúnaði réttum þriðj-
ungi af hei'ldarverðmæti land-
búnaðarframleiðslunnar, eða
samtals 1229 m.kr., en þar af
voru niðurgreiðslur á landbún-
aðarafurðum innanilands 571 m.
kr., útflutninigsuppbætur 332 m.
kr. og önnur framlög 326 m.kr.
Árið 1971 voru útgjöld temgd
landbúnað: komin í rúman helm-
ing af verðtmæti landbúnaðar-
framieiðslunnar og námu sam-
tals 2360 m.kr., en þar af eru
verðlagsniðurgreiðslur á land-
búnaðarafúrðum innanlands
1550 m.kr., útflutningsuppbætur
um 400 m.kr. og önnur útgjöld
til landbúnaðarmála um 410 m.
kr. Nema útgjöild þessi samtals
nær fimmtungi af heildarútgjöld
um ríkisins á A-hluta ríkisreikn
ines það ár.
Útflutnimgsuppbætur eru nú
orðnar svo háar, að þær eru
farnar að nema u.þ.b. jatfhhárri
upphæð og sjátfur útflutningur
inn. Árið 1971 nam útflutningur
landbúnaðaraifurða 399,9 m.kr.,
en útflutningsuppbætur voru að
eins hærri upphæð. Á árunum
1967—69 hafa útflutningsuppbæt
ur verið allt að þre- til fjórfald
ar á við fob útflutningsverð á
sumum vörutegundum.
í ljós hefur komið við athug
anir Framkvæmdastofnunarinn-
air, að landbúnaðurinn gerir
langtum minna en að skila sín-
um skerf 1 þjóðarframleiðsiluna
og er þar mifcill eftirbátur. Ár-
ið 1969 voru 12,9% af vinnuafli
þjóðarinnar í landbúnaði, en á
sama ári skilaði þessi atvinnu-
grein ekki nema 7,5% atf þjóð-
arframleiðslunni.
í skýrslu Efnahagis- og þró-
unarstofnunarinnar (OECD) um
Island stendur, að vinnuaflsaf-
köst í landbúnaði séu ekki nema
59,7% af meðalvinnu aflisaftoöst-
um þjóðarinnar, en til saman-
burðar eru þau 116,2% af meðal
tali fyrir sjávarútveg og fisk-
vinnslu og 133,9% fyrir bygging
arstarfsemi. Skýrsla OECD hef-
ur þessar tðllur frá Fram-
kvæmdásitofnuninni, én þær
segja með berum orðum, að land
búnaður sé réttur hálfdrætting-
ur á víð sjávarútveginn og fisk
vinnsluna og minna en það gagn
vart bygginigariðnaðinum.
Þetta síðasta atriði með vinnu
aflsafköstin hefur komið sárlega
við kaunin á andmiaalend-
um mínnm. Fyrir þetta hef ég
íengið á mig tvo heila skamrna-
leiðara i Timanum, þar sem
reynt er að vefengja tölur þess-
ar á allan hátt. Forðast leiðara-
höfundurinn, Tómas Karlsson,
að nefna, að tölurnar séu úr op-
inberum skýrslum og lætur i
það skína, að ég hafi helzt búið
þær til sjálfur.
í>á hefur Inigi Tryggvason
sikrifað um þetta í tveimur blaða
greinum. Sú fyrri, sem birtist i
Mbl. 26. ágúst, er full af haturs-
fulluim atyrðum til min og kem-
ur þar glöggt fram, að greinar-
höfundur á í skapgerðarerfið-
leikum og virðisit mikið í nöp
við mig. Ekki mun ég svara í
sömu mynt. Get ég ekki annað
gert en óska Inga góðs gengis
við að yfirstíga skapgerðarerfið
leika sína. Ég hef aldrei fyrir-
hitt mann á ævinni, sem mér hef
ur ekki Mkað vel við og á því
enigin napuryrði til.
LAUG HAGSTOFAN A
LANDBÚNABINN ?
1 umræddri grein heldur Ingi
þvi fram, að vinnuvikur í land-
búnaði séu oftaldar, en þar sem
upplýsingar um skiptingu vinnu
atfls á atvinnugreinar byggjast
á þeim, hljóti niðurstöður um hin
lélegu vinnuafllsafkösit í landbún
aði að byggjast á stórkostlegri
handvömm í opimbe-rri skýrslu-
söfnun. Vil'l greinarhöfundur
láta í veðri vaka, að Fram
kvæmdastofnunin hafi ekkert
Framh. á bls. 21
ÓTR
LEGT
ELEKTRONISK REIKNIVÉL
MEÐ STRIMLI
NÝTT
MODCL
VERÐ AÐEINS KR. 25.800.-
REIKNAR ALLAR 4 TECUNDIR REIKNINGS — KONSTANT OC GEYMSLA
/s
á*
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
V:=* ‘
HVERFISGÖTU 33
SÍMI 20560