Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 10. OKTÓBER 1972 19 Sólrún Elín Rögnvalds- dóttir — Minning Fædd 6. ás'iist 1906. Dáin 29. septeinber 1972. Sólrún Elín var íædd að Litlu- Tungu í Miðfirði V-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Lfndal, búfræðingur og Guðrún Bjamadóttir, ljósmóð ir, er þar bjuggu. Er Sólrún var um eins árs gömul, fluttust for- eldrar hennar að Hnausakoti i sömu sveit, og þar var hún til fjórtán ára aldurs. Síðan fór hún til Hvammstanga á prýðisheim- ili til vistar, þá búin að missa föður sinn. Þaðan liggja svo spor in til náms í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðan á Kvenna skólann á Blönduósi. Eftir það taka við störf hér og þar, eins og títt var með ungar stúlkur á þeim árum, þar til hún kynnt ist í Reykjavík eftirlifandi manni sínum, Ólafi Stefánssyni skip- stjóra, og giftust þau 24. apríl 1934. Með manni sínum eignaðist hún tvo syni, sá yngri giftist og fór að búa fjarri foreldrum, en hinn eldri er ógiftur og nú með föður sínum að móður sinni lát inni. — Sólrún Elín var gáfuð og glæsileg kona, andlit frítt, líkaminn fagurlimaður, en það sem menn tóku mest eftir, var kvenlegur þakki O'g reisn. Oft kom ég á heimili þeirra hjóna, og voru þær stundir oft lengri en til stóð, sem spjallað var yfir kaffisopa um allt mögulegt. Það var hrein lífsnautn og taldi ég mig oft fara betri mann og vitrari eftir þær samræður. Sér staklega hafði hún lag á að ivefja spjallið þeim léttleika og kimni, sem gerði mann glaðan og kátan er upp var staðið, jafn vel þó um dapurleg efni væri rætt. Síðustu mánuði hérvistar, var hún sjúklingur á Vífilsstaða hæli. Var henni vel ljóst að hverju stefndi og tók sínum skapadómi æðrulaust. Síðast er ég heimsótti hana skynjuðum við bæð'i, að þetta var lakaheim- sóknin, þó að hún ixryigði fyrir sig simuim vana létt- leika og sagði að ef til vill ætt- um við eftir að drekka saman kaffisopa og spjalla saman. Sól rún andaðist að morgni 29. sept émber, og hélit hún sínum heil- brigða andlega léttleika til hinztu stundar. Eiginmanni, sonum, svo og ást vinum hennar, votta ég fyllstu saimúð, en miinni á um leið að öll erum við fædd til að deyja, og stuttur viðskilnaður gerir end urfundinn bjartari og fegurri. Kæra vinkona, nú ertu komin yfir móðuna miklu, til ljóssins heima. Það er margt að þakka eftir langa samleið, en helzt vil ég þakka þér að hafa verið til, og að hafa verið sá gæfumaður að hafa þekkt þig. Guð þig geymi. Óskar Guðlaugsson. SKIPAUTGCRB RIKISINS Ms. Esja fer 16. þ. m. vestur um land í hringferð. Vörumóttaka í dag og fram til föstudags til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarð- ar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur, Raufarhafnar og Þórs- hafnar. Fiskiskip til sölu Til sölu 100 lesta stálskip: Endurbygging hefur nýlega farið fram á fiskilest, mannaíbúðum, aðalvél (skipt um block, stimpla, slífar o. fl.), Ijósavél, rafkerfi, gír og togvindu. Skipið er nú í slipp til gagngerðrar viðgerðar og eftirlits. Einnig til sölu 300, 250, 170, 150, 75 og nýlegt 50 lesta stálskip. 82, 77, 71, 55, og 50 lesta eikarbátar. FISKISKIP, Austurstræti 14, 3. hæð, símar 22475 — 13742. Náttúrulækninga- íélag Reykjavíkur heldur félagsfund í Guðspekifélagshúsánu, Ingólfs- stræti 8, fimmtudaginin 12. akt. kl. 9. FUNDAREFNI: Árni Ásbj'arnarsan skýrir frá siumiarstarfi samtakanna. Almennar umræður. Stjómin. Bœndur — Verktakar Við höfum á lagej: núna: Jeppakeðjur Jeppabenzínbrúsa Weapankerrur Jeppakerrur Dráttarvélar Gripaflutningavagna. VÉLABORG, Skeifunni 8, sími 38557. Það er aðeins einn númer eitt Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé III ii Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. GIMIMIVINNUSTOFAr SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK. Ef að það er eitthvað sem Kidde hatar þáerl eldur. Kidde handslökkvitæki sjá rautt þegar þau sjá eld. Með Kidde í hönd- unum ertu öruggur um llf og eigur fjölskyldunn- ar. Kauptu Kidde strax í dag, þau eru ódýrari en þú heldur. I.Pálmason hf. VESTURGÖTU 3. SÍMI: 22235

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.