Morgunblaðið - 12.10.1972, Side 22
22
MORGtTNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12, OKTOBER 1972
Guðný Guðjóns-
dóttir — Minning
Maður er nefndur Jón Sig-
urðsson og var bóndi í Hjörsey
á Mýrum. Hann var kominn í
beinan karllegg af Marteini Ein
arssyni biskupi í Skálholti. Jón
var maður tvíkvæntur. Með-
al baima hans með fyrri konu
var Akra-Jón, sem fyrstur hóf
verzlun i Borgarnesi og Sigurð-
ur, faðir Geirs skipstjóra
í Rvik. Seinni kona Jóns var
Sigríður, dóttir Hafliða Kol-
beinssonar á Stóra-Hrauni í
Hraunshverfi við Eyrar-
bakka. Einkabam þeirra var
Guðjón (1849—1924), sem fyrst
bjó í Hjörsey, síðan á Ána-
brekku, þá í Laxárholti og loks
á Nýlendu við Akra, en var síð
ustu ár sín í Reykjavík.
Guðjón átti 13 börn, sem
upp komust. Með fyrri konu
sinni, Guðnýju Jöhannsdóttur,
átti hann Sigríði saumakonu í
Reykjavik, Jóhann jámsmið i
Reykjavik, Guðrúnu konu Sig-
urðar Þórðarsonar bónda I Skóg
um á Mýrum, Jón bónda á Fífl-
holtum á Mýrum, Runólf bók-
bindara í Reykjavík, Guðmund
skósmið og organista í Ólafsvík
t
Bróðir okkar,
Ingólfur Kárason,
klæðskeri, Kóngsbakka 16,
lézt að Vífilsstöðum 10. okt.
Lára Káradóttir,
Þórir Kárason.
og Reykjavik og Sigurð bónda í-
Skíðsholtum á Mýrum. Eldri
systkinin voru fædd á árunum
1871—1885 og eru nú öll látin.
Seinni kona Guðjóns var
Steinvör, dóttir Guðmundar
Benediktssonar á Álftá O'g Sigr-
íðar Andrésdóttur á Seljum,
Jónssonar. Böm þeirra voru
Guðný matreiðslukona í Reykja
vík, sem lézt 1. okt. s.l., Sigríð-
ur saumakona, sem ein er á lífi
þeirra systkina og býr í Osló,
áttræð að aldri, Egill málari
(1894—1970), Guðmiundur verka-
maður (1896—1928), Friðrik tré
smiður (1897—1964) og Skafti
bókbindari (1902—1971), allir i
Reykjavík.
Guðný, frænka min, sem ég
mæli nú eftir, var fædd 29. júli
1889 að Ánabrekku og heitin í
höfuðið á fyrri konu föður síns.
Hún ólst upp hjá foreldrum sín-
um i Laxárholti, unz hún
hleypti heimdraganum 18 ára
gömul til að freista gæfunnar og
teita frama í Reykjavik. Vann hún
þar miargs konar srtörf til að
byrja með. Um eins árs skeið
var hún vinnukona Indriða Ein
t
Innilegar þaikkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför,
Karls Jónssonar,
bankaritara, Eskifirði.
Guðrún Jóhannesdóttir.
t Útför föður okkar, t Þökkum auðsýnda gamúð við
Bjarna Jónssonar, andlát og jarðarför föður
Haga, Sandgerði, fer fram frá Útskálakirkju okkar,
laugardaginn 14. október. At- Jóns Þórðarsonar,
höfnin hefst með húskveðju að Stafnesveg 6, Sandgerði Miðfelli.
kl. 14. Fyrir hönd vandamanna. Sigurður Bjarnason, Jóna Bjarnadóttir. Börnin.
t
Eiginmaður minn,
Dr. thecá EIRÍKUR V. ALBERTSSON,
fyrrverandi prestur og prófastur,
andlaðist aðfaranótt 11. október síðastliðinn.
Sigriður Bjömsdóttir.
t
Minningarathöfn um son okkar,
SAMÚEL SVEINSSON,
sem drukknaði af vélskipinu Freydísi frá Akranesi, 8. júlí, fer
fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 13. október kl. 10.30.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Hulda Þ. Fjeldsted,
Sveinn Jónsson.
t
Útför eiginmann's míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS P. DUNGAL,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. okt. kl. 3.
Þeir, sem vildu minnast hams, eru vinsamlegast beðnir að
láta liknarstofnanir njóta þess.
Elisabet Dungal,
böm, tengdasonur og bamabörn.
arssonar rithöfundar, en síðar á
heimili Bjöms Jónssonar ráð-
herra. Hélt hún síðan tryggð við
þá fjölskyldu og var lengi hjá
Sveini Björnssyni, siðar forseta,
áður en hamm flu'ttist til Dam-
merk’uir.
Guðný var búin miklum hæfi
leikum til matargerðar, og hélt
hún til Danmerkur til að mennta
sig frekar í þeirri grein. Var
hún þar í nokkra mánuði á veit
ingahúsi í Tívolí í Kaupmanna-
höfn. Gerðist hún sannkölluð
listakona i matargerð og varð
brátt eftirsótt til undirbúnings
veizluhalda. Vann hún um hrið
á Hótel Islandi og einnig í Val-
höll á Þingvöllum. En lengst af
matbjó hún á heimilum heldri
borgara í Reykjavik. Þegar
Sveinn Björnsson var orðinn
þjóð'höfðimgi .á Bess'asitöðium var
Guðný oftsinnis kölluð þangað
til matreiðslu. Eldaði hún t.d.
matinn í veizlu, sem haldin var
í tilefni af fyrsta rikisráðsfund
inum þar. Seinna var hún sæmd
orðu Kekkonens Finnlandsfor-
seta fyrir að matbúa ofan
í hann. Sjálfum er mér i fersku
minni frá barnsárum hvílikt til-
hlökkunarefni var að vera boð-
ið í mat til Guðnýjar á stórhá-
tíðum, svo sem á jóladag eða á
páskum. Ekki var það einung-
is, að þau hjón væru afar barn
góð, heldur blandaðist þar inn í
hrein matarást á Guðnýju. Eng-
inn bjó til mat eins og hún.
Árið 1932 giftist Guðný eftir-
lifandi manni sínum Karli Vil-
fcjálmssyni loftskeytamanni frá
Keflavík. Þau hjón bjuggu sér
fallegt heimili, þar sem snyrti-
mennska var i fyrirrúmi. Ekki
varð þeim barna auðið. Síðustu ár
in hafa orðið þeim erfið vegna
veikinda beggja, og nú fyrr á
þessu áfi seidu þau 'ibúð sina
á Dunhaga 17 og fluttust að
Hrafnistu, þar sem Guðný lézt.
Meðan Guðný var upp á sitt
bezta, áður en veikindi og elli
tóku að herja á hana, var hún
létt og glöð í lund, oft glett-
in, en stundum meinstríðin, þeg-
ar sá gállinn var á henni. Sér-
vitur var hún nokkuð. Kímni-
gáfa hennar var á þann veg, að
hún hafði auga fyrir ýmsu smá-
skrýtilegu, eins og þau systkin
in fleiri. Var það i anda gam-
allar íslenzkrar alþýðukimni,
sem nú er óðum að víkja fyrir
innfluttri aulafyndni. Guðný
var hvatvís og þegar henni mis-
líkaði fór hún ekki í manngrein
arálit og lét þá gjarnan hvern
heyra sitt. Kom fyrir að hún
geisaði. Þeir, sem þekktu lítið til
hennar, fyrtust stundum við. En
þeir, sem þekktu hana, vissu, að
henni gekk ekki illt til og mátu
hana fyrir litriki. Skap Guðnýj-
ar var ekki sífelld ládeyða, held
ur gætiti þar ýmiissa veðirahrLgða.
í raun var hún viðkvæm og góð
kona og trygg vinum sínum.
Mér þótti afar vænt um hana.
Guðjón Friðriksson.
Minning:
Kristinn Sölvi Sigur-
jónsson, Hellu
ALLT Mf verður fyrr eða síðar
að mæta návisit dauðans og lúta
lögmáli hans. Eigi að siður er
oft erfitit að sætta sig við þetta
lögmál. Þegar ungt fólk,
i blóma lífsins, kveður Mfið á
þessari jörð og er hrifið burt
frá ásfvinum sámum og vanda-
mönnum, verða menn orðlausir
og geta ekkert sagt, jafnvel þeir,
sem í annan tima er ekki orða
vant.
Krisrtinn Sölvi Sigurjónsson
var fæddur 24. júní 1950. Hann
var því aðeins 22 ára er hann
lézt 6. okt. sl.
Foreldrar hans voru Guðrún
Sölvadóttdr og Sigurjón Guð-
mumdsson á ísafirði. Kann ég
ekki að rekja eett hans frekar.
Árið 1967 fluttist Kristinn frá
Isiafirði að Hellu á Rangárvöll-
um. Starfaði hann í glerverk-
smiðjunni þar meðan heilsa hans
leyfði. Þegar glerverksmiðjan
Samverk var stofnuð af heima-
mönnum á Heliu árið 1969, var
Kristni falin þar verkstjóm. Sýn
ir það betur en orð, hverja kosti
hamn hafði til að bera, þegar svo
ungum manni, eru falin slík
ábyrgðar- og trúnaðarstörf.
Þessu trausti brást Kristinn
ekki. Veit ég ekki betur, en að
hann hafi leysí störf sín vel og
9amvizkusamlega af hendi.
Kristinn var mikill hagleiks-
miaður. Málaði hann og teiknaði
og smíðaði ýmsa hluti bæði úr
tré og steini. Bera myndir hans
og smáðisigripir handbragði hans
flagurt vitni.
Á sl. vori kvæntiíst Kritstinn
Báru GuðnadótJtur á Hellu. Eru
það hörð örlög ungrar konu að
kveðja eiginmanm sinn með þess
um hætti.
Á saknaðarstund mega fátæk-
leg orð siin ekki mikils, en ég
veit að minninigar um góðan
drenig veita huggun i sárum
harmi.
Ég votta eiginkonu Kristáns,
móður hans og öðrum vanda-
mönnum inmilega samúð mina.
Jón Þorgilsson.
Fjölþættar
framkvæmdir
í Ólafsfirði
ölafsfirði 9. október.
Nú er hafin á vegum Orku-
stofnunar borun eftir heitu
vatni í svokölluðum Laugarengis
hvammi um einn og hálfan kíló
metra frá Ólafsfjarðarkaupstað.
Svo sem kunnugt er þá er ein
elzta hitaveita landsins í Ólafs-
firði og er borun þessi í þeim
tilgangi að auka vatnsmagn veit
unnar, sem nú er á mörkum
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför
GUÐMUNDAR EGGERTS ÞORSTEINSSONAR,
fasteignasala.
Gyða Þórarinsdóttir,
börn og systkini hins látna.
Inniiegar þakkir færum við öllum þeim, er heiðruðu minningu
GUÐRÚNAR M. BJÖRNSDÓTTUR
frá Brjánslæk.
Einnig þökkum við alla umhyggju í erfiðum veikindum hennar.
Sérstakar þakkir færum við Guðmundi á Brjánslæk, afkomend-
um hans og fjölskyldum þeirra.
Fyrir hönd systkina og v&nzlafólks.
Sæmundur Björnsson.
þess að fullnægja þörfum kaup-
staðarins. Áætlað er að bora um
300 m djúpa holu, en 120—160
m eru niður á bergganginn.
1 sumar hefur allmikið verið
unnið að hafnarbótum í Ólafs-
firði, grjótgarður við nýju hafn
arkvína vestur af eldri höfn-
inni hafði sigið nokkuð og var
hann nú styrktur og lagfærður.
Þá fór fram viðgerð á enda Vest
urgarðs og steypt ofan á hluta
aðal viðlegubryggjunnar, sem
skemmd hefur verið um nokk-
urt árabil. Fyrri hluta sumars
var haldið áfram við að steypa
aðalgötu og bætt við rúmum 200
metrum auk þess sem unnið var
að gangstéttarlögnum. Þá er nú
hafin bygging nýrrar slökkvi-
stöðvar og verður þar einnig að
staða fyrir björgunarsveit slysa
vamadeildarinnar á staðnum.
Nú hefur endanlega verið geng
ið frá samningum um smíði á
öðrum skuttogara fyrir Ólafs-
firðinga. Hlutafélagið Sæberg
hefur samið um smíðina I Frakk
landi og er skipið væntanlegt í
október 1973. Er það um 500
tonn. Stjómarformaður Sæbergs
h.f. er Ásgeir Ásgeirsson, en
framkvæmdastjóri Gunnar Sig-
valdason.
Hafnar eru framkvæmdir við
stækkun Hraðfrystihúss Magnús
ar Gamalíelssonar. Viðbygging-
in verður um 450 ferm og 1
henni aðstaða fyrir starfsfólk og
stækkun á fiskmóttöku.
— Kristbin.