Morgunblaðið - 10.11.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÖVEMBER 1972
Minning:
Kristinn Ágúst
Eiríksson, járnsmiður
Faeddur 19. ágúst 1908.
Dáinn 5. nóvember 1972.
Þegar ég frétti að Kristinn
Ágúst Eiríksson væri að missa
sjónina, þóttist ég vita að nú
væri fokið í flest skjól fyrir hon
um. Vinnusamari og vinnuglað-
ari mann hef ég aldrei hitt á
ævinni. Ungur að árum verður
hann fyrir þvi að hreppa brjóst
veiki, og eftir það má heita að
hann hafi ekki stigið heilum fæti
á jörð. Þrátt fyrir þessi veik-
indi leggur hann út á þá braut
að gerast járnsmiður og stund-
ar þá iðju til dauðadags, síðast
i Landssmiðjunni. En Kristinn
var ekki bara góður járnsmið-
ur. Hann var hagur á tré, og
það var engu likara en að allt
sem hann snerti og kallazt gat
vinna léki í höndunum á honum.
Hið myndarlega heimili hans og
Helgu að Vesturvallagötu 2, er
til vitnis um það. Snyrtimennska
þessara hjóna var svo einstök
bæði utanhúss og innan að at-
hygli vakti, garðurinn við hús-
ið svo vel snyrtur að þeir sem
leið áttu um götuna gátu ekki
stillt sig um að nema staðar og
skoða þennan fagra blett
sem eitt sinn hafði verið fisk-
reitur Eiriks Eirikssonar. Krist-
inn var hreinasti meistari í garð
vrkju og hlaut fyrir það viður-
kenningu hjá fegrunarnefnd
Reykjavíkurborgar. Hann unni
sér aldrei hvíldar nema í sumar-
frium, og í þau skipti sem hann
þurfti að liggja í sjúkrahúsum.
Ekki var hann fyrr sioppinn út
úr þessum stofnunum en hann
var kominn að verki i smiðjunni,
eftast eldsnemma á morgn-
ana, og hjólaði þá í hvaða veðri
sem var. Þórbergur segir að í
Peykjavik séu þrjár árstíð-
ir, nefnilega istíð, ryktíð og
saurtíð, að mig minnir. Kristinn
kynntist þeim öllum á meðan
hann stundaði hjólreiðarnar.
Sextugur að aldri fær hann sér
bíl og tekur bílpróf. Og enn virð-
ist hann vera ódrepandi,
svo mikil var seiglan og hugur-
ínn til vinnunnar, enda voru
þeir margir sem ekki vildu trúa
þvi að slíkur maður gæti verið
þjáður mjög. Undirrituð var t.d.
farin að telja sér trú um að
kjarkurinn sem hann hafði til að
bera gæti haidið í honum lifinu
til margra ára í viðbót. En svo
bregðast krosstré sem önnur tré.
Þegar eljumaðurinn finnur að
hann er að verða blindur þá
brotnar hann. Góðvinur hans
Helgi Ingvarsson fyrrum yf-
irlæknir á Vifilsstöðum heifði
lengi stáðið honum til annarrar
handar í veikindum hans. En
eins og komið var fyrir Kristni
var þó sá læknir beztur sem vitj
aði hans í líki Rukkarans mikla.
Það gerðist árla morguns hinn
5. þ.m.
Kristínn og Helga voru miklir
höfðingjar heim að sækja og átt
um við hjónin margar ánægju-
stundir á heimiii þeirra. Fyrir
rúmum tíu árum þegar dótt
ir okkar Anna Matthildur og
Eiríkur sonur þeirra hjóna
héldu brúðkaup sitt, flutti
Kristinn snjalla tölu fyrir minni
brúðhjónanna. Tækifærisræð-
ur voru hans líf og yndi og fræg
ar orðnar. Á slikum stundum
var hann ómissandi, og reglulegt
samkvæmisljón. Konu sína dáði
hann mjög og hafði engu minni
mætur á tengdadótturinni en sín
um eigin dætrum, þeim Sesselju
og Önnu. Fyrir þetta má ég vera
honum innilega þakklát. Hann
var bæði vinsæll og trygglynd-
ur, og lagði oft leið sína í sjúkra
húsin að vitja gamalla stofufé-
laga. Um margra ára skeið heim
sótti hann einn slíkan hvern
sunnudag. Hvað skyldum við
vera mörg sem notum þannig frí
timann okkar? Með Kristni
er fallinn í valinn góður eigin-
maður, faðir, tengdafaðir og
afi. Hann unni barnaböm-
um sínum af öllu hjarta, en
aldrei sá ég hann kjassa þau.
Eflaust hefur hann hugsað sem
svo, að allur væri varinn góður,
jafnvel þótt hann væri ekki á
nokkurn hátt talinn smit-
beri. Hann var allra manna
þrifnastur og snyrtimenni að eðl
isfari. Af þremur börnum þeirra
heiðurshjóna Sesselju Guð-
mundsdóttur og Eiríks Eiríks-
sonar sem forðum bjuggu í litla
húsinu við Vesturvallagötu
er nú aðeins eitt á lífi. Það er
frú Guðrún Hvannberg á Hóla-
torgi. Með henni og Kristni
voru alltaf nokkrir dáleikar, og
mun hún nú sakna góðs bróður
og vinar. Guðmundur bróð-
ir þeirra er látinn fyrir mörg-
um árum. Að endingu vil ég
þakka Kristni gleðistundim-
ar sem við áttum saman. Konu
hans og öðrum ástvinum hef ég
þegar vottað samúð mína. En
ekki má gleyma nágrönnum
hans. Persónuleiki hans setti
svip á umhverfið þar sem hann
átti heima, og nú býður mér í
grun að Vesturvallagatan verði
ekki sú hin sama og áður með-
an hann var á dögum.
Farðu sæll Kristinn Ágúst og
guð geymi þig.
Auður Matthíasdóttir.
Kristinn Ágúst Eiríksson,
járnsmiður lézt að heimili sínu,
Vesturvailagötu 2, hér í bæ, að
morgni þess 6. nóvember s.l.
Kristinn hafði verið heilsutæp-
ur undanfarið, þó kom þessi and
látsfregn okkur vinum hans og
vinnufélögum mjög óvænt. Þvi
fjarri var það að Kristinn hefði
á nokkurn hátt látið bilbug á
sér finna, þvi fram á það síð-
asta var hann fullur áhuga fyr-
ir lífinu og starfinu.
Kristinn Ágúst var fæddur 19.
ágúst 1908 að Vesturvaliagötu
4, foreldrar hans voru hjónin
Sesselja Guðmundsdóttir og Ei-
ríkur Eiriksson fiskimatsmaður.
Kristinn var yngstur þriggja
systkina. Bernskuheimili Krist-
ins var rómað fyrir snyrti-
mennsku og ráðdeild, enda kom
fljótt í Ijós hvaða áhrif það
hafði haft á hinn unga mann,
því hann og allt hans bar þess
merki til hinztu stundar. Krist-
inn var sérstakt snyrtimenni og
þoidi ekki í kringum sig annað
en það sem fegraði umhverfið,
þurfti ekki annað en sjá hús
hans og garð, enda hlaut hann
viðurkenningu fyrir. Vorið 1925
réðst Kristinn sem nemandi á
vélaverkstæði h.f. Hamars í
Reykjavík og lauk þar námi í
rennismiði.
Kristinn var mjög félagslynd-
ur og fl'jótt ófeiminn víð að tjá
sig á mannfundum, enda komst
hann ekki hjá að taka að sér
öll möguleg félagsstörf.
Árið 1934 hinn 19. maí giftist
Kristinn eftirlifandi konu sinni
Helgu Sveinsdóttur og eignuð-
ust þau 3 mannvænleg börn, sem
öll eru gift, voru hjónin mjög
samhent og búnaðist vel.
Kristinn Ágúst vann alla
sína ævi sem járnsmiður og hygig
ég að aldrei hafi hvarflað að
honum að hverfa frá iðn sinni.
Hann var mjög starfsamur mað-
ur og vel látinn á vinnu-
stað, enda hjálplegur og vildi
allra vanda leysa. Ég þykist
vita að þeir, sem hann vann fyr-
ir, hafi verið ósviknir af dags-
verki hans.
Kristinn Ágúst vann i Lands-
smiðjunni uim 30 ára bil, við
vinnufélagamir söknum hans
og þökkum honum samstarfið.
Frú Helgu, börnum hennar,
tengdabömum og bamabömum,
biðjum við allrar blessunar og
geymi þau og varðveiti minning-
una um góðan dreng.
Þorvaldur Itryn jólfsson.
Kristinn Ág. Eiriksson, járn-
smiður, Vesturvallagötu 2 hér í
borg lézt að heimili sínu að
morgni 6. nóvember s.l.
Þessi fregn kom félögum og
vinum Kristins Ágústs á óvart
þrátt fyrir vitneskju um að
Kristinn Ágúst hefði átt við ára
tuga líkamlegt heilsuleysi að
stríða.
Kristinn Ágúst var fæddur í
Reykjavík 19. ágúst 1908 sonur
Sesselju Guðmundsdóttur og
Eiríks Eiríkssonar.
Kristinn Ág. var sonur fátæks
verkamanns og mótaður af því.
Vegna þessa, skipaði hann sér
strax sem unglingur i rað-
ir þeirra er kröfðust breytinga,
réttláts og mannlegs þjóðskipu-
lags.
Sautján ára, 1925, hóf Krist-
inn Ágúst nám s«n járniðnaðar-
nemi hjá Hamri h.f., þar með
markaði hann sér vettvang
starfslega og félagslega ævi
langt. Strax að loknu iðnnámi 5.
júni 1929 gekk Kristinn Ág. í ^
Félag jámiðnaðarrrjanna og var
þaþ félagi nr. 53, en\nú éru þeir
sem gengið hafa í ■ það félag
1600. Frá 1930' og til dagsins er
hann lézt, hófust og stóðu af-
skipti Kristins Ágústs af félags-
legum málefnum. Mörg féiög og •
sajnfélagsleg efni áttu hug
Kristins Ág., en Félag járniðnað
armanna átti hug hans fyrst og .
sklast. Samtök berklasjúklinga, •
bindindishreyfing, , stjórnmála :
sarotök jafnaðarmanna óg sósícil
ista, þar var hans félagslegi
starfsvettvangur. Kristinn Ág.
var stjómarmaður í Félagi járn
iðnaðarmanna í tæpan áratug frá
1941—1949, í samtökum berkla
sjúklinga, bindindismanna og
fleiri samtökum var hann stjóm
armaður oftsinnis. En Kristinn
Ágúst er dæmi um félagshyggju-
manninn sem ekki er alltaf 1
stjórn eða nefnd, þess vegna var
hann oft áhrifamestur sem hinn
óbreytti félagi. Hinn virki
óbreytti félagi í ölium félagasam
tökum er sá sem knýr á og breyt
ir viðhorfum og samfélagi. Þetta
var verkefni og áhugi Kristins
Ág. og hann rækti þetta verk-
efni ekki vegna launa eða við-
urkenninga, heldur vegna áhuga
á því að gera líf hins fátæka:
betra og fegurra.
Kristinn Ág. var gæfumaður,
hann átti áhugaefni mörg, en eitt
var honum ofar öllu, heimilið,
Helga og börnin, og þó var hon
um oft ekki ijóst hvort var núm-
er eitt heimilið eða Félag járn-
iðnaðarmanna. Helga, og heimili
hennar og Kristins Ágústs, gaf
honuim vissulega kraft til að
sinna hinum félagslegu verkefn
um, og nú þegar Kristinn er all-,
ur þökkum við félagar hans í
Félagi járniðnaðarmanna Helgu
og börnunum, hve þau gáfu okk-
ur stóran hlut í huga og tóima
Kristins.
Félag járniðnaðarmanna kaus
Kristinn Ágúst Eiriksson heið-
ursfélaga á 50 ára afmæli félags
ins í apríl 1970, og félagið mun
heiðra minningu Kristins Ág.
með því að herða enn á barátt-
unni fyrir betra og fegurra
mannlífi.
Ég undirritaður kom sem ungl
ingur í nám í jámiðn í Héðni
1943 og mætti Kristni Ág. og
sennilega hefur það ráðið örlög-
um mínum meir en anpað. Ég
þakka nú fyrir leiðsögn, stuðn-
ing og vináttu.
Fyrir hönd allra samherjanna
þakka ég fyrir eidmóðinn og bar
áttukjarkinn. Áhrif Kristins Ág.
munu lengi vara í Félagi járn-
iðnaðarmanna.
Félag jámiðnaðarmanna vott-
ar frú Helgu Sveinsdóttur,
bömium og bamabörnum samúð
vegna andláts Kristins Ág.
Eirikssonar.
Guðjón Jónsson
formaður Félags
jámiðnaðarmanna.
Háþrýsti þvottatæki
Höfum fyrirliggjandi Morrison háþrýstiþvottatæki með 105 kg
þrýsting á cm 2. Tækið er fyrir kalt vatn og fylgir því yfir
30 metra þrýstislanga.
Hentug til hreingeminga á vélum, verkfærura. skipsbotnum
o. fí. Gott verð.
SEIFUR H.F.,
Umboðs- og heildverzlun,
Kirkjuhvoli, sími 21915.
draumarekkjan
er tvíbreitt rúm
frá Kristjáni Siggeirssyni hf
Nú getið þér lótið Kristjón Siggeirsson h.f.
setja saman fyrir yður draumarekkju sem
uppfyllir jafnvel ströngustu kröfur yðar.
Hvort sem þér viljið sofa í einbreiðu (75, 85
eða 100 cm) rúmi eða tvíbreiðu (170x200 cm)
úr eik eða tekki, með eða ón gafla eða nótt-
borða- með einni, tveim eða þrem fótafjölum,
eru möguleikarnir fyrir hendi í nýju drauma-
rekkjunum fró Krisfjóni Siggeirssyni hf.
Komið, skoðið og sannfærist.
HÚSGAGNAVERZLUN -á
KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13, sími 25870, Reykjavík.
o*