Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 3
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMEER 1972 Breytingar kaupmáttar launa og þjóðartekna 1959-1972 Greinargerð f rá Hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins Á tveimur meðfylgjandi töfl- um er að finna ýmsar tölur um kaupmátt iauna, er helzt koma til greina við samanburð á þróun kaupmáttar launa og tekna al- mennings og breytingum þjóð- artekna. Á fyrra yfirlitinu (töflu 1) eru sýndar nokkrar raðir siikra talna, sem á undanfömum árum hafa verið teknar saman og birtar af Efnahagsstofnun- inni og síðar hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins. Visitölur tímakauptaxta verka- fóiks og iðnaðarmanna eru sam- kvæmt mati á samningum laun- þega og vinnuveitenda og er þar tekið tillit til grunnkaupshækk- ana, taxtatilfærslna, verðlags- uppbóta, styttingar vinnutíma og breytinga á orlofi en reiknað með fastri samsetningu vinnu- tima miili dagvinnu og yfirvinnu. Hér er því um almennari mæli- kvarða á kauptaxtabreytingar að ræða en þegar eingöngu er miðað við einn ákveðinn taxta, »em kann að breytast öðru visi en meðaltalið, meira eða minna. Vísitölur atvinnutekna kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna eru samkvæmt árlegu úrtaki úr skattframtölum og sýna þær breytingar á heildarlaunatekjum (og aflahlut sjómanna) framtelj- enda sjálfra án tekna annarra íjölskyldumeðlima. Hér koma því fram auk áhrifa taxtabreyt- inga og fiskverðsbreytinga áhrif atvinnuástands og aflabragða, t.d. breytingar yfirborgana og yíirvinnu, en nokkurt samband hlýtur ætíð að vera milli breyt- ingar heildarvinnustundafjölda og þjóðartekna. Á þessu yfirliti eru ennfremur sýndar áætlaðar breytingar kaupmáttar ráðstöf- unartekna á mann, þ.e. heildar- tekna einstaklinga að frádregn- wn beinum sköttum, og einka- neyzlu á mann á verðlagi ársins 1960. Samkvæmt þessum tölum juk- ust þjóðartekjur á mann um 43% frá árinu 1959 til 1970, og er þá miðað við nýjustu tölur bæði ár- in. Fram til ársins 1966 höfðv þjóðartekjur á mann hins vegar aukizt um 51,5% en iækkuðni sið an næstu tvö árin og náðu ekki fyrra hámarki fyrr en á árinu 1971. Á árunum 1959 til 1970 jókst kaupmáttur tímakaup- taxta verkafólks og iðnaðar- manna um 21,6% m.v. visitölu framfærslukostnaðar eða mim minna en þjóðartekjur. Kaup- máttur atvinnutekna verka-, sjó- og iðnaðarmanna jókst hins veg- ar um rúmlega 50% á sama tíma bili eða nokkru meira en þjóðar- tekjur. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna var nær 39% meiri 1970 en árið 1959 og einka- neyzla 42% meiri að magni, þannig að hluti einkaneyziu í þjóðartekjum var ná- lægt þvi hinn sami bæði árin. Um kaupmátt tímakauptaxta, at- vinnutekna, ráðstöfunartekina og einkaneyzlu giidir hið sama og um þjóðartekjur, að frá hámarki áranna 1966/67 rýrnaði kaup- máttur og minnkaði einkaneyzla næstu árin og náðu ekki fyrra hámarki aftur fyrr en á árinu 1971. Fyrir árið 1972 er um áætl- aðar tölur að ræða. Síðara yfirlitið (tafla 2) sýn- ir vísitölur kaupmáttar launa verkamanna samkvæmt Frétta- bréfum og öðrum gögnum kjara- rannsóknarnefndar um meðal- tímakaup verkamanna á undan- förnum árum og vísast til Frétta bréfsins um nánari skýringar á hinum einstöku dálkum. Ailar kaupmáttartölur í töflu 2 eru miðaðar við vísitölu framfærslu- kostnaðar. Samanburður á þró- un kaupmáttar verkamanna- launa og breytingum þjóðar- tekna samkvæmt þessu yfirliti gefur nokkuð lakari niðurstöðu fyrir verkamenn en áður var sagt um verkafóik, iðnaðarmenn og sjómenn til samans. Kaupmáttar- aukning samningsbundins tima- kaups verkamanna er áætluð rúmlega 15% árin 1959 til 1970 en kaupmáttur raunverulega greidds dagvinnukaups eykst á sama tima um rúm 30% og gef- ur þetta vísbendingu um launa- Tafla 1. skrið á tímabilinu. Greitt meðal- timakaup verkamanna með helgi dagaáiagi er tæplega 33% hærra að kaupmætti árið 1970 en 1959 og er það nokkru minni aukning en varð á kaupmætti atvinnu- tekna verka-, sjó- og iðnaðar manna til samans á þessum ár- um. Megin niðurstaða samanburðar á breytingum kaupmáttar kaup- taxta og tekna launþega annars vegar og þjóðartekna á mann hins vegar samkvæmt meðiíylgj- andi yfirlitum er sá, að kaup- máttur tímakauptaxta verka- fólks og iðnaðarmanna hafi auk- izt mun minna en þjóðartekjur árin 1959 til 1970, en að þessi met hafi jaínazt að mestu á árunum 1971 og 1972. Á hinn bóginn hef- ur kaupmáttur tekna iaunþega breytzt mjög í hátt við breytir^gu þjóðartekna á árunum 1959— 1971 og sennilega nokkuð um- fram aukningu þjóðartekna á ár- inu 1972. Víuitölur kaupnáttar kauptaxta, atvinnu- og rúftstöfunarte.kna, einkaneyalu op. þjóðartekna. 1959 = 100 Ar: Kaupmáttur tíuakauptaxta verköfólks og iðnaðarmfjma 1) Knupmáttur Kaupmáttur rinl:aneyzla Vergar atvinnu'tekr.a ráðstöfunartekna á iranr. þjáðirtakj; verka- cjó- heiirálanna á verðlagi á ranr. á vt op iðnaðarrvinna DCmeðaltekiur á mann' 1 ársíns 1960 lari ársim 1959 100,0 300,0 100,0 100,3 1C0,0 1960 96,8 103,4 102,0 89,7 100,0 1961 98,5 106,4 1C2,S 97,8 102,4 1962 101,1 116,3 íiV.o 106,5 110,1 1963 102,6 123,9 119,3 116,1 ’U fl 1964 10G ,1 134,5 125,9 >24,6 120,3 1965 914,6 155,1 146,6 131,6 142,0 1966 123,9 172,5 149,3 147,6 151,5 1967 125,6 157,1 145,1 146,6 138,6 1968 118,1 342,9 132,7 137,5 127.4 1969 111,0 136,7 122,1 bl IO -o cn 1 3 C 9 2 1970 121,6 150,3 138,9 142,1 143,: 1971 130,1 174,4 158,8 160,6 159,5 1972 áætlun 154,3 177,6 179,1 163,9 1) K.v. vísitölu framfa.rolukoGtnaóar. 2) H.v. verðlag neyzluvöru cg þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu) V»l undirbúinn fundur hæfir vel reknu fyrirtaeki. Það er dýrt og tímafrekt aS halda fundi, þess vegna mega þeir ekki leiðast ót í mólæði. Tilgangi fundarins nóið þér bezt með því að nota 3M MYNOVORPU cg skýra mól yðar þannig d Ijósan, einfaldan og sannfærandi hdtt. Áröngurinn verður hraðari skilningur, efnið festist betur f minni, betri stjórn. t i 3M-UMBOÐIÐ A ISIANDI: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H/F. ÁRMOLA 1 — REYKJAVIK, SIMI (91)24250. SOLUUMBOÐ OG ÞJÖNUSTA: FILMUR & VÉLAR S/F. SKÓLAVORÐUSTIG 41, REYKJAVlK, SlMI (91)20235. Tat'la 2. Vítátölur kaupifiáttar launa verkamanna 1959 •• 100 Ar Meðalt'mnkaup í dagvinnu skv. samninrum kaunverulega greitt meðal- tímakaup í dugvinnu Raunverulega greitt meðal- tímakaup meft helgidapaálaei Vergar ^jððar- tekjur á r.ann ^á verftlagi ársins 1960 1959 100,0 100,0 100,0 10C.0 1960n 9fc,l 98,1 98,1 100,0 1961*' 98,0 98,0 98,0 102,4 1962 97,2 99,8 102-,2 11C,1 196 3 97,3 102,8 107,7 118,0 1964 100,2 109,4 113,2 13C ,0 1965 107,9 121,3 126,0 142,9 1966 117,1 131,7 138,1 151,5 1967 118,6 134,7 140,1 138,6 1968 112,2 126,3 1*31,5 127,4 1969 106,7 120,6 122,7 130,2 197Q 115,3 130,4 132,7 143,0 1971 122,8 139,1 142,1 159,5 1) M.v. vísitölu framfaerslukoetnaðar. 2) Breytingar greidds meðaltímakaups í dagvinnu (dálkur 2) cg raunverulega greiddo moðaltímakaups meö helgidagaálagi (dalkur 3) áœtlaðar þær oömu og breytingar meftaltímakaups i dagvinnu skv. samninp.um (dálkur 1) árin 1959-1961. Heimild: Kjararannsð<narnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.