Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 2
MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972 55 Guömundur S. Alfreðsson, stud juris, skrifar frá New York; Flugvélarán og landhelgismál Viðtal við Harald Kröyer, sendiherra Nýlega var frá því greint á opinberum vettvangi, að Haraldur Kröyer, áður sendi herra í Svíþjóð, hefði verið skipaður sendiherra í Banda- ríkjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann hefur i haust setið allsherjar þing S.E>. en tekur eftir ára- mót og við störfum í Washing ton, þai sem hann mun hafa aðsetur. — Hver hafa verið helztu viðfangsefni allsherjarþings- ins? — Það er mikið talað um, að þingið sé nú rólegra og ekki eins spennandi og i fyrra. Nú gætir t.d. ekki eftir væntingarinnar vegna aðildar Kínverja og þátttöku þeirra. Eitt aðalmálið hefur verið, hvernig skuli snúast við flug vélaránum og hermdarverka starfsemi. Anzimikill æsing- ur greip um sig í þingbyrj- un, þegar Waldheim tók frum kvæðið og bað allsherjarþing ið taka málið á dagskrá. Full trúar Araba — og margra Afríkurikja snerust öndverð- ir gegn tillögunni og töldu veitzt að samtökum i ýmsum löndum þar sem barizt er fyr ir frelsi og sjálfstæði. Loks var málinu vísað til laga- nefndar og þar hafa umræð- ur nú staðið i nokkum tíma, verið hógværar og snúizt um lögfræðiieg atriði, svo sem til lögur um nýjan alþjóðasamn- ing, sem næði m.a. til refsi- aðgerða á alþjóðavettvangi vegna flugvélarána og hermd arverka. — Hver er afstaða Islands í þessu máli? — Við fordæmum tvimæla- laust öll rán og hermdar- verk. Við teljum þau þegar ólögleg skv. gildandi Genfar samningum um aðferðir, sem er beitt í styrjöldum og þær reglur ættu öllu fremur að gilda í friðarástandi eða því sem svo er kallað. Við fylgj- um tillögu frá Bandaríkjun- um um að kalla saman sem fyrst ráðstefnu til að búa til þennan alþjóðasamning, sem ég nefndi áðan. — Hver eru líkleg úrslit málsins? — Ég vil ekki spá um nið- urstöðuna. Afstaða sumra ríkja er enn ómótuð. Sovét- ríkin lögðu til, að málinu yrði vísað til þjóðréttarnefndar- innar (sumir kalia hana rang lega alþjóðalaganefndina) og henni falið að ganga frá samningsuppkasti, en það mundi tefja málið. — Önnur mál? Eitt sem varðar Islands sér staklega og það er undirbún- ingurinn að hafréttarráð- stefnunni, og hann á að ræða í stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins í þessari viku. Um- ræðumar munu á þessu stigi snúast fyrst og fremst um fyr irkomulag við undirbúning ráðstefnunnar, svo sem fundi undirbúningsnefnda, hvar og hvenær eigi að halda hana og hvort hún eigi að vera í einu iagi eða tvískipt. Hvar á að halda ráðstefn- una? — Það er ekki ákveðið. Það liggur fyrir boð frá Chile um að halda hana í Santíago. Flest þróunarlöndin eru þeim stað fylgjandi og hann því líklegur. Island hefur ekki fc.tmlega lýst yfir stuðn ingi sínum við Santíagó, en mun sennilega gera það. — Og hvenaar verður nú þessi margumtalaða hafréttar ráðstefna haldin? — Það er ljóst, að sjálf ráð stefnan verður ekki haldin ár ið 1973, eins og ráðgert var. Það hafa komið fram tillögur um að halda seint á árinu 1973 undirbúningsráðstefnu, þar sem yrði fjallað um fund arefni og formsatriði, svo sem undirnefndir og verka- skiptingu með þeim, en sjálf ráðstefnan yrði svo haldin 1974. Þetta er enn óljóst. — Við hvaða niðurstöðu býstu á ráðstefnunni um stærð fiskveiðilandhelgi? — Um það er erfitt að segja. Ég tel vafasamt, að 2/3 þátttökurikjanna fylgi svo víðri iandhelgi, að okkar komist þar undir, en þennan aukna meirihluta þarf til þess að reglan verði gild sem alþjóðalög. En það er mjög sennilegt, að svona víð fisk veiðilandhelgi fái stuðning a.m k. helmings aðildar- ríkjanna Þá má búast við, að fleirí ríki færi út land- helgi sína einhliða og skír- skoti til ráðstefnunnar, að þar hafi árangurslaust verið reynt að ná samkomulagi og þau haf; því frjálsar' hendur um útfærsluna. — Þú telur þá hagstætt fyr ir okkur, að ráðstefnan sé haldin sem fyrst, frekar en að bíða þar til fleiri ríki hafa fært út landhelgina? — Já. ég tel ráðstefnuna munu verða okkur í hag. Nú er mikiil skriður á málinu, mörg riki hafa þegar fært út, og bessi hreyfing má ekki hjaðna niður með tímanum; þá er hætta á, að ekkert verði úr henni. — Hefur landhelgisút- færsla okkar verið rædd á allsher j arþinginu ? -— Ræða Einars Ágústsson- ar, utanríkisráðherra, var að þessu sinni eingöngu helguð landheigismálinu og sérstak- lega röksemdum okkar fyrir því, að við gætum ekki fall- izt á lögsögu alþjóðadómstóls ins í málinu. í efnahgsnefnd inni hötum við í ræðu einnig minnt á nauðsyn frekari frið unarráðstafana í N—Atlants hafi og ástand fiskstofnanna við Island. Undir öðrum dag- skrárlið í sömu nefnd, þegar ræða á um yfirráð yfir nátt- úruauðlindum, ætlum við að leggja fram tillögu, þar sem verður tekið skýrt fram, að ríki skuli hafa full yfirráð og réttiindi yfiir auðl indum í hafinu undan ströndum þeirra. Ef þessi tillaga verð- ur samþykkt, teljum við hana munu styrkja málstað okkar á hafréttarráðstefnunni, þótt ekki sé af ásettu ráði í henni nein endanleg skilgreining á því, við hversu stór svæði sé átt. Við höfum góðar von ir um, að tillagan verði sam- þykkt, en það liggur mikil vinna í viðtölum við aðrar sendinefndir til að kanna undirtektir og fá meðflytj- endur. — Hefur landhelgisdeilan haft áhrif á samskipti dipló- mata íslendinga og Breta hér hjá Sameinuðu þjóðunum? — liana ber á góma í hverj i viðtali okkar við Bret- ana, en að öðru leyti ekki. — Hefur Island verið gagn rýnt hér fyrir að mæta ekki hjá alþjóðadómstólnum í landhelgismálinu ? — Já, fulltrúar nokkurra ríkja hafa komið að máli við mig og spurt hvers vegna. Þeir hafa ekki skilið ástæð urnar og talið, að við hefð- um ekki misst neinn rétt, þótt við hefðum sent full- trúa til dómstólsins til þess að krefjast þess, að málinu yrði visað frá. — Hvert er hlutverk ís- lenzku sendiskrifstofunnar í New Ycrk? — Það er tvíþætt. Hér er til húsa bæði sendinefnd ís- lands hjá Sameinuðu þjóðun- um og ræðismaður Islands í New York. Undanfarin ár hafa sömu menn gegnt báðum þessum störfurn, en nú hefur Ivar Guðmundsson, sem vann lengi hiá upplýsingaskrif- stofu S.Þ., verið ráðinn ræð- ismaður. Að auki vinna hérna Gunnar Sehram sem varafastnfulltrúi hjá S.Þ. og Ellen Ingvadóttir og Sigríð- ur Gunnarsdóttir sem ritar- ar. — Eiuð þið ekki nýflutt? — Jú, þetta nýja og skemmtilega skrifstofuhús- næði er til mikilla hagsbóta fyrir okkur. Það er lítið sem ekkert stærra en hið fyrra en haganlegar fyrir komið, betri herbergjaskipan, auk þess sc-m það er mun nær Sameinuðu þjóðunum. — .Nú hefur verið gerð breyting á skipan utanríkis- þjónustunnar, þannig að nú á einn sendiherra með búsetu í Washington að gegna störf- um bæði sem sendiherra hjá Bandaríkjastjóm og Samein- uðu þjóðunum, en þessi störf voru í höndum tveggja sendi herra áður. Hvert er álit þitt á þessari nýju skipan? — Ég tel hana ofviða hverj um manni til lengdar. Mjög mörg lönd heyra undir sendi ráðið í Y'ashington, og þar er mjög erilsamt. Virk bátttaka í störfum Sameinuðu þjóð- anna, sérstaklega me'an alls- herjarþingið situr, krefst einnig irikillar vinnu. — Ér sparnaður í þessari brey tingu ? — Ekki mikill. — Og hvernig finnst þér að flytja frá Svíþjóð til Bandaríkjanna? — Ég kunni betur við að búa í Svíþjóð, en hvað starfið snertir, þá er skemmti legt að takast á við ný og mikilvæg verkefni, sem bíða mín hér. En mér þótti dvöl mín i Sviþjóð of stutt, því að það þarf talsverðan tíma til að kynnast mönnum og mál- efnum í hverju landi. — Hvað gera fulltrúar stjórnmáiaflokkanna, sem eru sendir á allsherjarþing ið? — Þeim er skipt niður I nefndir. sem fjalla um ýmsa málaflokka fyrir sjálft þing- ið. Þeii sitja þar fundi og senda vikulega skýrslu til ut anrikisiáðuneytisins. Við í sendinefndinni höldum einnig fundi dnglega, þar sem við mótum afstöðu okkar eftir megni skv. fyrirmælum að heimar, sem liggja fyrir í flestuin höfuðmálum. — Eitthvað að lokum? — Mér hefur þótt skemmti legt og ánægjulegt að starfa með fiditrúum stjórnmála- flokkanna .Við höfum átt efn islegar umræður og reynt að mynda okkur skoðanir og af- stöðu á málefnalegum grund velli. Það hefur ríkt mikill áhugi á að setja sig inn í mál in og taka hlutlæga og ábyrga afstöðu. (Tekið skal fram, að sam- talið var tekið fyrir nokkr- um vikum). Ný sending ★ Buxnasett Síðbuxur ★ Toppar ★ Kjólar Ullarkápur Ath.: Kjólarnir kosta frá kr. 1650/— £Melkgrka Bergstaðastræti 3 Sími 14160. (Annað hús frá Laugavegi). ^niiiiiiiiiiiimmi^ | l!ÚI» VEI. OO ÓDÝRT ! t KAUPMANNAHÖFN ,j Vlikið lækkuð vetrarffjöld. ^ m Hotel Vikinic býður yður ný- | ■ fcízku herber§:i með að§;iinp:i n ■I að baði off herbergi með flH I baði. Símar í öllum her- ■ bergrjum, fyrsta flokks veit- I o| imcasalur, bar og sjónvarp. JJJ ■ 2. mfn. frá. Amalienborg:, 5 . ■I mfn. til Kongens Nytorv og m fli Striksins. ■ ■ HOTEL VIKING H Bredgade 65, DK 1260 Kobenhavn K. ™ ■I Tlf. (01) 12 45 50, Telex 19590 ■i Sendum bækliiifca og verðl. H 'Siiiimiiiniiuiiiiil? Cóð landkynning! Listaverkakort Vigdísar Kristjánsdóttur fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Ritfanga- verzlun Björns Kristjánssonar. Seld í Vestmanna- eyjum. Jólakveðjur á íslenzku — einnig á 4 tungumálum. Stærri pantanir afgreiddar að Fjölnisvegi 14 kL 16—19. — Sími 12892.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.