Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 9
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMRER 1972 í Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. nóv. sl. birtist grein eftir Loft Júliusson, þar sem hann fjallaði um undanþáguveitingar til handa þeim mönnum sem haldið hafa stórum hiuta fiskiskipastóls okk ar gangandi um langan tima. Á einum stað í grein sinni, segir L. J. að raunverulega væri rétt að stöðva bátaflotann meðan könnun færi fram á orsök þess að ekki hefir tekizt að manna bátana réttindamönnum. Ég vii spyrja L. J. hváð hann haldi að slík könnun tæki langan tíma, og þá einrig hvað hann héldi að slík könnun myndi kosta þjóðar búið? Liggur það ekki nægilega ljóst fyrir hjá þeim aðilum sem hafa eitthvað hugsað og fylgzt með þessum málum hvar brota- lömin er þessu viðvíkjandi. Þarf Jón Kr. Ólsen: Á að stöðva bátaf lotann ? að stöðvá bátaflotann til að upp- lýsa ástæðumar fyrir þvi að bú ið er að hrekja nú þegar í land flesta þá sem hafa einhverja starfsþjálfur til starfa við fisk- veiðar, en þeir fáu sem tolla í þessu starfi, eru í þann veginn að gefast upp iika vegna of mikils vinnuálags, þar sem þeir verða að vinna þessi erfiðu störf með viðvaningum til allrar vinnu um borð í bátunum, þannig að æði oft er meir en helmingur áhafn- ar bátsins alis óvanur. Loftur vikur í grein sinni að samgönguráðherra, mjög ómak- lega, og er þar með dylgjur, þessu máli aJls óviðkomandi. Hann minnist á í grein sinni, að framámenn í F.F.S.I. hafi á sið- astliðnu vori gengið á fund sam gönguráðherra í sambandi við undanþáguveitingamar, og getur um svar ráðherra. Ég er ekki undrandi á því þó samgönguráð- herra hafi svarað þessu á þann veg sem L. J. vitnar til. L. J. hefði þá einnig átt að geta þess í grein sinni, hver aðaiástæðan var fyrir því að þessir framá- menn F.F.S.l. gengu á fund ráð- herra. Þar hygg ég, að meira hafi komið til úrskurður ráð- herra í sambandi við stöðu stétt- arfélaga lil að mæJa með undan þágum, hver á sínu félagssvæði, en vandamálið vegna undanþágu veitinganna sem slíkra, þar sem ráðherra með ráðuneytisbréfi frá 17. april sl. tók af öll tvímæli um rétt Vélstjórafélags Islands til gjaldatöku af vélstjórum í hin um ýmsu byggðarlögum um land allt, svo cg um undanþáguveit- ingar. Þar fór ráðherra sam- kvæmt lögum um undanþágu- veitingar, þar sem segir i sam- bandi við undanþáguveitingar í 17. gr. laga nr. 72, 13. maí 1966, um atvinnuréttindi vélstjóra á is lenzkum skipum. „Ef skortur er á mönnum með nægjanleg vél- stjóraréttindi, getur siglingamála ráðuneytið, eftir ósk útgerðar- manns eða skipstjórá, veitt manni, sem eigi fullnægir skil- yrðum þessara laga, með undan- þágurétt til vélstjómar á tiiteknu skipi um takmarkaðan tima, þó eigi lengur en sex mánuði i senn. Áður en undanþágan er veitt, skal ávallt leitað umsagnar við- komandi stéttarfélags vélstjóra." Mikils ágreinings hefur gætt um skilning á orðalaginu „við- komandi stéttarfélags". Hefur Vélstjórafélag Islands viljað túlka það þannig, að bera skyldi undir það allar undan- þágubeiðnir um allt land. Ráðu- neytið telur þessa skýringu ekki rétta, því að ef svo væri, hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram i lögunum. Viðkomandi stéttarfélag eru auðvitað stéttar féiögin á hinum ýmsu stöðum, sem undanþágubeiðendur eru bú settir á. Með orðalaginu viðkomandi stéttarfélag vélstjóra telur ráðu- neytið þvi, að átt sé við stéttar- féiag vélstjóra, vélstjóradeild í j verkalýðsfélagi á hverjum stað, eða blandað verkalýðsfélag, sem hefur vélstjóra innan sinna vé- banda sem fullgildan félags- mann. Telur ráðuneytið því rétt, að eftirleiðis verði þeirri reglu fylgt að leita álits þeirra sam- taka viðkomandi vélstjóra, sem um er að ræða í hverju tilviki. Þannig hefir Vélstjóráfélag Is- lands dregið til sin stórfé frá fé- lögum, í formi félagsgjalda og greiðslna í sjúkra- og orlofsheim- ilasjóði félaga, nánast allt í kring urh landið — var ekki úrskurður samgönguráðuneytisins þessu við víkjandi megin orsök þessa fram taks F.F.S í.-manna frekar en áhyggjur vegna undanþáguveit- inganna? Ég vil taka undir orð L. J. að undanþáguveitingar eru mikið vándamál sem verður að íinnast lausn á, en ég vil ekki stöðva eða » mæla með stöðvun bátaflotans til » að leysa þanr; vanda sem undan- þágunum fylgir. Við getum strax slegið því j föstu að rr»eginorsökin fyrir því, j hvernig komið er í þessum mál- um er hinr, langi vinnutimi sjó- j manna. Miðað við vinnutíma eru þeir tæpast hálfdrættingar í kaupi við daglaunamenn, vinna þeirra er óþrifaleg. erfið og hættuleg. Þeir eru fjarri heimilum sínum j og ástvinum langtímum saman, j þeim er fyrirmunað að lifa eðli- j legú heimilislífi eins og öðrum j þegnum þjóðfélagsins. wmmm Á'.j;:;:; Éflll#m Wm ■ !/// ^ (4 'm — ■ M bhm '//■ \ v >/ 4 §B0iÉéáw. ■wmm \ " Mm. n / “ m "m ■■ wk / W# m m ÁSÝND JARÐAR eftir Johan Bojer. Þýöandi: SVEINN VÍKINGUR. Skáldsagan „Ásýnd jarðar" („Verdens ansigt") kom út árið 1917. Hún fjallar um ungan, lifsglaðan og bjartsýnan lækni, Harald Mark, sem hefur starf sitt norður á Finnmörk og kvænist þar taglegri og listrænni konu. Síðan fer hann til framhaldsnáms er- tendis og dvelst lengst af í París. Þar fer hann að lesa dagblöðin af slíku ofurkappi, að hugsun hans snýst varla um annað en rang- sleitni stjórnvalda og bágindi fólks um víða veröld. Þau hjónin fjarlægjast hvort armað, unz leiðir þeirra skilja, og Harald snýr einn heim til Noregs. Hann snýr baki við öllum framavonum og fer að stunda læknisstörf í einu af fátækrahverfum höfuðborgar- innar. Jafnframt gerist hann ákafur jafnaðarmaður og tekur þátt I harðri stjórnmálabaráttu. Smám saman verður hann sifellt stór- orðari og hvassyrtari í ræðu og riti og er loks dæmdur i háa sekt fyrir meiðyrði. Honum verður þá Ijóst, að samkennd hans með olnbogabörnum heimsins hefur orðið honum að óbærilegri kvöl, sem hann verður að losna við, og jafnframt gert hann að verra manni. Úrræði hans verður þá að gerast yfirlæknir sjúkra- hússins í heimabæ sínum vestanfjalls, þar sem móðir hans er skólastióri. Þar tekst honum að beita sér fyrir ýmsum framför- um og vinna mannúðarstörf þrátt fyrir mótblástur af ýmsu tæi. Harald teflir djarft, einkum leggur hann sig fram um að bjarga ógæfumanninum Ivari Holth, en árangurslust. Ógæfan dynur yfir. Niðurstaða sögunnar er þó engan veginn vonleysi, heldur trú á endumýjunarmátt lífsins og gildi þeirra menningarverðmæta, sem snillingar allra alda hafa skapað. Og það er ekki sízt yfir- hjúkrunarkonan á sjúkrahúsinu, Alma Kahrs, sem á sinn þátt í að auka honum trfstrúna á ný. STAFAFEM . Á sama tima og vinnuvika land verkafólks er stytt í 40 klst. á viku, er vinnuálagið aukið á sjó menn. Þeim er gert nær ókleift að fá sumarfrí eíns og öðrum lands- mönnum, eins og bezt kom fram sl. sumar, þegar sjómönnum var boðið upp í að safna í sumarfri! sleppa helgarfríunum sem eru samningsbundin, en fá 14 daga fri um verzlunarmannahelgina í staðinn. Hvernig er sumarfríum landverkafólks háttað hvað þetta snertir? Svo eru menn undrandi á að ekki skuli vera hægt að manna bátana. Það sem ég hefi drepið á hér að framan er ekki nema einn lítill kafli í þeirri sögu sem hægt er að segja i sambandi við þann reginmun sem er á að- stöðu sjómannsins og öðrum launastéttum, hvað viðkemur launum og allri félagslegri að- stöðu til að lifa þvi lífi sem af öllum er talin sjálfsögð í dag. Hver er svo skilningur ráða- manna til þeirrar stéttar sem skapar með vinnu sinni þann auð sem allt þjóðfélagskerfið byggist á? Ég þar1 ekki að svara þeirri spurningu, hún svarar sér sjálf í þeim vanda sem útgerðarmenn eiga i, við að manna báta sina. í sambandi við undanþáguveit ingar til vélstjórnar er ég mál- um nokkuð kunnugur, og get því fullyrt að meira en helming- ur fiskiskipastóls okkar, hefði leg ið bundinn við bryggjur ef ekki hefðu fengizt til starfa vélgæzlu menn sem tkki eru með tilskilin réttindi, og urðu þá að sjálf- sögðu að koma til undanþágur frá gildandi reglum um atvinnu- réttindi vélstjóra, þó eins og áð- ur hefir komið fram séu í lög- um, heimild til slíkra undanþágu veitinga. Það má til fróðleiks, og eins til að menn geti almennt gert sér ljóst hvemig ástandið er í þessum málum, hvað við- kemur vélstjórum, og gildir það sama sennilega með aðra yfir- menn á fiskiskipum einnig, nefna tölur um undanþáguveitingar til vélstjórnar á félagssvæði þriggja félaga. Á s). vori gerði ég könn- un á þessu og kom í ljós, að yfir 60% starfardi vélstjóra á okkar svæði, voru menn með undan- þágu, í Grinoavík voru það um 52% — en frá Stór-Reykjavikur- svæðinu hefi ég ekki áreiðanleg ar tölur, en mér var tjáð af manni, sem kannaði þetta fyrir mig hjá lögskráningunni í Reykjavik að ástandið væri sízt betra en hjá okkur á Suðurnesja svæðinu. Á þessum tölum sjáum við að eitthvað verður að gera til að leysa þetta vandamál. L. J. vill binda fiskiskipin meðan orsak- anna sé leHað vegna þessa vanda máls, og sannarlega er þetta mik ið vandamál, en eins og ég hefi áður bent á í þessari grein, vit- um við hver orsökin er, í stórum dráttum. Það verður að bæta laun sjómanna og eins gera aðr- ar þær ráðstafanir sem með þarf til að hæna menn að þessari at-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.