Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 6
I
' 38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972
Mánudagsmyndin:
FELLINI —
SATYRICON
Persónulegar táknmyndir
Fellini.
„Fellinl er að minu áliti
augljóslega úrkynjaður lista-
maður. Hann hefur fundið sér
stíl, sem fellur einkar vel að
úrkynjun og þessu Hugar-
ástandi. Sígildni felur í sér
nokkuð lokaða, formfasta
uppbyggingu. En úrkynjunar
listin krefst opins stils, þar
sem í stað uppbyggingar
koma Ijóðstafir og endurtekn-
ing. Tökum t. d. Bolero eftir
Kavel. Þar er alltaf endurtek
ið sama temað, og það gæti
haldið áfram í heilan dag.
I»að sama má finna hjá Fell-
ini: endurtekninguna á þvi
tema, sem hann er gagntek-
inn af og helzt út alla sýn-
inguna, þó það sé í rauninni
ekki endirinn á myndinni
sjálfri. Hér finn ég mjög gott
samhengi milU hins úrkynj-
aða anda Fellinis og eins
konar forms, sem fellur mjög
vel að þessari úrkynjun.“
Alberto Moravia.
Satyrieon var upphaflega
porno satíra skrifuð af Petr-
onius Arbiter, sem var hór
mansrari Nerós. Sagði sagan
frá tvelm ungmennum og ferð
um þeirra um hið hnignandi
Rómaveldi. Fellini hefur
leregi haft áhuga á þessu
verki og 1939 reyndi hann að
setja verkið á svið sem and-
fasistískan áróður. 1 mynd-
inni notar Fehini sögu Petr-
oniusar aðeins sem uppistöðu
og aðspurður segir hann
verkið vera ,,um 20% Petrotn
ius, 80% Fellini".
Telur hann að þessi mynd
um hina heiðnu Róm á hnign-
unarskeiði (myndin gerist á
árunium í kringum 60 f.K.)
eigi sér spegiímynd í heimi
okkar i dag. Hann bendir
m.a. á, að þar sé augljós
„sami ákafínn tid að njóta lífs
ins, sama ofbeldið, sama sið-
leysið, sama örvæntingin og
sama sjálfsánægjan.“
Fellini segist einnig lita á
myndina sem „vísindaskáld-
verk, í þeim skilningi, að
þetta er ferðalag inn í hið
óþekkta — plánetu eins og
Merkúr eða Mars, en í þessu
tiiviki ti'l heiðinnar plánetu,
sem er áhorfendum ökunn."
Eftir að myndin hafði ver-
ið sýnd 1 Feneyjum 1969,
sagði í bandaríska vikurit-
inu Time, að þeir Fellimd-
áhugamenn, sem nytu þess að
rekja sjálfsævisögubrot i
verkum meisbarans, myndu
sennilega reka sig á allar
dyr lokaðar til slíks í Sat-
yricon.
Þetta reyndist þó ffljótlega
rangt. Hindrununum var rutt
úr vegi og heiti myndarinn-
ar breyttist til samaræmis í
Fellini-Satyricon. Segir Fell-
ini: „Satyricon er jafnved
meiri sjálfsævisaga en 8%.“
Hér á eftir fer úrdráttur
úr grein, sem birtist fyrir
tveimur ánnm í bandariska
kvikmyndaritinu Cmema. Er
hún skrifuð af John Myhers,
sem er handritahöfundur og
leikari og þekkir til Fellinis.
Rekur hann þar ýmis atriði
myndarimmar og skýrir þau,
með hliðsjón til atburða í lífi
Fellinis. F ell indSaty r i con er
samsett af atburðuim og sam-
böndum milli Fellinis og hans
sjálfs, ást hans, kirkju vina
hans, og heimialandi. Myndin
leggur áherzlu á vinskap
hans við kennara simn, Ro-
berto Rosselini, á hnignun að-
alsins á Ítalíu, blómgun og
hnignun fasismans og lok ei.n
veldisins. Satyricon tekur við
þar sem „I Vitelomi" endar.
Encolpio kemur tid Rómar
árið 66 f. K. í leit að sinni
sönnu ást. Þetta samsvarar
1939, þegar Fellini sem ung-
ur námsmaður yfirgaf fæð-
ingarbæ sinn, og kom til
Rórnar í hamingjuleit.
Vernacchio, gamanleikar-
inn í hinni fornu Róm, hefur
keypt Gitone, (hin sanna ást
Enoolpios) af Asci'tto (vinur
orðinn að óvini). Þetta svar-
ar til fyrsta fundar Fellinis
og Aldo Fabrizi, hins fræga
gamanleikara, sumarið 1939.
Þeir voru vanir að hittast á
Bar Castellino í Piazza Ven-
ezia. Fabrizi hefur alltaf
haldið þvi fram, að sögur
hams úr skemimtanaheiminum
hafi orðið kveikjan að þrá
Fellinis til að skrifa. í rit-
smíðum sínum fann hann síð-
an sína sönnu ást (ástriðu),
leikstjórn. Þetta skýrir yfir-
ráð Vernacchios á Gitone.
Hið grimmilega afflimunar at-
riði i sýningu Vernacchios
táknar ritskoðun fasista á
skrifum Fellinis fyrir avant-
garde dagblað, er nefndist
Marc Aurello.
Encolpio stelur Gitone frá
Vernacchio og drengirnir
tveir halda í fremur óvistlegt
neðanjarðar vændishús (tíð-
ar heimsóknir Fellinis í pútna
hús Rómar). Inn kemur Asc-
ilto og neyðir Gitone tll að
velja á miilli sín og Encolpio.
Gitone velur (óvænt) Ascilfo
og þeir fara. Encolpio verður
einn eftir. Þetta táknar
fyrstu misheppmuðu tiiraunlr
Fellinis sem rithöfundar.
Næst hittir Encolpio skádd
ið Eumolpo (Roberto Rosse-
lini), en skáldið segir piltin-
um að peningagræðgin sé
eyðilegging allra lista og
listamanna. Skáldið kynniir
Encolpio fyrir auðugum land
eiganda, Trimalchio, sem á að
tákna núverandi hnigmun að
alsins á ftalíu. I fyrsta atrið-
inu standa aliir þjónar Trim-
alchios naktir í laug og
syngja. Flogaveikur sonur
hans liggur þar hjá og er
Lesið ykkur til verðlauna
Teiknið til verðlauna
Sýnið leikni ykkar og
hugmyndaflug
Sérstæð barnabók
í hinum stóra flokki
íslenzkra barnabóka
Bókin gefur unglingnum tækifæri til bess að tjá sig og hugmyndir sínar
í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt
myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar.
Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur bókin tækifæri til þess að
teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar.
Lesið vandlega bakhlið bókarinnar en hún segir það sem hér vantar.
Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt
gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi.
ÞJÓÐSAGA
BYGGGARÐI SELTJARNARNESI — SÍMAR 13510. 26155 OG 17059
Iðnaðorhúsnæði 200 - 500 fm
nð stærð, oshost
Tiiboð sendist Mbl„ merkt: „336.“
Bátar til sölu
Mb. Freyja VE 125, 23 tonna eikarbátur með ný-
legri 240 hestafla GM-vél, Decca radar, Simrad
dýptarmæli og sjálfdragara fyrir línu. Bátur og vél
í mjög góðu ástandi. 2 fiskitroll og 2 humartroll
fylgja. Góð kjör. Afhending strax eða eftir sam-
komulagi.
Þá höfum við til sölu 2 mjög góða trillubáta, TB
Otur VE 8, frambyggður 5,4 tonna bátur, 45 ha. loft-
kæld dieselvél nýyfirfarin, eignartalstöð, dýptar-
mælir, línuspil, 3 rafmagnsrúllur o.fl. Bátur og vél
í mjög góðu ásigkomulagi.
TB Rán VE 330, stærð 4 tonn, Volvo Penta-diesel-
vél, dýptarmaelir, gúmmíbjörgunarbátur og eitthvað
af veiðarfærum fylgir. Traustur bátur í fyrsta
flokks ástandi.
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN HF.,
V estm annaey j um.
Sími 98-2470.