Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 11
MOnGWaBLAÐJÐ, LAUGAH-DAtíUR-16. DESEMBEIR 1972
43
Athyg-lin beinist að fjórum tegundum gosefna, og eru þau einkum teUin til rannsóknar.
alti má fá trefjar. Tékkar fram
leiða til dæmis mikið af slík-
um plötum og selja til Bret-
lands. Þar eru þesssar plötur
notaðar I staðinn fyrir asbest-
plötur. En asbesttrefjar
geta valdið sjúkdómum hjá
þeim, sem vinna við sUka fram
Jeiðslu.
Til gamans má einnig geta
þess, að Rússar framleiða gler-
trefjar úr jierlusteini og eru
siðan ofin úr þeim gluggatjöld.
Ungverjar hafa hafið fram-
Jeiðslu á eins konar frauðgleri
úr perlusteini, og hefur það
verið notað sem einangrunar-
pJötur fyrir byggingar-
iðnaðinn.
• NÍR ÞENSLUOFN
VÆNTANLEGUR
— Þið eruð sem sagt að gera
reglulega könnun á þessu öllu.
Hvað eruð þið raunverulega
að gera núna?
— Verið er að flokka sýni,
sem tekin hafa verið í Presta-
hnúk, efnagreina þau og gera
á þeim efna- og eðlisfræðileg
ar athuganir. Það er búið að
panta þensluofn til tilrauna
með perlustein, og hann er
væntanlegur mjög fljótlega.
Áður var til iítitl tilraunaofn,
en þessi er mtkhi fullkomnari
og laetri. Hann verður hjá
Rannsók-nastofnun iðnaðarins.
Þá er væntanlegur bingað sér-
íræðingur frá Ungverjalandi á
vegum UNIDO, Iðnþróunar
stofnunar Sameinuðu þjóð
anna, til að vera með okkur i
mánuð og hjálpa okkur við að
koma þessum tækjum, sem við
erum að fá, í gagnið. En í fyrra
var hér Breti frá UNIDO,
Todd að nafni í sama skyni.
Þá hafa þrir menn úr hópnum,
þeir Aðalsteinn Jónsson, Har-
aJdur Ásgeirsson og Stefán
Arnórsson farið til Rússlands,
Ungverjalands, Tékkósló-
vakíu, Sviss og Austurríkis til
að kynna sér notkun perlu-
steins. Hann er til i Rússlandi
og Ungverjaiandi og nýtt-
ur þar, og Svisslendingar og
Austurrikismenn fá perlustein
til vinnslu frá Grikklandi.
Hafa þeir félagar skrifað gagn
lega skýrslu um það, sem þeir
kynntust í ferðinni.
— Nú höfum við talað mikið
um perlusteininn og möguleika
hans. En hvað um hin gosefn-
in, sem hugsanlega eru nýtileg,
svo sem basalt, hraun og vik-
ur?
— Já, mögulaikarnir virðast
mestir í perlusteini. ViB höfum
takmarkaðan tima, fjármagn
og getu. Hraunið heíur lítið
verið athugað, og aðrir hafa
farið af stað með vikurinn, sem
er fluttur út. Eriendis hafa ver
ið gerðar tiiraunir með gler-
trefjar í steinsteypu, en gier-
trefjar hafa þann ókost,
að þær þarf að húða með plast
efnum, svo að alkaliefni sem-
entsins tæri ekki gierið. í Evr-
ópu hafa einnig verið notaðar
basalttrefjar I plötur, svipað-
ar asbestplötum, og erum við
að skoða okkar efni og athuga
hvort það er heppilegt til
slíkrar framleiðslu. Þess má
geta að Bretar eru farnir að
nota trefjastyrkt steinrör, en
þau eru léttari og meðfærilegri
en venjuleg rör. Markaður fyr
ir trefjar í byggingariðnaði er
mikill erlendis þó hann sé til-
tölulega lítill hérlendis.
— Er ekki margt sem þarf
að athuga áður en hægt er að
stofna fyrirtæki og fara að
íramleiða slika hluti?
— Jú, það vill oft brenna
við á ísJandi þegar eitthvað
nýtt er á döfinni, að byrjað
sé á því að stofna fyrirtækið.
En við teljum að fyrst verði
að athuga ýmis atriði s.s. stað-
setningu og magn þeirra, gera
efnisrannsóknir, kanna nýting-
armöguleika og athuga mark-
að, svo nokkuð sé nefnt, og þá
er Joks komið að fyrirtækinu
sjálfu, fjármögnun þess og
framkvæmd. — E. Pá.
Auglýsing
um loðnuveiftar í fiotvörpu.
Þeir skipstjórar, sem hug hafa á því að stunda
loðnuveiðar í flotvörpu á komandi loðnuvertíð,
skulu senda umsóknir um leyfi til slíkra veiða til
sjávarútvegsráðuneytisins eigi síðar en 22. desem-
ber nk. Búast má við því að umsóknir, sem berast
eftir þann tíma, verði ekki teknar til greina. í um-
sóknunum skal greina nafn skipstjóra og nafn og
númer báts.
Sjávarútvegsráðuneytið.
Erlendis greiðir fólk hátt verð fyrir tízkufatnað okkar
úr íslenzkri ull. Þér getið notið þess að kaupa vöruna
á lægra verði f heimatandinu. Komið og veljið úr
útflutningsvörum i verzlun okkar á horni Bankastráetis
og Þingholtsstraatis. f
Þingholtsstræti 2
Sími 13404
SJÁLFVIRKAR
KAFFIKÖNNUR
EMIDE, sjálfvirka kaffikannan, er það nýjasta í
kaffilögun og það tekur aðeins örfáar mínúttur að
laga kaffið. Innbyggð hitaplata.
— VERÐ KR. 4.473.00 —
— TILVALIN JÓLACJÖF —
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.