Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBBR 1972
45
túrgarður og loks er hring-
myndað útileikhús fyrir aftan
bygginguna. 1 sambandi
við kaffiteríuna, sem telst mjög
mikilvægt þjónustuatriði varð-
andi söfn og stórar sýningar-
hallir, ber að geta þess, að hún
hefur ekki komið af stað
neinni mótmælaöldu svo sem
gerðist er Lousiana I Humle-
bæk opnaði fyrir fjórtán árum.
Kreddufullir listunnendur
héldu því þá blákalt fram á op
inberum vettvangi, að ekki
væri mögulegt að samrýma list
og kaffidrykkju hvað þá enn
afleitari samsetningu svo sem
væri list og öl! Fólk virðist nú,
sem betur fer, hafa etið og
drukkið sig burt frá þessum
fordómum, alla vega hefur sézt
til aðalmótmælenda kaffiterí-
unnar á Lousiana með vinar-
brauð eða snittu í hendi þar,
án þess að séð væri að liðu af
samvizkubiti. Væri gengið á þá,
viðurkenndu þeir umyrðalaust,
að þeir væru einfaldlega svang
ir! Loks hefur umburðarlynd-
ið gengið svo langt, að fólk
sem hrífst af list, getur leyft
sér að verða matarþurfi, jafn-
vel einnig þyrst. Því hefur
Listasafn Norður-Jótlands feng
ið sína kaffiteríu án mótmæla,
og það er einnig í sjálfu sér
mikil framför.
Listasafn Norður-Jótlands á
nærri hundrað ára sögu
að baki sér, og bjó að opnun
nýju byggingarinnar í Sögu-
safni Álaborgar við svipuð skil-
yrði og t.d. Listasafn Islands.
Það var ekki fyrr en árið 1967
að listasafnið fékk faglegan
forstöðumann, sem var listfræð
ingurinn Lars Rostrup Böye-
sen, og átti safnið þá 350 mál-
verk og 275 höggmyndir. En
það varð fljótt ljóst að gæði
þessara mynda einna réttlættu
ekki safnbyggingu, sem stæði
undir æskilegum og áætluðum
kröfum. Var því tekið til
i a n k'puleggja
f'". ’ "t fr ' ■ ■’+um, ’ 'inntg að
safnið gæti verið í samræmi við
hinn glæsilega ytri ramma þess.
I því skyni festi safnið sér hið
mikla og einstaka safn listhöfð
ingjanna Önnu og Kresten
Krestensen, en það varð ekki
gert án mikillar baráttu varð-
andi fjárhagslega hlið málsins,
en ‘msir sjóðir urðu til að létta
þá byrði auk borgarsjóðs Ála-
bo-v'n-ar. Safn þetta telur
Líkan af Listasafni Silkiborgar framtíðarinnar.
400 verk nútíma danskrar og
erlendrar listar frá tímabilinu
1915—‘60, og er stór hluti þess
úrvalsverk Cobra-istanna svo-
nefndu, og verk þeirra uppi-
staða safnsins I dag. Anna og
Kresten Krestenssen voru
tannlæknar að mennt, sem starf
ræktu stórar og umsvifamikl-
ar tannlæknastofur, og ráku
auk þess verksmiðjur sem önn-
uðust tanntækni, og er því
óhætt að slá þvi föstu, að
skemmdar tennur hafi fjármagn
að þetta einstæða safn þeirra,
og r ■ raunabót að vita, að jafn
vel tannskemmdir geta komið
góðu til leiðar! . . .
Meðal höfunda mynda úr safni
þeirra, sem þar áttu verk er
mig bar að garði, má nefna As-
ger Jorn, Richard Mortensen,
Carl Henning Pedersen, Eijler
Bille, Egil Jacobsen og Svavar
Guðnason (6 myndir). Þá eru
þar einnig myndir eftir Corn-
eille og Carel Appel, ennfrem-
ur alþjóðleg nöfn meistara svo
sem Picasso, Magnelli, Dey-
rolle, Dewasne, Poliakoff,
Veggur við Listasafn Silkihor gar, stækkuð mynd eftir Jean
Dubuffet.
Vasarely, Herbin og Max Ernst.
Af eldri danskri list má nefna
Lundström, Giersing og Jens
Söndergaard og eru þeir vel
kynntir þar. Svo er töluvert
um höggmyndir bæði úti
og inni og þar ber mikið á Eng
lendingnum Lynn Chadwick
og Dananum Robert Jacobsen,
einnig er þar innan dyra stór
tréskúlptúr eftir Sigurjón Ólafs
son. En annars er auðséð að
nokkurt handahóf hafi einkennt
innkaup safnsins fyrir tíma nú-
Verandi forstöðumanns, og
má segja að allt safnið sé enn
í mótun og eigi eftir að fá
sinn sterka og samræmda heild
arsvip. Áætlaður kostnaður
við bygginguna var 14.6 millj-
ónir d.kr., en varð 21 milljón,
og þykir svo dýrt að til um-
ræðu hefur dregið. Sagt hefur
verið að Alvar Aalto hafi öðl-
azt hugmyndina að safn-
byggingunni í siglingu á ánni
Níl, og sannast hér að snjöil
hugmynd sigrar jafnt fjarlægð
ir sem andstreymi, því furðu
gegnir að Danir fengu reist
þetta mikla safn á tímum mestu
sparnaðaröldu og öngþveit-
is, sem gengið hefur yfir þjóð-
ina á síðari tímum.
— Safnbyggingin í Árósum
er hvorki rismikil né fjölskrúð
ug hið ytra, hér er nánast um
einföldun að ræða þannig að
byggingin getur leitt hugann að
nokkurs konar safnþró (sbr.
kolaþró). En þvi meir undrast
maður er inn kemur, hve öllu er
þar haglega fyrir komið, og
hve lýsing er þar traust
og jöfn, án alls íburðar. Sem
bvggingarlist er safnið fullkom
in andstæða norður-józka safns
ins, og hefur vissulega kostað
stórum minna. Þá er það einn-
ig þróaðra sem safn, og þar
hafa smekkvísir fagmenn sýni-
lega annazt innkaup. Safnið er
nokkuð stórt og geymir viða-
mikið úrval af danskri list
innan veggja, hvort tveggja
eldri sem yngri. Hinu nýjasta í
nútínialistinni er þar ekki út-
hýst, því að alþjóðlegt popp get
ur þar einnig að líta (Andy
Warho! o.cl.) svo og hina yn.gstu
dön-'ku. fram.úrstefnulista-
menn. Þetta safn kom mér mjög
á óvart, einkum fyrir hug-
þekkt og rólegt andrúm i öll-
um sölum. En þarna vantar þó
kaffiteríuna, svo gestir geti
hvílt hugann við kaffibolla eða
ölkollu og hugleitt áhrif alls
þess, sem fyrir augu ber. Með
al verka frá fyrri helm-
ingi þessarar aldar mátti m.a.
sjá málverk eftir Jón Stefáns-
son, og var áberandi hve form
hugsun í verki hans var skýr-
ari og órómantískari en í öðr-
um nálægum myndum. Var
þetta því miður eina islenzka
verkið sem ég varð vár við á
safninu.
Myndlistarsafn Silkiborg-
ar, sem kennt er við velgjörð
armann þess Asger Jorn, er um
margt áhugavert, en það er þó
framtíðaráætlun Jorns um bygg
ingarframkvæmdir yfir safnið
sém er áhugaverðust. Eftir lík
ani af safninu að dæma yrði
hér um eitt viðamesta safn nú-
tímalistar í Evrópu að ræða,
og um leið frábært afrek.
Jorn, sem er heimsfrægur, mun
hafa ævintýralegar tekjur af
listsköpun sinni, enda er mað-
urinn víkingur að starfi
og stefnir að því að láta safn-
bygginguna njóta þess. Til
bráðabirgða, á meðan draum
urinn þróast til veruleika er
safn hans til húsa i mennta-
skólabyggingu. Safnið er lítið
en þó mjög áhugavert, og auð-
sætt er að það hefur geysilega
þróunarmöguleika jafnvel
þótt einungis hálfur draumur
Jorns rætist. Þar mun einnig
eiga að vera til húsa mesta
safn norður Evrópu af nútíma
grafík, en sú deild var lokuð
er mig bar að garði.
Að síðustu vil ég aðeins
víkja að heimsókn minni í forn
minjasafn Silkiborgar, en þar
gat að líta frægasta framlið-
inn fornsögulegan þegn Dana-
veldis, hinn svonefnda „Tollund
mand“. Maður þessi er talinn
hafa verið líflátinn með heng-
ingu fyrir tvö þúsund árum og
líki hans síðan varpað í mýrar-
fen. Svo hagar til, að í þessum
mýrum er mikið af sútunarsýr-
um, en slíkar sýrur finnast ein-
ungis i mýrarfenjum Norðvest-
ur-Evrópu. Maðurinn hefur
þannig sútazt í mýrinni, og svo
vel hefur lík hans geymzt ?ð
líkast er sem hann hvíli í djúp-
um svefni, og jafnvel fundust
ieifar síðustu máltíðar hans í
meltingarfærum hans. Þannig
reyndist einnig unnt að ákvarða
að hann hafi neytt hinnar síð-
ustu máltíðar 12 -24 klukku-
stundum fyrir dauða sinn, og
jafnframt að sú máltíð hans
hafi verið grautur, sem einkum
var saman settur af byggi,
ávexti af blöðkujurt, ásamt hör
fræi og krossblómafræi. Við
framræslu mýranna og mógröft
hafa nokkur slík lik fundizt, en
ekkert þeirra hefur varðveitzt
jafn vel og Tollundmaðurinn.
Að öllu samanlögðu er fyrirbær
ið talið einstætt að sögulegu
gildi. Meðal margs annars mjög
áhueaverðs sem sjá mátti
á þessu safni, vöktu sérstaka
athygli mína listfléttingar úr
mannshárum í alls kon-
ar mynstri gerðir af mikl-
um hagleik
Lengra verður ekki haldið i
þessum þætt: og lýkur því að
segja frá myndrænu sviði
Jóía.
Lislahöfðinginn Kresten Krest-
enssen, brjóstmynd eftir Helge
Holmskov.
Listasafnið í Árósum.