Morgunblaðið - 19.12.1972, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1972
Bjartmar Guðmundsson;
Manndómur við Djúp
Föstudaginn 8. des. rœðir
Alþýðublaðið um „fjarlægð
arskatt" á Vestfjörðum og
uppiýsir að hveitisekkur (50
kg.) kosti þar kr. 121.90
meira en í Reykjavík, rúg-
mjölspokinn kr. 144.20 meira,
sykurpokinn kr. 127.30 meira
og fóðurblöndupokinn kr.
106.85 meira.
Svipað og þetta má segja
um mismun á öðru vöruverði.
Og munar þó líklega meiru á
byggingarefni.
Þessi verðmunur stafar af
gjaldaliðum, sem leggjast á
vörunar fluttar frá innflutn-
Ingshöfn höf uðborgarinna r
út á landsbyggðina.
Finnst nú engum nema mér
og Alþýðublaðinu að þetta
þurfi að breytast?
Þessar tölur hefur blaðið
frá Fjórðungssambandi Vest
fjarða. Blaðinu verður að
vonum starsýnt á þennan
skatt, sem það veit að leggst
á „sjávarplássin“, sem draga
mestan hluta útflutningsvör-
unnar á land og standa þann
ig undir fjárhag alþjóðar.
Helzt hefði það líka þurft að
vita að fjarlægðarskattur
leggst lika á sveitir og við-
ast hvar enn þyngra. Það
hefði líka þurft að vita að
sveitrmar styðja sjávarpláss-
in og þau þær á móti. Eða
hvemig væri Patreksfjarðar-
bær staddur, ef ekki væri
Rauðasandshreppur og nær-
liggjandi sveitabæir? Eða
sveittn án P&treksfjarðar?
Hvað um Þingeyri, ef ekki
væri Dýrafjörður og Flat-
eyri éin Önundarfjarðar? Eða
hvemig mundi sveitunum þar
vegna án þorparma?
Daginn eftir að ég las þetta
í Alþýðublaði kemur Tim-
inn með tölur, sem ekki em
síður talandi. Nær 3/4 hlutar
af öllu lánsfé byggingarsjóða
í landi okkar ganga til bygg-
í inga í Stór-Reykjavík, eða
72%. En 28% aðeins fara til
bygginga annars staðar á
landinu. Vestfirðir fá minnst,
eða aðeins kr. 1930 á mann,
Faxaflóasvæðið 5000. Heim
ild Timans um þetta er frá
Sambandi austfirzkra sveitar
félaga.
Ekki em þessi dæmi nema
brot úr sögu samfélags-
ins. „Fjarlægðarskatturinn"
leggst sjálfsagt þyngra á
byggingarefni, áburð og olíur
í formi flutningsgjalda. Samt
er allt þetta smátt samanbor-
ið við það, sem úrtölumenn
læða inn í hugarheima ungra
manna í strjálbýlinu, sem sé
þvi, að það nærist sífeilt á
ölmusum.
Sunnudaginn 11. desember
stóðu þessi viturlegu orð í
Morgunblaðinu: „Ég held ég
taki ekki of mikið upp í mig
með þvi að segja, að á Islandi
hafi mótazt þjóðfélag, sem er
einstætt í sinni röð á jarð-
ríki. Við höfum náð efnalegri
velmegun á borð við auðug-
ustu þjóðir heims án þess að
fórna að sama skapi lífsgæð-
um í hreinu vatni og lofti og
kalla yfir okkur vandamál
stórborganna." Og: „eitt tel
ég þó mikilvægara en flest
annað, en það er mannfæðin
og strjálbýlið. Þannig er
freistandi að álykta að eins
og mannfjöldinn er böl stór-
borganna og óheft mannfjölg
un feigðarboði mannkynsins,
þá er fámennið og strjálbýl-
ið undirstaða hins heilbrigðe
þjóðlífs hér á Islandi."
Fleira mætti tilfæra úr
þessari Morgunblaðsgrein,
sem er efttr Vilhjálm Lúðvíks
son, og heitir: Að selja land-
ið.
Aðalefni þeirrar ágætu
greinar er að vara við þeirri
hættu, sem landi og lýð staf-
ar af erlendum ferðalöngum,
sem flykkjast munu til lands-
ins með hreina loftið og vatn
ið fyrir áeggjan útsendara frá
ferðaskrifstofian og „land
kynningu," ef svo heldur
áfram sem nú horfiir. Það er
mál út af fyrir sig. En sam-
hliða aðalefni i grein V. L.
kerrrur fram miikill skilningur
á þvi, að sum þau fábyggðu
svæði okkar lands, sem
minnst hafa verið virt hingað
tdl, eru nú senn að verða ómet
anleg.
Mánudagskvöldið 11. des-
ernber skýrði Rikisútvarpið
frá manndómslegum viðbrögð
um manna við Isafjarðar-
djúp. Þeir eru að hrinda í
framkvæmd áætiunargerð um
viðreisn byggðarlags sins. En
þar hefur fólki fækkað mjög
að undanfömu eins og víðast
hvar annars staðeur á Vest-
fjörðum. Frumkvæðið er að
öllu leyti þeirra og hsfa þeir
í byrjun leitað aðstoðar Bún-
aðarfélags Islands, Búnaðar
þings, Stéttarsambands bænda
og Landnámis ríkisins og loks
ríkisstjórnarinnar.
Sem sjá má vsr þetta með
öðru í blöðum og útvarpi 8.
des. 9., 10,. og 11. des. um
strjálbýlið annars vegar og
þjóðfélagið að hinu leytinu.
Fjórðungssamband Norður
lands, Fjórðungssamband
Vestfjarða og Samband aust-
•J.yicra sveitarfélaga hefja
nú aukna baráttu fyrir til-
veru þeirra byggðarlaga, sem
eru innan þeirra vébanda,
svo þau fái velli haldið. Það
er góðra gjalda vert.
Fyrir fáeinum árum var
hafizt handa um miklar um-
bætur á vegakerfi Vestfjarða
sem lengi hafði þá setið á
hakanum ásamt Austfjörðum.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son átti mestan heiður af því
framtaki og benti á leiðir til
fjáröflunar. Nú eru þar viða
vegir prýðilegir um byggðir,
fjöll og hálsa. En Djúpið sit
ur enn að mestu til hliðar við
þær umbætur og hefur ekki
samband við kaupstað sinn,
Isafjörð, nema fara um 200
fem krók. Og er þó vegurinn
um Þorskafjarðarheiði varia
vegur. Að sjálfsögðu vita
þeir, sem við Djúpið búa, að
þar þrifust stórbýli um aldir
engu síður en i öðrum byggð
ariögum, og muna mektartíma
Ögurs og Vatnsfjarðar og
annarna fleiri mikilla jarða,
sem enn halda þar velli, svo
sem Vigurs og Æðeyjar. Þar
í sveitum er líka jarðhiti á
nokkrum stöðum, sem enginn
veit enn að hvað miklu gagni
getur komið. Til annarrar
handar við þessa byggð er
mesta eyðibyggð á landinu
Homstrandasvæðið og væri
ekki óliklegt að það hræddi
út frá sér. En Djúpið er betra
byggðarlag frá náttúrunnar
hendi.
1 gær, 12. des., minnti út-
varpið okkur á að liðin eru
25 ár síðan bj örgunarmenn úr
Rauðasandshreppi hrifu 12
skipbrotsmenn úr heljargreip
um undir Látrabjargi á svo
karimannlegan hátt að aðdá-
un vaktí og vekur um gjörv-
allan heim, þar sem spumir
fara af og upplýsingar um all
ar aðstæður. Þar var að verki
sú dirfsba, karimennska, lag,
útsjónarsemi, vitsmiunir og
ósérplægni að hverjum íslend
ing hlýtur að hlýna af, sem
ekki hefur alveg blátt blóð I
æðum, jafnvel hagfræðingum
sem halda þó að strjálbýlið
sé einungis baggi á lýðveld-
inu okkar.
I 30 manna hóp, sem kem-
ur við þá sögu meira og
minna, voru 8 kariar frá
Látravík og 2 konur, að
ógleymdu kvenfólkinu á bæj-
um, sem heinm var og útbjó
leiðangursmenn að faitnaði og
vistum og sendi á Bjarg að
strandstað, boðið og búið að
rétta fram hjálparhendur í 3
sólarhringa og tók síðan móti
skipbrotsmönnum til hjúkr-
unar á heimilum. Þetta var
þegar Barðstrendingar björg-
uðu áhöfninni af togaranum
Dhoon við Geldingsskorardal
og fóru niður 170 m hátt
bjarg, skutu línu út í sökkv-
andi skip og drógu skipverja
á land og höluðu síðan upp á
Látrabjarg. Þetta var að
vetrarlagi 12. des. 1947.
Þá var margt manna I
Látr&vík. I vetur eru þar að
sögn fimrn manneskjur. Hver j
um verður ekki fyrir að
spyrja: Eru byggðarlög þar
sem svona atburðir gerast
samfélaginu einskis virði?
Ekki finnst mér annað
hægt líka en bera virðingu
fyrir Djúpmönnum, sem snúa
nú liði sinu móti tímans
straumi. Og þar sem Vestfirð-
ingar eiga nú raunar 2 ráð-
herra á valdstólum og sumir
þingmenn þeirra eru skiln-
ingsglöggir á gildi strjálbýl-
isins, er þess að vænta að
þeirn verði nokkuð ágengt.
Matthías er i þeima hópi,
Hannibal og Þorvaldur Garð-
ar. Kjördæmið sýndi Hanni-
bal það traust við síðustu
bosningar, að til mikils er af
honum ætlazt. Svo hefur
hann sem bóndi í Selárdal,
oddviti, hreppstjóri og sýslu-
nefndarmaður fjölgað gjeid-
endum sinnar sveitar, að
sögn, úr 5 í 11. Það spóir
góðu.
Halldór á Kirkjuböli er
lika af og til inni á þingi og
liggur aldrei á liði sínu.
Að þessu öllu athuguðu
vonum við að Djúpmönnum
verði að sinni von og að guð
hjálpi þeim eins og öðrum,
sem reyna að hjálpa sér sjáif
ir.
—13. des.
MEKA
JÖLASKEIÐIN 1972
Fæst hjá ,.m
skartgripasölum.
Útboð KJÓLAR ®1||!
Tilboð óskast í smíði 63 eldhúsinnréttinga fyrir Kaup- KÁPUR O®
félag Hafnfirðinga. ^
Útboðsgögn verða afhent í teiknistofu S.I.S., Hring- braut 119 Reykjavík eða í skrifstofu Kaupfélags Hafnfirðinga, Strandgötu 28 Hafnarfirði gegn 2 þús. í úrvali. Hvergi betra verð. . OPIÐ TIL KL. 10 ( KVÖLD.
kr. skilatryggingu. ofi/íelkgrka Bergstaðastræti 3
Teiknistofa S.Í.S. Sími 14160. (Annað hús frá Laugavegi).
Opið til kl. 10 í kvöld SKÓSALAN LAUGAVEG I