Morgunblaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMIVITU’DAGUR 28. DESEMBBR 1972 17 Umræðurnar í brezka þinginu 25. nóv. um landhelgismálið Sir Aleo Douglas-Home, ut anríkisráðherra Bretlands gerði heimsókn lafði Tweeds- muir til íslands 27. og 28. móv. sl. að uimræðuefni í Neðri deild brezka þimgsins hinn 29. nóv. sl. Morgunblaðið birtir hér í heild frásögn brezka blaðsins „The Times“ aí þess um umræðum, þar sem þær gefa nokkuð skýra mynd af viðhorfum í Bretlandi eftir að síðustu ráðherraviðræðum iauk. Sir Alec byrjaði mál sitt þanmig: — Mér þykir það mjög mið ur að þurfa að skýra Neðri deildinni frá því, að viðleitni okkar reyndist árangurslaus. Eftir að fyrri viðræður okk ar fóru fram í júlí, hefur A1 þjóðadómstóliinn kveðið upp úrskurð til bráðabirgða þesS efnis, að ísland eigi ekki að beita ákvæðum sánum gegn brezkum skipum fyrir utan 12 mílna mörkin ag að við, eigum að draga úr afla okkar þannig, að hámarksafli verði 170 þús. tonn á ári. Stefna okkar er bygrgð á þessum úr- skurði. í því skyni að komast að bráðabirgðasamkomulagi héldurn við því samt sem áður ekki til streitu að veiða 170 þús. tonn og við voruim reiðu búnir til þess að taka til greina hverja sanngjarna tak mörkunaraðferð. Tillaga sú, sem lafði Tweeds muir lagði fyrir islenzk stjórn arvöld með samþykki brezks sjóvarútvegs, var byggð á skýrslu, sem brezkir og ís- lenzkir embættismenn sömdu í október. Þar var gert ráð fyrir samkomulagsramma, sem var 17—25% fyrir neðan aílamagn Breta 1971. Við lögðum til, að % af haf svæðinu umhverfis ísland skyldi jafnan vera lokaður fyrir brezkum skipum. Við féllumst einnig á fiskivernd- arsvæði íslendinga og viður- kenndum, að það kynni að vera þörf á sérstökuim ráð- stöfunum fyrir svæði, þari sem netum er komið fyrir. — Sjávarútvegur okkar var einnig reiðubúinn til þess að gera grein fyrir því, hvernig fiskifloti okkar yrði samsett ur i framtíðinni og hve stór hann yrði. Við buðumst til þess að semja miðs vegar innan þeirra marka, sem embættismennirn ir lögðu til -— það er að segja að veiða 163.000 tonn — um 21% fyrir neðan aflamagnið 1971. SLÆMT FORDÆMI íslenzka ríkisstjórnin bar fram tillögu um, að helming- ur hafsvæðisins umhverfis ís land skyldi jafnan lokaður. Þá vildi hún ennfremur, að til viðfoótar yrðu viðáttumikil svæði ætluð minni íslenzkum fiskiskipum eingöngu og krafð ist þess, að allir verksmiðju- togarar okkar yrðu útllokaðir sem aðrir togarar yfir 180 fet að lengd og 750—800 tonn að stærð. Þetta myndi útiloka nýjustu skip okkar og verða mjög slæmt fordæmi. Við töld um, að heildaráhrifin af þess um takmörkunum yrðu þau, að veiði okkar minnkaði um að minnsta kosti 60—70%. í því skyni að gera tilraun til þess að brúa bilið, lögðum við til aðra frábrugðna leið, sem fælist í því að draga úr raunverulegri veiðiásókn um 10% — fjölda þeirra daga, sem veiðar væru stundaðar — af brezkum togurum á hinu umdeilda svæði. Við álitum, að þetta myndi geta leitt til 25% samdráttar á aflamagn- inu, þannig að við hefðum ef til vill fengið 158.000 tonn í stað 208.000 tonn 1971. Samt sem áður var íslenzka stjórnin ekki tilbúin til þess að fallast á þessa takmörkun araðferð á veiði okkar og kom ekki fram með neinn valkost. Lafðí Tweedsmuir bauðst til þess að framlengja dvöl sína, en íslenzka stjórnin áleit ekki, að takast myndi að þoka málum áleiðis á þessu stigi. Ég vona engu að síður, að þeg ar hún hefur kannað síðustu tillögur okkar nánar, þá muni hún viðurkenna, að þær full- nægi bæði kröfum hennar um fiskvernd og forréttindi strandríkisins. Eftir sem áð- ur myndi þessi leið tryggja fiskimönnum okkar lífsaf- komu sína. Hvað okkur snertir, þá er- um við reiðubúnir til þess að halda áfram samningum hve nær sem er. Á meðan höldum við áfram málarekstri okkar fyrir Alþjóðadómstólnum. Samtimis því sem þessar samningaviðræður fóru fram, héldum við áfram að vera í sambandi við stjórn Þýzka sambandslýðveldisins. FRÁLEITAR Crosland, þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn í Grims by, sagði: — Þetta er dapur- leg skýrsla fyrir Grimsby og alla aðra fiskibæi. Það er ljóst af þessari skýrslu, að íslenzku tillögurnar eru fráleitar og ekki til þess ætlazt, að þær séu teknar alvarlega. Það er íslendingum að kenna og þeim einum, að það siitnaði upp úr viðræðunum. Hafði lafði Tweedsmuir, þeg ar hún sneri heim aft/ur, orðið vör við minnsta vott um það hjá íslenzku stjórninni, að hjá henni ríkti nokkur alvarlegur vilji á því að halda áfram samniingaviðræðum í vetur? Úr því að brezkir fiskimenn veiða á þessum hafsvæðum í fullkomnu samræmi við al- þjóðalög og niðurstöður al þjóðadómstólsins, hyggst (brezka) stjórnin efla, eftir því sem nauðsyn krefur, her- skipaflotann á þessu svæði, sérstaklega í því skyni að koma í veg fyrir, að verið sé að hrjá brezku fiskiskipin, sökum þess að einhvem tim an,n kemu-r að því, að mörg mannslíf glatast, ef haldið Sir Alec Douglas-Home verður áfram að hrjá brezk skip með sama hætti og við- gengizt hefur. Hyggst brezka stjórnin gera íslenzku stjórninni það ljóst, að ábyrgðin hvílir á íslending- um einum, ef líf brezkra manna eiga eftir að fara for- görðum fyrir það, að íslenzk um höfnum er lokað? Getur utanrikisráðherrann skýrt okkur frekar frá því, við hvað er átt með blaða- fregnum um viðbrögð vestur- þýzkra stjórnvalda? Sir A. Douglas-Honie: — Lafði Tweedsmuir hélt af á- settu ráði opnum möguleikum á frekari viðræðum, sökum þess að allir skilja, hve alvar legar afleiðingar yrðu fyrir sjávarútveginn af þorska- stríði. Ég mun fá tækifæri til þess að ræða við íslenzka utanríkis ráðherrann á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í næstu viku. En laifði Tweedsmuir var vondauf um. er hún sneri heirn, að viðræð um yrði haldið áfram, svo að það þjónaði nokkrum tilgangi. Skip flotans verða látin taka sér stöðu, eins og beðið hefur verið um. Ábyrgðina á manntjóni og öðru tjóni ber íslenzka ríkisstjómin. Við höfum staðið i sam- bandi við þýzku ríkisstjórnina allan tímann, sem þessar við ræður hafa staðið yfir. Ég myndi óska eftir lengri fyrir- vara, áður en ég svara spurn- ingunni um viðhorf Þjóðverja. Wall, þingmaður fyrir íhaldsflokkinn í Haltemprice: — Það er Bretland, sem kom- ið hefur með tilslakanir i hvert skipti. Vill utanríkisráð herrann gera það ljóst, að við eigum engar tilslakanir eftir til þess að veita. Vill hann einnig gera það ljóst, að ef frekari vandræð- um er valdið, þá muni flotinn koma á vettvang með sína vernd og að sú vernd verði veitt í samráði við vestur- þýzku stjómina? Sir A. Douglas-Home: — Já, ég fæ ekki séð, hvernig við getum gert frekari tilslakan- ir. Við viljum samkomulág, ef það er með nokkru móti kleift, sökum þess að mögu- leiki á þorskastríði er hörmu- legur. Við höfum gert íslenzku rík isstjórninni það ljóst, að flot inn verði að vernda sjómenn okkar, ef þeir verði ekki látn ir í friði. James Johnson, þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn i Hull: — Við allir, sem erum fulltrúar fiskibæjanna, horf- umst hér í augu við ofboðs- legt vandamál. Ef það er nokk ur möguleiki á því að halda viðræðunum áfram, þá væri það ekki viturlegt að senda herskip inn fyrir landhelgis- mörkin. Á hinn bóginn verðum við að horfast í augu við þetta: Ef islenzki sjávarútvegsráðherr- ann og kommúnistískir félag ar hans þrir i isl. stjórninni, sem er skipuð sjö mönnum, gera alla möguleika á viðræð um i framtíðinni tilgangs- lausa, verður Sir. A. Douglas- Home að skýra okkur frá allri andstöðu og segja, að hann muni ekki hika við að senda skip á vettvang til verndar skipum, skipstjórum og háset um, sem kunna að lenda í vandræðum. Sir A. Douglas-Home: — Við höfum löglegan rétt til fiskveiða. Við munum vernda fiskimenn okkar, ef þeir verða ekki látnir algjörlega í friði. Laurance Reed, þingrmaðnr fyrir íhaldsflokkinn í Bolton: — Sá skoðanahópur er fjöl- mennur í heiminum, sem styð ur það álit, að landgrunnið og hafið yfir því beri að telja sem eina lifræna heild, ein- mitt vegna þess að olia hefur fundizt þar. Sir A. Douglas-Home: — Ef það á að verða breyting á hafréttarreglunum, þá er bezt að bíða eftir hafréttar- ráðstefnunni 1973 í stað þess að grípa til einhliða ráðstaf- ana. í efri deild brezka þingsins las lafði Tweedsmuir einnig skýrslu þá, sem greint var frá hér í upphafi. Þar sagði Hoy lávarður: — Sá orðrómur er á kreiki, að íslenzka stjórnin vilji ekki draga samningavið ræður um of á langinn. Er nokkuð, sem bendir til þess, að samningaviðræður kunni að byrja að nýju miklu fyrr, en gert var ráð fyrir, þegar lafði Tweedsmuir fór frá Reykjavík? Lafði Tweedsmuir: — Samn ingaviðræðum var ekki slitið. íslenzka stjórnin sagðist myndu athuga lokatilboð olck ar frekar, hugsanlega í tengsl um við eitthvað annað. Þess vegna vonumst við til þess, að hún muni hafa samband við okkur, þegar hún hefur í- hugað lokatilboðið betur. Ég vona, að svo lengi sem um frestun viðræðna er að ræða, þá verði fiskiskip okk- ar látin í friði. (Þýtt úr The Times 30. nóv. síðastliðinn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.