Morgunblaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1972 SAGAIM sem fyrst var skotið á frú Vlee- dam? -— Af því að hann hélt, að hún hefði sjálf skotið sig og að — að hann hefði getað verið kærður fyrir morðtilraun ? En hvers vegna? Þetta hlaut hann að hafa spurt Pétur um. Hún hallaði sér fram. — Þér skiijið þetta ekki. Þetta var hræðilegt áfall. Hann gáði ekki einu sinni að því, hvort skotið hefði verið úr byss unni hans. Hann varð alveg ut- an við sig, sagði hann sjálfur. Og það get ég vel skilið. — Þá skiljið þér meira en ég geri, sagði hann stuttaralega. Hann opnaði augun nægilega til þess, að hún gat séð leiftrið í þeim. —- Þið hafið öll nákvæm- iega sömu söguna að segja. — Og hún er sönn, sagði hún þreytulega. — Já, nákvæmlega sömu sög- una. Morð hlýtur að eiga sér ein hvern til'gang. Þarna var ekki um rán að ræða. En setjum nú svo, að þér og maðurinn yðar fyrrverandi hafið ákveðið að giftast aftur? — Það höfum við alls ekki gert. — ... og setjum nú svo, að frú Vleedam hafi verið því eindreg- ið andvíg? Já, það hefði hún verið, hugs- aði Jenny gegn vilja sinum — þvi að það hafði hún einmitt sagt henni. Hún vonaði, að Par- enti gæti ekki lesið hugsanir hennar. Ilann hélt áfram: — ... það mundi ég nú kalla nægilegt til að myrða hana. Þið segið öll sömu söguna. Hann lagðd frá sér kveikjarann og stóð upp. — Mitt hlutverk er að komast að því, hvort þið eruð að Ijúga og ® ÚTBOÐÍ 1. Tilboð óskast í lögn hitaveitu í iðnaðarhverfi á Ártúnshöfða, 1. áfanga. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000,00 kr, skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. janúar nk. kl. 11.00. 2. Tilboð óskast í lögn hitaveitu i iðnaðarhverfi við Elliðavog. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. janúar nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Hfingl eflii midnceHi M.G.EBERHART þá hvers vegna. Þér getið farið aftur ti'l borgarinnar, hvenær sem þér viljið. — Fara aftur ... sagði hún hissa og stóð upp. Ég gleymdi alveg að hringja ... út af vinn- unni... Lögreglukafteinninn gat verið eins snar í snúningum og högg- ormur. Hann var þegar þotinn yfir þvert gólfið þar sem hann opnaði fjöl í þilinu og þar var snoturt grænt símtól. — Hérna er sími. Og það er annar í for- stofunni. Og svo einn í eldhús- inu og einn uppj á lofti. Notið þennan. Þetta er bein lína en ekki skipting. Þér getið sagt í hann hvað sem þér viljið. Mér þætt gaman að vita, hvers- vegna maðurinn yðar fyi'rver- andi hefur látið leggja inn bein- an síma. Hún gat getið sér til um ástæð una. Pétur vildi geta talað við Ueizlumntur Smiirt brauð ofl Snittur SÍLD 8 FISKUIt hana hvenær sem honum datt í hug, og hann hefði ekki viljað láta Fioru hlusta, rétt eins og þegair hún sjálf varð áheyrandi að samtali hans við Fioru, og með slæmum afleiðingum. Hún sagði —- Ég vissi ekki af hon- um áður ... Er yður virkilega alvara? — Að þér megið fara til borg- arinnar? Vissulega. Nú er laug- ardagur og við getum ekki haft réttarhöld fyrr en á mánudag. En þá verð ég að biðja yður að korna aftur. Hvað er að? VHjið þér ekki fara heim? — Ég ... hvað ... ? Það greip hana einhver þvermóðska. Og svo sagði hún, alls óvænt: — Ég verð hérna meðan Pétur þarfn- ast min. - Það datt mér einmitt í hug, sagði hann, um leið og hann gekk út úr stofunni. 7. kafli. Ef þetta hafði verið gildra, þá hefði hún að minnsta kosti anað beint í hana. Forsjálnin kom aldrei fyrr en eftir á, datt henni i hug. Nú jæja, enn gat hún dregið sig í hlé og inn í vistlegu litlu ibúðina sína . .. Og skilið Pétur eftir til að horfast í augu við allt, sem hann þurfti að horfast i augu við — þar á meðal morðákæru ? Orð eins og samsekt fékk henni hroll . . . Enginn gat sagt, hvað kynni að koma, þegar um morð var að í’æða. Hún skyldi síma, eins og hún hafði sagzt ætla að gera. Hún hafði hugsun á þvi að nota beina símann og hringdi nú í númerið hjá Henri & Co. Þar var alltaf einhver í vinnustofunni og hún í þýðingu Páls Skúlasonar. efaðist um, að þar væri nokkum tírna lokað, á nóttu eða diegi. I-Ienri svaraði sjálfur og hann var svo æstur og talaði svo ókiljanlegan ensku- og frönsku blending, að aðeins gamail vani og æfing hjálpaði henni til að botna í því, sem hann var að segja. En efnið var það, að henn ar þyríti við. Einhver hafði feng ið flensu, önnur hafði farið burt um helgina, hann hefði enga sýn ingarstúlku, og stór viðskiptavin ur kæmi fljúgandi i' dag frá Mexíkó til að láta halda einka- sýningu fyrir sig. — Ég get ekki komið, sagði hún. Nú varð sprenigin eins og aí flugeldum. Þegar henni var lok- ið, sagði hún: — Ég get bara ekki unnið í dag, og þar með basta! Svo lagði hún simann á. Sjálfsagt mundi hann reka hana. En það var nú samt ekki alveg víst. Hún vissi, að Henri var ginnkeyptur fyrir hvers kyns auglýsingum, og hann væri alveg vis til að sýna hana viðskifyta- vinum sínum í laumi og segja, að þetta væri frú Vleedaim ... fyrri konan . .. þið skiljið ... og var í húsinu þegar rnorðið var framið ... Já, frú Vleedam hin fyrri... Blanche kom inn um leið og hún sleppti simanum. — Ég sá löreglumanninn fara. Hvað sagði hann? Spurði hann þig nokkuð um . .. um . .. tilfinning- ar þínar? spurði Blanche tepru- velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—-15. • Sjónhildur . . . Gunnar FinnlKygason, cand. mag., skrifar: 1 sjónvarpinu var nýlega þátt ur, sem nefnist Sjónaukinn. Þar var m.a: kaþpræða milli tveggja lagaprófessora um lög- mæti sjónvarps og útvarps á Keflavíkurflugvelli. Að sjálf- sögðu var kappræðuþátturinn undir stjórn eins fréttamanns sjónvarpsins. (Hvemig gat ann að verið) ? Mjög er vel tilfundið í mörg- um málaflokkum, svo sem þarna var gert, að fá tvo menn til kappræðunnar. Það verður að öllum jafni einfaldara og um leið skýrara bæði fyrir send anda og móttakanda. En hvað gerist nú hjá stjórnanda þátt- arins? Fyrri málshefjandi prófess- ora hefur rök sín í þrem lið- um. Eftir að fyrsti liður var kynntur, bar stjórnanda þátt- arins að snúa mMd til andrnæl- anda til að fá fram gagnrök. Og þannig koll af kolli með þessa þrjá liði. 1 stað þess komu þrjú atriði fyrri málshefjanda strax fram og síðan gagnrök. — Hér bar stjórnanda að ræða hvern lið um sig, og síðan væru ályktanir dregnar af heildinni. Þetta dæmi er sem s&gt gott til að sýna, hvernig ekki ska) stjórna umræðuþætti í sjón- varpi (og þá ei-nnig útvarpi). Það er ekki nægjanlegt, að stjórnandi álíti að áheyrendur geti skilið það, sem fram fer, heldur ber honum að gæta þess, að áheyrendur verði að skilja það, sem talað er, svo fremi þeir leggi við hlustir. Hér var sem sé hið úrsér- gengna þingmannsræðuform á skerminum, þar sem markmið ið er ekki að upplýsa heldur að látast upplýsa, — og þingmenn vita mætavel, hve umræðuform þeirra i útvarpi er lífva-na. Þar ber að taka upp um 3ja min. ræðutíma (a. m. k. stundum), þar sem eitt atriði er tekið fyr- ir í senn. En þetta var nú útúr- dúr. • Um undirhúning þátta o.fl. Sem sagt, útvarps- og sjón- varpsmönnum er í lófe lagið að breyta hinu aldauða lang- loku-káppræðufooni, sem tiðk- azt hefur — e-n til þess verður stjórnandinn að hafa vald á efninu, þekkja rök og gagnrök og hafe nægam tima til undir- búnings þáttarins. (Ef einhver vidl skjóta sér á bak við pen- in-gahlið þessa máls, þá leyfi ég mér að fullyrða, að við, sem borgum fyrir sjónvarpið, vilj- um betri þætti og þá jafnframt færri stundir sjónvarps í viku hverri). Að lyktum get ég hér hinna hviimleiðu og að vorurn dómi óhæf-u orða, er títt heyrast í þvildkum umræðum, sem nú heí ur verið getið, en það er þegar stjórnandinn segir: Tímin-n er nú hlaupinn frá oikk-ur eins og fyrri daginn; timinn er nú liðinn o.s.frv. (Er þetta þjóðareinkenni, sbr. bar- lóminn)? Slíkt sem þetta á aldrei að heymst, svo sem þátt urinn sé gerðúr til þess að fylla út í dagskrána. Ég hef haldið, að umræðuþættir séu gerðir málefnisins vegna — þess vegna er timinn ekkert atriði. Hæfur stjórnandi setur sér ramma um þáttdinn, og þegar þau atriði hafa verið rædd, sem stjómandinn tel-ur nauðsynleg í áhugaverðum umræðuþætti, þá lýkur þættinum og honum er búið rúm í dagskránni. Nú er í tizku hjá mennta- gagnrýnendum að spyrja addrei höfunda saigna, hvað fyrir þeim vaki í einstökum atriðum verks ins; lesandinn segi sér það sjálf ur. Svo er og um heiti greinar- innar, — utan menntaskólanem andi einn sagði mér það hlyti að merkja orustan i sjónvarp- inu. Þá höfum við það. Gunnar Finnbogason, cand-mag." • Hækkið verðið á gosdrykkjafliiskum! Kona hafðá samiband við Vel- va-kanda. Hún sagði að nú myndi vera skortur á gos- drykkjaflöskum. I þvi sam- bandi hefði sér komið í h-uig, að tómar gosdrykkjafiöskur þyrftu að vera m-iMu dýrari en nú er. Víst er, að hér í Reykjavik og áreiðanlega ann- ars staðar líka, liggja tómar flös-kur, í heilu lagi eða í méii eins oig hráviði um alit. Eftir helgar er ástandið verst i þess- um efn-um, af nokk-uð aiugljóisri ástæðu. Þarna kemur tíl virð- ingarleysi fyrir verðmætum. Af glerbrotunum stafar slysa- hætta, auk þess sem svona druslugangur er óþolandi. Konunni, sem hringdi, fannst, að flös-kurn-ar þyrftu að vera allmiklu dýrari en þær hefðu nú veríð um langa hrið. Þá yrðd kannski farið að hugsa sig tvisv ar um áður en þeim væri bein- línis grýtt í hvað sem fyrir væri. f r' Aramótaskoteldar ELDFLAUGAR - TUNGLFLAUGAR SKRAUTFLUGELDAR - Skipaflugeldar Fallhlífaflugeldar Bengalblys — Jokerblys Stjörnuljós — Eldgos. Verzlið þar sem úrvalið er. Gleðilegt nýtt ár! Laugavegi 13 — Kjörgarði — Glæsibæ. Lokað 29. desember vegna vaxtareiknings. Opið 2. janúar 1973. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS. Fundur verður haldinn í Söfnunarsjóði Islands fimmtudag- inn 28. desember kl. 4 e. h. til þess að kjósa endur- skoðanda fyrir næsta ár. Söfnunarsjóður islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.