Alþýðublaðið - 07.08.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 07.08.1958, Page 3
 Fxmmtudagur 7. ágúst 1958 r Alþgbublaðib Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjómarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: A 1 þ ý 5uf1okkurinn . Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálm a r s s o n , Emi.lía Samúelsdóttír. 1 49 0 1 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðubúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Að kenna þjóð að lifa ~ UM SÍÐUSTU helgi -var birt í útvarpi • og 'bl&Sum sú fregn, að formælandi vestur-þýzku stjórnarinnar í Bonn hefði gefið út þá yfirlýsingu, að Bonnstjórnin væri mjög :fús að styðja íslendinga efnahagslega, en hins vegar myndi hún halda fast við kröfu sína um frelsi á hafinu. Jafiifram't var það tekið skýrt fram, að stjórnin liti á það sem skerð- ungu á þessu frelsi, að íslendingar míðuðu landhelgi sína við 12 mjílur. Síðan tekur formælandinn að hugleiða ýmsa lífsafkomumöguleika fyrir íslendinga, og er helzt á þeim hugleiðingum að skilja, að Bonnstjórnin telji sig vita bet- ur en íslendingar sjálfir, hvernig þeir eigi að lifa og starfa í framtíðinni. í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þótt Vestur- Þjóðvei jar mótmæli útfærslu landhelginn'ar. Það er þein-a skoðun á málinu3 og er liver þjóð frjáls að sinni skoðun, í þeim efnum sem öðrum. Hins vegar er harla veikt að tala um frelsisskerðingu á hafinu í þessum efn- um. Þeir. sem líta á kort af íslandi og 12 mílna land- helgislínunni, hljóta að viðurkenna, að íslendingar kref j- ast ekki mikils af hafinu umhverfis land sitt, þótt land- helgin verði innan 12 mílna línu. Er um klukkustundar sigling á togara frá fjöruborði út að Hnunni, og sjá allir, að þetta er ekki ýkja stór kragi af öllu úthafinu. Þetta atriðj formælandans er því ekki þungt á metunum. En þá eru það leiðbeiningar formælandans um lifnað- arháttu íslendinga. Það er m£l út af fyrir sig. íslendingar virða þýzku þjóðina mikils, og þeir vilja lifa í friði við hana eins og allar aðrar þióðir. En engan veginn getur það talizt heillavænlegt fyrir sambúð tveggja þjóða. að önn- ur Ieitist við að taika hina á kné sér til að segja henni fyrir verkum á sviði efnahags- og atvinnumála. Ein þjóð á bágt með að kenna annarri þjóð að lifa. Er óskiljanlegt, að for- mælandinn hafi mælt fyrir munn hinnar gagnmerku og dugmiklu þýzku þjóðar, þegar harm tók að benda Íslend- ingum á leiðir til að hætta að-stund«. sjó. Hver þjóð hefur fyllsta rétt til að ákvarða sjálf um sín innri mlá'I, og fyrir- skipanir annarrar þjóðar í þéim, efnum kallast bein íhlutun. Hitt er einnig athugandi, að með hugleiðingum sín- um um atvinnulíf á Islandi viðurkennir formælandinn þörf íslendinga á friðun fiskimiðanna umhverfis landið. Enda er það öllum vitanlegt, sem nokkuð fylgjast með þessmn málum, að 90—95% eða Imeira af útflutnings- vörum Islendinga eru sjávarafurðir. Og þótt íslenzka þjóðin þurfi að sjólfsögðu á erlendu lánsfé að halda til hinna miklu uppbyggingarframkvæmda, sem nú eru í Jandinu, lifir hún ekki í framtíðinni á erlendu fjár- magn} einu saman. Hún hlýtur og verður að stunda sjó, ef hún á að lifa { landi sínu. Friðun fiskimiðanna er henni því Iífsnauðsyn. Það verða aðrar þjóðir að skilja, þýzka þjóðin ekki síður en aðrar. Formælandi Bonnstjórnarinnar hefur á engan hátt bætt mjálið með hugleiðingum sínum, um innaníkismál íslend- inga. Þær eru ekki þess eðlís, að íslendingar telji hinni merku þýzku þjóð þær til gildis. Og ósk ÞjóðVerja um að framlengja ekki verzlunarsamninga við ísland bætir þar sizt um. Friðun fiskimiðanna er íslendingum engin verzl- unarvara, heldur brýn nauðsyn. Engar horfur eru á því í náinni framtíð, að íslendingar geti horfið frá sjáivarútvegi til annarra starfa, er skili þeim nokkru svipuðu í aðra hönd og sjóvarafurðir. ( Utan úr helml ) SAMKVÆMT tdmælum ]es- anda nokkurs, sem pæit .hafði gegn um öll þau sendibréf, er farið hafa milli þeirra Eisen- howers og Krústjova að undan förnu ,án þess að skiljj stakt orð, — en bréfin birtust í „New Yourk Timies“, — . kom ráð nokkurt, sem starfar að þv{ að skýra og túlka pólitíska þvælu, saman til aukafundar, og fól rlafeindaheila sínum, að þýða nefnd bréf á mál sannleikans. Það er Washingtonfréitaritari ,,New York Times“, se.m frá þessu segir, og einnig birtir hann umrædd bréf í þýðingu rafemdaheilans, sem hann kveð ur með öllu ómissandi, þegar þýða þurfi Qrðmörg, opinber skjö] á skiljanlegt og satt má-1, — en.þannig hljóða svo bréfin í þýðingunni: Kærj herra forseti. Ég er ýður fjúkandi reiður fyrir það tiltæki að senda sjó- her yðar inn í Libanon. Þér hafið gabbað mig. Þér fenguð ■míg til að trúa því, þegar þér genguð í lið með mér gegn ný- lendukúgurunum og heims- veldasinnunum frönsku og brezku { sambandi við Súez- ;málið á dögunum', að þér mund uð aldre'i hafa nein afskipti af Mið-Austurlöndum, , jaf nvel. ekki þótt þér ættuð þar sjálfur nokkuð í hættu. Síðan hefur Nasser kurmingj minn komið málunum austur þar í bað horf, sem mér líkar. Þess vegna vil ég að þ:ð hafið vkkur á brott þaðan og hættið að skipta ykkur af niínum fyr- irætlunum. Virðingarfyllst, Nikita S. Krústjov. Hef móttekið bréf yðar dag- sett þann 14. j.úlí. Eg er ekkert hissa á því að þér skylduð verða hissa þegar bandaríski sjóherinn var allt í einu geng- inn á land í Líbanon. Satt að segja varð ég dálítið hissa sjálf ur. Við höfðuim sndanlega á- kveðið að verða ekkj viðfiæktir málaflækjuna austur þar, en at burðirnir í írak neyddu okkur til að láta til skarar skríða. Yðar einlægur, Dwight D. Eisenhower. E. s. — Eftir á að hyggja — hvernig gengur ykkur í Ung- verjalandi? Kærí herra forseti, Þakka yðar hreinskilna til- skrif, og það veit sá eini, að ég hef samúð með yður í öllum þeim vanda. Það má vera skrambans ári þreytandi fvrir yður, að . hann Allan Dulles, þarna. í upplýsingaþjónustunni, skul; aldréj segja yður í hvaða vandræðum hann Foster Dulles í utanríkisþjónustunni 'Cemur yður. En við .verðum nú samt sem áðu'r að' leýsa 'þetta mið- austurlenzka vandamál. Tilla'ga vor er ákaflega einföld. Þið og Bretarnir hypjið ykkur á brott þaðan og T'átið okkur eina um að fást við þessa Araba. Finnsf yður það ekki sanngjarnt? Við ættum- p.ð minnsta kosti að hittast og ræða um það. — Ég veit þér trúið því ekk^ hve mig langar að koma til Banda- ríkj anna. Virðingarfvllst . . . E. s. — Annars er ég reiðu- búinn að hitta yður hvenær og hvar sem vera vill. Kæri herra Krústjov. Okkur Foster Dúlles líkar tillaga yðar illa á allan hátt og höfum því ekki m;nnstu löngun til að ræða hana viS yður. Ákærur yðar ber að ræða innan vébanda- Samein- uðu þjóðanna, og ef þér lesið stofnskrá þeirra munuð þér sjá að hver sem er getur rnætt þar fyrir hönd þjóðar ýðar. Jafnvel þér sjálfur. Yðar eínlægur. E. s. — Hvenær hyggist þið bypja ykkur á brott úr Austur- Þýzkalandi og nálægum lepp- ríkjum? Kæri herra forseti. Þakka yður einlæga, persónu lega boð um að ræða ofbeldis- árásir yðar innan vébanda Sam einuðu þjóðanna. Ég tek boð- inu. Við skulum hittast þar klukkan hálfátta í fyrramálið, eða jafnvel fyrr. Ég.fek Néhru með mér, Nasser og nokkra aðra nánustu kunningja mína. Gerið svo vel að sjá okkur fyr- [T nokkrum samliggjandi íbúð- um á efstu hæð Waldorf-Ast- oria gisti'hússins — álíka rúm- góðum og þeirra Herberis Hoov ers og Mac Arthurs hershöfð- ingja. Virðingarfyllst. E. s. — Gætuð þér ekki lika útvegað okkur aðgöngumiða á söngleikinn „My Fair La,dy“? Kæri herra Krústjov. Þér hafið misskilið mig svo gersam,lega. Ég var alls ekk; að bjóða yður umræður innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna, — ég sagði ekki annað en það, að ég gæti ekkj komið í veg fyrir þær, ef. þér endiiega viiduö. -t sjö mánuði hef ég sagt yður það að við viljum ekk-i tak-a ;þátt S fundi æðstu manna, nema harfcfi sé vandlega undirbúinn og ár- angur tryggður. Það lí'ggur -í augum uppi að þau skilyrðr érn ekki fyrir hendi. í stuttu máli . . . Við kærumi okkur ékki tua- að hitta-yður. Við tréystum ý’ð- ur ekki. Okkur fellur ekkj vi’ð vður. En við getum ekki;barm- að yður að koma, ef þér eígicl ekki snefil af stolti. ... Yðar einlægur. E. s. — Okkur feliur ekki heldur við Gromyko Kæri herra forset'. Sovétsamveldið iætur sig stoltið engu varða sé ávinning- ur annars vegar. Ég kem áour en langt um líður. Nikita S- Krústjov. E. s. — Hugsið ekki um göngumiðana. Ég hef séð svo um að það verður sérstök sfn~ ing á söngleiknum fysir 'Okk- ur, sunnudaginn eftir áð vio komum, ’t- Tannlækníng'astofan er opitn^ aftur. — Ólafur P. Stephensen tannlæknir. Strandgötu 4 N fer frá Kaupmannahöfn S. þ. til Færeyja og Reykjavíku-r. Frá Reykjavík fer sk.ipið laug ardaginn 16. ágúst til Færeyja og Kaupmannahafnar. Pantað ir farseðlar óskast sóttir í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zímsen« Erlendur Pétursson. Á mánudag verður dregið í S. ílekkl. Gleymið ekki a$ aS endurnýja. Aöeins tveir endurnýjunardagar eftir. > s s 's \ s s s s ) 's s

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.