Morgunblaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1973
— Opið bréf
Framhald af bls. 10
jafin fjölmennan skóla. Hygig ég,
að Akureyrarbær og Akureyr-
togar, eða aðrir, er þá áttu böm
í skólanum, — voru þar sjálfir,
eða eiga nú foreldra, er voru
þá nemendur þínir, fái þér seint
fullþakkað þitt mifkla ræíktunar
starf á þessum áruim.
Ég minnist þess einnig, er þú
varst að hjálpa hinum ungu
nemendum þínum til þess að
feoma upp leiksýningum eða ýms
um skemmtiatriðum á leiksvið
inu á Akureyri, hvemig þú
varst þeim þsr allt í öllu við
tmdirbúninginn, sem félagi og
faðir í senn. Það var aðdáan-
legt.
Um námsstjórastarí þitt get
ég minna daamt. Ég þekkti það
ekki eins vel, — veit þó að
það reyndi á þrek þitt og snili
gáfu. En sennilega hefur það
orðið Norðurlandi og jafnvel Is-
Iiandi öl’lu til álíka hamingju
og skólastjóm þín á Akureyri.
Sildarmatsstarf þitt má vafa-
laust meta á þúsundir milljóna
króna eða meira, sem beinar og
ólbeinar tekjur fyrir þjóðina, að
ótöldu öllu öðru sem eftir þig
liggur. Það er þvi ekkert smá-
ræði, Snorri, sem þjóðin hefur
að þakka þér.
Þú hefur nú þegar náð háum
aldri, með hvitan koll og heið
rikju hugans, — og sömu
brennandi trúna á sigur hins
góða, og er við hititumst fyrst.
Ef til vill átt þú eftir að
verða 100 ára og láta þá enn
ljósmagn þitt sMna. En hvenær
sem kalMð kernur, mun umvefja
þig, eins og endranær, vinar-
og aðdáunar-hugur þúsundanna
er vaxið hafa upp af sáðkom-
um þínium og sálaryl. Enginn
núlifandi maður á það frekar
skilið en þú, að vera borinn á
höndum þjóðarinnar.
Þú lézt eátt sinn að þvi
li'ggja, í bréfi til mín, að þegar
sú stund rynni upp, hvort nokk
ur mundi þá standa í varpa og
veifa í kveðjuskyni, — og bætt-
ir við: „þá það“.
Vera má, að ég verði á und-
an þér, Snorri, —. en þú tekur
þá viljann fyrir verkið. En
ekki þarftu að ganga þess dul-
inn, að þúsundimar munu þess
samt albúnar að rétta upp hönd
til hinstu kveðju. Njóttu lengi
huga þíns og handa.
Aðdáandi þinn
Freymóður .Tóhannsson.
Norræni sumarháskólinn:
Vorstarf að hefjast
VOR- og sumarstarf íslands-
deildar Norræna sumarháskólans
er nú senn að hefjast. Starf
Norræna sumarháskólans hefur
lítið verið kynnt hérlendis, þrátt
fyrir að íslendingar hafi tekið
þátt í því frá stofnun skólans,
fyrir rúmlega tuttugu árum.
Starfsemi Norræna sumarhá-
skólans felst í hópstarfi, sem
fer fram síðari hluta vetrar.
Þátttakendur starfsemiranar
skxptast niður í hópa, og tekur
hver hópur fyrir ákveðið við-
fangsefni, sem iitið hefuir verið
sinnt í flestum háskólum á Norð-
urlöndum, og er á mörkum
ýmissa fræðigreina. Er það sam-
komulag hvers hóps fyrir sig,
íbúð óskast
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 81555.
GLÓBUS HF.
hve oft hópurxnn kemur saman,
og hvernig starfinu er háttað, en
að meðaltali eru 5—7 fundir
haldinir hjá hverjum hópi. Á sum-
armótunum eru svo niðurstöður
hvers hóps fyrir sig frá öllum
þátttökulöndunum ræddar og at-
hugaðar. Á hverju sumarmóti er
kosið um 30—40 manra fulitrúa-
ráð, og er hekningur ráðsins
kosinn úr þátttakendum vetrar-
starfsins frá öllum þátttöku-
löndunium, en helmimgur úr þátt-
takendum sumarmótsins. Vor-
starfið fer fram í öllutm háskóla-
bæjum á Norðurlöndum, og sitarf-
ið þannig flckkað í staðar-
deildir. Á íslamdi er því aðeins
ein staðardeild, eins og gefur að
skilja. Yfirleitt eru 2 þátttak-
endur úr hverri staðardeild á
sumarrmótunum. Öllum er heimil
þáitttaka í Norræna sumarhá-
Skólanum, en hann er ekki mið-
aður við háskólana. Að sögn full-
trúa úr stjóm íslandsdeildarinn-
ar, er algengt að fjölskyldur taki
þátt í sumarmótunum, og að-
staða fyrir barnagæzlu er fyrir
hendi á mótsstað.
Sumarmótið 1973 verður haldið
í Rörose í Noregi, dagana 3.—12.
ágúst og er búizt vió um 300
manns þangað. Eitt mót hefur
verið haldið hér á landi, sumarið
1968. Stjómendur mótsiins voru
þeir, Þór Vilhjálmsson, Þor-
valdur S. Þorvaldsson og Úlfur
Sig ur m'undsson.
Að áliti fulltrúa Norræna
sumarháskólans hér á liandi,
hefur hann ákveðið gildi fyrir ís-
lendinga, þó einkum vegna
tveggja atriða. Annars vegar
vegna þeirrar hvatningar og upp-
örvunar, sem felst í því að kynmr
ast starfsfélögum frá öðrum
löndum, og hins vegar, að tekiin
eru fyrir ýmis vandamál, sem
lítið hefur verið sinnt í háskól-
um á Norðurlöndum og víðar.
í vetur munu starfa hér sex
námshópar, og er þátttakia í þeim
öllum heiimil. Eftirtaldir nóms-
hópar verða starfræktir í vetur:
Bókmieninitir í þjóðfélaginu, Gagu-
rýnar stefinur í gefHæfcnis- og
sálarfræðum, Viistfræði, hag-
fræði og stjórnmál, Stefna i
menntamálum brotin til mergjar,
Rétta rkerfi og framleiðsluhættir,
og Undirokun konunnar í auð-
valdsþ j óðfélagi.
Starfsemi vetrarstarfsins hefst
á laugardaginn kl. 2 í Lögbergi,
húsi laganema.
TILBOD OKKAR ÞESSA VIKU
Tegund
Tegund
Tegund
1 Svart rúskinn.
3 Svart leður.
14 Svart leðurlakk.
Verð kr. 1275,-
Skóverzlun Þórðar Péturssonar
við Austurvöll. Sím i 14181