Morgunblaðið - 13.02.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.02.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. I lausasölu 15 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. ÓGEÐFELLT egar náttúruhamfarirnar hófust í Vestmannaeyj- um, hafði ríkisstjórnin á prjónunum víðtækar aðgerð- ir í efnahagsmálum. Hafði hún falið sérfræðingum sín- um að vinna að tillögugerð í þeim málum, sem miðaði að því að draga úr óðaverðbólgu og þeirri upplausn í efnahags- málum, sem stafar af stjórn- leysi síðasta hálfs annars árs. Þótt ótrúlegt sé, skaut þeirri hugmynd upp kollinum, strax á fyrsta degi eidgossins, að hagnýta það ástand, sem skap azt hafði, til þess að bjarga ríkisstjórninni, tengja saman hinn almenna efnahagsvanda og tjón það, sem fyrirsjáan- legt var í Vestmannaeyjum. Ráðherrarnir allir gleyptu þessa hugmynd og hugðust berja hana í gegnum flokka sína. En þar mætti hún and- stöðu manna, sem gerðu sér grein fyrir, hve ógeðfelldar slíkar aðfarir væru. Fyrir þeirra atbeina og vegna sjón- armiða stjórnarandstöðunnar tókst að hindra, að þessum tveim óskyldu málum væri blandað saman. Þegar samkomulag hafði náðst á Alþingi um stofnun Viðlagasjóðs Vestmannaeyja, gat Eysteinn Jónsson um hið margþætta tjón, sem af nátt- úruhamförunum hlytist, og minnti á, að í ályktun Al- þingis hefði verið svo fyrir mælt, að tillögur nefndar þeirrar, sem frumvarpið samdi skyldu „við það miðað- ar að búsifjar af völdum náttúruhamfaranna séu born- ar af þjóðinni allri sameigin- lega“. Meðal atriða þeirra, sem Eysteinn gat um, að frum- varpinu væri ætlað að greiða fram úr, voru að sjálfsögðu allir flutningar, starfsemi Al- mannavarnaráðs, starfsemi Vestmannaeyjakaupstaðar, húsnæðiskostnaður, félags- málaútgjöld, hreinsunarkostn aður, lagfæring á eignum, heimflutningur til Vest- mannaeyja og uppbygging þar. En þar að auki fæli frumvarpið í sér lausn eftir- farandi vanda m. a.: kostn- aðar útgerðarmanna við að köma fiskiflota Vestmanna- eyja og útbúnaði hans í að- stöðu í öðrum verstöðvum, kostnaðar vegna sérstakra að- gerða í fiskvinnslustöðvum í Vestmannaeyjum, aukningar viðlögurýmis og hafnarbóta í landi vegna Vestmannaeyja- báta, kostnaðar við fiskflutn- inga, bóta fyrir tekjumissi á árinu 1973, bæði einstakl- inga og fyrirtækja, vaxta og afborgana af eignum, sem verða óarðgæfar um sinn og ýmislegt fleira. Eins og af upptalningu þessari sést, er Viðlagasjóði ætlað að bæta allt það tjón, sem af náttúruhamförunum verður, ýmist með éigin framlagi, söfnunarfé, styrkj- um eða lántökum. Þjóðin öll ber svo að sjálfsögðu þetta tjón með þeim álögum, sem hún hefur á sig tekið og mun á sig taka með lántökum. En þrátt fyrir samstöðuna um lausn þess vanda, sem af náttúruhamförunum sprett- ur, eru bæði kommúnistar og framsóknarmenn tekndr til að boða á ný, að almennur efna- hagsvandi eigi að skrifast á reikning eldgossins. Og Tím- inn gengur svo langt að kalla vanda þann, sem fyrir hendi var, áður en ógæfan dundi yfir í Vestmannaeyjum, „síð- ari vandann11, sem af gosinu sé sprottinn. Slíkt hugarfar er ekki ein- ungis ógeðfellt. Það er ótrú- legt, að ráðamenn skuli enn þann dag í dag ætla að reyna að nota sér ógæfu annarra til að bjarga sjálfum sér og sín- um pólitísku völdum. Full samstaða hefur náðst um að- gerðir vegna náttúruhamfar- anna, og það er hrein móðg- un, ekki einungis við Vest- mannaeyinga, heldur þjóðina alla, að reyna enn að koma sökinni af efnahagsöngþveit- inu yfir á eldgosið. Vel má svo vera, að nú sé hag þjóðarinnar svo kom- ið, vegna óstjómarinnar í efnahagsmálum, að víðtæk- ar kjaraskerðingarráðstafanir þurfi að gera í þá átt, sem ríkisstjórnin hefur boðað. En þá á hún líka að hafa mann- dóm í sér til að segja það um- búðalaust og standa við þau fyrirheit, sem hún hefur margsinnis gefið um samráð við launþega og vinnuveit- endur um hugsanlegar að- gerðir, eða segja af sér ella. Ríkisstjórnin hefur fallizt á þau sjónarmið stjórnarand- stöðunnar, að þessa tvo ó- skyldu þætti bæri að skilja að. Hún hefur staðið að sam- stöðu um lausn vandans vegna náttúruhamfaranna, og nú tjóar ekki að taka á ný til við að reyna að tengja hinn almenna efnahagsvanda við eldgosið, slíkt háttalag er fyrir neðan virðingu sér- hvers áhrifamanns. t \ í 1,. % * W' ■;cy- » V. /1 V forum world features I>jark um auðlindir hafsins Um miðjan nóvember 1972 tóku her skip frá Eqvador tiu banda- ríska fiskibáta í landhelgi og létu þá ekki lausa fyrr en greiddar höfðu verið sektir að upphæð 650 þúsund dollarar. Undan ströndum Suður- Ameríku liggja mikil túnfiskmið, sem túnfiskveiðimenn frá Kaliforníu hafa stundað um áraraðir, kannski án vit undar stjórna þeirra þriggja rikja Suður-Ameríku, sem eiga land að Kyrrahafi, og krefjast öll 200 mílna fiskveiðiiögsögu, Equador, Chile og Perú. Bandaríkjastjórn taldi sig hafa náð samkomulagi við stjórn Equador, en virðist þó hafa láðst að taka tvö mikilvæg atriði með í reikn- inginn. 1 fyrsta lagi er þjóðernisstefna mjög ríkjandi í Suður-Ameriku um þessar mundir, jafnvel í þeim ríkj- um, sem ekki eru í beinni andstöðu við Bandaríkjastjórn. Á þessu ári eru liðin 25 ár frá þvi að hinn þekkti perúanski lögfræðingur Bustamente y Rivero birti kenningu sína um 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þarna er þó um einhliða kröfu að ræða, sem Bandaríkjastjórn hefur aldrei sam- þykkt. í öðru lagi ber að hafa i huga, að siðan ráðstefna S Þ. um viðskipta- og þróunarmál var haldin í Chile í marz sl. hefur baráttan fyrir tvö hundruð mílna fiskveiðilögsögu verið aðalmálið í perúönskum stjórnmálum. Öll ríki Suður-Ameríku, nema þrjú hafa lýst stuðningi sínum við stefnu Perúmanna. Þessi þrjú ríki eru Brasiiía, sem þegar hefur gert sér- stakan fiskyeiðisamning við Banda- ríkin, Bólivía, sem hvergi á land að sjó og Kúba, sem liggur svo nærri Bandaríkjunum, að yfirlýsing um 200 mílna fiskveiðilögsögu væri hreint fáránleg. Enn skal þess gætt, að síð- an áðurnefndri ráðstefnu S.Þ. lauk í Chile í fyrra hafa ríki Suður-Am- eríku á margan hátt haft forystu í „þriðja heiminum" í krafti þess árangurs, sem frumkvæði þeirra í ut anríkismálum hefur fært þeim, en þar ber hæst viðurkenningu Kúbu- stjórnar á alþjóðlegum vettvangi. Engu að síður er áreksturinn úti fyrir ströndum Equador, sem getið var í upphafi þessarar greinar, mjög athyglisverður. Hvers vegna skyldu eigendur fiskiskipanna þola óþæg- indi, sem leiða af kyrrsetningu skip- anna, og greiða sektir nú þegar af- staða stjórnar Equador í þestsu máld hefur verið skýrt mörkuð um nokk- ur undanfarin ár. Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hvort viðaukatillaga við lög, sem Nixon forseti samþykkti í október sl. kunni að hafa verið or- sök þessara atburða. 1 viðaukatil- lögu þessari er meðal annars kveðið á um hefndarráðstafanir, t.d. að tek- ið verði fyrir fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja, sem taka bandarisk fiskiskip innan 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Þess skal þá getið til frek- ari glöggvunar, að á síðustu tíu ár- um hafa eigendur u.þ.b. 150 banda- rískra skipa greitt sem næst tvær milljónir dollara i landhelgissektir. Ríki Suður-Ameriku hafa þegar for- dæmt hin nýju viðaukalög, sem þó eru mun mildari en fyrri lagaákvæði um sama efni. AuUinn skilningur. Ríkisstjórnir Suður-Amerikuríkj- anna telja, að hér hafi verið birt lög, sem hreint og beint heimili sjó- rán, en það skyldi þó aldrei vera, að hér með hafi Nixon forseti stigið fyrsta skrefið í átt til heilbrigðari stefnu gagnvart ríkjum Suður-Amer- íku, kannski til þess að uppfylla lof orð, sem Rogers, utanríkisráðherra, gaf eftir forsetakosningarnar í sum- ar. Svo virðíst sem forsetinn sé einn ig að reyna að skapa grundvöll fyr- ir samningi um nýtingu auð- linda hafsins. Bandárikjastjórn hef- ur ávallt barizt fyrir slíkum samn- ingi og loksins virðist mögulegt. að hann sjái dagsins ljós, á hafréttar- ráðstefnu S.Þ., sem ætti að geta haf- izt í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. í raun lítur ekkert ríki Suð- ur-Ameríku svo á málin, sem hér sé um stefnubreytingu að ræða hjá Bandaríkjaforseta, Enn sem komið er, eru ráðamenn í Suður-Ameríku á sömu skoðun og George McGovern, þ.e. að Bandaríkjamenn hafi vanrækt Suður-Ameríku. 1 samræmi við þessa kenningu telur Henry Kissinger, að aðeins sé um að ræða fimm mikil- væga heimshluta, Bandaríkin, Sovét- rikin, Kina, Japan og Vestur- Evrópu. Af nýlegum fréttum frá Washing- ton er þó ljóst, að forsetanum er tölu vert mikið í mun að leiðrétta þenn- an misskilning. William Rogers tók vel í málflutning sendiherra frá ríkj um Ameríkubandalagsins NB nýlega og talið er, að vænta megi nýrrar stefnu gagnvart rikjum Suður-Amer íku innan skamms. Menn verða jú að hafa í huga, að einn helzti hæfi- leiki Nixons forseta er að grípa á lofti hugmyndir andstæðinganna og gera að sinum. En vandamálíð um nýtingu hafs- ins er ekki einskorðað við þjóðern- isiegar og stjórnmálalegar deil- ur Norður- og Suðúr-Ameriku. Enn sem komið er vaða menn sem næst í villu og reyk í þessum málum. Flest ríki, þar meðal Sovétríkin og Bret- land, eru fylgjandl tólí mílna fisk- veiðilögsögu, en jafnvel tólf mílurn- ar geta valdið deilum, þar sem um er að ræða sund, sem liggja til út- hafsins. Þar um þarf líka alþjóða- samninga. Fiskveiðirétturinn er svo ennþá viðkvæmárá mál. Islendingar og Bretar höfðu gert með sér samning um fiskveiðar, en þá gerð- ist það, að íslendingar lýstu hann ógildan, og á meðan Bretar vonuð- ust, án árangurs, eftir nýjum samn- ingaviðræðum, hrelldu íslenzk varð- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.