Morgunblaðið - 13.02.1973, Side 17

Morgunblaðið - 13.02.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1973 17 Haukur Ingibergsson.* HUOMPLÖTUR Hljómplötuútgáfan 1972 (IV) S.l. ár hefur það veriö skoð un hljómplötuútgefenda um allan heiim, að 45 snúninga plötur, eða litlar plötur, eins og þær eru oft kallaðar, séu að verða úrelt söluvara, þar sem þungamiðjan hafi færzt yfir á LP plötur og segul- bönd einkum kasettur. Engu að síður komu út 17 iitlar plötur á árinu 1972, svo að þær virðast enn vera gjaldgengar hér á íslandi. Það er þó trúlegt að á næstu árum fækki 45 snúninga plöt- um að tiltölu við LP plötur, því að margar af þeim 45 snúninga plötum sem út komu, seldust í sára- litiu magni. Þessar litlu plöt- ur korna þó vart til með að hverfa af markaðinum í bráð, því að margt efn-i hentar bet- ur lítilli plötu en stórri. Má sem deemi benda á lagið um Línu langsokk, en sú plata seldist í 5.600 eintökum á ti'l- tölulega fáum dögum og er slíkt einsdæmi. Sú plata hefði selzt nær því jafn vel þótt ekkert annað lag hefði verið á plötunni. Auk Linu voru að vísu þrjú lög, en þau gerðu hvorki til né frá. Önnur plata, er sló í gegn var lýsing eftirhermunnar Karls Einarssonar á heims- meistaraeinvíginu í skák. Sú plata seldist í 3.700 eintökum, þrátt fyrir það ’að þátturinn, sem Karl flutti hefði verið til tölulega l'ítið fyndinn og fjall aði ekki nema að nokkru leyti um einvígið. Þriðja platan sem vert er að geta um, er fyrri útgáf- an með Geirmundi Valtýssyni. Það var lagið „Biddu við“, sem sló í gegn, og seldist í 2.700 eintökum. Geirmundur átti einnig fimmtu mest seldu 45 snúninga plötuna með lag- inu „Nú er ég léttur" og seld ist hún í eitt þúsund færri eintökum en hin fyrri. Fjórða mest selda platan var með Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar. Nokkrar all sérkennilegar útgáfur komu fram, og ber þar hæst plötu með Jóhanni G. Jóhannssyni, sem er eitt mesía furðuverk, sem á plötu spilara hefur komið. Þarna mun Jóhann hafa verið að gera tilraun með nýjar leið ir, en ekki verður séð, að sú tilraun hafi heppnazt. Þá kom út i sumar plata, og átti eng inn að vita hver væri flytj- andinn, en hann nefndi sig Umba Roy. Skömmu síðar fór Ómar Valdimarsson úr landi. Ef nefna ætti plötur, sem hefðu átt meiri athygli skilið en raun varð á, má nefna plötu með Guðmundi Hauki, sem kom út á fyrri hluta árs- ins. Sú plata var vönduð og vel gerð að flestu leyti, en komst einhvern veginn ekki í sviðsljósið. Sömu sögu var að segja um plötu með söngtríó- inu „Litið eitt“, en það trió á vonandi eftir að senda frá sér LP ptötu, áður en árið 1973 er allt. A árinu 1972 kom út hljóm plata með eftirhermusniHingn- um Karii Eiivarssyní. Sveik föðurlandið Dreglnn á tálar af rússneskri ástmey Eftir Sigrúnu Stefánsdóttur. INNAN skamms hefjast hér í Osió sérstæð réttarhöld yfir ungum norsknm stúdent, sem grunaðiir er um njósnir í þágu Rússlands. Norski stúdent- inn, sem heitir Oie Martin Höysiad, er 25 ára gamall og hefur af og til unnið í norska sendiráðinu i Moskvu. Sl. sumar kynntist hann þar rússneskri stúlku, sem hann trúlofaðist skömnm síðar. Brátt komst rússneska leyni- þjónustan á snoðir um þetta samband og notfærði sér það til hins ýtrasta. Leyniþjónust an kom málunnm þannig fyr- ir, að stúdentinn varð að velja á milli þess, hvort hann vildi útvega leyniþjónust- unni þau skjöl, sem hún ósk- aði eftir, eða útiloka alla möguleika á þvi að fá farar- leyfi til Noregs fyrir unnustii sina. Ogr stúdentinn valdi fyrri kostinn. Þannig hagar til i norska sendiráðinu í Vorovskijgötu í Moskvu, að á fyrstu hæð hússins er sérstakt herbergi þar sem dulmálstæki og öll leyniskjöl sendiráðsims eru geymd. Inn í þetta herbergi fá engir utanaðkomandi inm- göngu, ekki einu sinni þvotta- konan, sem ræstir bygging- una. Þrir norskir menn skipt- ast á um að halda vörð við herbergið allan sólarhring- inn. Venjulega er þar um að ræða einn lögregluiþjón og tvo rússneskumælandi stúd- enta, sem aðeins eru ráðnir tll 6 mánaða í senn af örygg- isástæðum. Ole Martin Höystad hefur tvisvar verið ráðinn til þessa starfs, en auk þess hefur hann unnið við þýðingar og fleira í sjálfu sendiráðinu. Fyrst var OLe . ráðinn í ársbyrjun 1971 og í seinna skiptið í maí sl. Fljótlega eftir komu sina til Moskvu í vor kynmtist Ole ungri rússneskri stúlku. Urðu þau ástfangin og létu lýsa með sér í ágúst. Þar sem ráðningartími Ole átti að renna út í lok septem- ber, fór unga parið að reyna að útvega nauðsynleg skjöl, sem hjeimiluðu henni að fara til Noregs. Ráðgerðu þáu að gifta sig þar í október sl. En þá kom rússneska leyniþjón- ustan KGB til skjalanna og brátt varð Ole Martin ljóst að hann átti aðeins uim tvennt að velja. Annaðhvort varð hann að útvega leyniþjónust- unni þau skjöl, sem hún var á höttunum eftir eða að kveðja unnustu sina fyrir fulit og allt, þegar ráðningartima hans lyki. Lét hann þá tilJeið ast og útvegaði skjölin, og Ole Martin Höystad. fékk í staðinn loforð um nauð synleg brottfluitninigsskjöl fyr ir unmustu sína. í lok setpember kvaddi Ole unnustu sína i Moskvu í þeirri trú, að þau sæjust áð- ur en langt um liði í Osló. Hélt hann áfram rússnesku- námi sínu v ð háskólann i Osló og gekk undir próf í nóv ember. Þar sem ekkert var farið að bóia á stúlkunni í nóvem- ber, fór O’.e að gruna að ekki væri allt með felldu. Undir lok mánaðarins þoldi hann ó- vissuna ekki lengur og fór til uitanrikisráðuneytisins og ját aði brot sitt. Eft’r nákvæmar yfirheyrslur, sem fóru fram fyrir luktuim dyrum, var stúdentinn settur i 8 vikna fangelsi. Að vonum vakti mál þetta mikla athygii og blöðin slógu fréttinni upp. Var þar m.a. talað um njósnamál í ekta James-Bond-stíl og ein fyrir- sögnin vai þannig: „From Russ a With Love: Norskur stúdent dreginn á tál ar af rússneskri gálu.“ Þar sem yfirheyrslurmar fóru fram fyrir luktum dyr- um, voru blöðin að vonum með miklar getgátur i sam- bandi við njósnamálið og gripu hvert hálmstrá, sem gæti orðið að gagni. M.a. birti Osló blaðið Verdens Gang viðtal við bezta vin Ole, þar sem hon um er lýst sem vel gefnum og áreiðanlegum manni, sem tók óvenjutega hátt stúdents- próf ár:ð 1968. Auk þess sagir vinurinn: — Ég tel mig þekkja Ole Martin mjög vel. Hann hefði aldrei getað gert sig sekan um þetta afbrot undir venju- legum kringumstæðum. Hann hlýtur að hafa verið yf- :r sig ástfanginn og fullur ör- væntingar. Mjög itarleg rannsókn hef- ur staðið yfir siðan norski stúdentinn játaði brot sitt og hefur norski sendiherrann í Moskvu, Frithjof Jacobsen, komið heim til Oslóar tvisvar með stuttu millibili til þess að aðstoða við rannsóknina. Auk þess hafa fjórir norskir sérfræðingar verið sendir á vegum utanrikisráðuneytisins til þess að rannsaka skjöl og vinnubrögð í sendiráðinu. Þá er bú zt við að norsk yfirvöld fari fram á rannsókn á allri send ráðsbyggingunni og ná- grenni til þess að ganga úr skuigga um það hvort nokkr- um njósnatækjum hafi ver- ið komið þar fyrir. Talið er að skjöl þau sem Ole Martin Höystad afhenti KGB i Moskvu hafi fjallað um sambandið milli Noregs og- Rússlands. Ekki er álitið að hann hafi afhent nein skjöl af því tagi, sem gera nokkrar'breytingar á vamar- kerfi Noregs eða NATO-land- anna nauðsyniegar. Eins og áður hefur komið flram, verður mál stúdentsins tekið upp fyrir rétti í lok mán aðar ns. Getur þetta sorglega ástarævintýri norska stúd- entsins varla endað á annan hátt en með fangelsun. Spurn ingin er bara sú, hve mörg ár verður hann að sitja in.ni?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.