Morgunblaðið - 24.03.1973, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.03.1973, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973 5 Úlfar t»órðarson um Borgarspitalann; Bygging B- og G-álmu kostar 1500 millj. kr. A FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur 15. þ.m. urðu miklar umræður urn sjúkra- húsin í borginni og aðstöðu fyrir langlegusjúklinga. Það kom fram í ræðu Úlfars Þórðarsonar (S) að mjög brýnt er orðið að stórauka húsnæði þjónustudeilda Borg- arspítalans og að áætlað er að bygging G-álmu hans (þjónustuálmu muni kosta um 700 milljónir króna. Hér á eftir verður greint frá þessum umræðum: Björgvin Giiðniundsson (A): Um langt skeið hefiur veriS mik- ill skortur á legurými fyrirlang- iegusjúklinga, sem sjúkrahúsin geta ekki veitt viðtöku. Að vísu hefur hinum svo- nefnda Grensásspítala verið breytt í sjúkrahús fyrir langlegu sjúklinga en hann leysir auðvit- að ekki nema brot af vandanum. Það kemur fram í grein dr. Bjarna Jónsson- ar yfirlæknis í Morgunblaðinu nýléga, að á 3 aðal sjúkrahús- um borgarinnar eru nú um 112 langlegusjúkl- ingar, og að fyr ir tveggja ára sparnað á legu- döigum 100 ianglegusjúkl'inga mætti reisa 230 rúma langlegu- sjúkrahús. Það er þvi ljóst að gera þarf stórátak í þessum málum og er bygging B-álmu Borgarspítalans þar mjög mikilvægur áfangi, en sennilega verður G-álman, þjón- ustuálman að hafa forgang. Til- laga mín um sérstakt sjúkrahús fyrir langlegusjúklinga á lóð Borgarspítalans er því fyllilega timabær. Ég legg einnig til, að nýjar leiðir verði kannaðar í sambandi við byggingarfram- kvæmdir og sérstaklega verð; athugað hvort hægt er að nota svonefnd einingarhús i þessu skyni. Að lokum sting ég svo upp á, að viðhafðar verði tvær umræð- ur um tillögu mina og henni í miilitíðinni visað til heilbrigðis- ráðs. Steinunn Fiiuibogadóttir (SFV): Tillaga Björgvins Guðmundsson- ar er mjög þörf, enda er nú svo illa komið í málum langlegu- sjúklinga að bæði er þörf fyr ir byggingu B- álmunnar og einnig fyrir nýtt sjúkrahús fyrir þessa sjúklinga, sem rétt er að byggja í tengsl- um við Borgar- spítalann. Ég legg því hér fram tillögu um að flýta byggingu B-álmu og að haf inn verði undirbúningur að bygg ir.gu nýs sjúkrahúss fyrir lang- legusjúklinga. Úlfar Þórðarson (S): Vanda- mál langlegusjúklinga hafa oft verið rædd hér í borgarstjórn og í borgarráði og raunverulega hafa fá sveitar- félög gert meira í þessum málum en Reykjavik. Það er alveg rétt sem fram hefur komið, að kostnaður pr. rúmmetra í Borgarspítal- anum mun verða um 2,2 milljónir en samt sem áður mun hann verða einn ódýrásti spítali í Evrópu, af þeim sem byggðir hafa verið á sama tíma. Nú er fyrirhugað að G-álman muni kosta um 700 miljónir og að hún verði byggð í þremur áföngum. Enda þótt all- ir séu sammála um, að rétt sé að spara sem mest, þá held ég, að enginn geti virkilega haldið því fram að rétt sé að byggja sjúkrahús fyrir þá peninga sem sparast kynnu á því að byggja lélega fyrir langlegusjúklinga sem að mestu'm hluta er eldra fólk. Og það er alrangt að þjón- usta og kostnaður henni sam- fara geti verið minni á langlegu- spítölum en öðrum. Þvert á móti þarf að kosta miklu meiru til við þjónustuna. Fyrir svo utan það hversu erfitt er að fá starfslið á slíka spítala. Ég er sammála því, að gott væri að geta byrjað á B-álmunni sem fyrst, en þó held ég að ekki e;gi að byrja á henni fyrr en fjármagn er fyrir hendi svo að hægt sé að byggja með eðlileg- um hraða. G-álman er einnig mjög nauð- synleg t.d. má benda á, að slysa- varðstofan er fyrir löngu orð- in alltof lítil og jafnframt hef- ur þörfin fyrir alls kyns þjón- ustu við aðrar deildir spítalans stóraukizt. Ég tel því, að ef veljá ætti milli B- og G-álmu þá yrði G- álman að hafa forgang þvi án hennar verður B-álman ekki rek in. Væri fjármagnsþörfinni aft- ur á móti fulinægt, mætti byggja báðar i einu en til þess þarf sennilega 1.500 milljónir. Adda Bára Sigfúsdóttir (K): Allir eru sammála um, að hér er á ferðinni mikili vandi og ekki auðleystur. Vandinn er nefnilega alls ekki sá einn að byggja sjúkra- hús fyrir þessa sjúklinga heldur er miklu erfið- ara að fá starfs- lið til þess að vinna á slíkum spitöium. Þetta má e.t.v. leysa með því að reka þá í samvinnu við aðra spítala og láta þá starfs- fólk'.ð skiptast á um að vinna á langlegudeildunum og öðrum deildum. Annars mætti gjaman hreyfa þvi hvort hér sé ekki um tilvaiið verkefni að ræða fyrir samstarfsnefnd sjúkrahúsa, sem til umræðu var hér á undan. Birgir ísleiftir Gunnarsson, borgarstjóri: Ég er sammála því, að tvær umræður verði viðhafð- Björgvins Guð- mundssonar og legg til að sami háttur verði hafður á varð- andi tillögu Steinunnar Finnbogadótt- ur. 1 sambandi við það, sem Björgvin sagði hér áðan um skipulag sjúkrahúsmálanna í borg'nni, vil ég vitna til skýrslu, sem finnskir sérfræðingar í þeim málum gerðu er þeir voru hér að vinna að skipulagi Borgarspit- alans. En þeir sögðu m.a. að allt heildarskipulag fyrir sjúkrahús- in vantaði og væri mjög erfitt að taka Borgarspítalann út úr einan sér. Úr þessu var aftur á móti reynt að bæta og ræddu þeir bæði við forstöðumenn spit alanna í borginni og heilbrigðis- ráðuneytið. Ég vil svo að lokum leggja ríka áherzlu á, að það er rangt að ekkert mæli með því að byggja G-álmuna á undan B-álm unni því það má vera öllum ljóst að þjónustustarfsemi spítalans hefur stór vaxið og þarf raunar ekki annað en að fara i skoðun- arferð um húsið til þes að sjá, að drepið er i hverja smugu og spítalinn að öllu leyti gjörnýttur. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst ekki telja, að Reykjavík stæði framarlega í þjónustu við langlegusjúklinga og ekki tald'; hann heldur að nægrar hag- kvæmni gætti við sjúkrahús- byggingar. En alls ekki sagðist hann þó vilja draga úr kröfum til heilbrigðisþjónustunnar. Björgvin kvaðst að lokum vilja gagnrýna Öddu Báru S'gfúsdótt- ur fyrir óvenjulega linkind í þessu máli. Sigurlaug Bjarnadóttir (S): Ég saknaði þess i ræðum þeirra Björgvins Guðmundssonar og ar um tilögu Steinunnar Finnbogadóttur, að hvorugt þeirra drap á það mikla vandamál sem jafnan rís þegar ráða á fólk til þess að hugsa um langlegu- sjúklinga. En sá vandi er í sjálfu sér ekk- ert minni en sjúkrarúma- skorturinn. Það hefur oft komið fram í því sam- bandi, að mikill skortur er á hæf um kennslukröftum fyrir hjúkr- unarskólana. Ég vil því af þessu filefni spyrja Öddu Báru að því, hvort það sé rétt að styrkur sá er hjúkrunarkennurum var veitt ur til framhaldsnáms hafi nú verið felldur n ður. Og svo vil ég að lokum drepa á einn hlut, sem mjög þarf að athuga i sambandi við langlegusjúklinga og aldraða þ.e. heimilishjúkrun. Reykjavík hefur nokkuð sinnt þessu og er mér nú tjáð, af embættismönn- um borgarinnar, að þessari þörf sé nú unnt að sinna að fullu. Ég vil ekki fullyrða, að þetta sé rétt, en alla vega tel ég rétt að efla þessa þjónustu og athuga I því sambandl hvort ekki mætti eitthvað draga úr þörfinni fyrir rándýr sjúkrahús. Steinunn Finnbogadóttir (SFV): tók aftur til máls og ræddi nokk- uð um hjúkrunarnám og forsend ur þess. Úifar Þórðarson (S) sagði, að ekki væri ákveðið, hvenær bygging B- eða G-álmu hæfist, í því efni ylti allt á f jármagninu. Að lokum sagðist úlfar vilja ít- reka, að ekki yrði hrapað að neinu i þessum málum. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) svaraði Sigurlaugu Bjarnadóttur en kvaðst þvi miður ekki geta svarað öðru en þvi, að námsstyrk ir heyrðu undir menntamála- ráðuneytið og því vissi hún ekki hvort það væri rétt að styrkirn- ir hefðu verið felldir niður eða ekki. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri kvaðst vilja leg.gja mikla áherzlu á þá skoðun sína, að brýna nauðsyn bæri til þess, að náið samstarf væri milli borg ar og ríkis i heilbrigðismálum. Björgvin Guðmundsson (A) tók svo til máls að lokum en síð- an var tillögunni vísað til ann- arrar umræðu og til heilbrigðis- ráðs. r r GUÐJOnO er fluttur nð LANGHOLTSVEGI 111 Simm »5433 «, 35499 Við höfum flutt í ný og glæsileg húsnkynni uð Longholtsvegi 111, Reykjovík Ný símnnúmer 85433 Snmn góðn þjónustnn 85499 Sömu góðu bæhurnnr nirnvnmn PMNTSMIÐJfl GUÐJONO BÓKAÚTGÁFA LANGHOLTSVEGI 111 - SI MAR 85433 og 8! >499

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.