Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973 23 Minning; Guðmundur Jó- ha nnesson ráðsm Fæddur 9.9. 1914. Dáinn 14.3. 1973. FRÁ skólastarfi mínu á Hvann- eyri á undanförnum árum og ára tugum minnist ég margra dug- andi nemenda er þangað sóttu til þess að búa sig undir lífs- starfið. I>eir komu til skólans heils bugar og í þeim eina til- gangi að læra og þroskast. I>eir sáu hilla undir stærri og feg- urri bændabýli. hagfelldari og auðveldari vinnubrögð við sveita störfin, vaxandi hlut bændastétt arinnar i lifi og starfi hinnar is- lenzku þjóðar. Einn áf þessum piltum var Guðmundur Jóhannesson frá Herjólísstöðuim í V-Skaftafells- sýslu. Hann kom í Bændaskól- ann á Hvanneyri haustið 1936 og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 1938. Fyrri veturinn gat hann ekki verið nema hálfan námstímann, því að hann þurftj að afla sér tekna fyrir skóla- kostnaði. Hann útskrifaðist þó með ágætum vitnisburði, fékk 7,07 miðað við 8,0 hámark. Guðmundur Jóhannesson var fæddur á Söndum í Meðallandi, en 1919 fluttust foreldrar hans, Þuríður Pálsdóttir og Jóhannes Guðmundsson þaðan vegna Kötliuigossins 1918, og ólst hann því að mestu upp á Herjólfsstöð- um. Á árinu 1939 dvaldist Guð- mundur við landbúnaðarstörf í Danmörku. Sú dvöl jók víðsýni hans og verkhyggni. En 1941 varð hann ráðsmaður á Hvann- eyri og hél't því starfi til dauða- dags. Síðasta árið, sem hann liíði, naut hann þó aðstoðar við það starf vegna sjúkleika. Árið 1946, hinn 26. nóv. kivænt- ist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Helgu Sigurjónsdóttur frá Heiðarbót í S Þingeyjarsýslu. Með henni eignaðist hann tvö börn, er komust á legg, Jóhann- es, fæddan 1. desember 1956 og Jónínu fædda 10. apríl 1951. Þau hjónin urðu fyrir þeim mikla harmi að missa Jóhannes, mik- inn efnisdreng, 4. september 1963. Jónína er gift Oddi Sæ- mundssyni skipstjóra í Keflavík, og eru þau enn barnlaus. Dótt- ur, Halldóru að nafni, eignaðist Guðmundur áður en hann kvænt ist. Er hún gift Konráði Bjarna- syni, framkvæmdastjóra Félags- prentsmiðjunnar. Þau eiga 2 dæt ur. 1 hartnær tvö ár átti Guðmund ur Jóhannesson við erfiðan sjúk dóm að stríða og dvaldi ýmist heima hjá sér á Hvanneyri eða á sjúkrahúsi í Reykjavík og loks um stutt skeið í íbúð þeirra hjóna í Árbæjarhverfi í Reykjavik. All- an þennan tima naut hann ást- ríkis og umönnunar fjölskyldu sinnar allrar, en þar var hlutur eiginkonu hans mestur. Ég minn ist þess tæplega að ég hafi þekkt jafnmikla hirðusemi, skyldurækni ag iistriki og frú Helga sýndi manni sínum, enda var henni frá upphafi ljóst, hver sjúkdómurinm var og að hverju stefndi. Hún heimsóttl mann sinn á sjúkrahúsið tvisvar á hverjum einasta degi og átti þó allllangt að fara og i misjöfnu veðri í vetur. Myndarskapur hennar, öryggi og góðvild komu þá bezt í ljós, þegar maður henm ar þurfti þess mest með. Og hinn miklia missi ber frú Helga með mikili skapfestu og dugnaði, svo sem hann bar sjúkdóm sinn með hetj ulund og æðruleysi. Guðmundur Jóhannesson var óvenju frjór í hugsum og starfi. Það miá vel segja, að hann væri uppfinninigamaður á sviði land- búnaðarins og tók þar flestum ef ekki öllum fram. Hér verður getið í stuttu máli um nokkuð af því, sem hann var að fást við, oft fram á nætur. Hann kunni iúa að lesa á klukku, þegar hugð arefnin voru efst á baugi í huga hans. Áburðarvagn með sniglum í botni. Fylltu þeir vagninn og tæmdu. Vagninn var hamdhæg- ur, en varla nógu sterkbyggður hjá verkstæðinu, sem framleiddi hann. Plógur tengdur áburðarvagnl tii þess að koma búfjáráburði undir grassvörðinn. Lofthitari með olíukyndimgu til þess að vélþurrka hey í hlöðu. Grind til þess að- vigta fé í. Útbúnaður við mjaltabása og i mjólkurhúsi, sem hann fram- kvæmdi á Hvanneyri. Djúpflóra í fjárhúsum. Um loftræslu hafði Guðmund- ur Jóhannesson þá skoðun, að notaða loftið i búpenimgshúsum ætti að draga niður með sogdælú en ekki iáta það fara út um stromp á þaki. Þessu mætti lika koma fyrir í mannabústöðum. Hvit og góð ull var markmið hans. Ber sauðfé á Hvanneyri þess glögg merki. Sumt af þessu hefur verið gert að umtalsefni í blöðum og tj'maritum, t.d. Búfræðingnum, Búnaðarblaðinu ag Frey. Væri þarft verk að taka saman yfir- lit um hugmyndir Guðmundar J óhannessonar og nýjungar á sviði verktækni og koma þeim í framkvæmd meira en honum tókst eða þeirri stofnun, er hann vann lengst fyrir. Guðmundur Jóhannesson var ráðsmaður á Hvanneyri í nær- fellt þriðjung aldar og gekk þar venjulega undir gælunafninu „ráðsi“. Hann reyndist því starfi m.jög vel vaxinn. Kom þar fram dugnaður hans, verklagni, ágæt- ir hæfileikar til að stjórna öðr- um og fá verkin fljótt og vel af hendi leyst, trúmennska í garð þeirra, er hann vann fyrir. Fyrir þetta vil ég færa fram þakkir frá okkur hjónum og fyrir hönd Bændaskólans á Hvanneyri. Og þakkirnar ná einnig til konu hans, frú Helgu, sem aldrei heyrðist kvarta, þótt maður henn ar kæmi seint í mat, þótt liðið væri á svefntíma, er hann kom heim úr vinnu, eða væri vakinn um miðjar nætur. Þetta kom oft lega fyrir, þegar bjarga þurfti heyi frá skemimdum, hirða um lambfé, koma í lag verkfærum fyrir næsta dag eða hjálpa ferða manni, sem var bensínlaus eða á biluðum bil. Allt þetta og ann- að því líkt kom svo oft fyrir í starfi Guðmundar ráðsmanns. Margiir nutu fyrirgreiðslu hans, heimafólk og aðkomumenn og gestrisin voru þau hjón í bezta máta. Fyrir utan nánustu fjolskyldu Guðmundar Jóhannessonar hef- ur þó enginn meira að þakka en sá, er ritar þessi eftirmæli, svo tryggur var hann og einlægur í öllu okkar samstarfi. Systkinin frá Herjólfsstöðum voru 10 að tölu, þau er upp komuat. Þetta er fyrsta skarðið, sem höggvið er í þann mannvænleiga hóp. Innileg sam- úðarkveðja okkar hjóna til hinna, sem eftir eru og minn- ast með þakklæti samveru við látinn bróður og margs konar hjálpsemi hans í þeirra garð, þegar mest lá við. Sú samúð nær í enn rikari mæli til barna hans og barnabarna og síðast en ekki sízt til frú Helgu, sem við þökk- um af alhug mörg og góð sam- vistarár á Hvanneyri. Allt starf Guðmundar Jó- hannessonar, manndómsára hans var bundið Hvanneyri. Þar er hann til moldar borinn i dag. Margir Hvanneyringar og aðr- ir vinir sjá þar á eftir góðum vini og samferðarmanni. Þeir voru margir úr þessum hópi sem kvöddu hann við minn- ingarathöfn í Fossvogskapellu í gær. Nemendur Bændaskólans á Hvanneyri og samstarfsmenn hans þar munu lengi minnast hans með virðingu og þakklæfi. Hann var hinn trúi ráðsmaður. Blessuð sé minning hans. Giiðmundiir Jónsson, fyrrv. skólastjóri. Minning; Hermann Eyjólfs- son í DAG laugardaginn 24. marz 1973, verður frændi minn, Her- mann Eyjólfsson, Gerðakoti ölf- usi, til moldar borinn frá Hjalla- kirkju í ölfus'. Það kom mér ekki á óvart þegar Hermaun lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi laugar- daginn 17. marz eftir um 4 mán- aða veikindi. Ég ætla ekki að vera langorður og ekki að skrifa æviminningu hans, m:g langar aðeins að þakka honum allt, sem hann hefur fyrir mig gert á minni lifsleið, því það er ekkert lítið. Hann var mér alltaf mjög góður öll suimurin, sem ég var hjá honum í Gerðakoti. Hann átti mjög duglega og góða konu, Sólveigu Sigurðardóttur, er var honum mjög traust, og mér mjög góð allan þann tima, sem ég var h.iá þeim. Ég samhryggist fjölskyldu Hermanns, konu hans, sonum og dætrum. Vertu blessaður og sæll Hermann minn, og þakka þér allt gott. Þinn frændi Hreiðar. Aðoliundur HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn laugardaginn 31. marz í Átthagasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan 9.30 fyrir hádegi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Norræn tón- listarkeppni ÁÆTLUN norrænu menningar- málanefndarinnar nm norræna tónUstarkeppni á að Ijúka næsta haust með orgelleik. Áður hefnr verið keppt í strokhljóðfæraleik (1969), blásturhljóðfæraleik (1970), söng (1971) og píanóleik (1972). Síðastnefnda keppnin er íslendingum sjálfsagt bezt kunn, þar sem hún fór fram hér á landi. 1 orgelkeppninni í haust verð- ur aldurstakmarkið 35 ár en það var sama í söngkeppninni, ann- ars hefur aldurstakmaakið verið 30 ár. Keppni fer fram í hverju landi og tveir, sem hlutskarpast- ir verða, eiga rétt til þess að taka þátt í Norðurlandakeppninni Einnig vinna þeir til verðlauna og eru 1. verðlaun d.kr. 5.000 og 2. verðlaun d. kr. 3.000. Keppnin hér heima fer fram i Reykjaivík 15. og 16. sept., en Norðulandakeppnin fer fram 1 Stokkhólmi 11.-—14. okt. Fyrstu verðlaun í þeirri keppni er d. kr. 15.000 en önnur verðlaun d. kr. 10.080. Dómarar í he'makeppninni eru þessir: Árni Kristjánsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Ragnar Björnsson og Haukur- Guðlaugsson. Islenzkir dómarar i Norðuriandakeppninni verða Árni Kristjánsson og Ragnar Björnsson. Umsóknir um þátttöku þurfa að hafa borizt skrifstofu Norr- æna félagsins í Norræna húsinu fyr'r 15. ágúst og þar verða jafn framt veittar allar upplýsingar og veitt aðstoð um útvegun á nót um í síma 10165 miUi kl. 17 og 19 - SKÁK Framhald af bls. 11. fær nú c5 — reitinn fyrir ridd ara sinn. Hvítur hefur hins vegar mun betri stöðu og vil koma í veg fyrir að svartur nái mótspili á drottningar- værig). 13. — Red7 14. Hfel Rc5 15. Rb2I? — (Hivítur afræður að taka á- hættunni, en Pachmann sagð- ist hafa talið fónnina á f2 hættulausa hvítum. Hvítur gat einnig leikið hér 15. Dc2, ásamt e4). 15. — Rfe4 16. — Rxf2?! (Einnig kom til gre.na að leika hér 16. De3, eða 16. Df4). 16. — Rxf2?! (óneitanlega býður þessi fórn upp á ýmsa möguleika, þótt hún standist ekki gegn ná- kvæmri taflmennsku hvíts. Úr þvi sem komið var átti svartur heldur ekki margra kosta völ, staða hans yrði ekki sérlega glæsileg, ef hvítur fengi að leika f3 og e4). 17. Kxf2 De3f 18. Kfl Re4 19. Bxe4 Mxe4 20. Kg2 — (Svartur hótaði Bh3 mát!). 20. — Hxd4 (Aðrir leikir yrðu aðeins til þess að hvítur næði að treysta stöðu sína ann betur). 21. Bxd4 Dxd4 22. Hadl Dg4 23. e4(?) — (Eðlilegur le kur en ónákvæim ur. Betra var strax c5 og svart ur fær vart varizt lengi). 23. — Bd7? (Svartur geldur líku líkt. Eftir 23. — b6! hefði hann úti- lokað möguleikann c5 og auk þess náð mótspili með því að þrýsta á peðið á e4). 24. c5! — (Hér eftir er vinningurinn að- eins tækn legt atriði). 24. — dxc5 25. Dxc5 Bc6 26. De7 h5 27. h3 Dg6 28. Hd8t Hxd8 29. Dxd8f Kh7 30. Dxc7 Bxe4f 31. Kf2 h4 32. He3 Bc6 33. Dxa5 hxg3f 34. Hxg3 Dc2f 35. Kfl De4 36. Dc3 f6? (Tapar strax, en svartur hafði ekki úr háum söðli að detta). 37. Dd3 Kg8 38. Dxe4 Bxe4 39. b4 og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór. Hjartans þakkir færi ég öf.um þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og sýndu mér annan hlýhug í tilefni af 80 ára afmæli m!nu, 14 marz síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll! Guðrún Jónsdóttir, Skaftahlíð 25, Reykjavík. VIÐTALSTÍMI i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Galtafeili, Laufásvegi 46, á laugardögum kl. 15.00 til 16.00 eftir hádegi. Laugardaginn 24. marz verða til viðtals: Albert Guðmunds- son, borgarfulltrúi, Sveinn Bjömsson, varaborgarfulltrúi og Baldvin Tryggvason, varaborgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.