Morgunblaðið - 24.03.1973, Side 30

Morgunblaðið - 24.03.1973, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973 Jafntefli ekki sem verst Leikurinn við Norðmenn endaði 15-15 — Upphaf og endir í lagi, en miðjuna vantaði ISLENDINGAR mega vel una við það jafntefli, sem þeir náðu í leiknum við Norðmenn í gærkvöldi. Norska liðið hafði yfir lengst af í síðari hálfleiknum og þá var leikur ís- lenzka liðsins mjög svo ráðleysislegur. Á lokamínútunum rankaði landinn við sér og komst yfir, en Norðmenn jöfnuðu svo 15:15, er tvær mínútur voru til leiksloka, það sem eftir lifði leiktímans áttu bæði lið marktækifæri, sem ekki tókst að nýta. Leikur íslenzka liðsins var mjög góður framan af fyrri hálfleiknum, en er á leið dapraðist hann til mikilla muna og virtist á stundum sem ekki væri heil brú í leik íslenzka liðsins. Samvinna er orð sem ekki er hægt að nota um leik Islands að þessu sinni, einstaklingarnir reyndu ýmislegt í leiknum, en það var sárasjaldan, sem nauðsynlegri sam- vinnu brá fyrir. Ef íslenzka liðið hefði leikið eins vel allan lcikinn og það gerði fyrst í fyrri hálfleik, er ekki vafi á því hvar sigurinn hefði lent. En því miður varð það ekki raunin og það var ekki fyrr en undir lokin að liðið komst aftur í gang og þá voru æðri máttarvöld okkur einnig hliðholl. Þetta líuidslið, seim niú lé hefuir ekki æft mikið saman og kom það greinilega fram í leik liðsins sem oft á tíðum var mjög skipu- lagslaus og spilið tilgangslaust að þvi er virtist. >á var varnar- Jeikurinn í molum í síðari hálf- leiknum o.g ekki hægt að kenna markvörðunum um þau ódýru mörk sem liðið fékk á sig. Þá var það einnig áberandi hve norsku leikmennirnir voru mun snegigri og ákveðraari. Þetta kom vel fram í hraðaupphlaupunum oig einnig er Norðmenn hirtu knöttinn tvi- vegis eftir skot sem íslenzku markverðirnir höfðu varið og í bæði skiptin skoruðu þeir mörk. Ef boltinn kom í námunda við línumenninga fengu þeir óblíðar viðtökur, þarna er brotið á Björgvini og vítakast dæmt. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Sjón sem þessi sást allt of sjaldan í leiknum, .Einar Magnússon getur stokkið hátt yfir varnir andstæðinganna og skorað næst- um hvenær sem er, en það sakar ekki að hjálpa honum. HREYFANLEGT SPIL, EN LÍT- I® TJM STÓRSKYTTUR Norska liðið ieikur nokkuð hraðan og á tíðum skemmtilegan handknattleik. Þeir reyna m'.kið að spila inn á iinuna, en stór- skyttur liðsins eru ekki margar, íslenzka liðið heíði því átt að ráða við leik Norðmannanna en sú varð þó ekki reyndin. Það vakti athygli áhorfenda hversu isienzku leikmönnunum var skipt inn á, virtist sem leik- roenn hsfðu vart tima til að finna sig áður en þeir voru komnir á varamannabekkinn á ný. Ekki skal sagt um það hvort þessar öru skipt'ngar hafa haft úrsiita- áhrjf, en þær virtust að minnsta kosti ekki vera til bóta. FYRSTU MÍNtJTURNAR, BEZTU MÍNÚTURNAR ... íslenzka liðið keyrði af mikl- um krafti i upphafi leiksins og sóknarlotumar gengu upp til að byrja með. Innan tiðar var stað- an orðin 3—1, svo varði Ólafur vítakasí og allt var í himnalagi. En er 10 mínútur voru liðnar fór að síga á ógæfuhliðina og spilið varð sikipulaigisilaiust. Norðmenn jöfnuðu, en aftur komst ísland yfir og staðam varð 6—4. Norð- menn sóttu sig og í hálfleik hafði þeim tekizt að jafna á ný 8—8. .. OG SVO AFTUR ÞÆR SÍÐUSTU Norðmenn tóku forystuna Þrjár breytingar LANDSLIÐSNEFND gerði að- eins þrjár breytingar á lands- liðinu sem leikur gegn Norð- mönnum frá því sem var í leikn- um í gærkvöldi. Það eru þeir Hjalti Einarsson sem kemur í markið i stað Gunnars Einars- sonar og Viðar Símonarson og Axel Axeisson sem koma inn í stað þeirra Ágústs Svavarssonar og Jóns Karlssonar. Liðið sem ieikur í dag verður þvi þannig skipað: MARKVERÐIR: Ólafur Benediktsson, Val Hjalti Einarsson, FH AÐRIR LEIKMENN: Gunnsteinn Skúlason, Val ólafur H. Jónsson, Val Stefán Gunnarsson, Val Ágiist Ögmundsson, Val Björgvin Björgvinsson, Fram Axel Axelsson, Fram Auðunn Óskarsson, FH Geir Hallsteinsson, FH Viða.r Símonarson, FH Einar Magnússon, Víkingi. Leikurinn í dag hefst kl. 15.00. Má þar búast við tvísýnni viður- eign eins og í gærkvöldi, en von- andi tekst landanum vel upp, og sigrar. Samstillt hvatning áhorf enda getur verið það sem gerir herziiimuninn og vonandi láta íslenzkir handknattleiksunnend- ur sig ekki vanta í Laugardals- höllina í dag. Áfram ísland þarf Viðar Símonarson — kemur nú að hljóma þar kröftuglega. aftur inn í landsliðið. strax í byrjun síðari hálfleiks og héldu henni lengst af. Er 9 mín ú'tur voru til ioka ieiksins tók íslenzka liðið góðan kipp og breytti stöðunni úr 1214 í 15-14 á 6 mfnútum. En Sten Oster jafnaði fyrir Norðmenn er 2 mín útur voru ef'tir, háMri mánútu áð- ur hafði saimi maður komizt í gegnum íslenzku vörnina, en dæmd var lína á hann og mark ið sem hann skoraði því ólög- legt — þar var íslenzka liðið heppið. 1 siðustu sóknarlotu ís- iienzka iiðsins reyndi Ólafur H. Jónsson markskot, en boltinn smaug fram hjá, ef til vill bí- ræfni hjá Óiafi að skjóta, en hefði hann skorað hefði honum verið fagnað sem hetju. Hið mis- heppnaða skot Ólafs skipti þó ekki máli því Norðmönnum mis tókst einnig í sinni síðustu sókn. VIÐ GETUM BETUR Það fer ekíki á milli mála að íislenzfca landsiliðið getur leikið betur ein það gerði í þessuim leifk og vommdi fáum við að sjá beztu hliðartnar í leiknuim í dag. Erfitt er að dæma um hverjir áttu beztan leik í íslenzka liðinu. Stórskytjtuinuim var lítið hjápað og llíinuimaininainina vel gætt. Jón Karissoin átt gott „coime back“ í lamdsli'ðdð og spilið var allt líf- legna meðan Jóns naut við. Ólafur H. Jónssom og Eimar Magnúsisom voru miarkhæstir í liðimu og skotamýtimig þeirra var ágæt í leikmum. Geir Hallsteinsson er nafn sem Norðmenmiimiir þekktu greimi lega og Geirs var vel gætt, hanm skoraði þó 4 mörk, tvö úr vítaköstum. Björgvin var að vamda hreyfamlegur á línumni, en fáar sendingar komust alla leið- ina í hendur haras. Stgurbergur Sigsteinsson var settur út úr lamdsliðimu vegna þess að hann lék með knattspymuliði Fram í meistarakeppnimmi á móti iBV í fyrrakvöld, Stefán Gumnarsson tók sæti Siigurbergs og varð ekki annað séð en hann skipaði það ágætlega. í STUTTU MÁLI Lamdsleikur í hamdknattJeik. Laugardalshöllim 23. marz ÍSLAND — NÓREGUR 15:15 (8:8) Brottvisanir af leikvelli: Gummsteimm Slkúlasiom í 2 mto, Misheppnnð vítaköst: Ólafur Beniediktssom varði víta- kaist AUanis Gjærde. Mörk ísla.nds: Geir 4, Eimiar 4, Ólaifur 4, Jón 2 og Ágúst 1. Mörk Noregs: Stein Oster 4, Tyrdal og Hawsem 3 hvor, Klave- mess, Harnsem, Grisliingás, Rimgsá og Gjærde 1 hver. Dómarar: Leminiart Larssom og C.O. Nillssom frá Sviþjóð dæmdu leilkimn ágætlega. — áij. GANGUR LEIKSINS Mín. íshind Noregur 1. Geir 1:0 2. 1:1 llansen 5. Einar 2:1 7. ólafur 3:1 12. 3:2 Oster 16. 3:3 Hansen (v) 19. Jón 4:3 20. 4:4 Klaveness 21. Aftúst S. 5:4 23. Einar 6:4 23. 6:5 Gjærde 24. 6:6 Ringsá 26. Geir (v) 7:6 28. 7:7 30. 7:8 Tyrdal 30. ólafur 8:8 iiAi.i’i.hikiis 32. 8:9 Tyrdal 33. Einar 9:9 39. 9:10 Grislingás 40. Jón 10:10 41. 10:11 Oster 45. 10:12 Hansen 46. Olafur 11:12 48. 11:13 Oster 49. Einar 12:13 51. 12:14 Tyrdal 53. Geir 13:14 55. Geir (v) 14:14 57. Ólafur 15:14 58. 15:15 Oster LIÐ ÍSLANDS: Ólafur Benediktsson 3, Gunnsteinn Skúlason 2, Anðunn Óskarsson 2, Ágtist Ögmundsson 2, Einar Magnús- son 3, Björgvin Björgvinsson 3, Stefán Gunnarsson, 2, Ölafur II. Jónsson 3. Jón Karlsson 3, Geir Hailsteinsson 3. Ágúst Svavarsson 2, Gunnar Einarsson 1. LIÐ NOREGS: Pál Bye 1, Inge Hansen 3, Kristen Grislingás 2, Torstein Hansen 3, Sten Oster 3, Per Ringsá 2, Allan Gjærde 2, Erik Nessen 2, Harald Tyrdal 4, Roger Hverven 2, Roar Klaveness 2, Björn Streive 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.