Morgunblaðið - 06.04.1973, Page 16

Morgunblaðið - 06.04.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1973 JltttgmirliiMfe Otgefandl hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjóifur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, stmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. Bjarnason: „Nú spyr ég, hvað hefur orðið einfaldara í gerð framkvæmdaáætlana? Hvað hefur orðið einfaldara með samvinnu eða samræmingu þessara sjóða, sem áður störfuðu sitt í hvoru lagi? Hvað hefur breytzt til batn- aðar með tilkomu þessarar ágætu stofnunar?“ Eitt er víst, að ekki hefur orðið sparnaður af þessari breytingu, enda tæpast við því að búast eins og til henn- ar var stofnað. Fyrsta verk- Á ÁRSAFMÆLI STOFNUNARINNAR 17'yrir rúmu ári tók óska- * bam vinstri stjórnarinn- ar, hin svonefnda Fram- kvæmdastofnun ríkisins, al- mennt kölluð Stofnunin, til starfa. Stofnuninni var ætl- að mikið hlutverk í þeirri stefnubreytingu, sem vinstri stjórnin hugðist beita sér fyrir í efnahags- og atvinnu- málum landsmanna. Hún varð til við samruna þriggja eldri stofnana, þ.e. Efnahags- stofnunar, Framkvæmda- sjóðs og Atvinnujöfnunar- sjóðs. Að vonum þurfti mynd arlegan hóp starfsmanna til þess að veita Stofnuninni forystu. Kjörin var sjö manna stjórn, ráðnir þrír framkvæmdastjórar, einn frá hverjum stjórnarflokk- anna, þrír deildarstjórar og svo hópur lægra settra starfs- manna. Hvert er nú orðið starf þessarar miklu Stofn- unar rúmu ári síðar? Matthías Bjarnason gerði Stofnunina að umtalsefni í yfirgripsmikilli þingræðu á dögunum. Hann vitnaði til þess, að Ólafur Jóhannesson hefði sagt, að samruni þriggja aðila í eina Stofnun mundi hafa í för með sér „hagræðingu og verksparnað og miðaði að því að gera stjórnkerfi þessara mála ein- faldara." Síðan sagði Matthías efni kommissaranna þriggja var að taka á leigu stórhýsi og láta innrétta það með til- heyrandi glæsileik. Kostnað- ur við rekstur Stofnunarinn- ar hefur orðið í samræmi við þau fyrstu spor. Matthías Bjarnason gaf þingheimi at- hyglisverðar upplýsingar um þetta efni. Á árinu 1971, síð- asta árinu, sem gömlu stofn- anirnar þrjár störfuðu var heildarkostnaður við rekst- ur þeirra sameiginlega 20,8 milljónir. Enda þótt Fram- kvæmdastofnunin tæki ekki til starfa fyrr en seinni hluta febrúarmánaðar 1972 varð heildarkostnaður við starf- rækslu hennar á síðasta ári 32,8 milljónir króna eða um 60% hækkun. Af öðrum af- rekum hefur Stofnunin tæp- ast að státa, enda upplýsti Matthías Bjarnason, að ekk- ert endanlegt lægi fyrir um áætlanagerð fyrir árið 1973, þótt komið væri fram í apríl. Saga Stofnunarinnar þetta fyrsta ár er því dæmigerð fyrir allt framferði Vinstri stjómarinnar. Ekki vantar það, að margvíslegur skrif- stofukostnaður og fínheit hafi aukizt — en það er líka allt og sumt. Raunveruleg verk eru hvergi sjáanleg — og kannski ékki við því að búast vegna þess, að þrátt fyrir það, að Stofnunin væri óskabarn ráðherranna, hafa þeir samt sem áður hunzað hana í þeim málum, sem úr- slitum hafa ráðið. HVOR LÉT UNDAN? Frá því hefur verið skýrt, að * ráðherraviðræður fari fram milli íslendinga og Breta eftir páska um land- helgismálið. Eins og alkunna er, hefur aðstoðarutanríkis- ráðherra Breta, sem hefur með landhelgisdeiluna að gera, skýrt frá því, að hún muni ekki setjast við samn- ingaborðið nema íslenzku varðskipin hætti afskiptum af brezkum veiðiþjófum í landhelginni. Jafnframt hef- ur þess verið getið í fréttum erlendra fréttastofnana, að íslenzka ríkisstjórnin hafi gert fyrirvara í þessum efn- um af sinni hálfu um að á- gangi brezkra togara í ís- lenzkri landhelgi verði hætt. f viðtali við Morgunblaðið í fyrradag vildi Einar Ágústs son, utanríkisráðherra, ekk- ert um þetta mál segja og þess vegna verða menn að bíða viðræðnanna til þess að sjá, hvor aðilinn hefur orðið við óskum hins. Haldi Bret- ar áfram veiðum innan land- helginnar og íslenzku varð- skipin láti þá í friði meðan á viðræðunum stendur, er ljóst, að íslenzka ríkisstjórn- in hefur látið undan kröfum lafði Tweedsmuir. Færi brezku togararnir sig hins vegar út fyrir meðan á við- ræðunum stendur er aug- Ijóst, að Bretar hafa orðið við kröfum Íslendinga. Þetta kemur í ljós er viðræðurnar hefjast eftir páska — og þá væntanlega um leið hvað mikið mark er takandi á stóru orðum ráðherranna og talsmanna þeirra. Mismunun i skattlagningu; FJÁRMAGNSUPPBYGG- ING — ARÐSEMI Úr skýrslu viðskiptafræðinema um samvinnuhreyfinguna Samvinnuféiögin hafa talsvert lægra hlutfall eiginfjár og minni arðsemi en önnur atvinnufyrir- tæki, segir í kaflanum um fjár- magnsuppbyggingu og arðsemi, sem Helgi Magnússon og Ófeig- ur Hjaltested tóku saman. Þar kemur fram, að í árslok 1971, eftir að nýtt fasteignamat tók gildi og tekið hafði verið tillit til endurmats skipa, var eigið fé Sl.S. aðeins 24% af heildarfjármagni en 23% hjá kaupfélögunum. Árið 1970 var arðsemin hjá S.l.S. 7,8% en 5,5% 1971 og svipuð útkoma hjá kaup félögunum, þótt erfiðara sé að segja um það með vissu. Sett er fram sú skoðun, að þarna sé um mun lakari útkomu að ræða en hjá öðrum atvinnu- fyrirtækjum og i því sambandi bent á ummæli Jónasar Haralz, bankastjóra, í erindi á aðalfundi Vinnuveitendasambands Islands 1972. Þar sagði hann m.a.: ......eiginfjárstaða, er væri um 33%, mundi í bönkum hér vera talin þokkaleg. Það merkilega er, að menn halda oft hér á landi, að eiginfjárstaða fyrir- tækja sé yfirleitt ákaflega veik. Þetta er ekki rétt. Fjöldi ís- lenzkra fyrirtækja, sennilega flest þeirra, hafa tiltölulega sterka eiginfjárstöðu, miklu sterkari en þetta dæmi (33%), 40—50% jafnvel 60—70% er al- gengt.“ í framhaldi af þessu er bent á, að ísienzkar lánastofnanir geri nú síauknar kröfur við lánafyilr greiðslu uin að fyrirtæki upp- fylli viss skiiyrði um hlutdeild eigin fjár i heildaríjármagni og að önnur hlutföll í samsetningu fjármagnsins og arðsemin séu viðunandi. Síðari hluti kaflans birtist hér allur: FJ ÁRMÖGNUN I FRAMTÍÐINNI Af framansögðu má ljóst vera, að fjárhagsstaða Sambandsins og kaupfélaganna er hvergi nógu sterk. Gera má ráð fyrir, að i framtíðinni muni lánastofnanir enn auka kröfur um, að fjár- hagsgrundvöllur fyrirtækja sé viðunandi og setja það sem skil- yrði fyrir lánveitingunni. Sam- vinnufélögin standa augljóslega höllum fæti í þessu tilliti, þótt þau virðist eiga ekki ógreiðari aðgang að lánsfé lánastofnana en einkafyrirtækin. Það er ekk- ert sem bendir til minnkandi verðbólgu á Islandi og meðan svo er, mun kapphlaupið um fjármagnið halda áfram. Hver verður frammistaða samvinnu- hreyfingarinnar í þeirri keppni? Hingað til hefur hún notið sér- stöðu. Lánastofnanir líta oft fram hjá því, að lágmarksskil- yrði fyrir fyrirgreiðslu eru e.t.v. ekki íyrir hendi, vegna þess, að önnur atriði eru metin þungt: 1. Það getur verið þjóðhags- legt atriði að halda svo stórum fyrirtækjum sem S.Í.S. og kaup félögunum gangandi. 2. Jafnvægi í byggð landsins er notað sem aísökun og hreppa pólitikin er oft æði sterk. 3. Pólitísk öfl ráða miklu i bankakerfinu, þar sem alþingi kýs bankaráðin og þau velja bankastjórana. Og væntanlega efast enginn um, að sterk póli- tísk öfl standi með samvinnu- hreyfingunni. En hvað varir þetta lengi? Pólitískt vald er breytilegt. Rík- isstjórnir koma og fara. Ekki verður treyst á forréttindi í ör- uggri vissu til lengdar. Grund- völlurinn verður að vera heil- brigður. En hvaða leiðir eru þá vænlegar til fjármögnunar sam- vinnufélaga í framtíðinni? Erlendur Einarsson, forstjóri S.l.S. sagði m.a. í ræðu á kaup- félagsstjórafundi í nóvember 1971: „Menn greinir áreiðanlega ekki á um það, að samvinnu- hreyfingin þarfnast aukins fjár- magns og það í stórum stíl, eigi fyrirtækjum samvinnumanna að auðnast að sinna á myndarlegan hátt þeim verkefnum, sem hvar- vetna blasa við.“ Síðan lýsir hann því, að einkum sé um tvær leiðir að veija til fjármagnsöfl- unar. Annars vegar að nýta til hlítar þá möguleika, sem þegar eru fyrir hendi og hins vegar að finna nýjar leiðir. Möguleikarnir til betri nýting ar núverandi leiða virðast eink- um liggja hjá innlánsstofnunum samvinnumanna, því ætla má, að eftir því sem bankar og lána- stofnanir ganga lengra í vísinda legum vinnubrögðum við ákvarð anir um lánafyrirgreiðslu verði aðstaða samvinnufélaganna erfið ari og erfiðari miðað við óbreytt ástand. Hins vegar hljóta möguleikarn ir til að bæta ástandið almennt einkum að liggja í nýjum leið- um, leiðum, sem auka hlutfall eiginfjárins og tryggja bætta arðsemi fjármagnsins. Möguleik ar samvinnufélaganna liggja einkum i því, að almenningi verði gefinn kostur á að leggja fram fjármagn, kaupa hluti í samvinnuféiögunum. Til þess að fólk fáist til þess þarf hvata. Hvatinn hlýtur að felast í arðinum og þvi, að fyrir tækin blómgist svo, að hluthaf- arnir geti gert sér vonir um jöfn- unarhlutabréf til að varðveita eign sína — tryggja höfuðstól- inn gagnvart verðbólgunni. Þá stöndum við frammi fyrir kjarna málsins: Samkeppnisþjóð félag nútímans býður ekki upp á, að hægt sé að reka fyrirtæki af hugsjón. Nú kynnu ýmsir sam vinnumenn að spyrja með þjósti: Eigum við þá að fórna samvinnu hugsjóninni á altari Mammons og taka alfarið upp gróðastefnu; láta hagnaðarvonina stjórna öll- um okkar gerðum? Fullvíst má telja, að finna megi millistig milli hreinræktaðs kapitalisma og úreltrar bænda- hugsjónar. Það hlýtur að verða meginverkefni samvinnumanna nú í næstu framtíð að finna þetta millistig. Þær hugmyndir, sem Erlendur Einarsson setti fram í fyrr- greindu erindi líkjast í öllu upp- byggingu hlutafélags nema i þvi þýðingarmikla atriði, að enginn einstaklingur getur farið með nema eitt atkvæði burt séð frá stærð hlutar. Millistig þarna á milli eru takmarkanir á at- kvæðamagni hluthafa með regl- um, sem almennt eru settar I svokölluðum almenningshlutafé- lögum. Má í því sambandi nefna íslenzkt dæmi, Hagtryggingu h.f., en þar getur enginn einstakling- ur farið með meira en 1/2% samanlagðra atkvæða í félaginu. Þegar á þetta er litið, er heldur farið að styttast bilið á milli al- menningshlutafélaga og þeirra hugmynda, sem nú eru uppi um samvinnufélög framtiðarinnar, og spurning, hvort þetta tvennt eigi ekki alveg eftir að renna saman í eitt áður en yfir lýkur. HAGNAÐARVON Hvað er það, sem samvinnu- mönnum stendur stuggur af I sambandi við þessar breytinga- hugmyndir? Trúlega er það ótt- inn við gróðastimpilinn. En hver skyldi vera munurinn, út frá hagnaðarsjónarmiði, að gerast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.