Morgunblaðið - 06.04.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 06.04.1973, Síða 32
2Woí’<)wtt>TafcÍÍ> nuGivsmcnR ££«-«22488 FÖSTUDAGUR 6. APRIL 1973 IJósmyndari Mbl., Sv. Þorm., tók þessa mynd á Arnarneshaeð síðdegis í grær og var þá óstitin bíiaiest suður fyrir Silfurtún og aUt stopp vegna margra bíla, sem komust hvorki aiftur á bak né áfram í hálku og snjótroðn ingnm. Katrínu GK, 11 lesta báti hvolfdi — og sökk nokkru síðar — Áhöfninni, 4 mönnum bjargað VÉLBÁTURINN Katrín GK-90 frá Hafnarfirði sökk síðdegis í gær út af Staðarbergi, vestan við Grindavik, en þá var vélbát- urinn Hópsnes GK með bátinn f togi á hvolfi, eftir að bátnum bafði hvolft i gærmorgun á Syðri Sandvík við Beykjanes. Fjórir menn voru á Katrínu og lentu all lr í sjónum, er bátnum hvolfdi, en náðu að komast á kjöl og voru þar í um 10 mínútur, unz þeim var bjargað um borð í Knarrames GK, sem síðan flutti þá til Grindavikur. Skipstjóri á Katrinu GK var Lúther Þorgeirsson frá Hafnar- firði og í viðtali við Mbl. í gær- kvöldi sagði hann, að skipverjar hefðu um kl. 10 í gærmorgun verið að fara að leggja netin á Sandvíkinni í góðu sjóveðri, er bátnum hvolfdi skyndilega. Lentu þeir ailir i sjónum, en náðu fljótt að komast á kjöi bátsins og héldu sér þar. Vélbáturinn Knarrarnes GK var skammt þar frá, er þetta gerðist, og sáu skipverjar þetta og komu strax til hjálpar. Voru skipverjar af Katrinu komnir um borð í Knarrarnesið um 10 mín útum eftir óhappið. Fylgdust menn um stund með bátnum, þar sem hann ílaut á hvolfi, en þar sem talið var, að báturinn myndi sökkva þá og þegar, var fljót- lega haldið inn til Grindavíkur. Véilbáturimn Hópsnies GK íkiom iitliu sáðar að bátouim og tóik hiamin í tog, en nokkru síðar brotmaði pofflliinin á Katrínu, seim bundið hafði verið i, og sökik bátiurinin Mitliu síðar. — Katrín GK war 11 liesta eiikarbátiur, simiðaður í Hafinarfirði 1970, eign hliutafé- lagsims Þorkels í Hafnarfirði. V estmannaey j ar: Sjómenn una ekki landgöngubanninu EINS og kunnugt er, hefur af hálfu yfirvalda í Vesfcmanna- eyjum verið gripið til þess ráðs m.a. vegna þjófnaða o.fl, að banna áhöfnum báta í Vestmannaeyjahöfn að fara i land eftir kl. 19 á kvöldin. I gærkvöldi gengu sjómenn af öllum bátuniim í land til að mótmæla þessu banni, en lögreglan reyndi að fram- fyigja banninu og koma þeim til bátanna aftnr. Eftir nokk- urt þóf var skotið á fundi með fulltrúum sjómanna og Almannavarnanefnd Vest- mannaeyja til að fjalla um þessi mál og stóð sá fundur enn, er blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. Öfærð um allt landið MIKIÐ hríðarveður a.f norðan var um mestan hluta landsins í gær og voni nær alls staðar niiklir samgönguerfiðleikar. Allir fjaJIvegir landsins voru síðdegis í gær taldir ófærir og færð í byggð var víðast hvar að spillast. Mátti heita, að einungis vegir út frá höfuðborginni væru sæmi- lega færir, en þá einungis þeim bílum, sem vel voru búnir keðj- um. Keðjiulausir bilar liemtu i mikl- um erfiðlieikiuim í mágremmj Reykjaivikuir oig jafnvei] í borg- immi sjálfri og lieiðin til Hafmar- fjarðar var um Skieið ófær vegma milkiOis fjölda smáibília, sem þar áttu í erfiðleilkium. Var um tíma svo slæsmt ástand, að ekki var eimiu simmi uminit að sinma sjúkra- fliutnin.gum á mi'lld Hafnarfjarð- ar og Reykjavikur. — Sairn- kvæmt upplýsimgum Veðurstof- ummar í gærkvöldi er þess að væmta, að norðamáttin haldist n.æstu tvo sólarhriinga, en vind lœgi og frost aukist. Birta muini til s'unmamiamds og vestam, em smjókomam norðaniamds mdmmki, þamnig að úr verði éijaveður. Sviss gefur SENNDIHERRA Sviss gekk á fund forsætisráðherra 4. þ. m. og færði honum kveðjur svissnesku ríkisstjórnarinnar, ásamt ávísun að upphæð Sw. Fr. 100.000 (jafnvirði kr. 2.960.000) vegna náttúruham- faranna í Vestmannaeyjum. Fé þetta hefur verið afhent Viðlagasjóði til ráðstöfunar. (Frétt frá forsætisráðuneyt- inu). ivísiSí , Ný höfn á suð urströndinni ? Tillaga allra þingmanna Sunniendinga „ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar hefja athugun á stað- setningu nýrrar hafnar á suðurströnd landsins á svæð- ínu frá Dyrhólaey og vestur um. Athuguninni verði hrað- að eins og kostur er á, sér- staklega með tilliti til þess, ef svo kynni að fara, að höfnin í Vestmannaeyjum og hafnarstæði þar færi for- görðum af völdum eldgoss- ins.“ Þetta segir í þings- ályktunartillögu, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Guðlaugur Gísla- son, en meðflutningsmenn hans eru Garðar Sigur-ðsson, Agúst Þorvaldsson, Ingólfur Jónsson, Björn Fr. Björns- son og Steinþór Gestsson. í greinargerð með tillög- unni segir m.a., að ef svo hörmulega tækist til, að höfnin í Vestmannaeyjum færi forgörðum, og þær teld- ust ekki lengur hyggilegar, þá sé heppilegast fyrir Vest- mannaeyinga og þjóðarheild- ina, að þeir héldu sem inest hópinn og byggðu upp nýtt bæjarfélag við sitt hæfi. Frumskilyrði þess væri að hyggð væri ný höfn á suður- ströndinni, sem lægi sem bezt við þeim fiskimiðum, sem Vestmannaeyingar eru vanir að stunda og nægilegt athafnasvæði væri við höfn- ina og eins landrými fyrir íbúðarhús o. fl. Þingsályktunartillagan fer hér á eftir í heild ásamt greinargerðinni: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að Játa nú þegar hefja athugun á staðsetningu nýrrar hafnar á suðurströnd landsins á svæðinu frá Dyrhólaey og vest- ur um. Athuguninni verði hrað- að eins og kostur er á, sérstak- lega með tilliti til þess, ef svo kynni að fara, að höfnin í Vest- mannaeyjurn og hafnarstæði þar færi forgörðum af völdum eld- gossins. Til að framkvæma athugunina skal samgönguráðuneytið skipa nefnd sex manna. Skal einn til- nefndur af Hafnamálastofnun ríkisins, einn af skipulagsstjórn ríkisins, einn af Útvegsbændafé- lagi Vestmannaeyja, einn sameig inlega af samtökum sjómanna og verkalýðsfélögunum í Vest- mannaeyjum, einn af bæjarstjórn Vestmannaeyja, og enn fremur skal samgönguráðuneytið skipa einn mann í nefndina án tilnefn- ingar, og skal hann vera formað ur nefndarinnar. Nefndin skal skila áliti svo fljótt sem við verður komið. GREINARGERÐ Vestmannaeyingar hafa af eðli legum ástæðum mjög hugleitt, hver aðstaða þeirra yrði, ef höfn in i Eyjum færi forgörðum af völdum eldgossins og Vestmanna Frainb. á bls. 22 ÞESSI mynd var tekin á Vær- löse-flugvelli í nágrenni Kaup- mannahafnar í fyrrakvöld og sýnir hún Hans Wíum Vil- hjálmsson frá Reykjavík ganga niður úr flugvél varn- arliðsins á Keflavíkurflug velli, sem flutt hafði hann til Danmerknr, þar sem hann átti að gangast undir nýrna- flutning — fá grætt í sig nýra úr manni, sem látizt hafði I Óðinsvéum fyrr um daginn. Var flutningurinn framkvæmd ur í fyrrinótt og tókst vel, því að nýrað var farið að starfa eðlilega í gærmorgun. — Þetta var í annað sinn, sem grætt var nýra í íslending; áður hafði verið gerð sams konar aðgerð á islenzkri stúlku í sjúkrahúsi í London og var það bróðir hennar, sein hafði gefið annað nýra sitt til þess flutnings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.