Morgunblaðið - 10.04.1973, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
Emil Als, læknir:
TEKIÐ í TAUMANA
Dr. Friðrik Einarsson ritar
í Mbl. 25. febr. grein um vanda
mál, sem við blasa vegna vönt
unar á hjúkrunaraðstöðu fyr-
ir gamalt fólk og lasburða.
Þann 3. marz tekur dr. Bjarni
Jónsson í sama streng í sama
blaði. Hér ér hreyft máli, sem
um skeið hefur valdið lækn-
um, og öðrum er til þekkja á
bakhlið samfélagsins, ærnum
áhyggjum.
Sem þjóðfélagið stefnir í átt
til borgarsamfélags með smá
um íbúðum og litlum fjölskyld
um, beinir það æ stærri kvísl
aldraðra og sjúkra til hliðar
við meginstraum mannlífsins.
Það er ógeðfelld stefna, að
rekinn sé fleygur milli kyn-
slóða. En þannig er þjóðfélags
gerðin og hugmyndaheimur-
inn á vorn tíð, að samfélagið
verður að takast á við það
hlutverk að vera skjól og at-
hvarf miklum flokki með-
bræðra vorra, sem eru komnir
til ára sinna og standa höll-
um fæti. Elliheimilin hafa
tjaldað öllu til að hafa undan
og binda sífellt þyngri bagga
í þessu augnamiði. Uppruna-
legt hlutverk þeirra hefur í
Reykjavík að nokkru orðið að
víkja fyrir þunga hinna
breyttu þjóðfélagshátta. Þau
hafa smám saman orðið að
langlegu- og hjúkrunarheimil
um og geta þeirra er löngu
fullnýtt. Vaxandi þörf fyrir
hjúkrunarrúm hefur nú
sprengt dyr rannsókna- og að-
gerðaspítalanna sem eru að
hálffyllast af langlegu- og
hjúkrunarsjúklingum. Horfir
því til vandræða um eðlilega
starfsemi þeirra af þessum
sökum og öðrum. Hér hefur
læðzt að oss mikill vandi, sem
er margþættari en ætla má
við fyrstu sýn.
Ef menn kjósa að skoða
þetta vandamál sem einangr-
að fyrirba>ri og ræða það án
þess að gagnrýna aðra þætti
heilbrigðis og spítalaþjónust-
unnar opna þeir augun að-
eins til hálfs. Málefni þessi
liggja um þjóðlifið þvert og
verða að skoðast í samhengi.
Skemmst er frá að segja, að
sóknarleikirnir í þágu þeirra
eru oft dreifðir og einkennast
af skorti á yfirsýn og vöntun
á markmiði.
Spítalamál hins íslenzka lýð
veldis eru í m®lum. Los og
stefnuleysi eða skammtíma-
stefna hefur brennimerkt þau
frá upphafi. Ótal aðilar hafa
teygt þau og togað þar til
yfirbragð þeirra er þannig,
að enginn vill við þeim gang-
ast.
Því hefur of lengi verið skot
ið á frest að sveigja spítala-
mál vor undir örugga mið-
stjórn. Járngreip miðstjórnar-
valdsins er viðsjárverð en ef
nokkur er sá málaflokkur inn
an lítils þjóðfélags, sem bein-
línis kallai' á þau skipulegu
vinnubrögð, sem einungis mið
stjórn getur tryggt, eru það
málefni spitalanna.
Til þessa hefur þróun þeirra
á Islandi, og raunar víðar, sótt
svipmót í einangraða fram-
farakippi og skammtímalausn
ir. Margar veigamiklar ákvarð
anir hafa haft á sér pólitíska
slagsiðu. Einblínt hefur verið
á afmörkuð svið heilbrigðis-
þjónustunnar en aldrei bólað
á þeirri heildarsýn, sem er að-
all góðrar hernaðaráætlunar.
Kerfið hefur bólgnað og
breikkað. Kostnaður hefur
margfaldazt en stefnan uppá-
við sést of sjaldan. Dæmi er
það að fjöldi sjúkrarúma á
landinu mun vera þvi sem
næst „eðlilegur" en rúmin nýt
ast illa vegna vanskapnaðar á
kerfinu. Ofvöxtur er á sumum
pörtum þess meðan vanþroski
einkennir aðra og víða er star
að í gapandi eyður. Leið sjúkl
Emil Als.
inga inn í þetta spítalakerfi
er tiðum tafsöm og ferð þeirra
um það seinleg og krókótt.
Innan kerfisins myndast kyrr
stöður og ber offjölgun hjúkr
unarsjúklinga á aðgerðaspítöl
um skýrt ættarmót þessa kerf
is. Fjöldi lækna gerir sér grein
fyrir þessum staðreyndum, en
sumum hrýs hugur við þeim
átökuip, sem fylgja þvi að
stöðva báknið á ferð sinni með
an stefnan er leiðrétt. Langvar
andi goðaveldi i spkalamálum
landsins hefur skilað þeim lim
lestum inn i nútíðina. Hörmu-
legasta afleiðing dreifistefn-
unnar er sú, að ekki er til
neins að litast um eftir fyrsta
flokks spítala á landi voru.
Þrátt fyrii sæg vel menntaðra
lækna og mikla fjármuni í
þjóðfélaginu eigum við ekki
þá rismiklu stofnun til rann-
sókna, lækninga og kennslu
sem markviss miðsóknar-
stefna hefði fært okkur. Þekk
ing og fjáimunir hafa runnið
líkt og hraun eftir skoming-
um og stirðnað í dreifðum
fiatneskjum.
Mannsafni þvi, er Island
byggir, nægir einn veí búinn
spítali. Nú höfum vér fyrir
oss þau firn, að í höfuðborg-
inni er burðazt með þrjá al-
menna spítala. Vanþrif eru í
þeim öllum, sem von er, þeir
bitast um bæði fjármuni og
verkefni þar til nú, að þeir
eru allir að kafna undir sama
þunganum. Athafnasvið þess
ara þriggja spítala eru mjög
áþekk og á vegum hvers og
eins er reynt að efla dýra
rannsóknatækni, sem öll á
heima undir sama þaki. Til að
koma einhverjum vitblæ á
upplit margfætlunnar var
fundið upp stef um samvinnu
og verkaskiptingu spítalanna
i Reykjavík. Kveðendur mega
vel vita, að spítalarnir í höfuð
borginni megna ekki að bæta
úr ágöllum hver annars nema
að litlu leyti og geta aldrei
myndað lipra heild. Það er
svo opinbert leyndarmál, að
á vegum allra þessara spítala
er unnið að framkvæmdaáætl-
unum án samráðs við hina. Á
þeim likama veit hægri hönd-
in ekki hvað sú vinstri að-
hefst.
Víða um land hafa risið
stofnanir, sem skarta nafninu
sjúkrahús eða spítali. Margar
þeirra mættu una vel nafngift
inni sjúkraskýli og eiga ekki
að vera annað. Nokkrum hef
ur tekizt að hreykja sér all-
hátt. Sakir misskilnings og
fyrir ótímabæran metnað í hér
aði hafa nokkrar hjúkrunar-
stofnanir sogað til sín fjár-
magn og látið er í veðri vaka,
að þær veiti þjónustusvæðum
sínum það öryggi, sem þrosk
aður spítali á að gera.
Skilgreining gildandi laga á
hugtökunum sjúkrahús og
sjúkraskýli er ónákvæm og
þvi hefur mönnum haldizt það
uppi að rangnefna ýmsar heil
brigðisstofnanir um landið
þvert. í frumvarpi til laga um
heilbrigðisþjónustu, sem ligg
ur fyrir alþingi, er gerð til-
raun til að skilgreina af
meiri nákvæmni mismunandi
tegundir sjúkrastofnana. Ann
marki er sá á þessari grein
frumvarpsins, að samþykkt
hennar mundi hafa í för með
sér of mikla sundurgerð og
er hún svo loðin, að hægt er
um vik að viðhalda ríkjandi
ástandi i skjóli hennar.
Háleit markmið læknastétt-
arinnar eiga að komast til
skila í spítalakerfinu, sem er
tæki stéttarinnar í baráttunni
við sjúkdómana. Hrikalegur
kostnaður á rannsókna- og að-
gerðaspítölum nútímans bein
ir athygli almennings og
stjórnmálamannanna æ meir
að málefnum þeirra.
Ábendingar Bjarna Jónsson
ar um þá sparnaðarleið að
rannsaka sjúklinga sem mest
utan spítala eru tímabærar og
skal hér tekið undir þær. Bætt
aðstaða heimilislækna og ann-
arra sérfræðinga á væntanleg
um heilsuverndarstöðvum
mun greiða fyrir þeirri þró-
un.
Vandinn er margþættur.
Heimilisleysi aldraðra og lang
veikra er hluti af stærra
mynstri þar sem skoða verð-
ur fjölda atvika og kringum-
stæðna í samhengi. Freist-
andi getur verið að líta málið
sem einangrað fyrirbæri
vegn þess hve áberandi það
er i svipinn og brennandi. En
til þess mun draga, að stjóm
völd verða knúin til róttækr-
ar stefnubreytingar í spítala-
málum þessa þjóðfélags. Ef
rösklega verður gripið í taum-
ana nú og tekið á málum með
metnaði og viljafestu má sam
tímis færa margt til betri átt-
ar með snöggum, markviss-
um sveip. Hugmyndir þær er
hér fara á eftir hafa komið
fram í umræðum og bolla-
leggingum meðal yngri
lækna:
1) Lagðir verði niður hinir
þrir almennu spítalar, sem nú
eru gerðir út í Reykjavik á
vegum þriggja aðgreindra að-
ila.
2) Ríkisvaldið komi á fót
þjóðarspítala í Reykjavík.
Framhald á bls. 20.
Sumarbústaður — eða land
Óska eftir sumarbústað eða sumarbústaðarlandi
innan 100—150 km fjarlægðar frá Reykjavík Stærð
- 2 ha. Tilboð merkt: „Land — 8146“ sendist
afgreiðslu Mbl. fyrir 19. 4. 1973.
Byggingarplast fyrirliggjandi
í 2ja, 4ra og 6 m breiðu. Heildsölubirgðir.
DAVÍÐ S. JÓNSSON & Co. h.f.
Sími 24-333.
Rofvirkjar — rafvélavirkjar
Félagsmaður sem hyggst ráða sig á nýjan vinnu-
stað, skal áður en ráðning fer fram afla sér nauð-
synlegra upplýsinga um vinnustaðinn hjá stjórn
félagsins. Vanræki félagsmaður þetta, missir hann
rétt til aðstoðar frá félaginu, ef um vanefndir á
samningi eða önnur misklíðarefni er að ræða við
vinnukaupanda.
Ef félagsmaður sýnir ítrekaða vanrækslu í þessu
efni, getur stjóm félagsins svift viðkomandi fé-
lagsmann réttindi til styrkja úr sjóðum félagsins
um tiltekinn tíma.
Stjárn Félags íslenzkra rafvirkja.
Póskovika í Skólafelli
Dveljið í KR-skálanum um páskana.
Nægur snjór, fjórar lyftur, kvöldvökur, veitingar.
Dvalarkort verða afgreidd í KR-heimilinu við
Frostaskjól fimmtud. 12. apríl milli kl. 20 og 21.
SKÍÐADEILD KR.
Lystadún
ÍltlfiÉplJ
Afgreiðum LYSTADÚN DÝNUR eftir máli. LYSTADÚN-verksmiðjan
Dugguvogi 8
Simar 84470 og 84655.
SIGLFIRDINGAFÉLAGID
Árshátíó
Miðasala aðeins þessa viku í Tösku- og hanzka-
búðinni, Bergstaðarstræti 4. Sími 15814.
Bólstaðarhlíð
5 herb. mjög rúmgóð íbúð á 4.
hæð í blokk. Íbúðín er 2 stofur,
3 rúmgóð svefnherb., eldhús,
bað. Góðar innréttingar, parket
og ný teppi, sórhiti, tvennar
svaliiir, bílskúrsréttur, glæsitegt
útsýni.
Álfhólsvegur
Sérhæð, 150 fm, 2 stofur, hús-
bóndaherbergi, 3 svefnherbengi,
sérþvottahús, bílskúr.
Höfum kaupanda
að 2ja herb. íbúð við Háaleitis-
braut eða nágrenni. Otborgu.n
1700—1800 þús. íbúðin þarf
ekki að vera laus á þessu ári.
Höfum kaupendur
að 4ra—5 herb. íbúð í háhýsi.
Útborgun allt að 3 miílj. kr.
Eignaskipti
Höfum mi'kið úrval af eígnu'm í
skiptum. íbúðareigendur hafið
samband við okkur og athugið
hvort við höfum ekki íbúðina,
sem yður hentair.
'eljendur
hafið sa iband við okkur. Fleiri
tuigi'r kaupenda á biðWsta. Verð-
teggjum íbúðina yður að kostn-
aðarlausu.
HÍBÝU & SKiP
GARÐASTRÆTI 38 SÍMI 26277
Gisli Ólafsson
Heimasímar' 20178-51970