Morgunblaðið - 10.04.1973, Síða 28
28
MORGUÍJBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
Eliszabet Ferrars:
Samíeríis i daurianra
— Heldurðu það ekki sjálfur?
sagði Creed.
— Jú, sagði Gower einbeitt-
lega.
Creed likaði einhvern veginn
ekki, hve hiklaust svarið kom,
og hann langaði samstundis til
að finna ástæðu til að vefengja
sína eigin ályktun. En í bili að
minnsta kosti, gat hann ekki
fundið nein rök fyrir þvi. Hann
trúði þvi að Margot Dalziel
væri dauð, og að þrátt fyrir ým-
islegt undarlegt, sem enn hafði
ekki verið gerð grein fyrir, svo
sem það, hvernig hún hefði getað
komið til hússins, og handa hverj
um hún hefði flýtt sér svo mjög
að ná í sérríið, og hver hefði
komið með gulu rósimar, þá
væri Kevin Applin næstum áreið
anlega morðinginn. Hann hefði
sennilega skilið éftir pening-
ana í handtöskunni, af þvi
að hann hefði orðið ofsahrædd
ur.
— Jæja, maður veit þetta
aldrei. Hún gæti komið hingað
bráðlifandi á hverri stundu.
Dyrnar opnuðust og kona gekk
inn, en það var ekki konan á
myndinni. Það var bara Rakel
Hardwicke, sem sagði, um leið og
hún gekk að stólnum þar sem
hín höfðu áður setið: — Afsak-
ið, að ég er svona sein á mér,
en við faðir minn höfum komið
okkur saman um, að það sé ekki
rétt, að hr. og frú Dalziel verði
í hinu húsinu í nótt, eins og nú
er ástatt, og réttara væri, að þau
gistu hérna. Svo að ég fór að ná
í farangurinn þeirra, og var rétt
að koma aftur núna.
— Þau virðast vera sér-
lega heppin með nágranna, sagði
Creed. — Jæja, ungfrú
Hardwicke, viljið þér nú segja
mér, hvernig þetta var með
mjólkurflöskuna. Ég hef heyrt af
þvi sagt af öðrum, en ég vildi
heyra það hjá yður. Eins og það,
hvenær þér fóruð yfir í húsið og
sáuð, að hún var horfin. Og ég
þarf að vita, hvort ekki hafi ver
ið neitt anmað — hvað lítið sem
er — eins og einhver háv-
aði inni fyrir — skuggi,
sem gekk fyrir glugga — sem
gæti hjálpað okkur til að ákveða
hvort ungfrú Dalziel hafi verið
komin eða ekki, og hafi sjálf
tekið þessa mjólkurflösku.
Rakel hafði setzt niður á stól-
inn, andspænis honum.
— Þvi miður tók ég ekki eft-
ir neinu, sagði hún. Klukkan var
aðeins yfir tólf, þegar ég kom
þama og þegar ég sá, að búið
var að taka flöskuna inn, hélt
ég bara beint áfram til þorps-
ins.
— Þér hringduð ekki eða börð
uð að dyrum?
Hann sá gremjusvipinn á and-
liti hennar. — Nei, það gerði ég
ekki. Ungfrú Dalziel var afskap
lega gestrisin og hefði áreið
anlega boðið mér inn
uppá sérrí, og ég gat aldrei af-
þakkað það, sem hún bauð, og
þarna var ég að flýta mér —
svo að ég hélt bara áfram.
— Og þér munið ekki að hafa
heyrt neitt innan úr húsinu ?
— Nei.
— Eða séð neitt? Þér hljótið
að hafa gengið rétt- fram hjá
setustofuglugganum. Tókuð þér
ekki eftir neinu óvenjulegu?
— Nei, og ég held ég hafi ekki
einu sinni litið á gluggann. Hann
er frekar lítill, eins og þér vit-
ið og veggirnir mjög þykkir og
stofurnar heldur skuggaleg-
ar. Svo að ég hefði líklega ekki
í þýáingu
Fál$ Skúlasonar.
séð neitt inni, jafnvel þó
ég hefði litið inn.
— En þér eruð cilveg viss um
mjólkurflöskuna? Hún var
þama á tröppunum, þegar fað-
ir yðar gekk þarna um, um
Mukkan ellefu, en var horfin,
HT Veizlu-1
Bk. mahir
BrauÖ og
í j Snifíur
SÍLD & FISKUR
Nils Christie
prófessor í lögfræði við Oslóar-háskóla, flytur tvo
fyrirlestra í fundarsal Norræna hússins í þessari
viku.
Miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.30:
HVIS SKOLEN IKKE FANDTES — um æsku-
og skólamál.
Laugardaginn 14. apríl kl. 16.00:
SAMFUNNSFORM OG LOVBRUD — 'um afbrot
í nútíma þjóðfélagi.
Aðgangur er öllum heimill.
Verið velkomin.
NORRíNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
velvakandi
Velvakandi svarar í sima
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Páskadagskrá
útvarps og sjónvarps
Húnvetningur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig lanigar til þess að biðja
þig fyrix þessar línur, ef þær
kynnu að hafa einhver áhrif.
Nú er páskahátíðin skammt
undan. Ég man þá tíð vel, þeg
ar útvarpsdagskráin var sann
kölluð hátiðadagskrá. Þessa
daga var hún þannig úr garði
gerð, að allt, sem flutt var mið
aðist við, að páskamir væru
sannkölluð trúarhátíð. Unaðs-
leg kirkjutónlist skipaði þar
veglegan sess og annað efni
var i fullu samræmi við það,
sem verið var að halda hátíð-
legt.
Hin síðari ár hefur hins veg
ar borið á þvi, að einhverjir
menn hafa viijað svipta páskat
dagskrá útvarpsins þessu yfir-
bragði hátíðleika og friðar. Hef
ur því þá jafnvel verið haldið
fram, að landslýð væri um
megn að hlusta á svo „þung-
lamalega" dagskrá dögum sam-
an. En síðan hvenær er til dæm
is Bach þunglamalegur? Það
er ekki eins og leiknir hafi ver
ið sorgarmarsar samfleytt
þessa daga. Hvað býr að baki
þessari ráðabreytni er ekki
gott að segja. Kannski eru þess
ir nýju útvarpsráðsmenn bara
að reyna að vera nýstárlegir.
Það er nú svo sem ágætt að
reyna að koma með eitthvað
nýtt. En lofið okkur nú að halda
páskana í friði fyrir slíkum til
raunuim.
Ég er svo sannarlega ekki
mótfallinn skemmtiefni i út-
varpi og sjónvarpi, en ég vil
að kristiiegar stórhátíðir séu
haldnar með friðsæld og virðu
leika. Ég veit, að þessi skoðun
er útbreidd meðal fólks og vona
að fleiri láti til sín heyra, áður
en poppi eða þvaðurþáttum
verður dempt yfir okkur í
páskadagskrá hinna ríkisreknu
fjölmiðla.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtingu.
Húnvetningur.“
£ Allt í varga ginum
Árni Helgason skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
„Upp er skorið, ilia sáð
allt er i varga ginum.
Þeir, sem aidrei þekktu ráð,
þeir eiga að bjarga h:num.“
Þannig kvað Indriði á Fjalli
um „framsóknarmenn“ sinnar
samtíðar og það er eins og
þetta hafi fylgt þeim æ síðan
og enn í dag talar þessi ágæta
staka stnu máli.
Það vantaði svo sem ekki fyr
ir kosn'ngar 1971, að þeir gætu
þá allt og væru ekki í vandræð
um með neitt, bara ef þjóðin
fengi þeim forsjá sína í hendur.
Allt átti að batna og meira en
það. En nú eru þeir í vandræð
um með að bjarga sér út úr
loforðanetinu, allir rammflækt
ir í getuleysinu. „Sagan endur
tekur sig,“ sagði Tryggvi heit-
inn Þórhallsson og minnuigir
fyrri tima má þetta til sanns
vegar færa.
Þá er nú samvinnustefnan í
höndum þessara „framsóknar-
manna“ athyglisverð. Skyldi
vera nokkur, sem þekkir þá
sem samvinmumenn, þar sem
þeir hafa ekki töglin og hagld
irnar og geti einokað þau fyrir
tæki, sem eiga að vera á „sam
vinnuigxundvelli". Enda eru
þau rekin sem lifæð þeirra i
hverjum kosningum. Nokkrum
sinnum hefir maður komizt í
námunda við slíka „samvinnu-
hugsjón" og viQI síðan halida sér
í hæfilegri fjarlægð frá slíku.
Þá minnist ég þess á árinu
1971, að þessir herrar voru
hreint hneykslaðir á því hversu
dýrtíðin magnaðist. Það átti
nú aldeilis að setja undir lek-
ann, ef þeir kæmust að. Já, við
þekkjum þessa sögu. Þeir eru
ekki búnir að vera tvö ár við
völd, en dýrtiðin hefir á þessu
skeiði tvöfaldazt. Þannig t.d.,
að ibúð, sem kostaði eina milíj
ón áður en þeir tóku við, kost
ar nú tvær milljónir og hækk-
ar með hverjum degi þannig,
að fasteiignasalar eru hættir að
tilgreina verð nema frá dagi til
dags.
Vinur minn sagði mér frá
því, að hann hefði eftir ára-
mótin pantað varahluti í bát,
sem hann á. Þessir varahlutir
áttu að kosta um það bil 400
þús. þá. Nú má hann víst
bæta 150 þúsundum við. Þann
ig igengur þetta allt upp á við
og kannski er það þessi þróun,
sem átti að blómstra. Kaupmátt
urinn eykst með hærra vöru-
verði og þjónustu, hærri sölu-
skatti og næst verður sjálí-
sagt lagður söluskattur á kaup
máttinn hækkaða og er þá allt
við hæfi, eins og skáldið sagði.
Reyndur og aldraður bóndi á
Snæfellsnesi hafði fyrir mörg
um árum verið spurður um
nágranna sinn og hvernig bú
skapurinn gengi hjá honurn.
Vildi hann lítið um það tala.
Kom þar, að spyrjandi segir
við hann: „Hvernig er það, hirð
ir hann ekki um jörð na?“ Svar
aði þá hinn aldni bónd': „Ætli
það væri ekki sæmra, að jörðin
hirti hann.“ — Ósjálfrátt dett
ur manni í hug hvort fólkið í
landinu sé ekki farið að hugsa
eitthvað líkt um þessa úrræða
lausu, verðbólgu- og vandræða
rikisstjóm.
Árni Helgason,
Stykkishólmi."
0 Vínveitingar
á Kjarvalsstöðum?
Haraldur Þór Jónsson, skrif-
ar m.a. á þessa leið:
„Kæni Velvakandi.
Það er nú ekKi á hverjum
degi, sem ég tek mér penna í
hönd o.g skrifa í blöðin, en nú
ofbýður mér skamimsýni og
heimska sumra manna. Bjam-
veig Bjarnadóttir skrdfaði
ágæta og skorimorða grein i
Morgunblaðið um þá takmarka
lausu ósvífni, að ætlunin væri
að gera Kjarvalsstaði á Mikla-
túni að einni drykkjusvívirð-
ingunnl enn. Er ekki nóg kom-
ið af þeirri ógæfu og lánlieysi,
sem af drykkjuskap leiðir þó
að ekki eigi að bæta gráu ofan
á svart með þessu?
Ef borgarstjóm samþykkir
vínveitingar á Kjarvalsstöðum
tel ég að hún sé ekki vandanum
vaxim. Nær væri að reyna að
sigrast á þairn áfengisvanda-
málum, sem fyrir eru.
Haralður Þór Jiinsson,
Hverfisgötu 83, Rvík.“
hefur
FERMINGARGJOFINA
Skíöaútbúnaö
Stangaveiðitæki
Reiötýgi og aðrar hestamannavörur
Viðleguútbúnað
íþróttatöskur - íþróttafatnað.
— PÖSTSENDUM —
Laugavegi 13 - sími 13508 - Glæsibæ.
Lækkið kostnaðinn
Drýgið og bætið kaffið með
LudvigDavid
kaffibæti.