Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973 Geir Hallgrímsson: Slík vinnubrögð eru ekki bjóðandi Alþingi Frumvörp um tekjuöflun f járfestingarsjóðanna lögð fram viku fyrir þinglok SÍÐASTLIÐINN föstudag mælti Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra fyrir frumvarpi til laga uni tekjuöflun fyrir Fiskveiði- sjóð. Er gert ráð fyrir að leggja 1% gjalcl á andvirði útfluttra sjávarafurða og einnig er gert ráð fyrir jafnháu framlagi úr ríkissjóði og gjaldið gefur af sér. Er gert ráð fyrir, að hér sé um að ræða 300 milljón króna tekjuöflun á ársgrundvelli. Oeir Hallgrímsson og Magnús Jónsson fordæmdu þau vinnu- brögð, sem viðhöfð væru með því að leggja slík frumvörp fram, viku áður en gert væri ráð fyrir að þingi lyki. Benti Geir á, að þetta gjald, sem nú ætti að setja á, þýddi í raun 2% fiskverðs- lækkun. Þá bentu þingmennirnir á, að létta ætti 160 miiljón króna laiinaskatti af útveginum um leið og lagt væri á hann 160 milljónir króna útflutningsgjald. Hér væri því verið að taka með annarri h?ndinni, það sem gefið væri með hinni. Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra sagði að þetta 1% gjald væri miðað við fram- iieiðsl'Utíimabilið júl'í 1973 -— 31. desamber 1975. Þá væri og lagt til, að ríkissjóður legði fram jafnháa upphæð og f'eingist með þessu gjaildi. Gert væri ráð fyrir að útöiutndnigsgj'aldið yrði um 150—160 milljónir og með fram- lagi ríikissjóðs væri hér því um 300 mililjónir að ræða á árs- grundvelli. Sagði ráðherrann, að þörf væri á miklu fjármagni til sjóðsins, þar sem nú stæði yfir endumýjun fis'kiskipafiot'ans. Lúðví'k sagði, að frumvarpið væri seint á ferðinni og yrði því að vænta þess, áð þingnefndir hröðuðu meðiferð þess, svo það yrði að lögum á þessu þingi, enda væri það mjög mi'kiivægt fyrir starfsemi Fiskveiðisjóðs. Geir Hallgrímsson sagði m. a.: Það eru orð að sönnu að þetta frumvarp um tekjuöflun fyrir fiskveiðasjóð er seint á ferðinni. Okkur þingmönnum er sagt að þingstörfum skuli hætt núna fyr ir hátíðar og þá er þingi ætlaður um vikutími til þess að fjalla um þetta frumvarp. Nú er það ekki svo að ríkisstjórninni hefði ekki mátt vera ljós fjárþörf fisk v^ðasjóðs fyrir langa löngu. Það var spurt um fjárþörf og fjár- öflun til fiskveiðasjóðs við af- greiðslu fjárlaga, en engin svör fengust. Það hefur æ ofan í æ verið rætt um þessa fjárvönt- un, sem hér er um að ræða, en engin svör hafa fengizt fyrr en, ef svar skyldi kallast, með því frumvarpi, sem hér er lagt á borð þingmanna í gær. Hér er iim slík vinnubrögð að ræða, að ávlta ber þau harðlega og gagn- íýna. Hér er um hreina óvirð- ingu við þingmenn að ræða. Ég get ekki annað en minnt á, að þegar rætt var um ráðstafanir í efnahagsmálum hér i des. sl., þá var lagt á borð þingmanna álit svokallaðrar valkostanefnd- ar, þar sem tekið var fram að auk tiltekinna leiða, sem þyrfti að fara í efnahagsmálunum al- mennt, þá væri nauðsynlegt að gera ýmiss konar hliðarráðstaf- anir. Megin þátturinn í þeim hliðarráðstöfunum var sam- dráttur í framkvæmdum rikis- sjóðsins sjálfs og útlánum fjár- festingarlánasjóða. Engar slik- ar tillögur hafa komið hér fram á Alþingi, engar upplýsingar að einu eða neinu leyti, hvernig að slikum samdrætti skyldi staðið. Ég hef ekki þessi skjöl við hönd- ina, en ég hygg að það sé ekki ofmælt, að hér hafi verið um töluverðar upphæðir að ræða, 1700 til 2000 millj. kr. Það er ætlazt til þess að Alþingi kveði á um fjáröflun til fjárfestinga- AIÞinCI lánasjóða, án þess að nokkur heildarmynd sé í raun og veru gefin. í fyrsta lagi: Hver fjár- þörf þessara sjóða er? í öðru lagi: Hvernig á að nýta fjár- magn þessara sjóða? Og í þriðja lagi: 1 hvaða tengslum starfsemi þessara sjóða er við efnahagsmál landsmanna al- mennt og við þær ráðstafanir, sem gerðar voru í des. sl. Hér er um vinnubrögð að ræða, sem sýna aðeins að þeir, sem með stjórn fara eru ekki verki sínu vaxnir. Ég minni á það, að milli jóla og nýárs, þá mun sjávar- útvegsráðherra hafa gert sam- komulag við útvegsmenn i sam- bandi við ákvörðun fiskverðs, sem fól í sér útgjaldaauka fyr- ir ríkissjóð eða niðurfeilingu tekna í sambandi við nið- urfellingu launaskatts á fiskveið um, er nemur um 160 millj. kr. á ársgrundvelli. Frumvarp þar að lútandi er fyrst að sjá dags- ins ljós hér á Alþingi í dag. Það verður ekki skilið hvers vegna tefja þurfti þetta mál allan þenn an tíma, enn og óhentuglegar sýn ist vera staðið að málum, þegar á það er litið, að niðurfelling útgjalda bátaútvegsins sam- kvæmt því samkomulagi, sem gert var í tengslum við ákvörð- un fiskverðsins, nemur um 160 millj. kr. á ársgrundvelli en aukning álaga á sjávarútvegin- um samkvæmt þessu frum- varpi með 1% útflutningsgjaldi á andvirði sjávarframleiðslunn- ar nemur um sömu upphæð. Það er sem sagt verið að taka með annarri hendinni, sem búið er að gefa með hinni. Það er ljóst mál, að þessi nýi skattur verður til þess að lækka fiskverðið til útvegs- manna og sjómanna, vegna þess að þessi skattur, eins og út- flutningsgjöld almennt eru, er dreginn frá áður en fiskverðið er ákveðið. Ef við lítum á, hvað hér er um að ræða, þá má gera ráð fyrir því, að 1% af andvirði þýði 2% á verð fisks upp úr sjó. Hér er sem sagt um 2% fisk- verðslækkun að ræða. Og þá er spurningin, hvort ríkisstjórnin tefli hér eins og annars staðar á tæpasta vaðið, að hagstæð þró un á eriendum mörkuðum geti borið þetta uppi eða hvort rík- isstjórnin treysti sjávarútvegn- um til þess að bera þennan skatt. Það er venja, þegar um fjáröflun til framleiðsluatvinnu greina er að ræða eins og hér er á ferðinni, að hafa samráð við forsvarsmenn atvinnugrein- anna. Ég spyr sjávarútvegsráð- herra hvort hér hefur verið um slíkt samráð eða ekki. Og ef ekki hefur verið um slikt sam- ráð að ræða, þá tel ég einsýnt að sú nefnd sem fjallar um þetta mál hljóti að hafa slíkt samráð við forystumenn sjávar- útvegsins. Ég vil taka það fram, að við gerum okkur það ljóst að fjárþörf fjárfestingarlánasjóðs eins og fiskveiðasjóðs íslands er ótvíræð. Við höfum bent á þessa fjár- þörf og bent á þá fjárvöntun, sem fyrirsjáanleg hefur verið hjá fiskveiðasjóði og öðrum fjár festingalánasjóðum. Ráðherrann hefur ekki sinnt fyrirspurnum okkar þar að lútandi og at- hugasemdum okkar, og með þessu frumvarpi er ekki sýnt fram á, hvort búið er að brúa bilið eða ekki. Engar upplýsing- ar eða mjög ómerkilegar og tæt ingslegar fást um það. Þá er á það að líta, að með þessu frum- varpi og þeim öðrum frumvorp um sem beint er á borð alþing- ismanna núna síðustu daga þingsins, og ætlazt er til að þeir afgreiði eins og á færibandi, þá er ekki eingöngu verið að leggja nýja skatta á framleiðslu- atvinnuvegi landsmanna, heldur er einnig verið að leggja skatta til viðbótar á landsmenn með því að leggja byrðar á rikissjóð. Og það er ekki verið að leggja byrðar á ríkissjóð frá og með næsta fjárlagaári 1. jan. 1974, heldur á ríkissjóður strax að hefja greiðslur á þessu ári. Nú munum við það öll að fjárlög voru afgreidö þannig, að ekki var gert ráð fyrir 500 millj. kr. útgjöldum þar til niðurgreiðslna. Það skorti algerlega tekjuöflun til þeirra. Ég hef getið um hér 160 millj. kr. útgjaldaauka, sem sjávarútvegsráðherra með einu pennastriki tók af ríkissjóði. Hér er á ferðinni hvert frum- varpið á fætur öðru, sem legg- ur aukin útgjöld á ríkissjóð á þessu ári, án þess að geta um tekjuöflun, sem þar komi á móti. Lúðvik Jósepsson nefndi 160 millj. útgjöld á þessu ári sam- kvæmt þessu frumvarpi. Hvern- ig er ætlun hans og rikisstjóm- ar að afla fjár til að standa und- ir þessium útgjöldum og hvaða vinnubrögð eru það, að af- greiða slík útgjöld úr ríkissjóði nokkrum vikum eða mánuðum eftir að fjárlög eru afgreidd og þrátt fyrir það, að bent var á við afgreiðslu fjárlaga, að ekki væri tekið tillit til fjárvöntun- ar slikra fjárútfestingar lána- sjóða, sem hér er um að ræða? Það ber allt að sama brunni, að vinnubrögð þessa ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild að því er snertir fjárfestingarlánasjóði eru siík, að það er ekki bjóð- andi Alþingi að einu eða neinu leyti. Úrræðaleysið hefur verið slíkt, að fyrst á síðustu dögum þingsins er slengt fram frum- vörpum sem þó, að því er virð- ist, leysa vandann ekki að fullu og langt frá því. Magniis lónsson sagði m.a.: Þetta er eitt af þremur frum- vörpum sem gert er ráð fyrir að eigi að miða-að því að bæta fjárhagsaðstöðu stofnsjóðanna Magnús Jónsson. þriggja, fiskveiðasjóðs, iðn- lánasjóðs og stofnlánadeildar landbúnaðarins. Varðandi uppbyggingu allra þessara sjóða, þá er um svo mik- ið grundvallarstefnumörkunar- atriði að ræða, að það er auðvit- að með öllu fráleitt að Alþingi fái ekki svigrúm til þess að í- huga þetta stóra vandamál í heild og gera sér grein fyrir þvi, hvernig á að mæta því. Ég vil ekkert um það segja nema, að það gæti orðið grundvöllur til þess að ná samkomulagi um uppbyggingu sjóðanna og skapa þeim sterkari undirstöðu. Hér er gert ráð fyrir að leggja allverulegan aukinn bagga á rík issjóðinn nú þegar á þessu ári samtímis þvi, sem gert hefur verið ráð fyrir að þyrfti að skera niður stórlega ríkisút- gjöld að öðiu leyti. Á ég hér ekki eingöngu við þetta frum- varp, heldur iðnlánasjóðsfrum- varpið, sem hér liggur einnig fyrir til meðferðar. Mál þetta er í heild sinni, varðandi alla þessa sjóði, stórkostlegt sivaxandi vandamál og ég get fúslega fall- izt á það meginsjónarmið, að þetta þurfi að takast til heildar athugunar og vitanlega hefði verið æskilegast, allra hluta vegna, að það hefði getað gerzt með sem allra víðtækustu sam- komulagi. Fiskveiðisjóður er e.t.v. ekki stærsta vandamálið í þessu sam- bandi. Hann er það hvað upp- hæðir snertir, en ekki varðandi afkomulega hlið, vegna þess að Fiskveiðisjóður hefur verið byggður upp mjög með eigin framlögum sjávarútvegsins, þannig að það er ekki fyrr en nú á síðustu árum, sem reynir verulega á það, að ráðstöfunar- fé hans fer hlutfallslega minnk- andi og hann er meira og minna háður lántökum. En það eru aðr ir sjóðir, sem raunverulega eru meira vandamál að þessu leyti, að það verður að fjármagna þá að svo til öliu leyti með lánsfé svo sem t.d. á sér stað með stofn lánadeild landbúnaðarins, sem ég ætla lítið að ræða nú, en nefni aðeins, því öll þessi mál eru nátengd hvort öðru og um sams konar vanda að ræða í öll- um tilfellum. Vandi sjóðanna er alls ekki leystur með þessu frumvarpi nema að sáralitlu leyti. Þannig að það er aðeins gert hér ráð fyr ir að brúa bil, sem þó er stór- kostlega varasamt að sé verið að brúa eða takist að brúa. Mér er nú nær að halda, að það fari hér eins og einhvern tíma, er veitt var fé í hálfa brú. Það er eitthvað svipað um þessi átök, sem hér er verið að gera, að mál ið er alls elcki brotið til mergjar og þvi ekki gerð glögig skil. Ekki er verið að leysa vandann til framibúðar, helduir er aðe ns ver ið að reyna að bjarga málinu eins og sakir standa nú. Mig lang ar til þess að spyrja sjávarút- vegsráðherra að þvi, hvort það sé skoðun hans, að Fiskveiða sjóði íslands nægi það fé, sem honum er ætlað í þeim lokatil- lögum um fjárveit ngar til sjóða atvinnuveganna, sem voru til meðferðar í Framkvæmdasto^n un ríkisins nú síðast i morgun. Þetta hefur nú allt saman verið með þeim ósköpum og endemum að það eru nokkrar klukku- stundir eða jafnvel mínútur, sem menn hafa til þess að ganga á milli funda, þar sem máiin ^ru flutt sitt á hvað. Gögn voru lögð fram í framkvæmdasjóði fyr'r nokkru síðan, þar sem Fiskveiðu sjóður taldi nauðsynlegt, að hann gæti lánað 1730 miljj' kr! Það er gert ráð fyrir því, að me® því fé, sem honum er ætlað nu, geti hann aðeins lánað tæPar 1600 millj., þannig, að þarna vanti um 150 millj. kr. Það rna vera, að þetta sé ekki stórfelM upphæð miðað við þessa heildaf summ'U, en mér »r nær að hald að svo standi á með Fiskveiða sjóðinn, að meginhlutinn af hana fjárveitingum sé bundinn og lof að fyrirfram, þannig að spnrn' ingin er sú, hvort sjóðurinn Se ur leyst sinn vanda með þessud1 hætti. Hin spurningin er UI,|, viðbótarlánveitingar til byg ar fiskiskipa innanlands, og spy^ ég ráðherrann hvort ákvarðani hafi verið teknar í því effl; Svo sem öllum er kunnugt, Þa hefur undanfarið ár verið ve' 10% aukalán á þau skip, seI?J smiðuð hafa verið innanlands t' eflingar skipasmíðinni. Hefur rl isstjórnin tekið ákvörðun uri’ hvort Fiskveiðisjóður, eða ru® einhverjum öðru-m hætti veT°*., séð fyrir lánum af þessu tag1 1 þess að geta veitt sambaerílf*’9 aðstoð þeim, sem smíða skip *n!j anlands og veitt hefur verið þessa? Það er auðvitað grU‘n vallarnauðsyn að taka ákveðh^ ákvörðun um það, hver eig1 ® annast þessi lán, eða hvort y® leitt sé huigsanlegt að þau se veitt áfram, til þess að þ®ir’ se ^ eru að huigsa til skipakaupa Se gert sér grein fyrir því, hverr ^ fyrirgreiðslu er að vænta, þeir semja við innlendar sk:pa smiðastöðvar miðað við það se áður var. Merun hafa verið a velta þessum vanda á milli s. og ég held, að hann verði a ekki leystur, nema að rikisstj°r in skeri hér á hnútinn og Se ákveðnar ráðstafanir, sem e® teldi eðlilegast að væri gert me viðbótarlánum frá Fiskveiða sjóði, e.t.v. 2. veðréttarlánu eða með einhverjum slíku hætti. ,crS Lúðvík Jósepsson sagði h1 að ekki hefði verið haft form^ samráð við samtök sjávarútve-. ins, h'ns vegar lægju fyrir fru a5iia, ðinn- samþykkta allra þessara a< um að efla beri FiskveiðasjO' . Miðað væri við það, að tekj sjávarútvegsins færu vaxan ’ það þýðir að fiskverð hækkar 0 hægt er að ganga út frá betu komu. Þá kom fram, að ann taldi að Fiskveiðasj00^ mætti allvel una við það fé, s ; honum væri ætlað, þó það v eitthvað minna en útlánsósk1^ ar. Varðandi skipasmíðaiðna 1 ^ sagðist ráðherrann telja, ^ Fiskvedðasjóður ætt: alls ekk1 lána meir en nú er. ag Þá sagði Lúðvík Jósepsson' Geir Hallgrímsson og fyt Jónsson hömruðu á því, an1(, Framliald & bls h Þorvaldur Garðar Kristjá,1H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.