Morgunblaðið - 10.04.1973, Síða 17
--------------------------------------------------------------------------J
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973 17 4
„Ljós og myrkur hafa sótt
á marga málarana beinhnis
og til dæmis frá 17. öld má
nefna Rembrandt og svo E1
Greco. íslenzka náttúran sýn
ir manni þennan birtudans
svo feikivel ef maður bara
gefur sér tóma til að skynja.
Annars má segja að þessi
sýning sé þríþætt. Náttúru-
lyrik þar sem ég reyni að
fara mínar eigin leiðir í túlk-
un og ég álít það mikilvæga
þörf að endurnýja landlags-
málverkið og upplifa það á
ferskan hátt.
Þá eru mannamyndirnar,
sýnishorn af studium og svo
sá myndaflokkur þar sem
maðurinn er túlkandi í mynd-
unum. Starfandi maður, sem
lýsir af. Nokkurs konar óð-
ur til vinnunnar, hetjan í at-
vinnulifinu og svo písl manns
ins í umhverfi sínu þar sem
ekki verður hjá þvi komizt.
Tryllt tjáning mannsins, víg-
völlurinn, baráttan við eldinn
og náttúruöflin og i nokkr-
um myndum eru beinlínis á-
tök vegna eldgossins í Eyj-
um og allt minnir þetta mann
á hvað ailt er fallvalt í þess-
ari veröld.
Svo er ég að byrja á öðr-
um flokki, endurnýjun i Eld-
landsmyndaflokkinum mín-
um, sem ég hef verið með
undanfarin ár. Nú ætla ég
að flétta menn og dýr inn i
Benedikt Gunnarsson við eina af niyndum sínuni, Stríðslok.
Sólin í
trúin á
klakanum og
það bezta
viðfangsefnið og fyrsta sýn-
ishornið í þessum flokki er
til sýnis hér, hryssa með fol-
ald, stjörf dýr við brúnarúst-
ir og himinn og jörð loga
saman í baksviðinu. Það er
þó af ásettu ráði í þessari
mynd að ég læt engan tryll-
ing vera hjá dýrunum. Það
er heldur það að maður trú-
ir því að dýrið eigi einhverja
von. Maður trúir á vonima og
það finnst mér raunar það
dýrmætasta sem maðurinn á,
von og trú á það bezta og
það að neita að gefast upp.“
„Finnst þér örvandi að fást
við ákveðna efnisflokka í
einu?“
„Þegar maður tekur fyrir
svona margvisleg viðfamgs-
etfni og vinnur þau af alúð,
þá hef ég þá trú að það mót-
ist persónulegur stíl'l, sem sýn
ir eitthvað sem er einkenn-
andi fyrir okkar þjóð og land.
Ég er innstilltur á harm-
leikinn jafnhliða því að túlka
rólega náttúrulyrik. En ég
held að maðurinn rísi hæst í
harmleiknum, þar hreinsast
hann og við getum vitnað í
grísku harmleikina. Maðurinn
hreinsast og kemur út sem
betri maður. Það er falsfct að
sýna alltaf rétthverfuna, því
það sem við köllum rang-
hverfuna er aðeins hluti af
rétthverfunni, hluti af um-
hverfinu, óaðskiljanlegur."
„Svona eins og gagnrýnend
ur eru hluti af myndlistinni?“
„Þeir menn sem eru að
fást við myndlistarskrif veita
þessum hlutum allt of litla
það þó þegar verk miðlungs-
listamanna eru múrfest i op-
inberum byggingnm, fáum
til gleði, en mörgum til ang-
urs.“
„Hvernig aflar þú fanga í
verkefnum, Benedikt?"
„Ég geri mjög mifcið af upp
dráttum, teikna úti og geri
margvislegar myndskipunar-
tilraunir. Ég á lífca mik-
ið magn af slíkum studíum
og þannig þróast þetta stig
af stigi, ég bæti við og sleppi
þar til ég er búinn að fá það
Rabbað við Benedikt Gunnars-
son sem sýnir í Norræna húsinu
— Sýningarlok í kvöld
Pastelmynd af Krístiníusi heitniun Arndal húsverði Kenn-
araskóla Íslands
athygli, þeir sigla svo oft of-
ar skýjum en gleyma vinnu-
brögðum listamannsins, ein-
kennum, stíl og persónuleika,
sem alltaf hlýtur að hafa
áhrif á myndina. Ef maður
ætti að gefa gagnrýnendum
heilræði þá væri það að þeir
ættu að reyna að skírskota
meira til mynda í texta sín-
um, nota myndir og byggja
upp með samanburði. Þetta
er kannski erfitt með svart
hvítum myndum þar sem
málverkin eru í lit, en þó
betra og á meðan þessi skrif
eru eins yfirborðskennd og
raun ber vitni, er þetta bara
kák, nema þá til þess að
vekja athygli á skrifaranum.
Þeir eru heldur ekki svo fá-
ir gagnrýnendurnir, sem hafa
verið eins og blóðsugur, hel-
vítis blóðsugur, á listamönn-
um og þeir hafa baðað sig
í sviðsljósinu á kostnað þeirra
sem sjálfir standa í eldlínunni
í leit að tjáningarforminu. Ég
vil bæta því við af því að ég
er harður i þessu að þetta er
þeim mun ergilegra þegar
hinn svokallaði listgagnrýn-
andi hefur litla myndlistar-
menntun á bak við sig. Fúsk-
arar finnast í öllum listgrein-
um og jafnvel á meðal ab-
straktmanna. Átakanlegast er
út, sem ég vil með mínu per-
sónulega svipmóti. Einnig
ljósmynda ég mikið fyrir-
brigði, sem ekki er nokkur
leið að ná með litum eða
blýanti. Til dæmis hverasvæð
in í Kerlingarfjöllum, Land-
mannalaugum og Náma-
skarði. Þetta hef ég allt mynd
að. Einnig sól í klaka-
böndum, átök birtu og
kulda. Ég á til dæmis heima
margar myndir sem ég mál-
aði af stemmningu i hellis-
skúta í Nauthólsvikinni. Það
voru tveggja metra há grýlu-
kerti í skútanum frá gólfi til
lofts og það voru mikil átök
þegar sólin var að brjótast í
gegnum ísinn, rauðleit sólin í
klakanum."
„Hvað um aðstöðu til sýn-
inga?“
„Nú hafa góðir sýningarsal-
ir verið opnaðir, Kjarvals-
staðir, sem verða vonandi
ekki of dýrir og um salinn
hér i Norræna húsinu er alTt
gott að segja. Mér finnst gott
að sýna hér, hæfilega hátt til
lofts og salurinn brotinn nið-
ur í stofur eins og i ibúðum.
Framhald á bls. 30
Blökkustúlka frá Súdan, sem Benedikt hitti.
„MAÐUR vaknar til góðs
dags með morgungleði og það
fer vel í niann. Gleðin kem-
ur fram i litunum. Ljósið
sækir alltaf á mig og mér
finnst alltaf svolítill tregi i
ijósaskiptunum af því að þar
er dagurinn að kveðja og hið
óþekkta að ganga i garð.
Mér finnst ganian að fást við
þetta, því það snertir mig
mjög og orkar mjög á mína
skapgerð, fellur vel að þeim
viðfangsefnum, sem ég hef
verið að glima við. Átök ljóss
og myrkurs bjóða upp á
myndræna tiilkun og í raun
inni allan litaskalann."
Það er Benedikt Gunnars-
son listmálari, sém er að tala
og maður finnur strax að
það sem hann segir liggur
honum á hjarta. Ég sit á
kassa i hakherbergi í kjallara
Norræna hússins með 5 kg
brúnan poka og skrifa, Bene-
dikt rásar um herbergið eins
og hann sé að stíga ölduna í
léttum sjó. 90 myndir hans
eru í sýningarsalnum og við
erum að forvitnast um orð í
kringum myndirnar. Sýning-
Unni lýkur i kvöld, þriðjudags
kvöld. Hún hefur gengið vel,
fjölmenni og góð sala. Bene-
difct er í stuði og hann tal-