Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 21
MORGIINBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
21
— Dagrún
Krist j ánsdóttir
Framhald af bls. 16.
kaupa annað í staðinn, sem
verra væri og dýrara. Einnig vil
ég vikja nokkrum orðum að Lár
usi Ág. Gislasyni. Megnið af
grein hans er skynsamlegt og
sanngjarnt en þó hnýtur hann
um nokkur atriði sem ég vil enn
leiðrétta. Ég tók það fram i
framsöguræðu minni á fundin-
um að við ættum ekki að beina
aðgerðum okkar eingöngu gegn
búvörum, heldur öðrum vörum
líka sem væru ekki síður dýr-
ar, og það væru ekki aðeins mat
vörur heldur ýmsar nauðsynja-
vörur aðrar sem við þyrftum að
beina aðgerðum okkar að. Og
um þetta atriði erum við sam-
mála, þótt byrjað væri á búvör-
unum. Okkur finnst það þvi
ekki „aukaatriði“ að allar nauð
synjavörur séu rándýrar.
Um sjónvarpsviðtalið sem Lár
us minnist á visa ég til fyrri
ummæla, fyrr í þessari grein.
Mér þykir það furðulegt, að
að mér skuli beint spjótum frá
þeim sem ég barðist með á hin-
um almenna fundi 15. marz. Ég
vil leyfa mér að taka orðrétt
upp nokkrar setningar: „Við
viljum einnig sérstaklega mót-
mæla því að mestu verðhækkan
innar lendi á hollustu fæðuteg
undum landsmanna og verði því
að draga úr neyzlu þeirra, á
kositnað líkamlegrar hreysti og
andlegs þrosika“ og síðar „það
eru ekki einungis verðhækkanir
á matvöru sem við eigum að láta
okkur skipta heldur allar
hækkanir sem raska efnahags-
legu jafnvægi heimilanna“ enn-
fremur minntist ég á tolla nauð-
synjavöru orðrétt „þegar ekki
er lengur hægt að hækka tolla
á heimilistækjum og búsáhöld-
um, ásamt mörgu öðru sem heim
ilin geta ekki án verið — þar
sem þessar vörur eru þegar
komnar í 80%, 90% og 100%
toll.“ Ennfremur talaði ég um
verðhækkanir yfirleitt, ekki ein-
ungis hækkanir á landbúnaðar-
vörum. Þetta geta allar konur
sem fundinn sátu staðfest. Einn-
ig það að ég gerði' einmitt sér-
staklega tiiraun til þess að koma
fundarkonum í skilning um að
réttara væri að beina mótmæl-
unum til alira verðhækkana, —
þvá að landbúnaðarvöur væru
aðeins einn liður á þeirri löngu
og endalausu keðju og mér fynd
ist ekkert unnið, nema síður
væri, að kaupa ekki holla vöru,
— EF önnur óhollari og dýr-
ari yrði keypt i staðinn. Það er
nefnilega regi.nmisskilningur að
ég hafi „ráðlagt“ eða „ætlazt
ttl“ að það yrði gert.
Þvert á móti varaði ég konur
við þessu sérstaklega.
Einnig segi ég síðar í fram-
söguræðu minni: „Þessi fundur
er boðaður vegna verðlagshækk
ana sem virðast óstöðvandi. Við
hefðum þurft að taka rögg á
oklkur löngu fyrr og um mörg
fleiri mál,“ -— „En það ástand
sem rikir í verðlagsmálum nú í
dag er það alvarlegt að við get-
um ekki lengur unað þvi án
þess að reyna að beita áhrifum.
Húsmæður með stór heimili vita
manna bezt hvernig gengur að
láta mánaðargjöldin duga fyrir
mat, fatnaði og öðrum óhjá-
kvæmilegum útgjöldum.“ Einnig:
„Það er fleira en landbúnaðarvör
ur sem hefur hækkað í verði —
það má segja að allt hækki með
fárra vikna millibili." Einnig tók
ég það fram að bændum veitti
ekki af sinu og kom með nokkr-
ar tölur í þvi sambandi hve
miklu þeir þyrftu að kosta til
búa sinna i sambandi við véla-
kost, þeir væru því ekki ofsælir
af sínu, því að þeir fengju ekki
nema lítið brot — í sumum til-
fellum — af því verði sem við
þyrftum að borga fyrir vöruna
út úr búð. Hitt væri milliliða-
kostnaður sem bændur gætu
ekki að gert. Eg vil því eindreg-
ið skora á húsmæður i sveit að
veita okkur stuðning, en rísa
ekki gegn sínum eigin hagsmun
um. Það er fleira en landbún-
aðarvörur sem verður tekið fyr-
ir, þó svo vildi til að þær yrðu
fyrstar, og ástæðuna er ég bú-
in að greina fyrr. Húsmæður í
sveit þurfa líka fleira til sinna
heimila en eigin framleiðsluvör-
ur og því ætti það að vera einn-
ig í þeirra þágu, að við reynum
að hafa áhrif á verðlagið yfir-
leitt, — en það sjá allir heilvita
men.n, að ekki er hægt að und-
anskilja búvörur, það hlaut að
koma röðin að þeim hvort eð
var, þar sem þær eru með holl-
ustu fæðutegundum okkar fs-
lendinga og því verðrn- að verð-
leggja þær þannig að hver ein-
asti íslendingur get veitt sér
þær. Biivörur eru ekki lúxus,
þær eru nauðsyn.
Ég álit það vera hagsmunamál
fyrir bændur að vörur þeirra
séu ekki sprengdar upp í verði
svo að sem flestir geti keypt
þær, ég veit það vel að land-
búnaðarvörur hækka ekki svo lit
ið á meðan þær fara um hendur
milliliða. Aðeins frá bóndanum,
um hendur heildsala, hækkar
t.d. kjötið um 30%. Hver er mis-
munurinn svo; þegar það er kom
ið i hendur neytandans? Bónd-
inn fær t.d. 167,47 kr. fyrir kg
í úrvalsflokki af nautakjöti.
Hvað þarf neytandinn að greiða
fyrir þetta sama kjöt út úr
búð? Jú, einar litlar 888 kr. Mis
munur frá bónda til kaupanda
er aðeins litlar 720,53 kr. Þetta
eina dæmi nægir til að sýna að
við sem mótmælum verðhækkun
um á landbúnaðarvörum sem
öðru, erum ekki að ráðast á
bændur. Það eru milliliðirnir sem
bera ábyrgðina. Það er varla
hægt að ímynda sér að það sé
sambærileg fyrirhöfn og kostn-
aður sem milliliðir hafa af þvi
að rétta kjötið milli sin og sú
fyrirhöfn og kostnaður sem
bændur hafa af þvi að ala
búpeninginn, afla heyja, kaupa
fóðurbæti, áburð á túnin, vél-
ar til að yrkja jörðina og tii
heyskapar, byggja yfir hann o.
s.frv., o.s.f.rv. en samt fá bænd-
ur aðeins lítið brot af verði vör
unnar í sinn vasa.
Ég álít að fólk í bæjum og
sveit þurfi hvert á öðru að halda,
þess vegma á það ekki og má
ekki skiptast í andstæða hópa,
heldur vinna saman, því hvorug
ur aðilinn getur verið án hins.
Ég vil áður en ég lýk þessu
taka fram eftirfarandi: Kartöfl
urnar voru teknar með á bann-
listarm til að mótmæla lélegri
vöru, við viljum góðar kartöfl-
ur en ekki skemmdar. Kartöfl-
ur eru miög alhliða nærine. bess
vegna er það sjálfsögð krafa
að svo nauðsynleg og holl fæða
sé boðleg. En ekki munu band-
ur eiga sök á því að geymálu
kartaflna sé svo hagað og inn-
pökkun að þær skemmast, og
ekki hægt að vita fyrr en heim
er komið hvort neytandinn hef-
ur keypt „köttinn í sekknum“
eða ekki. Og að síðustu mælist
ég eindregið til þess að fólk líti
á þessar aðgerðdr Húsmæðrafé-
lags Reykjavikur frá raunhæfu
og skynsamlegu sjónarmiði, en
ekki frá flokkspólitísku, þvi að
við vitum það mjög vel, sem
stöndum að þessu að þar skiptir
engu flokkspólitík, því að með
okkur eru konur úr öllum
stjörnmálaf lokkum. Og ég vil
einnig mælast til þess að hætt
verði að rangtúlka og beinlínis
snúa við orðum minum og ann-
arra er að þessu standa. Það
eru verðhækkanir í heild sem
mótmælin beinast að og seinna
kemur röðin að öðrum liðum
hennar. Það þurfa allir að lifa,
allir að gjalda dýru verði þess-
ar hækkanir, ekkert síður
sveitaJieimilin en við sem lifum
í borg eða bæ.
Ég skora þess vegna á kven-
félög og kvenfélagasambönd að
rétta okkur hjálparhönd, í stað
þess að vinna gegn okkur. Þetta
er aðeins byrjunin og eigum við
að áorka einhverja verðum
við að standa saman um það að
krefjast lægra verðs á öllum
nauðsynjum heimilanna.
Skrifað 3. apríl 1973.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 23., 24. og 26. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1972 á eigninni Hlíðarvegi 20 (raðhús), Ytri-Njarðvík, þinglesin
eign Antons E. Hjörleifssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns
Steingrímssonar, hrl., Vilhjálms Þórhallssonar, hrl., og Gunnars
Jónssonar, hrl„ á eigninni sjálfri, fimmtudagirvn 12. apríl 1973
klukkan 3.00 eftir hádegi.
Sýslumaðurinn I ííjllbringu- og Kjósarsýslu.
Það, sem borðað er fyrst á morgnana,
er undirstaða að starfi og vellíðan
dagsins. Þvi er það mikilvægt að fjöl-
skyldan gefi sér góðan tíma til þess
að borða hollan og góðan morgunmat.
Þeir, sem temja sér þá reglu að drekka
eitt glas af hreinum TROPICANA appel-
sínusafa með morgunverðinum, tryggja
sér fjörefni og næringarefni til góða,
fyrir amstur dagsins. í hverjum dl. af
TROPICANA er um það bil 40 mg. af
c-vítamíni og mest 50 hitaeiningar.
Dagstimpillinn á TROPICANA fernunum
Tryggir yður ferskan appelsínúsafa,-
hollan og bragðgóðan.